Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 59 DAGBÓK LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri. Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þolir þvott í 100 skipti. Micro Peeling fæst í Lyfju, Lyf & heilsu, apótekunum og Hagkaup. Ertu haldin síþreytu, svefntruflunum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson í síma 581 1008 eða 862 6464. ANDSTÆÐINGARNIR segja ekki múkk og eftir miklar rannsóknir komast NS í bestu slemmuna – sex spaða á 5-2 samlegu. Norður ♠ KG ♥ 74 ♦ ÁG6 ♣ ÁK8652 Suður ♠ ÁD752 ♥ Á986 ♦ K83 ♣ 4 Útspilið er tromp. Hvern- ig er best að spila? Ekki verður hjá því kom- ist að vinna úr lauflitnum, en hvernig er best að standa að því verki? Laufás og lauf- stunga virðist blasa við sem fyrsta byrjun, en betri kost- ur er er að spila einfaldlega smáu laufi úr borði í öðrum slag!! Síðan er innkoma blinds á tromp notuð til að stinga lauf smátt og þá er slemman í höfn þó svo að báðir svörtu litirnir brotni 4-2. Hættan við að taka laufás og stinga lauf er m.a. sú að vestur gæti yfirtrompað síðar með fjórlit í trompi og tvö lauf. Auk þess ræður sagnhafi ekki við að stinga tvö lauf ef trompin eru 4-2. Spilið birtist fyrst í The Bridge World fyrir 52 árum og höfundur þess er Sam Fry Jr. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp í B-flokki Wijk aan Zee-skákhátíðar- innar. Hinn góðkunni stór- meistari Mikhail Gurevich sigraði á mótinu en á síðustu árum hefur hann unnið hvern mótasigurinn á fætur öðrum. Margir Íslend- ingar muna sjálfsagt eftir honum, enda sigraði hann með yfirburðum í Pardubice- skákhátíðinni á síðasta ári, en þangað fjöl- menntu Íslend- ingar og ætla að gera aftur á nýju ári. Fyrir utan sigur Gurevich vöktu tveir kornungir skákmenn at- hygli í Wijk aan Zee. Hinn 13 ára Teymour Radjabov náði stórmeistaraáfanga og öðru sæti á meðan hinn var á með- al efstu manna. Sá var P. Ha- rikrisna (2514), 14 ára Ind- verji, og hafði hann hvítt í stöðunni gegn Erik Hoek- sema (2382) frá Hollandi. 29.Hxc6! Bxc6 30.Hxc6 Had8 31.Dxd5+ Kh8 32.Hd6 og svartur gafst upp enda staða hans ekki fögur. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT ÚR GRÍMNISMÁLUM ...Land er heilagt, er ek liggja sé ásum ok alfum nær; en í Þrúðheimi skal Þórr vera, unz um rjúfask regin. Ýdalir heita, þar er Ullr hefr sér um görva sali; Alfheim Frey gáfu í árdaga tívar at tannféi. Bær er sá inn þriði, er blíð regin silfri þökðu sali; Valaskjalf heitir, er vélti sér áss í árdaga. Søkkvabekkr heitir inn fjórði, en þar svalar knegu unnir yfir glymja; þar þau Óðinn ok Sága drekka um alla daga glöð ór gullnum kerum. - - - STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert jarðbundinn og ná- kvæmur í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Láttu ekki álit annarra trufla störf þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð tækifæri til þess að láta draum þinn rætast. Láttu ekki einhver smáatriði verða til þess að draga úr þér kjark- inn og brettu bara upp erm- arnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert svo kappsamur að sól- arhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Þér býðst aðstoð sem þú skalt þiggja með þökkum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur tekið ákvörðun sem hreyfir við vinum þínum og ættingjum. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og tíma þínum. Þú þarft að endurskoða vináttu þeirra sem ætlast til alls af þér á hvaða tíma sólarhrings sem er. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur margt til málanna að leggja og þeir eru margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þér. Ef þú nýtir eldmóð þinn færðu marga til liðs við þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sígandi lukka er best svo vertu bara rólegur og taktu einn dag fyrir í einu og gerðu þitt besta. Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú geislar af krafti og hefur góð áhrif á alla sem í kringum þig eru. Nýttu tímann vel og vertu um leið opinn fyrir nýj- um tækifærum til að grípa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Gleymdu þó ekki í allri gleðinni þeim sem standa þér næst og þurfa stuðning. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert vinsæll á vinnustað því þú ert óspar á að hrósa fólki þegar það á við. Þér hættir þó til að gleyma þeim sem standa þér næst svo bættu úr því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Til þess að hægt sé að gera breytingar í vinnunni þarftu að geta sannfært yfirmann þinn um að þær séu fram- kvæmanlegar. Gefðu þér tíma til þess. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum til- litssemi og skilning. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Léttu á hjarta þínu við þá sem þú treystir því betur sjá augu en auga. Þú færð betri yfirsýn sem hjálpar þér að líta fram- tíðina björtum augum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla Ljósm.Sissa BRÚÐKAUP.Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Kópavogs- kirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Sandra Baldvinsdóttir og Axel Kvaran. Ljósm./Hanna Kristín BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. Særún Harðar- dóttir og Davíð Torfi Ólafsson, í Háteigskirkju af sr. Sigurði Árna Þórð- arsyni. Með þeim á myndinni eru Ást- rós og Gunnhildur dætur þeirra. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              Það besta við þessa vinsælu tónlist er að hún stoppar ekki lengi við. Með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.