Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Baldur Árnason, Lagarfoss og Sava Lake. Hafnarfjarðarhöfn: Haukur og Hvítanes komu í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla miðvikudaga frá kl. 14– 17. Sími 551-4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða miðvikudag í mánuði, frá kl. 14–17 sími 552- 5277. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 búta- saumur og handavinna, danskennsla kl. 9.30, kl. 9–12 bókband, kl. 13 op- in smíðastofan og brids, kl. 10 Íslandsbanki op- inn, kl. 13.30 opið hús spilað, teflt ofl. Góugleði verður haldin föstudag- inn 23. febrúar kl. 18 miðasala er hafin. Ath. bingóið fellur niður þann dag. Farið verður í Óperuna að sjá La Boheme föstud. 9. mars, látið skrá ykkur í félags- miðstöðinni sem fyrst. Fulltrúi frá skattstjóra aðstoðar við skatt- framtöl, nauðsynlegt er að skrá sig og fá tíma. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14 dans. Rebekka frá Úr- val-Útsýn verður með ferðakynningu í dag kl. 15. Happdrætti. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 13– 16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömrum á þriðju- dögum kl. 16. Sund- tímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðju- dögum kl. 13.30. Fóta- aðgerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmmer 565-6775. Spilað í Holtsbúð 15. febrúar kl. 10.30. Bingó og skemmtikvöld í Kirkjuhvoli 22. febrúar kl. 19.30 á vegum Lions- klúbbs Garðabæjar. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Ferð í Þjóðleik- húsið 24. febrúar kl. 20. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Meistara- keppni í skák hefst í dag þriðjudag kl. 13:30. Al- kort spilað kl. 13.30. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýnir „Gaml- ar perlur“, sýningar eru á miðvikud. kl. 14 og sunnud. kl. 17 í Ásgarði. Miðapantanir í s. 588- 2111, 568-9082 og 551- 2203. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi mæt- ing kl. 9:45. Sjávar- fangsveisla verður hald- in 16. febrúar, dansað á eftir borðhaldi. Skrán- ing á skrifstofu FEB. Aðalfundur FEB verður í Ásgarði, Glæsibæ 24. febrúar kl.13.30. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB í s. 588-2111 frá kl. 10–16. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 op- in vinnustofa, tréskurð- ur og fleira, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 leik- fimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur m.a. glerskurður, um- sjón Helga Vilmundar- dóttir, kl. 13 boccia. Að- stoð frá Skattstofu við skattframtöl verður veitt miðvikud. 7. mars. Skráning hafin. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 silkimálun, handa- vinnustofa opin, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Mynd- listarsýning frístunda- málara í Gjábakka stendur yfir til 23. febrúar. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia. Dans kl. 18 Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna. Hraubær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl.12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist. Lausir tímar í myndlist. Upp- lýsingar í síma 587- 2888. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 boccia, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, tréskurður. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl.11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, tréútskurður og spilamennska. Fimmtud. 15. febrúar kl. 10.30 verður fyrir- bænastund í umsjón sr. Hjálmars Jónssonar, Dómkirkjuprests. Föstud. 16. febrúar kl. 15 verður ferðakynning á vegum Samvinnu- ferðar Landsýnar. Rjómabollur með kaffinu. Miðvikud. 21. febrúar verður farið kl. 13.20 í Ásgarð, Glæsibæ. Sýndar verða gamlar perlur með Snúð og Snældu. Skráning í s. 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgun- stund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7 á þriðjudagskvöldum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardagshöll, kl. 12. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 í kvöld félags- fundur. Framtíð- arhorfur öryrkja. Kvenfélag Breiðholts. Fundur í safnaðarheim- ili Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Þorramat- ur. Sagt frá Indlands- för. Nýir félagar vel- komnir. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar. Aðalfundurinn verður miðvikud.14. febrúar kl. 20 í félagsheimili FBSR við flugvallarveg. Hallgrímskirkja eldri borgara. Starf þriðju- daga og föstudaga leik- fimi báða dagana kl. 13. Þjóðdansafélagið. Opið hús í kvöld gömlu dans- arnir frá 20.30 – 23. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, 16. febrúar kl. 19 miða- og borðapant- anir hjá Rebekku og Valdísi í s. 585-4000. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Nán- ari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530-3600. Í dag er þriðjudagur 13. febrúar 44. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hver meðal manna veit hvað manns- ins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur eng- inn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi. (I.Kor. 2, 11.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Frábær þjónusta á Rauðará ÉG fór til Parísar á dögun- um, sem er svosem ekki í frásögur færandi, og þar sem ég bý úti á landi gistum við fjölskyldan á Hótel Reykjavík, gullfallegu og mjög góðu hóteli. Þar sem ég gisti nú ekki mjög oft ásamt börnunum mínum (sem höfðu orðið eft- ir í Reykjavík meðan við hjónakornin heimsóttum Frakkland) á hóteli ákváð- um við að gera þetta nú bara huggulegt og fara út að borða á Rauðará. Það ásamt því að fá flotta svítu á hótelinu var toppur- inn á þessari annars ágætu ferð... Maturinn á Rauðará var frábær og þjónustan sú besta sem ég hef fengið. Þar sem ekki var barnamatseð- ill var börnunum boðið uppá sama glæsilega matseðilinn og okkur, steikurnar urðu bara við þeirra hæfi, og verðið kom „mjög skemmti- lega á óvart“. Þrátt fyrir að margt væri á staðnum var eins og við værum einu gestirnir á veitingastaðn- um. Börnunum var færður ís á eftir humarsúpunni og nautasteikinni. Loks fengu þau spennandi drykki sem kórónuðu allt saman. Þetta fannst þeim algjört ævintýr. Það er gríðarlega mikil- vægt þegar maður ætlar að gera sér dagamun að njóta slíkrar þjónustu og eigum við eftir að lifa á því lengi að hafa farið þar saman. Ég má því til með að koma þökkum mínum á framfæri, því það mættu fleiri taka þá veitingamenn á Rauðará sér til fyrir- myndar. Þótt ég reyndar sjái nú alltaf betur og betur eftir því sem ég fer víðar, hve við Íslendingar erum „elegant“ í því sem við ger- um og veit það að ef ég ætla að gera mér dagamun þarf það ekki að vera neitt út fyr- ir landsteinana til að njóta þess besta í mat og þjón- ustu. Við eigum örugglega eftir að koma aftur, og mæli ég hiklaust með þessum tveim stöðum sem eru frábærir. 240365-5109. Hvar er konan og hvernig hefur hún það? ÞAÐ komu tvær vinkonur og ætluðu inn á veitinga- staðinn Lækjarbrekku mánudaginn 5. febrúar sl. Önnur þeirra datt og slas- aðist og þurfti að fara með sjúkrabíl. Þessi kona var al- veg yndisleg og hafði miklar áhyggjur af því að okkur starfsfólkinu á Lækjar- brekku væri kalt á meðan beðið var eftir sjúkrabíln- um. Okkur starfsfólkið langar að fá fréttir af því hvernig hún hafi það. Við sendum henni innilegar kveðjur og okkur langar að fá að sjá hana við fyrsta tækifæri á Lækjarbrekku. Dýrahald Klara er týnd KLARA, sem er týnd, er grábröndótt læða. Hún er ólarlaus en brennimerkt. Hennar er sárt saknað. Ef einhver veit um ferðir henn- ar þá vinsamlega látið eig- endur hennar vita. Síminn hjá þeim er 862- 1313, 561-2208 eða 562- 4759. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við myndirnar? ENN og aftur leitar skrásetjari sögu Olíuverzlunar Ís- lands til lesenda Morgunblaðsins með upplýsingar um mynd. Hvaða staður er þetta? Hvenær er myndin tekin? Þeir sem geta veitt upplýsingar sem að gagni mega koma eru beðnir um að hafa samband við Hall Hallsson í síma 896-9898 eða hallur@hallo.is eða Friðrik Kárason í síma 515-1260 eða eosfk@olis.is. Víkverji skrifar... VÍKVERJI var nýkominn heimað loknum löngum og ströng- um vinnudegi og í þann veginn að fara að gæða sér á kvöldmatnum þegar síminn hringdi. Á hinum end- anum var kona sem kynnti sig kurt- eislega og kvaðst vera að gera könn- un fyrir ónefnda tryggingamiðlun hér í borg. Víkverja leiðist ókunnugt fólk sem hringir á matmálstímum, hvort heldur er til þess að selja hon- um eitthvað eða gera könnun á stjórnmálaskoðunum eða þvottaefn- isnotkun. Því var það með ákveðnum fyrirvara að Víkverji spurði konuna hvort hún væri að reyna að selja eitt- hvað, því ef svo væri gætu þau allt eins slitið símtalinu strax. Ekki kvaðst hún vera í söluhugleiðingum, ætlunin væri einungis að kanna hversu upplýst fólk væri um lífeyr- isréttindi sín. Auk þess tæki könn- unin ekki nema tvær til þrjár mín- útur. Því var það að Víkverji lét glepjast til að svara spurningunum – á meðan maturinn kólnaði á disknum fyrir framan hann. x x x FYRSTU spurningarnar vorufrekar almenns eðlis, svo sem um það hversu vel Víkverji væri sér meðvitandi um lífeyrisréttindi sín, hvort hann teldi sig geta lifað af líf- eyrinum einum saman þegar þar að kæmi og hvort hann hefði gert ráð- stafanir um aukalífeyrissparnað. Víkverji svaraði spurningunum sam- kvæmt bestu vitund – í von um að könnuninni færi að ljúka og hann gæti stungið hálfköldum matnum í örbylgjuofninn og tekið svo símann úr sambandi til að koma í veg fyrir frekari truflun á borðhaldi. En þegar spurningarnar fóru að beinast að því hvort Víkverji skipti við íslenskt tryggingafélag eða erlent, hvort hann þekkti til svokallaðra barna- trygginga ónefnds þýsks trygginga- fyrirtækis og hvort hann hefði áhuga á að fá tryggingaráðgjafa í heimsókn til að ræða málin frekar fóru að renna á hann tvær grímur. Því var það að Víkverji endurtók spurningu sína frá því í upphafi, nefnilega hvort það ætti þá eftir allt saman að selja honum tryggingu. Þá kom augna- bliks hik á konuna spurulu á hinum enda línunnar. Svo svaraði hún því til að hún væri ekki að selja neitt. Hins vegar væri það undir tryggingaráð- gjafa tryggingamiðlunarinnar komið hvort hann myndi hafa samband við Víkverja og bjóða honum barna- trygginguna á kostakjörum. Þar sem Víkverji er barnlaus hefur hann að vísu ekkert við slíka tryggingu að gera – en það er önnur saga. x x x MERGUR málsins er sá að þarnavar tryggingamiðlunin að reyna að lauma sér inn bakdyrameg- in á fölskum forsendum. Undir því yfirskini að um „könnun“ væri að ræða var sumsé verið að undirbúa jarðveginn fyrir heimsókn trygg- ingasölumanns. Hefði það verið upp- lýst strax í upphafi símtalsins hefði Víkverji afþakkað kurteislega, lagt á og snúið sér að kvöldmatnum. Og tryggingamiðlunarkonan hefði ekki þurft að eyða tíma í að spyrja frekari spurninga heldur getað hringt strax í næsta fórnarlamb á listanum. Vík- verji kvaddi með þeim orðum að þetta þætti honum ekki góð aðferð við tryggingasölu og kvaðst hún myndu koma því til skila. Ekki virt- ist þó hvarfla að henni að biðja afsök- unar á ónæðinu. Hitt er svo annað mál hvort tryggingamiðlunin breytir söluaðferðum sínum. Um það þorir Víkverji varla að gera sér vonir. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 Þægilegur, 8 læst, 9 fugl, 10 ferskur, 11 rann- saka, 13 flðtinn, 15 fjöt- urs, 18 hnötturinn, 21 fúsk, 22 eru óstöðugir, 23 grefur, 24 mjög ánægð. LÓÐRÉTT: 2 krafturinn, 3 hamingja, 4 menga, 5 klaufdýrin, 6 rekald, 7 hafði upp á, 12 gagnleg, 14 lamdi, 15 kaup, 16 lesta, 17 vik, 18 íshem, 19 fim, 20 örlaga- gyðja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 pólar, 4 gætin, 7 tóman, 8 áliti, 9 dáð, 11 nýra, 13 assa, 14 tætir, 15 húma, 17 tími, 20 krá, 22 látún, 23 makar, 24 arrar, 25 nærir. Lóðrétt: 1 pútan, 2 lómur, 3 rönd, 4 gráð, 5 teigs, 6 neita, 10 ástar, 12 ata, 13 art, 15 hulda, 16 metur, 18 ískur, 19 iðrar, 20 knýr, 21 áman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.