Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LEIKSKÓLI FYRIR ALLA Biðlistar eftir plássi í leikskólumReykjavíkur hafa sjaldan eðaaldrei verið lengri. Morgun- blaðið greindi frá því í síðustu viku að samtals hefðu 2.853 börn verið á biðl- ista í lok síðasta árs. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár, úr tæplega 2.000 börnum árið 1996. Ef litið er á biðlista eftir heilsdagsplássi á leik- skóla hefur hann meira en tvöfaldazt frá árinu 1996; úr 919 í 2003. Þegar litið er á tölur um heildar- fjölda barna, sem nú eru í leikskólum Reykjavíkur, verður enn skýrara hversu alvarlegur vandinn er. Í árslok voru 5.240 börn í leikskólunum en á biðlista voru, eins og áður sagði, tæp- lega 2.900 börn. Þar af eru reyndar 528 yngri en eins árs og 246 eiga lögheimili utan Reykjavíkur, en sum sveitarfélög myndu ekki leyfa skráningu þessara barna á biðlista. Hvað sem því líður er ljóst að foreldrar meira en 2.000 reyk- vískra barna vilja koma þeim á leik- skóla en fá ekki pláss. Þessi staða er verulegt áfall fyrir borgarstjórnarmeirihlutann, í ljósi þeirrar gífurlegu áherzlu sem Reykja- víkurlistinn lagði á dagvistarmálin fyr- ir tvennar síðustu borgarstjórnarkosn- ingar. Í kosningabaráttunni 1994 lofaði Reykjavíkurlistinn því að öll börn, eins árs og eldri, fengju þá vistun sem for- eldrar þeirra kysu, fyrir lok kjörtíma- bilsins. Sérstaklega var tekið fram að þetta gæti þýtt heilsdagsrými fyrir alla. Svipuð loforð voru gefin fyrir síð- ustu kosningar. Bjóða átti öllum, sem þess óskuðu, heilsdagsdvöl fyrir börn sín. Það má til sanns vegar færa að það ástand, sem ríkti í leikskólamálunum árið 1994, þegar mjög erfitt var fyrir aðra en einstæða foreldra eða náms- menn að fá heilsdagsvistun fyrir börn sín, hafi ekki verið í neinu samræmi við óskir og þarfir foreldra í nútímaþjóð- félagi. Sjálfstæðisflokkurinn í borgar- stjórn gaf þá það kosningaloforð að út- rýma biðlistunum á tveimur árum. Reykjavíkurlistinn gagnrýndi hins vegar að í því loforði væru börn yngri en tveggja ára undanskilin. Nú hittir sú gagnrýni borgaryfirvöld sjálf fyrir; 1.364 börn fædd árið 1999 eru nú á biðl- ista eftir leikskólaplássi. Reykjavíkur- listinn hefur einfaldlega sett dagvist- armálin á oddinn með þeim hætti, að kjósendur hljóta að kalla eftir því að hann standi við loforð sín. Í þriggja ára áætlun Reykjavíkur- borgar um rekstur og fjármál borgar- innar er gert ráð fyrir að fram til 2004 muni heilsdagsplássum fjölga um 580. Gert er ráð fyrir að sú fjölgun, ásamt lengingu fæðingarorlofs, muni leiða til þess að 2004–2005 verði framboð á leik- skólaplássum fullnægjandi í Reykja- vík. Við fyrstu sýn virðist óraunhæft að sú lenging fæðingarorlofsins úr sjö mánuðum í níu, sem taka mun gildi á næstu tveimur árum, geti bætt úr þörf fyrir a.m.k. 1.500 heilsdagspláss og upp undir 1.000 rými hluta úr degi. Borgaryfirvöld þurfa því að rökstyðja þessar áætlanir sínar betur. Kristín Blöndal, formaður leikskóla- ráðs, segir í Morgunblaðinu á laugar- dag að eftirspurn eftir leikskólavist, einkum og sér í lagi heilsdagsplássum, hafi breytt forsendunum fyrir stefnu- mörkun Reykjavíkurlistans. Þó verður ekki annað séð en að þessi eftirspurn sé í fullu samræmi við þá sam- félagsþróun, sem hér hefur átt sér stað. Í langflestum fjölskyldum vinna báðir foreldrar fullan vinnudag, bæði vegna þess að ein laun hrökkva sjaldn- ast fyrir útgjöldum heimilisins og sök- um þess að það þykir sjálfsagt og eðli- legt að bæði kyn taki jafnan þátt á vinnumarkaðnum. Aðgangur að dag- vistun er þannig öðrum þræði jafnrétt- ismál. Jafnframt hefur orðið sú viðhorfs- breyting, sem Kristín Blöndal bendir á, að það þykir orðið mikilvægt og jafn- vel nauðsynlegt fyrir þroska barna að þau sæki leikskóla. Sú viðhorfsbreyt- ing hefur ekki bara orðið meðal for- eldra. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að leikskólinn sé hluti af menntakerfinu, eins og sjá má af gerð sérstakrar námskrár fyrir leikskóla fyrir tveimur árum. Í stefnumörkun menntamálaráðuneytisins segir: „Á leikskólaaldri eiga börn auðvelt með að læra, þau eru opin, næm, móttækileg og fordómalaus og þá er grunnurinn lagður fyrir allt síðara nám og þroska. Þess vegna er starfið í leikskólum mik- ilvægt, bæði inntak þess og fram- kvæmd.“ Þegar svo er komið að leikskólinn er orðinn hluti af skólakerfinu og ætla má að börn, sem fá leikskólavist, komi bet- ur undirbúin í grunnskóla en mörg önnur, er ástæða til að spyrja: Er nokkurt réttlæti í því að foreldrar, sem vilja koma börnum sínum á leikskóla, fái þau svör að þau geti þurft að bíða misserum og jafnvel árum saman á biðlista? Vissulega veita dagmæður og -feður mikilvæga þjónustu, en hún er allajafna veitt í heimahúsum við mis- jafnar aðstæður og er óravegu frá því uppeldisstarfi, sem unnið er undir stjórn sérmenntaðra leikskólakenn- ara. Við hljótum að stefna að því að gefa öllum, sem áhuga hafa, kost á leik- skólaplássi fyrir börn sín, þótt ekki sé e.t.v. tímabært að taka upp skóla- skyldu barna yngri en sex ára. Þetta er raunar andi leikskólalaganna frá 1994. Þar er kveðið á um að sveitarfélögum sé „skylt að hafa forustu um að tryggja börnum dvöl í góðum leikskóla“. Auk- inheldur skulu sveitarfélög ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti meta þörf fyrir leikskólarými og gera á grundvelli þess mats þriggja ára áætl- un um uppbyggingu leikskóla í sveit- arfélaginu. Kristín Blöndal svarar í Morgun- blaðinu á laugardag þeirri spurningu, hvers vegna ekki sé hægt að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri skóla- vist líkt og grunnskólabörnum, með því að samkvæmt reglugerð þurfi mun fleiri starfsmenn í leikskóla en í grunn- skóla. Þá virðist hins vegar litið framhjá því að leikskólinn er eina skólastigið, þar sem há skólagjöld eru innheimt af foreldrum. Í leikskólum Reykjavíkur kostar átta og hálfrar klukkustundar vistun fyrir barn hjóna eða sambýlisfólks 24.000 krónur á mánuði, eða 264.000 krónur fyrir ellefu mánaða vist. Mannekla hefur vissulega háð leikskólunum en með nýjum kjara- samningum er von til að úr þeim vanda rætist. Reykjavíkurborg á að hafa forystu um að tryggja öllum börnum leikskóla- vist ef foreldrar þeirra kjósa. Sjálfsagt er að leita nýrra leiða til að svara eft- irspurn, t.d. með auknum stuðningi við einkarekna leikskóla, sem báðir flokk- ar í borgarstjórn virðast hlynntir. FYRSTU niðurstöður rann-sókna á genamengimannsins benda til þessað fjöldi gena í manns- frumunni sé mun minni en áður var talið, líklega er hann um 30.000. At- hygli vekur að genin eru ekki mikið fleiri en í dýrum á borð við ávaxta- flugu og ormategundina c. elegans. Aðeins nokkur hundruð gen í manninum virðast ekki eiga sér samsvörun í genamengi músarinn- ar. „Þetta virðist vera hálfgerð móðgun við virðingu mannsins,“ segir vísindamaðurinn Eric Land- er, sem unnið hefur að kortlagningu genamengisins ásamt fjölmörgum öðrum. Enn er eftir að kanna nær helming genanna og finna hlutverk þeirra, en sumir vísindamenn segja að áhersla þeirra sem fást við lyfja- rannsóknir og læknisfræði verði framvegis meiri á rannsóknir á prótínum en genunum sjálfum; í prótínunum sé að finna svarið við mörgum spurningum um eðli og or- sök sjúkdóma. Ekki er ljóst hve mörg prótínin eru, ef til vill skipta þau hundruðum þúsunda. Fjöldi gena er afar mismunandi eftir lífverum og ekki hægt að sjá neina reglu sem fjöldinn lýtur, til dæmis er ekki einhlítt að því flókn- ari sem lífveran er þeim mun fleiri séu genin. Í frumu bökunargers eru þau um 6.200, í ávaxtaflugunni drosophila um 13.600, í orminum c. elegans um 19.000 og eins og fyrr segir sennilega um 30.000 í mann- inum. Á hinn bóginn eru þau um 50.000 í hrísgrjónafrumu. „Mikilvægasti munurinn á mönn- um annars vegar og ormum eða flugum hins vegar er hve prótínin í okkur eru margvísleg og flókin að gerð,“ sagði vísindamaðurinn David Baltimore, sem starfar við Tækni- stofnun Kaliforníu í Pasadena. Líkur eru á því að um 200 gen í erfðaefni mannsins eigi rætur að rekja til gena sem hafi með ein- hverjum hætti borist í forfeður manna úr röðum hryggdýra með bakteríum. Bent er á að síðastnefnda upp- götvunin, sem kom mjög á óvart, hafi þýðingu fyrir deilurnar um erfðabreytt matvæli, matvæli á borð við tómata og ýmsar kornteg- undir og hefur ein af röksemdunum gegn þeim aðferðum verið að for- dæmi fyrir slíku inngripi finnist ekki í náttúrunni. Austin 7 og Mercedes Niðurstöður rannsóknanna eru sagðar sýna að allar lífverur eigi sömu rætur í lífi sem kviknað hafi fyrir um fjórum milljörðum ára en síðan þróast í ólíkar áttir. Kenning- ar Darwins um þróun tegundanna séu því sannaðar. Grunnurinn sé hinn sami. „Það er hægt að breyta Austin 7 bíl í Mercedes en þeir eru í grundvallaratriðum eins,“ segir dr. John Sulston, sem stjórnaði þar til nýlega framlagi Breta í kortlagn- ingu genamengisins. Ljóst þykir að rannsóknir á genamenginu muni með tímanum umbylta þekkingu manna starfsemi líkamans og valda straumhvörfum í læknisfræði, en samtímis því sem svör fást við nokkrum mikilvægum spurningum um heilsufar og þróun mannkynsins vex dulúðin. Genin virðast hafa tilhneigingu til að safn- ast saman í hópa á litningum en á milli eru stór svæði af DNA sem eru genalaus og óljóst hvort þau hafa nokkurt hlutverk. Starfið í frumun- um er einfaldlega flóknara en svo að menn geti fullyrt mikið enn sem komið er, rannsóknir eru á frum- stigi. En kortlagning genamengis- ins er mikilvægt skref og getur orð- ið grundvöllur gerbreyttra aðferða við lækningar og heilsugæslu. Genamenginu hefur verið líkt við leiðarvísi að lífinu, handbók, en margir vísindamenn lögðu áherslu á það í gær að niðurstöðurnar sýndu fyrst og fremst hve flókið samspil erfða og umhverfis væri. Genin svöruðu ekki öllum spurn- ingum um eðli mannsins. Talið er að stökkbreytingar í erfðaefninu valdi eða eigi þátt í a.m.k. 1.500 sjúkdómum. Nefna má sykursýki og astma, ýmis krabba- mein og hjartasjúkdóma auk geð- sjúkdóma. Menn vita að stökk- breytingar í genum eiga þátt í þessum sjúkdómum en hvernig það gerist er ekki vitað nema í fáum til- vikum og þekkingin er oft brota- kennd. Tengslin munu nú verða mun auðveldari viðfangs en jafn- framt er sagt að liðið geti áratugur eða nokkrir áratug- ir áður en búið verði að rannsaka genamengið nógu vel til að hægt verði að nýta það til lækninga í umtals- verðum mæli. En þá muni hins vegar læknavísindin gerbreytast. Hægt verði að nota þekkinguna til að hanna lyf sem henti hverjum ein- staklingi, verði klæðskerasaumuð fyrir þarfir hans og jafnframt hægt að grípa inn í genamengi þeirra sem fæðast með fæðingargalla og laga hann. Bent er á að lyf sem nú eru á markaði byggjast á aðeins 483 „skotmörkum“ í erfðaefninu sem þeim sé beint að. Nú séu vísinda- menn búnir að bæta við nokkur hundruð þúsundum í viðbót. Mikilvægast af öllu segja þó sumir að verði nýting þekkingar- innar til forvarna. Læknar geta látið kanna hvernig gen stæðingsins séu og hvað han að varast ef hann ætlar sér að ast hjá heilsubresti; hjar krabbameini eða öðru. Er þá að þeir muni ráðleggja um aræði og hreyfingu og ýmisle erni hans út frá því sem k fram er genin eru rannsöku tilliti til áhættuþátta í erfðu umhverfi. „Krabbamein er í reynd dómur í genamenginu,“ segir ara J. Trask hjá Hutch krabbameinsstöðinni í Band unum. Nú sé í reynd beitt lyfj aðferðum sem virki eins og sl Notuð séu kemískar lækning geislun sem hafi áhrif á allar ur líkamans og því alls kyns verkunum, hár ógleði og þrey framvegis hægt að einbe að þeim fr sem séu sjúka nýjum lyfjum bendir einnig á að hægt ve nota genamengið til að kanna vegna sumir sem smitist af veirunni veikist fljótt en aðrir Að auki er talið að hægt ve nota þekkingu á erfðavísind að bæta meðferð og lyf geg sjúkdómum. „Raðgreining á menginu mun gera okkur kl bæta aðferðir við að finna fræðilega áhættuþætti marg ar sjúkdóma og áráttu, frá lyfjafíkn og ofbeldisglæpu andfélagslegrar hegðunar,“ Eric J. Nestler, yfirmaður Fyrstu niðurstöður rannsókna á gename Fáein svör en nýrra spurni Washington, London, Berlín. The Daily Telegraph, AP, AFP. Niðurstöður fyrstu rannsókna á gen mengi mannsins sýna að þau eru mu færri en talið var. Athyglin beinist n mjög að rannsóknum á prótínum og h verki þeirra í sjúkdómum. $%& '%& 5   >   5 >   "!  "5 =:*  %%% %%% B! 4     85 B       #" 4  " # " 5 5  ) :  =:*4 !    5      85 % : C D  3  4 !   =: #"  85     " '"()) *) "  + & ")+  , -. *) "     >  /     4 85  5   "  3  >     &   85  > #   B"5  !  5 5  % E ..1      5 % E +)(       4     =: 5  )     " 8   =:    B         B8  5    ) # F) 4 *     5 B"5  4   5       8  8    ) :)  5    ) B   4 !   =:   5       85 )   5  ) "!  "5  =:% 5     #    "  %      " " +,%,,,   !       # " ! % G4 ) "  :H  C 8D)  "                B  "  3  %        5     " % @ 5  4    4    B "  #   !     B  5 3   +      Mikilvægast af öllu segja þó sumir að verði nýting þekkingarinnar til forvarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.