Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GÍSLI Halldórsson arkitekt kynnti á
fundi hjá Arkitektafélaginu í vikunni
hugmynd að breyttu skipulagi
Reykjavíkurflugvallar. Gísli
telur að auðveldlega sé hægt
að komast af með mun minni
flugvöll. Hugmynd hans ger-
ir ráð fyrir að minnka flug-
vallarsvæðið um 116 hektara.
Gísli minnti á í erindi sínu
að deilur hefðu staðið um
Reykjavíkurflugvöll í 30 ár.
Árið 1985 hefði flugvallar-
svæðið verið minnkað um 54
ha.
Hugmynd Gísla gengur út á að
reisa lítinn flugvöll í Vatnsmýrinni
sem getur þjónað innanlandsfluginu.
Flugbrautirnar verði tvær sem hann
segir að verði nothæfar í allt að 95–
97% tilvika.
„Þessar brautir eru báðar um 1.000
m að lengd, sem talið er að hæfi fyrir
flugvélar á öllum innanlandsleiðum. Á
undanförnum árum hef ég rætt við
allmarga sérfræðinga um flugvéla-
gerðir og hafa þeir verið á einu máli
um það að margar gerðir flugvéla
hentuðu hér í innanlandsflugi og
þyrftu ekki lengri brautir. Með svo
stuttum brautum er hægt að skapa
umtalsvert rými fyrir hvers konar
byggingarmöguleika. Tillaga mín
gerir ráð fyrir að brautirnar séu flutt-
ar til. Norður-suður-brautin er flutt
suður og nokkuð vestur. Um leið er
henni aðeins snúið til þess að losa
Kársnesinga við allt yfirflug, enda
hefur verið kvartað yfir því og það
með réttu. Er það einnig kostur að
ekki verður flogið eins ná-
lægt Ráðhúsinu eins og nú
er gert. Þar að auki fjarlæg-
ist brautin það mikið að
truflun í húsinu verður í lág-
marki.
Austur-vestur-brautin er
færð út í fjöruborð á fyllingu
þar. Með því verður fluglína
um Fossvoginn og inn dal-
inn. Á þann veg losna Kópa-
vogsbúar einnig við yfirflug.
Er þetta í raun sama lega og Ólafur
Pálsson benti á fyrir löngu, en þessi
braut er mun styttri og gengur ekki
inn í Fossvog.
Fyrir flugstarfsemina eru afsettir
um 20 ha lands, sem væri hægt að
stækka nokkuð ef með þyrfti. Með
þessum tilfærslum á brautum er
hægt að fá ágætt landrými fyrir hvers
konar byggingar sem vantar rými
fyrir. Þá er hægt að fá samfellda
byggð í Skerjafirðinum, sem gæti
orðið heilsteypt íbúðarhverfi,“ sagði
Gísli í erindi sínu.
Í tillögu Gísla er gert ráð fyrir að
116 ha lands losni sem nú er nýtt und-
ir flugstarfsemi. Hann leggur til að 20
ha fari undir byggingar við flugvöll-
inn og flugvélaverkstæði, 19 ha fari
undir íbúðabyggð, 27 ha undir stofn-
anir og 50 ha undir miðbæjarstarf-
semi.
Gísli Halldórsson arkitekt vill breyta skipulagi Reykjavíkurflugvallar
Byggður verði
minni völlur í
Vatnsmýrinni
!"#
$
%
Gísli
Halldórsson
að hafa í huga í því sambandi að
þessar vísbendingar væru óvissar
ennþá
„Það virðist vera töluvert mikill
gangur ennþá í innflutningi, útlán-
um bankana og fasteignamarkað-
urinn virðist hafa fengið einhvern
byr í byrjun árs. Það kemur ekki
einungis fram í útgáfu húsbréfanna
heldur kemur fram hækkun á fast-
eignaverðinu í síðustu vísitölu
Hagstofunnar. Hins vegar teljum
við okkur sjá hilla undir breytingar
á vinnumarkaðnum og að það verði
ekki eins mikil umframeftirspurn
þar eins og verið hefur undanfarin
misseri. Það er því hægt að binda
ákveðnar vonir við að það sé slaki
framundan, en það er ekki vissa
um hann ennþá,“ sagði Þórður.
Hann benti á að eðlilegt væri að
skoða þessa hluti í ljósi þess að við-
skiptahallinn undanfarin fjögur ár,
þ.e.a.s. að árinu í ár meðtöldu,
væru rúmir 200 milljarðar kr. og
ENN eru nokkuð misvísandi teikn
á lofti í efnahagsmálum um það
hvort dragi úr þenslu eða ekki. Lít-
ið hefur enn dregið úr innflutningi
og útlánum bankanna, auk þess
sem fasteignaverð hækkaði í ný-
birti vísitölu neysluverðs og hús-
bréfaútgáfa jókst á nýjan leik í
janúarmánuði. Hins vegar virðist
draga úr spennu á vinnumarkaði,
að því er fram kom hjá Þórði Frið-
jónssyni, forstjóra Þjóðhagsstofn-
unar, í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að örugg merki væru
ekki enn komin fram um hjöðnun.
Vísbendingar um það væru á
vinnumarkaðnum, en fasteigna-
markaðurinn og peningamarkaður-
inn gæfu það ennþá ekki til kynna.
Þórður sagði að Þjóðhagsstofnun
væri að vinna að gerð nýrrar þjóð-
hagsspár, en hennar væri ekki að
vænta fyrr en í næsta mánuði.
Sumt benti til þess að heldur væri
að slakna á spennunni, en rétt væri
það væri meiri viðskiptahalli á
fjögurra ára tímabili en sést hefði
áður í sögu efnahagslífsins hér á
landi.
„Það er auðvitað þess vegna afar
brýnt að það hægi á vexti þjóð-
arútgjalda umtalsvert á þessu ári
eða í samræmi við það sem gert er
ráð fyrir núna,“ sagði Þórður.
Hann sagði að gert væri ráð fyr-
ir að viðskiptahallinn í ár yrði 68
milljarðar kr. samanborið við 61
milljarð kr. á árinu 2000. Áætlað
væri að þjóðarútgjöld ykjust um
0,9% í ár í samanburði við 5,3%
aukningu þeirra í fyrra og þrátt
fyrir það yrði viðskiptahallinn sam-
kvæmt áætlunum 68 milljarðar kr.
„Okkur sýnist að ennþá geti
þessar áætlanir staðist sem við
höfum verið að leggja fram um að
það hægi verulega á vexti þjóð-
arútgjaldanna, en vísbendingarnar
eru engu að síður ekki skýrar
ennþá,“ sagði Þórður ennfremur.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um þróun efnahagsmála
Ekki enn komin fram
örugg merki um hjöðnun
BLÍÐVIÐRIÐ að undanförnu hefur
gert byggingarverktökum á höfuð-
borgarsvæðinu betur kleift að
byggja hratt og vel en oftast á þess-
um árstíma. Víða blasir við fram-
kvæmdagleðin, sem menn tengja jú
oftar vor- og sumarverkum, en því
sem tíðkast á þorra.
Vissara er að huga að réttskeiðum
og mótatimbri sem geta bognað og
afmyndast í rakanum. Þessi smiður
virðist vera með gott efni í hönd-
unum en aldrei er of varlega farið.Morgunblaðið/Kristinn
Vandað til
verka
Á MÁNUDAGINN, um kl. 15,
fór Nissan Patrol-jeppi út af
veginum um Óshlíð, til móts við
Sporhamra. Þetta gerðist
næstum því á sama stað og ung
stúlka ók bíl sínum út af fyrir
tæpri viku. Ökumaður jeppans,
Sveinn Fannar Jónsson, náði
að kasta sér út úr jeppanum áð-
ur en hann rann niður snar-
bratta hlíðina.
Sveinn býr í Bolungarvík og
þetta var þriðja ferð hans um
Óshlíðina þennan dag. Hann
var á leið til Bolungarvíkur
þegar jeppinn rann skyndilega
til að aftan. Nokkur ísing var á
veginum. Sveinn ætlaði að rétta
bílinn af en þá festist stýrið í
beygju. Jeppinn stefndi þá út af
veginum og niður í fjöru.
Eins og einhver gripi
í stýrið
„Það var eins og einhver
hefði gripið í stýrið,“ sagði
Sveinn í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann reyndi að
bremsa en þegar hann sá að
það myndi ekki duga til að
stöðva jeppann kastaði hann
sér út úr honum.
Sveinn veltist eftir veginum
og marðist nokkuð og skrám-
aðist. Þar sem hann lá heyrði
hann skruðningana þegar jepp-
inn fór niður Óshlíðina. Sveinn
var ekki í bílbelti og segir að
það hafi gert sér kleift að kasta
sér út úr bílnum.
Ökumaður bíls sem ók nokk-
uð á eftir jeppanum tók Svein
upp í bílinn og ók honum að
heimili hans í Bolungarvík.
Sveinn leitaði til læknis síðar
um daginn. Hann slapp þó
næstum ómeiddur.
Jeppinn rann ekki beint nið-
ur hlíðina heldur fór skáhallt og
hélst á réttum kili alla leiðina. Í
fjöruborðinu skall hann á stór-
grýti og segir Sveinn að jepp-
inn sé meira eða minna ónýtur
að framan. Hann sé grindar-
skakkur og að öllum líkindum
ónýtur. Sveinn segir þetta tals-
vert tjón en hann hafði nýlokið
endurbótum á jeppanum. Það
sé þó ekkert annað að gera en
fjárfesta í nýjum jeppa.
Stýrið
festist
í beygju
Jeppinn sem fór út
af í Óshlíð
alltaf á sunnudögum