Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 17 FORSVARSMENN Þekk- ingar –upplýsingatækni hf. og Sjafnar hafa undirritað samn- ing um að fyrrnefnda fyrir- tækið annist rekstur og um- sjón á öllum upplýsinga- kerfum Sjafnar. Starfsmenn Sjafnar hafa þar með aðgang að þjónustuborði Þekkingar. Þekking mun sjá um rekst- ur allra miðlara, útstöðva, jað- artækja, tölvuneta og gagna- tenginga Sjafnar en Sjöfn rekur m.a. verslanir í Reykja- vík og á Akureyri. Hluti af þessu eftirliti er í gegnum full- komið eftirlitskerfi sem stöð- ugt vakir yfir miðlurum og fylgist með ákveðnum grunn- þáttum í rekstri þeirra, svo sem örgjörvanotkun, minnisnotkun, diskanotkun, hugbúnaði, netteng- ingum og fleira. Sérstaklega hefur verið hugsað fyrir öryggismálum kerfisins og viðskiptahugbúnaður fyrirtækisins keyrir til dæmis á sk. klasa (Cluster). Klasi er í raun miðl- ari sem er þannig uppbyggður að allur vélbúnaður er tvöfaldur. Verði bilun í vélbúnaðinum flyst vinnsla miðlarans sjálfvirkt yfir á varabún- að. Þetta fyrirkomulag tryggir mun meira rekstraröryggi en annars væri hægt að ábyrgjast og er miðað við að kerfið sé virkt í að minnsta kosti 99% tilfella. Þekking – upplýsingatækni sér- hæfir sig í alhliða rekstri upplýs- ingakerfa fyrir fyrirtæki og stofn- anir og byggir þar á 26 ára reynslu en fyrirtækið var stofnað 1. nóvem- ber 1999 upp úr tölvudeild KEA. Starfsmenn Þekkingar hafi mjög víðtæka og fjölþætta þekkingu á rekstri upplýsingakerfa. Í kerfisleigu fyrirtækisins eru upplýsingakerfi fyrirtækja og stofnana rekin miðlægt á öfl- ugum miðlurum. Þekking býður einnig upp á nýjar lausnir, sérhannaðar fyrir stjórnendur fyrirtækja. Ein af þessum lausnum er svoköll- uð gagnaskemma sem gefur stjórnendum mun betri og skjótari yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja en áður var mögu- legt. Jafnari rekstrar- kostnaður Einn aðalávinningurinn við að setja tölvukerfi í rekstrarleigu er að rekstrar- kostnaður upplýsingakerfa fyrirtækja verður jafnari en áður og um leið þekkt stærð. Jafnframt næst fram hagkvæmni með samnýtingu fjárfestinga í tölvu- og hugbúnaði. Í hnotskurn er hugmyndin með kerfisleigu Þekkingar einfaldlega sú að fyrirtækið sér um rekstur upplýsingakerfa fyrirtækja þannig að þau geti betur einbeitt sér að kjarnastarfseminni í eigin rekstri. Þekking sér um rekst- ur tölvukerfa Sjafnar Samningur milli Sjafnar og Þekkingar – upplýsingatækni Hjalti Halldórsson, fjármálastjóri Sjafnar (t.v.) og Stefán Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Þekkingar, undirrita samninginn sem felur í sér að Þekking mun annast rekstur og umsjón á öllum upplýsingakerfum Sjafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.