Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Japan hafa lagt hart að Bandaríkjastjórn að reyna að ná upp japanska skólaskipinu sem sökk á föstudag eftir árekstur við bandarískan kjarnorkukafbát. 35 manns voru í áhöfninni og tókst að bjarga 26. Hugsanlegt er talið, að lík níu manna séu í skipinu. Meðal hinna látnu voru tveir kenn- arar. Bunmei Ibuki, ráðherra í Jap- ansstjórn, sagði í gær, að veru- legar líkur væru á því, að þeir, sem saknað er, væru lokaðir inni í skipinu sem heitir Ehime Maru og er um 500 tonn. Sagði hann, að Japansstjórn ætti að leggja hart að Bandaríkjunum að ná skipinu enda hefðu þeir einir nauðsynleg- an búnað til þess. Bandarískur rannsóknamaður mælti þó gegn þessari hugmynd á sunnudag og sagði ekki nauðsynlegt að ná skip- inu upp til að komast að því hvað hefði gerst. Hann kvaðst þó tilbú- inn til að endurskoða þá afstöðu sína. Slysið hefur vakið mikla reiði í Japan og á sunnudag kvaddi Yos- hiro Mori, forsætisráðherra Jap- ans, Thomas Foley, sendiherra Bandaríkjanna í Tókýó, á sinn fund og bar fram við hann hörð mótmæli. Notuðu ekki báðar hljóðsjárnar Upplýst hefur verið, að skipverj- ar á kafbátnum Greeneville voru að æfa sig í að koma hratt upp á yfirborðið af 120 metra dýpi þegar slysið varð. Notuðu þeir hljóðsjá, sem nemur hljóðið frá skrúfum skipa, en ekki aðra sem greinir bergmálið frá skipskrokki á yfir- borðinu. Öryggisnefnd bandaríska samgönguráðuneytisins hvatti til þess 1989, að báðar hljóðsjárnar yrðu notaðar eftir að kafbátur hafði sökkt dráttarbáti skammt undan ströndum Kaliforníu en sjó- herinn hafnaði þeim tilmælum. Leitað var enn í gær á slyssvæð- inu án árangurs og talið er úti- lokað, að nokkur hinna níu, sem saknað er, muni finnast á lífi. Yfirheyrslur yfir áhöfn kafbáts- ins munu hefjast í dag og einnig verður allur búnaður hans kann- aður. Verða allir skipverjar að gefa þvagsýni svo unnt sé að skoða hvort þeir hafi neytt fíkniefna og þeir verða að gera grein fyrir öll- um athöfnum sínum undangengna þrjá sólarhringa. Þá hefur skip- herrann verið færður til í starfi meðan á rannsókn stendur. Mori hélt áfram í golfi Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali um helgina, að Bandaríkjastjórn hefði beðið Japani og japönsk stjórnvöld afsökunar á þessum hörmulega at- burði og hún vonaði, að hann myndi ekki skyggja á góð sam- skipti ríkjanna. Í Japan hefur slysið ekki orðið til auka álit landsmanna á for- sætisráðherranum, Yoshiro Mori, en upplýst hefur verið, að hann hafi haldið áfram í golfi eftir að hann frétti af því. Hugsanlegt að níu lík séu í skólaskipinu sem sökk eftir árekstur við kafbát Bandaríkjamenn hvattir til að ná upp skipinu Tókýó, Honolulu. AFP, Reuters, AP. ENN eitt hneykslið er nú komið upp í norska Framfaraflokknum. Um helgina skýrðu tvær konur frá því, að tveir frammámenn í flokknum hefðu nauðgað þeim. Cathrin Rustøen, 21 árs gömul og félagi í miðstjórn Framfaraflokksins þar til fyrir nokkrum dögum, kom málinu af stað er hún sagði frá því í ræðu á fundi flokksins í Björgvin, að frammámaður í flokknum hefði nauðgað sér. Hefur hún ekki kært nauðgunina og vill ekki segja hver eigi í hlut, aðeins, að hún hafi átt sér stað á hóteli í Þelamörk í janúar fyr- ir ári þegar ungliðahreyfing flokks- ins var þar með landsfund. Önnur stúlka, 17 ára gömul, segir, að sér hafi verið nauðgað á þessum sama stað og á sama tíma en þá var hún 16 ára. Hefur hún nafngreint þann, sem hún segir hafa nauðgað sér, og er að kanna í samráði við lög- fræðing hvort formleg kæra verður borin fram. Umræddur stjórnmálamaður neitaði í viðtali við Aftenposten, að hann hefði brotið af sér gagnvart stúlkunni en í viðtali við Verdens Gang viðurkenndi hann að hafa haft mök við hana en með hennar sam- þykki. Fyrir aðeins tveimur vikum kom hann fram í sjónvarpi þar sem hann neitaði orðrómi um, að hann væri „barnaníðingur“ og hefði gerst sekur um nauðgun. Úrsagnir í Ósló Forysta Framfaraflokksins hefur verið harðlega gagnrýnd jafnt innan flokks sem utan fyrir framkomu sína í þessum málum. Um helgina reyndi Carl I. Hagen, formaður flokksins, að gera lítið úr þeim og sagði ásakanir stúlknanna „hreinan uppspuna“. Í framhaldi af því sögðu fimm manns sig úr stjórn Óslóar- deildarinnar. Mikil átök hafa verið innan Fram- faraflokksins að undanförnu og mikið um hreinsanir á „óþægilegu fólki“. Hafa ýmsir kunnir menn ver- ið reknir eða útilokaðir frá endur- kjöri vegna þess, að þeir eru ekki lengur þóknanlegir Hagen og meiri- hlutanum í miðstjórninni. Hinn um- deildi Jan Simonsen hefur samt tryggt sér fyrsta sætið á lista flokks- ins í Rogalandi vegna kosninganna í haust og það þótt fjölmiðlar hafi upplýst, að vinur hans hafi komið til hans vopnaður í Stórþingið og Sim- onsen hafi beitt áhrifum sínum til að útvega fatafellu, karlmanni, vinnu á veitingastaðnum Enko í Ósló sem er sóttur af samkynhneigðum. Frammámenn flokksins sakaðir um nauðgun Ósló. Morgunblaðið. Framfaraflokkur Carls I. Hagens í nýjum vanda ÓMETANLEG menningarverðmæti urðu eldi að bráð í Jönköping í Sví- þjóð á sunnudag er tvö gömul timb- urhús í gamla miðbænum brunnu auk þess sem nálæg hús skemmdust tölu- vert. Það var lán í óláni að slökkvilið bæjarins hafði nýlega æft viðbrögð við bruna í þessum bæjarhluta og tókst því að koma í veg fyrir að fleiri hús brynnu til kaldra kola. Eldurinn kom upp aðfaranótt sunnudagsins í gamla miðbænum í Jönköping. Timburhúsin þar eru frá 18. öld en miðbærinn þar er einn fárra sem staðist hefur eldsvoða og niður- rifsstefnu sjötta og sjöunda áratug- arins í Svíþjóð. Því þykir Svíum nú sárt að sjá á bak svo gömlum húsum en ákveðið hefur verið að endur- byggja húsin í sama stíl. Um 60 manns misstu heimili sín og innbú í brunanum sem er sagður sá versti í bænum í 100 ár. Enginn slas- aðist alvarlega en tveir fengu rey- keitrun. Þykir ljóst að þakka megi ný- afstaðinni slökkviliðsæfingu að ekki fór verr, þar sem slökkviliðsmennirn- ir vissu upp á hár hvað gera þyrfti til að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist í áföst hús. AP Slökkviliðsmenn í Jönköping í Svíþjóð berjast við eldinn á sunnudag. Stórbruni í miðbæ Jönköping Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Áhöfn bandarísku geimferjunnar Atl- antis, sem tengdi rannsóknastofuna Destiny við alþjóðlegu geimstöðina Alfa sl. laugardag, ætlaði að fara í sjö klukkutíma langa geimgöngu í gær til að ganga frá utanáliggjandi köplum. Í fyrradag voru geimfararnir allan dag- inn við ýmis störf í rannsóknastofunni og var þessi mynd tekin við það tæki- færi. Eins og sjá má þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því hvað er upp og hvað er niður í þyngdarleysinu í geimnum. Frá Destiny verður stjórn- að starfinu í sex öðrum rannsókna- stofum en þar munu vísindamenn frá 16 löndum til dæmis vinna að tilraun- um í líffræði og efnafræði í næstum algjöru þyngdarleysi. AP Gaman í geimnum Houston. AFP. Efst uppi t.v. á myndinni er skipherrann á Atlantis, Kenneth Cockrell, en fyrir neðan hann eru þau Marsha Ivins, Thomas Jones og Mark Polansky. GEFIN hefur verið út skipun um að rannsakað verði hvort Vladímír Úst- ínov, ríkissaksóknari Rússlands, hafi gerst sekur um fjársvik og segja emb- ættismenn að Vladímír Pútín forseti hafi sjálfur haft frumkvæði að rann- sókninni. Sjónvarpsstöðin NTV hefur áður sakað Ústínov um að hafa fengið íbúð frá ríkinu en ekki greitt eðlileg gjöld til skattyfirvalda af íbúðinni. Stjórnvöld í Rússlandi reyna nú eftir mætti að þrengja hag sjálf- stæðra fjölmiðla og beita til þess ýms- um ráðum. Í liðinni viku réðust fulltrúar saksóknara inn í Ímyndar- bankann þar sem helstu fjölmiðlarnir eru með reikning og lokuðu þeir bankanum. Engum var leyft að yfir- gefa bankann eða koma þar inn og tölvur voru fjarlægðar. Hefur aðgerð- in lamað suma fjölmiðlana. Sama dag og bankanum var lokað setti auðkýfingurinn Borís Bere- zovskí fram óvænt tilboð um að koma fjölmiðlafyrirtækinu Media-MOST til hjálpar en aðaleigandi þess, Vladímír Gúsínskí, hefur verið skotmark stjórnar Pútíns. Blöð samsteypunnar og sjónvarpsstöð, sem er NTV, hafa hiklaust gagnrýnt stjórnvöld. Pútín hét á sínum tíma aðgerðum gegn auðkýfingum sem hafa óspart nýtt sér peningana til að hafa áhrif á stjórnmálamenn. Hins vegar benda margir á að Pútín einbeiti sér að þeim sem ráða yfir einkareknum fjölmiðl- um. Fulltrúar saksóknara ríkisins hafa 28 sinnum ráðist til inngöngu í húsakynni Media-MOST og starfs- menn hafa orðið fyrir margs konar truflunum og áreitni. „Fyrirtækið okkar er með mest af fé sínu í Ímyndarbankanum og án þess er það lamað,“ sagði talsmaður Media-MOST, Dímítrí Ostalskí. Út- varpsstöðin Ekkó Moskva er einnig með viðskipti sín í bankanum og ljóst að hún getur sig hvergi hrært. Saksóknari sæt- ir rannsókn Moskvu. The Daily Telegraph, AP. FERÐ Margrétar Þórhildar Dana- drottningar til Taílands hlaut dap- urlegan endi í gær er henni var til- kynnt að tengdamóðir hennar væri látin. Taílandsferðin hefur vakið at- hygli fyrir röð óhappa sem hafa orðið og ber þar hæst þyrluslys og vopnuð átök. Tengdamóðir drottningar, Monpezat greifynja, lést í gær í hárri elli, 92 ára, á heimili sínu í Frakk- landi. Flaug sonur hennar, Hinrik prins, þegar þangað. Faðir hans lést fyrir tveimur árum og aðeins þrír mánuðir eru síðan Ingiríður drottn- ingarmóðir lést. Um helgina varð Margrét drottn- ing svo vitni að þyrluslysi þar sem líflæknir hennar var um borð. Betur fór þó en á horfðist og slapp lækn- irinn með skrámur. Þá varð að breyta síðasta hluta heimsóknar drottningar þegar átök brutust út á landamærum Taílands og Búrma en til stóð að hún færi um svæðið. Danmörk Tengdamóðir drottningar látin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.