Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 17

Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 17 FORSVARSMENN Þekk- ingar –upplýsingatækni hf. og Sjafnar hafa undirritað samn- ing um að fyrrnefnda fyrir- tækið annist rekstur og um- sjón á öllum upplýsinga- kerfum Sjafnar. Starfsmenn Sjafnar hafa þar með aðgang að þjónustuborði Þekkingar. Þekking mun sjá um rekst- ur allra miðlara, útstöðva, jað- artækja, tölvuneta og gagna- tenginga Sjafnar en Sjöfn rekur m.a. verslanir í Reykja- vík og á Akureyri. Hluti af þessu eftirliti er í gegnum full- komið eftirlitskerfi sem stöð- ugt vakir yfir miðlurum og fylgist með ákveðnum grunn- þáttum í rekstri þeirra, svo sem örgjörvanotkun, minnisnotkun, diskanotkun, hugbúnaði, netteng- ingum og fleira. Sérstaklega hefur verið hugsað fyrir öryggismálum kerfisins og viðskiptahugbúnaður fyrirtækisins keyrir til dæmis á sk. klasa (Cluster). Klasi er í raun miðl- ari sem er þannig uppbyggður að allur vélbúnaður er tvöfaldur. Verði bilun í vélbúnaðinum flyst vinnsla miðlarans sjálfvirkt yfir á varabún- að. Þetta fyrirkomulag tryggir mun meira rekstraröryggi en annars væri hægt að ábyrgjast og er miðað við að kerfið sé virkt í að minnsta kosti 99% tilfella. Þekking – upplýsingatækni sér- hæfir sig í alhliða rekstri upplýs- ingakerfa fyrir fyrirtæki og stofn- anir og byggir þar á 26 ára reynslu en fyrirtækið var stofnað 1. nóvem- ber 1999 upp úr tölvudeild KEA. Starfsmenn Þekkingar hafi mjög víðtæka og fjölþætta þekkingu á rekstri upplýsingakerfa. Í kerfisleigu fyrirtækisins eru upplýsingakerfi fyrirtækja og stofnana rekin miðlægt á öfl- ugum miðlurum. Þekking býður einnig upp á nýjar lausnir, sérhannaðar fyrir stjórnendur fyrirtækja. Ein af þessum lausnum er svoköll- uð gagnaskemma sem gefur stjórnendum mun betri og skjótari yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja en áður var mögu- legt. Jafnari rekstrar- kostnaður Einn aðalávinningurinn við að setja tölvukerfi í rekstrarleigu er að rekstrar- kostnaður upplýsingakerfa fyrirtækja verður jafnari en áður og um leið þekkt stærð. Jafnframt næst fram hagkvæmni með samnýtingu fjárfestinga í tölvu- og hugbúnaði. Í hnotskurn er hugmyndin með kerfisleigu Þekkingar einfaldlega sú að fyrirtækið sér um rekstur upplýsingakerfa fyrirtækja þannig að þau geti betur einbeitt sér að kjarnastarfseminni í eigin rekstri. Þekking sér um rekst- ur tölvukerfa Sjafnar Samningur milli Sjafnar og Þekkingar – upplýsingatækni Hjalti Halldórsson, fjármálastjóri Sjafnar (t.v.) og Stefán Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Þekkingar, undirrita samninginn sem felur í sér að Þekking mun annast rekstur og umsjón á öllum upplýsingakerfum Sjafnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.