Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 57

Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 57 SVÆÐAMEÐFERÐARNÁM Skemmtilegt uppbyggjandi nám sem gefur þér tækifæri á að vinna sjálfstætt. Viðurkennt nám af Svæðameðferðarfélagi Íslands. Kennsla 1 kvöld í viku frá kl. 17-21. Aðeins 6 manns í hóp. Ath: Vegna eftirspurnar verður möguleiki á kennsluhelgum fyrir landsbyggðarfólk eina helgi í mánuði. Upplýsingar og innritun í símum 552 1850 og 896 9653 frá kl. 10.30 til 11.30 virka daga og í síma 562 4745 milli kl. 18 og 19 virka daga. NÁMSKEIÐ Í BAK- OG ANDLITSNUDDI Slökunarnudd með ilmolíum (andlit, háls, herðar, handleggir, hendur og bak), þrýstipunkta- og svæðanudd. Verð kr. 14.000 og 4000 kr. afsláttur fyrir pör. Sérmenntaður kennari með 15 ára reynslu. Upplýsingar og innritun í símum 552 1850 og 896 9653 frá kl. 10.30 til 11.30 virka daga og í síma 562 4745 milli kl. 18 og 19 virka daga. helgina 17-18 febrúar frá kl. 14-18 báða dagana SAMTÖK stúdenta um flugvallar- málið í samvinnu við Stúdentaráð efnir til fundar þriðjudaginn 13. febrúar um framtíð flugvallarsvæð- isins. Á fundinum verða kynnt skipulags- og verðmatsverkefni stúdenta. Hrafn Gunnlaugsson kynnir gerð myndarinnar „Reykjavík í nýju ljósi“ og Stefán Ólafsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, skýrir frá undirbúningi kosninganna. Að loknum framsögum taka við pall- borðsumræður með valinkunnum einstaklingum og má búast við líf- legum umræðum. Fundarstjóri er Egill Helgason. Fundurinn er öllum opinn og hefst klukkan 15.30 í Odda, stofu 101. Stúdentar funda um flug- vallarmálið NÁMSKEIÐ um þroskahömlun barna verður haldið í Gerðubergi dagana 15. og 16. febrúar á vegum Greiningarstöðvar ríkisins. Nám- skeiðið er tólf kennslustundir og eru leiðbeinendur fjórir sérfræðingar frá Greiningarstöð og einn frá Leik- skólum Reykjavíkur. Námskeiðið er ætlað þeim sem sjá um skipulagningu starfs og/eða vinna með ungum börnum með þroskahömlum svo og aðstandend- um. Auk hefðbundinna námsgagna fá þátttakendur afhent tilraunaút- gáfu á fræðsluriti um þroskahömlun sem Greiningarstöð hefur gefið út, ætlað til notkunar á þessu nám- skeiði. Skráning fer fram á Greining- arstöð. Námskeið um þroskahömlun barna LIONSKLÚBBURINN Eir verður með sína árlegu kvikmyndasýningu í Háskólabíói miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 20 í sal 2. Í ár er það forsýning á bresku myndinni Billy Elliot en hún hefur farið sigurför um heiminn að und- anförnu. Aðalleikkona myndarinnar, Julie Walters, var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. Háskólabíó hefur í fjölda ára gefið Lionsklúbbnum Eir eina sýningu á ári og á þann hátt stutt Lionskonur í öflun fjár til líknarmála, en allur ágóði seldra miða rennur óskertur til ýmissa líknarmála og forvarnar- starfa. Kvikmyndasýn- ing til styrktar líknarmálum FYRSTU netverðlaun kennara voru veitt við Háskóla Íslands fyr- ir skömmu. Verðlaunin eru full- komin IBM Thinkpad fartölva með 15" skjá að verðmæti 280.000 í boði Nýherja, segir í fréttatilkynningu. „Stúdentaráð hefur lagt mikla áherslu á að kennarar tileinki sér Netið í auknum mæli við kennslu. Með skipulegri notkun Netsins getur kennsla orðið skilvirkari og þá um leið unnist svigrúm til að auka fræðilegar umræður í tímum. Liður í því að stuðla að aukinni notkun Netsins í kennslu, var að koma á fót svonefndum netverð- launum kennara. Stúdentaráð vill með þessum hætti koma til móts við þá kennara sem hafa lagt mikla vinnu til að gera kennsluna árang- ursríkari og skemmtilegri. Eftir margar ábendingar frá stúdentum ákvað menntamála- nefnd Stúdentaráðs að veita Ágústi Kvaran prófessor í eðlis- efnafræði verðlaunin. Á vefsíðu hans www.raunvis.hi.is/~agust er að finna mjög öflugt námsnet sem nýtist nemendum hans vel í nám- inu. Ber þar hæst ítarlegar nám- skeiðalýsingar, efnisyfirferðir, verkefni, gagnabanka, upplýsingar um rannsóknir og framhaldsnám og ýmsar áhugaverðar slóðir er tengjast fræðasviðinu. Það er von Stúdentaráðs að verðlaunin hafi jákvæð áhrif á kennara og stuðli að aukinni notkun Netsins við kennslu,“ segir þar jafnframt. Þá var stúdentavefurinn, www.student.is, opnaður. Á vefn- um verður að finna allar helstu upplýsingar af vettvangi Stúdenta- ráðs, fréttir úr Stúdentablaðinu, fréttir frá deildarfélögunum og í raun allar þær upplýsingar er varða stúdenta úr Háskóla Ís- lands. Stúdentar verðlauna kennara ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HELGINA 17. og 18. febrúar verð- ur haldið Feldenkrais-námskeið í sal FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík. Leiðbeinandi er Sibyl Urbancic. Feldenkrais-aðferðin nýtist þeim sem áhuga hafa á líkamsbeitingu og vilja læra meira um sig og mögu- leika sína. Mætti t.d. nefna þá sem stunda dans, hjúkrun og sjúkra- þjálfun, íþróttir, kennslu, leiklist eða tónlist. „Notaðar eru hreyfingar til að bæta meðvitund um beitingu lík- amans. Dr. Moshe Feldenkrais var verkfræðingur og eðlisfræðingur, og stundaði margs konar íþróttir, hafði m.a. svarta beltið í júdó. Ár- angurslaus leit hans að lækningu við þrálátum hnjámeiðslum leiddi til þess að hann fór að athuga hreyfingar og hreyfivenjur líkam- ans og möguleika á að breyta þeim í von um bata. Honum tókst að ráða bót á hnjámeiðslunum, en lét ekki þar við sitja, heldur varð það hon- um hvatning til að halda áfram ævi- langt að þróa þá aðferð, sem við hann er kennd og stunduð er víða um heim. Námskeiðið fer fram á íslensku og er opið öllum, byrjendum sem lengra komnum. Þrjár kennslustundir verða hvorn dag: kl. 10:00–11:30, kl. 12:00–13:30 ogkl. 14:30–16:00 opið verður frá kl. 9:30. Upplýsingar og skráning: á skrifstofu Félags íslenskra hljóm- listarmanna, í síma 588 8255. Á námskeiðinu verður kennt eftir hópkennsluaðferð dr. Moshe Fel- denkrais: Awareness through Movement (skynjun gegnum hreyf- ingu). Um er að ræða kerfi ein- faldra hreyfinga sem henta öllum. Þær eru gerðar á leikandi hátt, hægt og þægilega, eftir leiðbein- ingum kennarans. Hver og einn at- hugar hreyfivenjur sínar og kynnist öðrum valkostum með hjálp leið- beinandans. Í hverjum tíma er eitt- hvert hreyfingamynstur tekið fyrir og í lok tímans fara fram umræður, þar sem spurningum er svarað. Námskeiðið byggist á sjálfstæð- um tímum og er enginn einn tími forsenda annars. Þannig er hægt að taka þátt í einum tíma, en að sjálf- sögðu er mælt með þátttöku í sem flestum. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum og þeim sem áður hafa kynnst Feldenkrais-aðferðinni. Far- ið verður í mismunandi grundvall- aratriði og aðferðin skýrð fyrir byrjendum í fyrsta tíma hvorn dag- inn.“ Verð er 5000 kr. fyrir allt nám- skeiðið, 2500 kr. fyrir einn dag og 1000 kr. fyrir stakan tíma. Feldenkrais-námskeið um næstu helgi alltaf á sunnudögum Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.