Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 59

Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 59 DAGBÓK LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri. Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þolir þvott í 100 skipti. Micro Peeling fæst í Lyfju, Lyf & heilsu, apótekunum og Hagkaup. Ertu haldin síþreytu, svefntruflunum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson í síma 581 1008 eða 862 6464. ANDSTÆÐINGARNIR segja ekki múkk og eftir miklar rannsóknir komast NS í bestu slemmuna – sex spaða á 5-2 samlegu. Norður ♠ KG ♥ 74 ♦ ÁG6 ♣ ÁK8652 Suður ♠ ÁD752 ♥ Á986 ♦ K83 ♣ 4 Útspilið er tromp. Hvern- ig er best að spila? Ekki verður hjá því kom- ist að vinna úr lauflitnum, en hvernig er best að standa að því verki? Laufás og lauf- stunga virðist blasa við sem fyrsta byrjun, en betri kost- ur er er að spila einfaldlega smáu laufi úr borði í öðrum slag!! Síðan er innkoma blinds á tromp notuð til að stinga lauf smátt og þá er slemman í höfn þó svo að báðir svörtu litirnir brotni 4-2. Hættan við að taka laufás og stinga lauf er m.a. sú að vestur gæti yfirtrompað síðar með fjórlit í trompi og tvö lauf. Auk þess ræður sagnhafi ekki við að stinga tvö lauf ef trompin eru 4-2. Spilið birtist fyrst í The Bridge World fyrir 52 árum og höfundur þess er Sam Fry Jr. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp í B-flokki Wijk aan Zee-skákhátíðar- innar. Hinn góðkunni stór- meistari Mikhail Gurevich sigraði á mótinu en á síðustu árum hefur hann unnið hvern mótasigurinn á fætur öðrum. Margir Íslend- ingar muna sjálfsagt eftir honum, enda sigraði hann með yfirburðum í Pardubice- skákhátíðinni á síðasta ári, en þangað fjöl- menntu Íslend- ingar og ætla að gera aftur á nýju ári. Fyrir utan sigur Gurevich vöktu tveir kornungir skákmenn at- hygli í Wijk aan Zee. Hinn 13 ára Teymour Radjabov náði stórmeistaraáfanga og öðru sæti á meðan hinn var á með- al efstu manna. Sá var P. Ha- rikrisna (2514), 14 ára Ind- verji, og hafði hann hvítt í stöðunni gegn Erik Hoek- sema (2382) frá Hollandi. 29.Hxc6! Bxc6 30.Hxc6 Had8 31.Dxd5+ Kh8 32.Hd6 og svartur gafst upp enda staða hans ekki fögur. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT ÚR GRÍMNISMÁLUM ...Land er heilagt, er ek liggja sé ásum ok alfum nær; en í Þrúðheimi skal Þórr vera, unz um rjúfask regin. Ýdalir heita, þar er Ullr hefr sér um görva sali; Alfheim Frey gáfu í árdaga tívar at tannféi. Bær er sá inn þriði, er blíð regin silfri þökðu sali; Valaskjalf heitir, er vélti sér áss í árdaga. Søkkvabekkr heitir inn fjórði, en þar svalar knegu unnir yfir glymja; þar þau Óðinn ok Sága drekka um alla daga glöð ór gullnum kerum. - - - STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert jarðbundinn og ná- kvæmur í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Láttu ekki álit annarra trufla störf þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð tækifæri til þess að láta draum þinn rætast. Láttu ekki einhver smáatriði verða til þess að draga úr þér kjark- inn og brettu bara upp erm- arnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert svo kappsamur að sól- arhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Þér býðst aðstoð sem þú skalt þiggja með þökkum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur tekið ákvörðun sem hreyfir við vinum þínum og ættingjum. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og tíma þínum. Þú þarft að endurskoða vináttu þeirra sem ætlast til alls af þér á hvaða tíma sólarhrings sem er. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur margt til málanna að leggja og þeir eru margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þér. Ef þú nýtir eldmóð þinn færðu marga til liðs við þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sígandi lukka er best svo vertu bara rólegur og taktu einn dag fyrir í einu og gerðu þitt besta. Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú geislar af krafti og hefur góð áhrif á alla sem í kringum þig eru. Nýttu tímann vel og vertu um leið opinn fyrir nýj- um tækifærum til að grípa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Gleymdu þó ekki í allri gleðinni þeim sem standa þér næst og þurfa stuðning. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert vinsæll á vinnustað því þú ert óspar á að hrósa fólki þegar það á við. Þér hættir þó til að gleyma þeim sem standa þér næst svo bættu úr því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Til þess að hægt sé að gera breytingar í vinnunni þarftu að geta sannfært yfirmann þinn um að þær séu fram- kvæmanlegar. Gefðu þér tíma til þess. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum til- litssemi og skilning. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Léttu á hjarta þínu við þá sem þú treystir því betur sjá augu en auga. Þú færð betri yfirsýn sem hjálpar þér að líta fram- tíðina björtum augum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla Ljósm.Sissa BRÚÐKAUP.Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Kópavogs- kirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Sandra Baldvinsdóttir og Axel Kvaran. Ljósm./Hanna Kristín BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. Særún Harðar- dóttir og Davíð Torfi Ólafsson, í Háteigskirkju af sr. Sigurði Árna Þórð- arsyni. Með þeim á myndinni eru Ást- rós og Gunnhildur dætur þeirra. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              Það besta við þessa vinsælu tónlist er að hún stoppar ekki lengi við. Með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.