Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 63
MAGNAÐ
BÍÓ
Ekkert loft, engin miskunn, engin undankomuleið. Háspennumynd ársins sem
fær hárin til að rísa. Frá leikstjóra Goldeneye og The Mask of Zorro.
HENGIFLUG
Þeir klónuðu
rangan mann
Sjötti dagurinn
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. sýnd í A sal. b.i. 12 ára.
G L E N N C L O S E
Grimmhildur er mætt aftur
hættulegri og grimmari en
nokkru sinni fyrr!
Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 14 ára.
Sjáið allt um kvikmyndirnar á www.skifan.is
Sýnd kl. 6. Ísl tal.
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8. Vit nr. 191.
G L E N N C L O S E
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 6 og 10.
Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr.194.
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 192Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr. 196.
Geðveik grínmynd í anda American Pie.
Nýr og glæsilegur salur
betra en nýtt
Golden
Globe
fyrir
besta
Var á
toppnum í
Bandaríkj-
unum í 3
vikur.
HENGIFLUGGeðveik grínmynd í anda American Pie.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Sýnd kl. 5.30.
Ekkert loft, engin miskunn,
engin undankomuleið.
Háspennumynd ársins.
Frá leikstjóra Goldeneye
og The Mask of Zorro.
HENGIFLUG
Sýnd kl. 5.45,
8 og 10.15
1/2
ÓFE Sýn
HK DV
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Frá Coen bræðrum, höfundum Fargo & Big Lebowski
Hann hitti draumadísina.
Verst að pabbi hennar er algjör martröð.
Frá leikstjóra Austin Powers
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
SV Mbl
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
ÞAÐ verður rokkað og rólað á
Gauknum í kvöld, þar sem hljóm-
sveitirnar Stjörnukisi, Vígspá og
Brain Police ætla að hittast á Stefnu-
móti Undirtóna. Af Stjörnukisanum
er það helst að frétta að þeir félagar
eru búnir að bæta við sig meðlimi,
Gísla Má Sigurjónssyni, sem leikur á
gítar og hljómborð. Svo er það auð-
vitað breiðskífan væntanlega sem er
reyndar búin að vera væntanleg ansi
lengi. „Platan er á leiðinni. Hún er
búin að vera í mikilli þróun þar sem
við erum að breyta um áherslur,
fara meira út í síðrokk. Nú er meiri
spenna en minni hamagangur,“ seg-
ir Bogi Reynisson, bassaleikari sveit-
arinnar. Einnig spila sveitirnar
Vígspá og Brain Police. Vígspá þyk-
ir vera með helstu harðkjarnasveit-
um, „gaf út“ kynningardiskinn
...Neðan úr níunda heimi á síðasta
ári og Brain Police er af mörgum
talin þéttasta sveit landsins, spilar
suddalegt og sveitt eyðimerkurrokk.
Húsið verður opnað kl. 21 og er
aldurstakmark 18 ár. Aðgangseyrir
er 500 kr.
Björg SveinsdóttirStjörnukisi: malandi keyrsla!?
Stefnumót á Gauki á Stöng
Meira rokk!
BRESK dagblöð héldu því fram um
helgina að Nicole Kidman hafi hrein-
lega komið af fjöllum þegar eigin-
maður hennar Tom Cruise sótti
formlega um skilnað fyrir helgi. Mail
on Sunday segir að gefin hafi verið
út yfirlýsing fyrir hönd Kidman þar
sem segir að Cruise hafi ekki veitt
henni neinn fyrirvara á þessari ör-
lagaríku ákvörðun sem hafi verið al-
farið hans og hún sé því bæði
hneyksluð og hissa.
Ónefndur vinur Kidman sagði
blaðinu jafnframt að hún hafi vissu-
lega lýst áhyggjum sínum yfir erf-
iðleikum í hjónabandinu en skilnaður
hafi ekki hvarflað að henni: „Hún er
algjörlega í rusli yfir þessari ákvörð-
un Cruise og hefur grátið úr sér aug-
un síðustu daga.“ Tímarit í Banda-
ríkjunum hafa verið með getgátur
um að djúpstæður áhugi Cruise á
vísindakirkjunni hafi ýtt þeim í
sundur á meðan aðrir vilja kenna um
ósk Kidman um að þau hjónin setjist
að í heimalandi hennar Ástralíu en
aðstandendur hjónanna hafa alfarið
hafnað getgátum þessum.
Skilnaður
Reuters
Tom Cruise og Nicole Kidman.
Kidman
kemur af
fjöllum
Kidman og Cruise
ÞAÐ ER afar greinilegt við lestur
japanskra myndasagna frá níunda
áratugnum að þær hafa haft mikil
áhrif á gerð ævintýra- og spennu-
mynda dagsins í dag.
Hugmyndafræði myndarinnar The
Matrix hefði líklegast seint kviknað í
kollinum á Wachowski-bræðrum ef
Manga-myndasöguhöfundar á borð
við Katsuhiro Otomo hefðu ekki
hreinlega gefið þeim uppskriftina að
því hvernig eigi að baka alvöru
spennuvísindatrylli tíu árum fyrr.
Akira er ein þekktasta Manga-
myndasaga allra tíma. Eftir henni
hefur einnig verið gerð teiknimynd
sem er líklegast þekktari en frum-
verkið sjálft.
Sagan gerist árið 2030, þrjátíu og
átta árum eftir að dularfull sprenging
í Tokyo kom af stað þriðju heims-
styrjöldinni. Stríðinu er löngu lokið
og íbúar hafa hafið að byggja upp
rústirnar.
Aðalpersónur sögunnar eru vinirn-
ir Kaneda og Tetsuo sem eru með-
limir bifhjólaklíku. Kaneda hefur
greinilega stjórnunarhæfileika en
aðrir meðlimir klíkunnar gera óspart
grín að Tetsuo og líta á hann sem
gagnslausan fylgihlut Kaneda.
Þegar klíkan er að bruna um þann
hluta rústanna þar sem sprengjan
sprakk birtist skyndilega undarlegur
stráksnáði á veginum og veldur því
óvart að Tetsuo slasast. Þegar Kan-
eda ætlar svo að tuska snáðann til í
reiðikasti, hverfur pilturinn honum
sjónum, bókstaflega.
Síðar kemur í ljós að litli snáðinn er
einn af mörgum stökkbreyttum börn-
um sem dularfull og leynileg vísinda-
samtök með herafla halda í gíslingu í
þeim tilgangi að nýta sér þá stórkost-
legu krafta sem börnin búa yfir.
Vísindasamtökin komast að Tetsuo
á spítalanum og valda því að hann
tekur breytingum. Hann öðlast ofur-
mannlega krafta og skapgerð hans
breytist til hins verra sem veldur því
að hann slitur vinskapi sínum við
Kaneda og bifhjólaklíkuna og gerist
foringi helstu andstæðinga þeirra,
staðráðinn í því að koma öllum „vin-
um“ sínum fyrir kattarnef. Á sama
tíma eru leynilegu vísindasamtökin að
reyna að klófesta Tetsuo, kála Ka-
neda og öllum meðlimum uppreisn-
arhópsins sem hann kynntist fyrr í
sögunni.
Síðan, eins og í öllum alvöru
Manga-teiknimyndasögum, er þessi
fyrsta bók upp á 358 blaðsíður aðeins
upphafið að allri vitleysunni og sögu-
þráðurinn flækist víst enn meira í
komandi heftum. Hámarksskammtur
vísindaskáldskapar og hasars sem
hefur líklegast blásið lífi í John Woo á
sínum tíma. Þetta eru ekki bara
myndasögur, þetta eru líka hasar-
blöð.
Birgir Örn Steinarsson
Hámarks
hasarblaða-
skammtur
Akira 1 eftir Katsuhiro Otomo.
Um er að ræða endurútgáfu þess-
arar klassísku myndasögu frá árinu
1988. Bókin var útgefin af Dark
Horse Comics árið 2000. Fæst í
myndasöguverslun Nexus.
MYNDASAGA
VIKUNNAR