Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 31
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Panelplötur
Heildarlausnir
fyrir verslanir
ótal uppsetningamöguleikar
Netverslun - www.isold.is
Karin Herzog
Switzerland
Minnum á frábært
febrúartilboð í Lyf og heilsu
Tvennutilboð:
Silhouette og Body Scrub
AusturstrætiMjódd
Kynning í dag og á morgun kl. 14-18
Kynningarafsláttur
JÖRG E. Sondermann Hvera-
gerðiskantor, sem í tilefni 250 dán-
arárs J.S. Bachs (1685–1750) ein-
setti sér það þrekvirki að flytja einn
allt sköpunarverk þessa orgelmeist-
ara allra orgelmeistara fyrir konung
hljóðfæra á einu ári, var enn á ferð í
Breiðholtskirkju á laugardaginn var
kl. 17. Ekki allra heppilegasta tíma
vikunnar upp á aðsókn, enda mæt-
ingin að vonum rýr. E.t.v. bætti
ekki heldur úr skák, að verkefna-
valið að þessu sinni taldi engin af
þekktustu orgelverkum snillingsins
frá Eisenach, ef frá er talin tríósón-
atan í e-moll BWV 528. A.m.k. gat
undirritaður ekki stært sig af nán-
um kynnum við megnið af pró-
gramminu, sem að þessu sinni sam-
anstóð að mestu úr æskuverkum.
Að vísu frá hendi óvenjubráðþroska
organista, einnig að kímnigáfu (eða
sjálfsháði?), sem kvað
eitt sinn hafa slegið því
fram, að orgelleikur
væri enginn vandi. Ef
menn bara hittu réttar
nótur á réttum tíma,
þá – voilá! – léki hljóð-
færið svo að segja af
sjálfu sér!
Konsertinn í F-dúr,
sem heyrist raunar
oftar á sembal en á
orgel, var meðal fjöl-
margra umritana
Bachs á einleikskons-
ertum Vivaldis frá því
snemma á ferlinum,
sennilega í Weimar.
Hann var þannig liður
í viðamiklu sjálfsnámi, sem kórón-
aðist í fullkomnu samrennsli norð-
ur-þýzkrar pólýfóníu við konsert-
anta ítalska rítornelló-stílinn, eins
og sjá má af fiðlukonsertum Bachs,
Brandenborgarkonsertunum og
sembalkonsertum hans. Jörg Sond-
ermann lék þetta líflega litla þrí-
þætta verk á góðum hraða og af
rytmísku öryggi, nema
hvað hægi miðþáttur-
inn virtist svolítið
stirður, sem gat þó
varla verið af tækni-
legu tilefni. Ekki frek-
ar en e-moll Tríósón-
ötunni BWV 528 næst
á eftir, þar sem mið-
þátturinn bar einnig
nokkuð þess merki, og
vefst fyrir manni að
skilja hvað olli, úr því
hinir hraðari útþættir
runnu viðstöðulítið
áfram.
Tríósónöturnar sex
frá því snemma á
Leipzigárunum (1723–
50) eru sagðar hafa verið samdar til
þjálfunar á elzta og framan af efni-
legasta syni Sebastians, Wilhelm
Friedemann, sem náði þó ekki að
standa undir fullum væntingum,
kannski helzt fyrir tilstilli Bakkus-
ar. Þótt rithátturinn sé „aðeins“ þrí-
radda og að heita má akkorðulaus,
stendur mörgum organista ógn af
kontrapunktískum sjálfstæðiskröf-
um verkanna fyrir óháða úfærslu
hægri handar, vinstri og fóta. Einn
orðaði það svo, að ekki væri nóg að
hafa skízófrena hæfileika; maður
þyrfti að vera trízófrenn. Burtséð
frá fyrrgetnum smástirðleika í mið-
þætti tókst sónatan vonum framar,
m.a.s. hinn njörvaði lokaþáttur, í vel
mótuðum og oftast hrynrænt stöð-
ugum flutningi Sondermanns, sem
auk þess raddvaldi af smekkvísi.
Hið litla en fallega hljómandi 18
radda Breiðholtskirkjuorgel Björg-
vins Tómassonar kom mjög vel út
úr þessum smærri orgelverkum
Bachs, þó að efalítið fengist meira
„kjöt“ úr Noack hljóðfærinu í Lang-
holtskirkju fyrir stærri og drama-
tískari verk, að ekki sé talað um
endursvar kirkjusalarins, en af því
er lítils að vænta í Mjóddinni. Tek-
izt hafði greinilega að draga úr fyrr-
um neikvæðum inntónunaráhrifum
sólargeisla, því orgelpípurnar virtist
nú syngja óaðfinnanlega hreint í öll-
um registrum.
Prelúdían og Fúghettan í G-dúr
BWV 902, talin frá snemma á Köth-
en-árunum (1717–23), dansaði létt
og lipurt í höndum Sondermanns,
þó að ekki reyndi þar á fótspil-
stækni frekar en í Partítunni (kór-
altilbrigðunum) „super“ Christe,
der du bist der helle Tag, sem kvað
samin einhvern tíma upp úr 1704,
en hugsanlega endurskoðuð síðar í
Weimar.
Virtust 18 raddirnar tiltæku al-
veg duga til að móta hæfilegar and-
stæður milli stakra tilbrigða.
Loks var flutt Tokkata í d-moll
BWV 913a, talin frá því „fyrir
1708“, enda nokkuð keimlík rapsód-
ískum skapbrigðum 17. aldar
snertla eftir meistara eins og
Frescobaldi, þar sem skiptast á
spekt og sprettir í frjálslegu formi.
Hægari kaflarnir hefðu e.t.v. mátt
anda aðeins meiri dulúð með ögn
breiðari rúbatótúlkun. Síðasti hraði
kaflinn í þrískiptum takti var hins
vegar leikandi lipurt útfærður og,
eins og flest annað þar á undan,
jafnt af haldgóðri fagmennsku sem
lofsverðum skýrleika. Lauk þar með
allskemmtilegri stundarlangri dag-
skrá fremur sjaldséðra verka, sem
mættu mörg heyrast oftar.
Hinn ungi BachTÓNLISTB r e i ð h o l t s k i r k j a
Bach í Breiðholtskirkju: BWV 978,
528, 580, 902, 766 og 913a. Jörg E.
Sondermann, orgel. Laugardaginn
10. febrúar kl. 17.
ORGELTÓNLEIKAR
Jörg E.
Sondermann
Ríkarður Ö. Pálsson
BANDARÍSKU gamanmynd-
irnar sem byggjast á naut-
heimsku aðalpersóna sinna eru
orðnar nokkuð margar nú í
seinni tíð og ein af þeim er
„Dude Where’s My Car“. Asth-
on Kutcher og Seann William
Scott leika tvo unga menn sem
eru allt að því vanvitar.
Þeir komast að því að þeir eru
búnir að týna bíl, sem þeir eiga,
eða réttara sagt, muna ekki hvar
þeir skildu við áður en þeir fóru
í partí. Þeir leggja því af stað í
leit að tækinu og lenda í alveg
sérstökum ævintýrum, svo ekki
sé meira sagt.
Tim Burton bjó til meistar-
stykkið Ævintýri Pee Wee Her-
mans úr svolítið svipaðri örsögu;
Pee Wee týndi reiðhjólinu sínu
og lagði upp í langferð í leit að
því. Myndin var ekki um neitt
annað en hún rúmaði þó fallega
lífsspeki og barnslegt sakleysi.
„Dude Where’s My Car“ er ekki
um neitt annað en tvo vitleys-
inga í leit að bílnum sínum og
hún rúmar ekki annað en dellu.
Að sumu má hlæja en bara
vegna þess hvað það er yfir-
gengilega vitlaust og þá er lík-
lega tilganginum náð. Strákarn-
ir tveir sem leika aðalhlutverkin,
Kutcher og Scott, fara ágætlega
með þá skefjalausu heimsku sem
þeir eiga að útmála, brosmildir
með afbrigðum.
Af þeim kynjaverum sem
verða á vegi þeirra eru
skemmtilegastar tvær geimver-
ur, sem hljóta að hafa búið í Sví-
þjóð í einhvern tíma, og hópur
kvenkyns geimvera, sem bjóða
stöðugt blíðu sína fyrir upplýs-
ingar.
Handritshöfundurinn, Philip
Stark, hefur hent í myndina að
því er virðist öllu því sem upp í
koll hans hefur komið á meðan
hann sat við skriftir. Það eru
engin takmörk fyrir því sem get-
ur gerst í þessari mynd og flest
af því getur aðeins átt heima í
heimskumynd af þessu tagi.
Hún stefnir beina leið á ung-
lingamarkaðinn og það mætti
svo sem segja manni að hann
tæki vel við henni.
Bíllinn sem
týndist
KVIKMYNDIR
R e g n b o g i n n ,
S a m b í ó i n Á l f a -
b a k k a , B o r g a r b í ó
A k u r e y r i , N ý j a b í ó
K e f l a v í k
Leikstjóri: Danny Leiner.
Handrit: Philip Stark. Aðal-
hlutverk: Asthon Kutcher, Seann
William Scott, Jennifer Garner,
Marla Sokoloff og Kristy
Swanson. 2000.
„DUDE WHERE’S
MY CAR“ Arnaldur Indriðason
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
áhugamanna hefur starfað óslitið frá
1990 og hefur Ingvar Jónasson lagt
henni til stundirnar og næsta víst að
áhugi hans, kunnátta og reynsla hafa
drjúgum skilað sér til
sveitarinnar. Mikilvægi
slíkrar hljómsveitar má
jafna við þá hópa áhuga-
fólks er staðið hafa að
uppfærslum á verkum
sem atvinnustofnanirn-
ar vildu ekki færa upp
og er þá bæði átt við
flutning tón- og leiklist-
arverka sem síðar meir
höfðu afgerandi áhrif á
þróun listsköpunar hér
á landi. Tónskáld og
leikhöfundar búa við þá
aðstöðu að geta aðeins
leitað til fárra aðila
varðandi uppfærslu
verka sinna, svo að sam-
tök er standa að óhefðbundnum tón-
listarflutningi, eins og Musica nova,
Caput, Myrkir músíkdagar og sam-
tök raftónskálda, hafa beinlínis rofið
einokun stóru listfyrirtækjanna.
Mjög líklegt er að eins sé ástatt með
útgáfu ritverka, þótt undirritaður
þekki minna til á því sviði.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
hefur frumflutt nokkur íslensk verk
ásamt því að glíma við eldri meistara
og á tónleikum sveitarinnar sl. sunnu-
dag var frumfluttur orgelkonsert eft-
ir Hildigunni Rúnarsdóttur. Konsert-
inn er í þremur köflum og er fyrsti
kaflinn lagrænn og þjóðlegur upp á
gamla móðinn. Form fyrsta kaflans
er á köflum fjölraddað, nokkuð frjáls-
legt „fugato“ þar sem birting stefsins
er sérlega skýr þótt í raddfærsluna
vanti nokkuð af hinni kontrapunkt-
ísku spennu en meira sé lagt upp úr
mismunandi útfærslum lagsins. Hægi
kaflinn er falleg hugleiðing og
klukkuslátturinn í upphafi hans ljær
kaflanum trúarlegan svip. Trúlega
má leika lokakaflann á meiri hraða en
gert var að þessu sinni. Hlutverk org-
elsins var ekki erfitt og það verkaði á
köflum sem samleiksaðili en ekki sem
einleikshljóðfæri. Lenka Mátéova
skilaði sínu af öryggi og var raddskip-
an orgelsins sérlega falleg. Í heild var
flutningurinn góður hjá strengjum og
slagverki og má trúlega ná fram meiri
spennu í verkið með ákveðnari flutn-
ingi og meiri hraða.
Lokaverkið var sú fjórða eftir
meistara Beethoven. Það hafa margir
spakir menn úttalað sig um þetta
verk, sem hefur staðið nokkuð afsíðið
í samanburði við aðrar sinfóníur
meistarans. Líklega er það hin tema-
tíska vinnsla, sem oft birtist frekar í
endurtekningum en úrvinnslu, og að
stefgerðirnar þykja einfaldar, jafnvel
bragðdaufar í samanburði við það
sem gerist í öðrum sinfóníum hans.
Þó er eitt stef sem slær alla út af lag-
inu og það er aukastefið í fyrsta þætti
er birtist fyrst í takti
141 og er kanón. Þessu
stefi voru ekki gerð
nógu góð skil, þannig að
kanóninn heyrðist ekki
vel. Það var mjög fal-
lega leikið af klarinett-
inu (Guðmundur G.
Haraldsson) en fagott-
röddin heyrðist ekki
fyrir strengjunum.
Hægi kaflinn er ein-
staklega fallegur en þar
gat að heyra veiku
hlekkina í hljómsveit-
inni, í útfærslu á fín-
gerðu tónferli skreytir-
addanna. Flautan
(Kristjana Helgadóttir)
og klarinettið (GGH) áttu einstaklega
fallega leiknar strófur í hæga kaflan-
um. Skersó-menúettinn var að mörgu
leyti vel leikinn en það vantaði meira
öryggi í lokaþáttinn, sem oft er leik-
inn mun hraðar en hér var gert. Það
var helst undir það síðasta að gætti
þreytu hjá flytjendum, er kom fram í
tæpri tónstöðu. Í heild voru þetta góð-
ir tónleikar, sérstaklega flutningur
orgelkonsertsins eftir Hildigunni, og
auðheyrt að þar og einnig í Beethoven
skilaði sér reynsla og kunnátta Ing-
vars Jónassonar.
Á næstu tónleikum, 18. mars nk.,
verður frumfluttur sellókonsert eftir
Oliver Kentish, með Gunnar Kvaran
sem einleikara, og ljóðaflokkur eftir
Berlioz, sem sunginn mun af Sigrúnu
Jónsdóttur. Stjórnandi verður Oliver
Kentish. Frumflutningur á tveimur
íslenskum konsertum er nokkuð sem
vert er að nefna og gefur starfi Sin-
fóníuhljómsveitar áhugamanna
aukna þýðingu og er mikilvægt fyrir
framþróun tónlistar á Íslandi, sem og
það, að gefa áhugafólki kost á að efla
kunnáttu sína í átökum við klassísk
meistaraverk.
Lagrænn
konsert
TÓNLIST
N e s k i r k j a
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
flutti verk eftir Hildigunni Rúnars-
dóttur og Beethoven. Einleikari:
Lenka Mátéova. Stjórnandi:
Ingvar Jónasson. Sunnudaginn 11.
febrúar.
HLJÓMSVEITAR-
TÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Hildigunnur
Rúnarsdóttir