Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNVÖLD í Japan hafa lagt
hart að Bandaríkjastjórn að reyna
að ná upp japanska skólaskipinu
sem sökk á föstudag eftir árekstur
við bandarískan kjarnorkukafbát.
35 manns voru í áhöfninni og tókst
að bjarga 26. Hugsanlegt er talið,
að lík níu manna séu í skipinu.
Meðal hinna látnu voru tveir kenn-
arar.
Bunmei Ibuki, ráðherra í Jap-
ansstjórn, sagði í gær, að veru-
legar líkur væru á því, að þeir,
sem saknað er, væru lokaðir inni í
skipinu sem heitir Ehime Maru og
er um 500 tonn. Sagði hann, að
Japansstjórn ætti að leggja hart
að Bandaríkjunum að ná skipinu
enda hefðu þeir einir nauðsynleg-
an búnað til þess. Bandarískur
rannsóknamaður mælti þó gegn
þessari hugmynd á sunnudag og
sagði ekki nauðsynlegt að ná skip-
inu upp til að komast að því hvað
hefði gerst. Hann kvaðst þó tilbú-
inn til að endurskoða þá afstöðu
sína.
Slysið hefur vakið mikla reiði í
Japan og á sunnudag kvaddi Yos-
hiro Mori, forsætisráðherra Jap-
ans, Thomas Foley, sendiherra
Bandaríkjanna í Tókýó, á sinn
fund og bar fram við hann hörð
mótmæli.
Notuðu ekki
báðar hljóðsjárnar
Upplýst hefur verið, að skipverj-
ar á kafbátnum Greeneville voru
að æfa sig í að koma hratt upp á
yfirborðið af 120 metra dýpi þegar
slysið varð. Notuðu þeir hljóðsjá,
sem nemur hljóðið frá skrúfum
skipa, en ekki aðra sem greinir
bergmálið frá skipskrokki á yfir-
borðinu. Öryggisnefnd bandaríska
samgönguráðuneytisins hvatti til
þess 1989, að báðar hljóðsjárnar
yrðu notaðar eftir að kafbátur
hafði sökkt dráttarbáti skammt
undan ströndum Kaliforníu en sjó-
herinn hafnaði þeim tilmælum.
Leitað var enn í gær á slyssvæð-
inu án árangurs og talið er úti-
lokað, að nokkur hinna níu, sem
saknað er, muni finnast á lífi.
Yfirheyrslur yfir áhöfn kafbáts-
ins munu hefjast í dag og einnig
verður allur búnaður hans kann-
aður. Verða allir skipverjar að
gefa þvagsýni svo unnt sé að skoða
hvort þeir hafi neytt fíkniefna og
þeir verða að gera grein fyrir öll-
um athöfnum sínum undangengna
þrjá sólarhringa. Þá hefur skip-
herrann verið færður til í starfi
meðan á rannsókn stendur.
Mori hélt
áfram í golfi
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í viðtali um
helgina, að Bandaríkjastjórn hefði
beðið Japani og japönsk stjórnvöld
afsökunar á þessum hörmulega at-
burði og hún vonaði, að hann
myndi ekki skyggja á góð sam-
skipti ríkjanna.
Í Japan hefur slysið ekki orðið
til auka álit landsmanna á for-
sætisráðherranum, Yoshiro Mori,
en upplýst hefur verið, að hann
hafi haldið áfram í golfi eftir að
hann frétti af því.
Hugsanlegt að níu lík séu í skólaskipinu sem sökk eftir árekstur við kafbát
Bandaríkjamenn hvattir
til að ná upp skipinu
Tókýó, Honolulu. AFP, Reuters, AP.
ENN eitt hneykslið er nú komið upp
í norska Framfaraflokknum. Um
helgina skýrðu tvær konur frá því,
að tveir frammámenn í flokknum
hefðu nauðgað þeim.
Cathrin Rustøen, 21 árs gömul og
félagi í miðstjórn Framfaraflokksins
þar til fyrir nokkrum dögum, kom
málinu af stað er hún sagði frá því í
ræðu á fundi flokksins í Björgvin, að
frammámaður í flokknum hefði
nauðgað sér. Hefur hún ekki kært
nauðgunina og vill ekki segja hver
eigi í hlut, aðeins, að hún hafi átt sér
stað á hóteli í Þelamörk í janúar fyr-
ir ári þegar ungliðahreyfing flokks-
ins var þar með landsfund.
Önnur stúlka, 17 ára gömul, segir,
að sér hafi verið nauðgað á þessum
sama stað og á sama tíma en þá var
hún 16 ára. Hefur hún nafngreint
þann, sem hún segir hafa nauðgað
sér, og er að kanna í samráði við lög-
fræðing hvort formleg kæra verður
borin fram.
Umræddur stjórnmálamaður
neitaði í viðtali við Aftenposten, að
hann hefði brotið af sér gagnvart
stúlkunni en í viðtali við Verdens
Gang viðurkenndi hann að hafa haft
mök við hana en með hennar sam-
þykki. Fyrir aðeins tveimur vikum
kom hann fram í sjónvarpi þar sem
hann neitaði orðrómi um, að hann
væri „barnaníðingur“ og hefði gerst
sekur um nauðgun.
Úrsagnir í Ósló
Forysta Framfaraflokksins hefur
verið harðlega gagnrýnd jafnt innan
flokks sem utan fyrir framkomu
sína í þessum málum. Um helgina
reyndi Carl I. Hagen, formaður
flokksins, að gera lítið úr þeim og
sagði ásakanir stúlknanna „hreinan
uppspuna“. Í framhaldi af því sögðu
fimm manns sig úr stjórn Óslóar-
deildarinnar.
Mikil átök hafa verið innan Fram-
faraflokksins að undanförnu og
mikið um hreinsanir á „óþægilegu
fólki“. Hafa ýmsir kunnir menn ver-
ið reknir eða útilokaðir frá endur-
kjöri vegna þess, að þeir eru ekki
lengur þóknanlegir Hagen og meiri-
hlutanum í miðstjórninni. Hinn um-
deildi Jan Simonsen hefur samt
tryggt sér fyrsta sætið á lista flokks-
ins í Rogalandi vegna kosninganna í
haust og það þótt fjölmiðlar hafi
upplýst, að vinur hans hafi komið til
hans vopnaður í Stórþingið og Sim-
onsen hafi beitt áhrifum sínum til að
útvega fatafellu, karlmanni, vinnu á
veitingastaðnum Enko í Ósló sem er
sóttur af samkynhneigðum.
Frammámenn flokksins
sakaðir um nauðgun
Ósló. Morgunblaðið.
Framfaraflokkur Carls I. Hagens í nýjum vanda
ÓMETANLEG menningarverðmæti
urðu eldi að bráð í Jönköping í Sví-
þjóð á sunnudag er tvö gömul timb-
urhús í gamla miðbænum brunnu auk
þess sem nálæg hús skemmdust tölu-
vert. Það var lán í óláni að slökkvilið
bæjarins hafði nýlega æft viðbrögð
við bruna í þessum bæjarhluta og
tókst því að koma í veg fyrir að fleiri
hús brynnu til kaldra kola.
Eldurinn kom upp aðfaranótt
sunnudagsins í gamla miðbænum í
Jönköping. Timburhúsin þar eru frá
18. öld en miðbærinn þar er einn fárra
sem staðist hefur eldsvoða og niður-
rifsstefnu sjötta og sjöunda áratug-
arins í Svíþjóð. Því þykir Svíum nú
sárt að sjá á bak svo gömlum húsum
en ákveðið hefur verið að endur-
byggja húsin í sama stíl.
Um 60 manns misstu heimili sín og
innbú í brunanum sem er sagður sá
versti í bænum í 100 ár. Enginn slas-
aðist alvarlega en tveir fengu rey-
keitrun. Þykir ljóst að þakka megi ný-
afstaðinni slökkviliðsæfingu að ekki
fór verr, þar sem slökkviliðsmennirn-
ir vissu upp á hár hvað gera þyrfti til
að koma í veg fyrir að eldurinn
breiddist í áföst hús.
AP
Slökkviliðsmenn í Jönköping í Svíþjóð berjast við eldinn á sunnudag.
Stórbruni í miðbæ Jönköping
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Áhöfn bandarísku geimferjunnar Atl-
antis, sem tengdi rannsóknastofuna
Destiny við alþjóðlegu geimstöðina
Alfa sl. laugardag, ætlaði að fara í sjö
klukkutíma langa geimgöngu í gær til
að ganga frá utanáliggjandi köplum. Í
fyrradag voru geimfararnir allan dag-
inn við ýmis störf í rannsóknastofunni
og var þessi mynd tekin við það tæki-
færi. Eins og sjá má þurfa menn ekki
að hafa áhyggjur af því hvað er upp og
hvað er niður í þyngdarleysinu í
geimnum. Frá Destiny verður stjórn-
að starfinu í sex öðrum rannsókna-
stofum en þar munu vísindamenn frá
16 löndum til dæmis vinna að tilraun-
um í líffræði og efnafræði í næstum
algjöru þyngdarleysi.
AP
Gaman í geimnum
Houston. AFP.
Efst uppi t.v. á myndinni er skipherrann á Atlantis, Kenneth Cockrell, en
fyrir neðan hann eru þau Marsha Ivins, Thomas Jones og Mark Polansky.
GEFIN hefur verið út skipun um að
rannsakað verði hvort Vladímír Úst-
ínov, ríkissaksóknari Rússlands, hafi
gerst sekur um fjársvik og segja emb-
ættismenn að Vladímír Pútín forseti
hafi sjálfur haft frumkvæði að rann-
sókninni. Sjónvarpsstöðin NTV hefur
áður sakað Ústínov um að hafa fengið
íbúð frá ríkinu en ekki greitt eðlileg
gjöld til skattyfirvalda af íbúðinni.
Stjórnvöld í Rússlandi reyna nú
eftir mætti að þrengja hag sjálf-
stæðra fjölmiðla og beita til þess ýms-
um ráðum. Í liðinni viku réðust
fulltrúar saksóknara inn í Ímyndar-
bankann þar sem helstu fjölmiðlarnir
eru með reikning og lokuðu þeir
bankanum. Engum var leyft að yfir-
gefa bankann eða koma þar inn og
tölvur voru fjarlægðar. Hefur aðgerð-
in lamað suma fjölmiðlana.
Sama dag og bankanum var lokað
setti auðkýfingurinn Borís Bere-
zovskí fram óvænt tilboð um að koma
fjölmiðlafyrirtækinu Media-MOST til
hjálpar en aðaleigandi þess, Vladímír
Gúsínskí, hefur verið skotmark
stjórnar Pútíns. Blöð samsteypunnar
og sjónvarpsstöð, sem er NTV, hafa
hiklaust gagnrýnt stjórnvöld.
Pútín hét á sínum tíma aðgerðum
gegn auðkýfingum sem hafa óspart
nýtt sér peningana til að hafa áhrif á
stjórnmálamenn. Hins vegar benda
margir á að Pútín einbeiti sér að þeim
sem ráða yfir einkareknum fjölmiðl-
um. Fulltrúar saksóknara ríkisins
hafa 28 sinnum ráðist til inngöngu í
húsakynni Media-MOST og starfs-
menn hafa orðið fyrir margs konar
truflunum og áreitni.
„Fyrirtækið okkar er með mest af
fé sínu í Ímyndarbankanum og án
þess er það lamað,“ sagði talsmaður
Media-MOST, Dímítrí Ostalskí. Út-
varpsstöðin Ekkó Moskva er einnig
með viðskipti sín í bankanum og ljóst
að hún getur sig hvergi hrært.
Saksóknari sæt-
ir rannsókn
Moskvu. The Daily Telegraph, AP.
FERÐ Margrétar Þórhildar Dana-
drottningar til Taílands hlaut dap-
urlegan endi í gær er henni var til-
kynnt að tengdamóðir hennar væri
látin. Taílandsferðin hefur vakið at-
hygli fyrir röð óhappa sem hafa orðið
og ber þar hæst þyrluslys og vopnuð
átök.
Tengdamóðir drottningar,
Monpezat greifynja, lést í gær í hárri
elli, 92 ára, á heimili sínu í Frakk-
landi. Flaug sonur hennar, Hinrik
prins, þegar þangað. Faðir hans lést
fyrir tveimur árum og aðeins þrír
mánuðir eru síðan Ingiríður drottn-
ingarmóðir lést.
Um helgina varð Margrét drottn-
ing svo vitni að þyrluslysi þar sem
líflæknir hennar var um borð. Betur
fór þó en á horfðist og slapp lækn-
irinn með skrámur. Þá varð að
breyta síðasta hluta heimsóknar
drottningar þegar átök brutust út á
landamærum Taílands og Búrma en
til stóð að hún færi um svæðið.
Danmörk
Tengdamóðir
drottningar
látin
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.