Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 52
HESTAR
52 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Milli manns og hests...
... er
arhnakkur
ÞEIR hrossaræktendur sem
stunda sína iðju á lögbýlum eru
lukkunnar pamfílar þar sem þeir
geta kennt hross sín við nafn býlis-
ins og fengið þar með auðkenni á
það sem þeir framleiða. Öðru máli
gegnir um þá sem eru svo óheppnir
að búa í þéttbýli.
Sá sem býr í Reykjavík verður að
kenna hross sín við borgina ásamt
öllum þeim fjölda Reykvíkinga sem
nú stunda hrossarækt í stórum eða
litlum mæli samkvæmt þeirri
vinnureglu sem viðhöfð hefur verið
við skráningu hrossa. Venjan er
sem sagt sú að hrossin séu skráð í
samræmi við lögheimili eigandans.
Ýmsar undantekningar eru til frá
þessu og má þar nefna Jón Jónsson
sem á lögheimili í Hafnarfirði en á
jörð í austur sveitum og stundar
þar hrossarækt. Óski hann eftir
fær hann að kenna hrossin við bæ-
inn sem hann á.
Þeir sem hinsvegar eiga enga
jörð en búa í þéttbýli og eru að
rækta hross verða að öllum líkind-
um að kenna hrossin við þann bæ
eða borg sem þeir búa í. Mörgum
þykir þetta óréttlátt og telja að
tímabært sé orðið að samdar séu
einhverjar sanngjarnar reglur um
það hvernig skuli skrá hrossin.
Ýmsar hugmyndir hafa komið
fram, meðal annars þær að menn
fái að kenna hrossin við fyrirtæki
sín en sú hugmynd virðist hafa fall-
ið í mjög grýttan jarðveg. Spurn-
ingin snýst fyrst og fremst um það
hvernig þeir sem ekki hafa aðgang
að einhverju lögbýlisnafni geti
skráð sín hross.
Verði þessum aðilum gefinn
kostur á að finna sér nafn til að
kenna hrossin við vilja sumir að þar
verði haldið mjög í gamlar hefðir.
Til dæmis að menn geti fundið eitt-
hvað gott örnefni sem einnig gæti
verið nafn á sveitabæ. Það vill svo
til að íslenskt mál býður upp á
mikla fjölbreytni og mikill fjöldi ör-
nefna er til vítt og breitt um landið.
Af nógu er að taka. Til að ekki fari
allt úr böndunum gæti Félag
hrossabænda, Bændasamtökin og
Fagráð hrossaræktar skipað í sam-
einingu nefnd sem tæki fyrir um-
sóknir manna um ræktunarnafn á
sína hrossarækt. Myndi nefndin
gæta þess að nöfnin væru íslensk,
útilokaði orðskrípi og eins að þess
væri gætt að aðrir væru ekki með
sama nafn. Með slíku fyrirkomulagi
mætti ætla að lausn væri komin á
þessu nýja vandamáli þéttbýlisbú-
ans í sínu hrossaræktarvafstri.
Hið skrásetta
vörumerki
hrossanna
Von frá Bakkakoti er gott dæmi um hross sem kennt er við annan stað
en eigandinn (Ársæll Jónsson) býr á. Hann býr sjálfur í Fróðholti en
kennir hrossin við Bakkakot sem er um leið gæðastimpill enda hafa af-
bragðsgóð hross komið þaðan. Knapi á myndinni er Hafliði Halldórsson.
Strangt til tekið hefði Einar Ellertsson, sem hér situr heiðursverðlauna-
hryssuna Vordísi, átt að kenna hross sín við Reykjavík en sjálfur er
hann frá Meðalfelli, þar ganga hrossin hans og þykir öllum eðlilegt að
kenna þau við þann stað. Meðalfell er betra vörumerki en Reykjavík.
Í hrossarækt er fæðingarstaður hrossanna
hið skrásetta vörumerki. Mikilvægi þess
hefur aukist síðustu árin og þykir þörfin
fyrir ákveðnar reglur þar um nauðsynleg.
ÞÁ eru hestamótin að hefjast fyrir
alvöru, Ljúfur í Hveragerði reið á
vaðið með mót í Ölfushöllinni í lok
janúar, Geysismenn frestuðu sínu
móti sem halda átti 3. febrúar en
héldu það á laugardaginn var.
Fyrsta mót Sörla í Hafnarfirði var
að venju hið árlega Grímutölt þar
sem knaparnir skrýðast allskonar
furðubúningum og var mikið lagt í
búningagerð að þessu sinni bæði fyr-
ir menn og hesta. Að sjálfsögðu voru
veitt sér verðlaun fyrir búningana en
auk þess tilþrifaverðlaun.
Mótið var eins og áður opið og fór
fram í reiðskemmu þeirra Sörla-
manna á laugardagskvöldið. Áhorf-
endapallar voru þéttsetnir og var
stemmningin feiknagóð þar sem
frísklegur þulur, Tómas Snorrason,
gegndi lykilhlutverki. Dómari var
Halldór Victorsson.
Hjá Geysi fengu menn að glíma
við meira en fákana sem þeir sýndu
því veðurguðirnir sendu þeim bæði
vind og vætu svo öll stemmning fauk
að segja út í veður og vind. Þetta
fyrsta mót Geysis er sem fyrr eitt af
þremur slíkum í mótaröð þar sem
verðlaunað verður sérstaklega að
loknu þriðja mótinu fyrir saman-
lagðan árangur úr öllum mótunum.
Hestakostur þótti með ágætum og
þá sérstaklega í yngri flokkunum en
á síðasta ári stóðu krakkar frá Geysi
sig mjög vel á opnum mótum og ekki
síður á landsmótinu. Keppnin var
hörð í atvinnumannaflokki og sem
dæmi um það má nefna að tveir
fyrstuverðlauna stóðhestar sem báð-
ir hafa hlotið háa tölteinkunn kom-
ust ekki í úrslit.
En úrslit mótanna urðu á þessa
leið og er byrjað á Grímutölti Sörla.
Pollaflokkur:
1. „Skrímsli“. Skúli Þ. Jóhanns-
son, Sörla, á Tinna frá Viðvík. 2.
„Indíáni“. Páll H. Guðlaugsson,
Herði, á Grána frá Gröf. 3. „Bat-
man“. Sigríður M. Egilsdóttir, Sörla,
á Sprota frá Kirkjubæ. 4. „Býflugan
og blómið“. Hanna R. Ingibergsdótt-
ir, Sörla, á Donnu frá Söndum.
5. „Bangsi“. Hafdís A. Sigurðar-
dóttir á Kúlubrún frá Hafnarfirði.
Besti búningur: „Býflugan og blóm-
ið.“
Barnaflokkur:
1. „Arabaprinsessa“ Camilla P.
Sigurðardóttir, Mána, á Fróða frá
Miðsitju. 2. „Hani“. Hreiðar Hauks-
son, Herði, á Perlu frá Egilsstöðum.
3. „Brúðhjón“. Sandra L. Þórðar-
dóttir, Sörla, á Díönu frá Enni. 4.
„Sígaunastelpa“. Jóhanna Jónsdótt-
ir, Herði, á Söndru frá Varmadal.
5. „Ung hjón“. Edda D. Ingibergs-
dóttir, Sörla, á Stormi frá Stóra-Ár-
móti. Besti búningur: „Brúðhjón“.
Unglingaflokkur:
1. „Klappstýra“. Halldóra S. Guð-
laugsdóttir, Herði, á Hlátri frá Þórs-
eyri. 2. „Ljósbláa ríðandi kvik-
myndaeftirlitið“. Rósa B. Þorvalds-
dóttir, Sörla, á Árvakri frá Sandhóli.
3. „Þjónustustúlka“. Íris Þorgeirs-
dóttir, Andvara, á Rödd frá Strönd.
4. „Klósettrúlla“. Katrín Sævars-
dóttir, Sörla, á Lokki frá Akranesi.
Besti búningur: „Ljósbláa ríðandi
kvikmyndaeftirlitið“.
Ungmennaflokkur:
„Arabi“. Guðni S. Sigurbjörnsson,
Mána, á Skafli frá Norður-Hvammi.
2. „Skylmingaþrællinn Maximus“.
Perla D. Þórðardóttir, Sörla, á Gný
frá Langholti II, keppti fyrir Sörla.
3. „Gísli á Uppsölum“. Daníel Ingi
Smárason á Rák 7 v. frá Galtanesi. 4.
„Krossriddari“. Margrét Guðrúnar-
dóttir, Sörla, á Flóka frá Merkigili.
5. „Sjóliði“. Eva M. Ágústsdóttir,
Fáki, á Brúðu frá Sandhólaferju.
Besti búningur: „Gísli á Uppsölum“.
Opinn flokkur:
1. „Mótorhjólakappi“. Siguroddur
Pétursson, Andvara, á Sögu frá
Sigluvík. 2. „Norn“. Áslaug F. Guð-
mundsdóttir á Greifa frá Hala.
3. „Bob Marley“. Jón Jónsson,
Herði, á Hlökk frá Neðra-Ási.
4. „Smokkur“. Snorri Dal, Fáki, á
Garra frá Reykjavík. 5. „Harley
Davidson“. Þórný Birgisdóttir á
Zöru frá Syðra-Skörðugili. Besti
búningur: „Siggi Ævars“. Sigurður
Ævarsson, Sörla, á Skildi frá Hrólfs-
stöðum. Tilþrifaverðlaun hlaut:
„Mótorhjólakappi“, Siguroddur Pét-
ursson.
Vetrarmót Geysis
Atvinnumannaflokkur:
1. Vignir Siggeirsson á Andvara
frá Sléttubóli 2. Kristjón Kristjáns-
son á Mirru frá Gunnarsholti. 3.
Marjolyn Tiepen á Fiðlu frá Höfða-
brekku. 4. Sigurður Sigurðarson á
Glampa frá Fjalli. 5. Elvar Þormars-
son á Vöku frá Hvolsvelli.
Áhugamannaflokkur:
Björk Svavarsdóttir á Gullmola
frá Bólstað 2. Birkir Jónsson á Perlu
frá Vindási. 3. Gestur Ágústsson á
Blakk frá Suður-Nýjabæ. 4. Trini
Söholm á Ruslapoka frá Miðkoti 5.
Gunnar Rúnarsson á Skelfi frá
Varmadal.
Unglingaflokkur:
1. Katla Gísladóttir á Kolskör frá
Flugumýrarhvammi. 2. Elín H. Sig-
urðardóttir á Kópi frá Hala. 3. Unn-
ur L. Hermannsdóttir á Eitli úr
Skagafirði. 4. Jóhanna Magnúsdóttir
á Ófeigi frá Reykjavík. 5. Laufey G.
Kristinsdóttir á Rösk frá Skarði.
Barnaflokkur:
1. Hekla K. Kristinsdóttir á Töru
frá Lækjarbotnum 2. Inga B. Gísla-
dóttir á Úlfi frá Hjaltastöðum 3.
Rakel N. Kristinsdóttir á Gými frá
Skarði. 4. Halldóra Anna á Sókrates
frá Bólstað. 5. Ragnheiður Ársæls-
dóttir á Framtíð frá Bakkakoti.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Vignir Siggeirsson og Andvari frá Sléttubóli byrjuðu keppnistímabilið
með sigri í flokki atvinnumanna á móti Geysis á Gaddstaðaflötum.
Grímutölt og
slagveðursmót
NÚ þegar mótahald hestamanna
er að hefjast er rétt að minna á
að forráðamenn móta geta sent
inn upplýsingar um fyrirhuguð
mót, hvað er á dagskrá og sér-
staklega ef um einhverjar nýj-
ungar er að ræða. Upplýsingar
um mót sem halda skal næstu
helgi þurfa að berast fyrir hádegi
á mánudag eigi þær að birtast í
Hestaþætti á þriðjudag. Að loknu
móti er svo vel þegið að fá úrslit
mótanna.
Allar upplýsingar skal senda á
vakr@mbl.is og þurfa úrslit móta
að berast á sunnudagskvöld fyrir
klukkan 22 ef tryggt á að vera að
efnið birtist á þriðjudegi. Umsjón-
armenn Hestaþáttar vonast eftir
góðu samstarfi við hestamanna-
félögin á komandi keppnistímabili
og að hægt verði að vera með
góða og reglulega umfjöllun um
þau mót sem haldin verða.
Mótahald
og úrslit
Febrúarmánuður hefur ekki verið
sá tími sem menn velja sér til að
fara bæjarleiðir með hrossarekstur
en það bar svo við á laugardag að
hrossabændur á þremur bæjum í
Tungunum hreinsuðu út úr húsum
sínum og riðu með slætti í Gríms-
nesið og þáðu þar kaffi og kökur.
Hér áttu hlut að máli Kristinn
Antonsson og María Þórarinsdóttir
í Fellskoti sem ráku hross sín niður
að Friðheimum í Reykholti þar sem
Knútur Ármann bætti sínum hross-
um í hópinn og riðið var áfram í
Torfastaði þar sem Drífa Krist-
jánsdóttir og Ólafur Einarsson
buðu í hádegisverð. Að því búnu
var hesthúsið að Torfastöðum
tæmt eða því sem næst líklega um
40 hross og riðið meðfram Bisk-
upstungnabraut með 83 hross í
rekstrinum á nýlegum reiðvegi
áleiðis að Þórisstöðum í Grímsnesi
þar sem Gísli Guðmundsson tók á
móti hersingunni og bauð í kaffi.
Síðan var riðið til baka og allir
voru komnir til síns heima fyrir
myrkur enda ekki gott að vera með
hross í rekstri í myrkri meðfram
fjölfarinni akbraut. Veðrið var hið
besta allan daginn og má kallast
heppni því á sama tíma voru Geys-
ismenn að berjast við að halda mót
á Gaddstaðaflötum í slagveðri sem
greinilega hefur ekki náð í upp-
sveitir Árnessýslu.
Ákveðið var seinni partinn í
janúar að fara í þrjár slíkar ferðir
yfir veturinn og sagði Ólafur á
Torfastöðum tilganginn þríþættan.
Í fyrsta lagi að gera eitthvað
skemmtilegt með sveitungum sín-
um og í öðru lagi að heimsækja
góðbændur í nágrannasveitum og
síðast en ekki síst væri þetta mjög
áhrifamikill þáttur í tamningu ung-
hrossa og góð uppbygging og lík-
amsþjálfun eldri hrossanna. Rekst-
urinn gekk vel að sögn Ólafs, að
vísu dreifðust hrossin aðeins til að
byrja með en hópurinn var búinn
að lesta sig tryggilega löngu áður
en komið var að brúnni á Brúará
og riðið var yfir í Grímsnesið. Ann-
ars taldi Ólafur að mikið sannleiks-
korn væri í orðum Ingvars gamla á
Hvítárbakka þegar hann sagði að
það væri ekki merkilegur rekstur
ef ekki dreifðist aðeins úr hópnum.
Um miðjan mars hyggjast
Tungnamenn ríða í Laugardals-
hrepp og heimsækja bændur í
Efstadal og í byrjun apríl verður
aftur farið í Grímsnesið en þá verð-
ur Sigurður Gunnarsson á Bjarna-
stöðum heimsóttur.
Tungna-
menn með
83 hross í
kaffiboð í
Grímsnesi
♦ ♦ ♦