Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 9
STAÐAN á almennum fasteigna-
markaði á landsbyggðinni virðist
vera mun betri en í félagslega
kerfinu, samkvæmt upplýsingum
frá fasteignasölum og félagi
þeirra. Ágætlega gengur að selja
fasteignir sem losna og ekki er al-
gengt að íbúðir standi auðar og
óseldar yfir langan tíma. Eins og
kom fram í Morgunblaðinu í gær
standa um 150 félagslegar íbúðar
auðar á landsbyggðinni, einkum á
Vestfjörðum, Austurlandi og í
Vestmannaeyjum.
Að sögn fasteignasala virðist
sem þenslan á höfuðborgarsvæð-
inu sé farin að færast til ná-
grannabyggða fyrir austan fjall,
upp í Borgarfjörð og út á Reykja-
nes. Dæmi eru um að einbýlishús í
Hveragerði, sem fyrir fáum árum
voru verðlögð á 8 milljónir, séu að
seljast nú á um 12 milljónir króna.
Eftirspurnin á þessum svæðum er
því greinilega að aukast.
Að sögn Arnars G. Hinriksson-
ar, lögmanns og fasteignasala á
Ísafirði, er alltaf eitthvað um það
að fasteignir á almennum markaði
standi auðar en hann segist hafa
fundið fyrir aukinni sölu að und-
anförnu á norðanverðum Vest-
fjörðum. Ágætlega gangi að selja
þær fasteignir sem hafa verið á
söluskrá. Hann segir það algengt
að ungt fólk, sem hefur verið með
íbúð í félagslega kerfinu, sé að
kaupa íbúðir eða einbýlishús á
góðu verði á almennum markaði.
Fasteignasala á almennum
markaði á Austurlandi fer betur af
stað á þessu ári en í fyrra, að sögn
Hilmars Gunnlaugssonar hjá Fast-
eigna- og skipasölu Austurlands.
Hann segir mun fleiri íbúðir vera á
söluskrá á fjörðunum en t.d. á
Héraði.
Hann segir eftirspurn mikla á
Egilsstöðum, verð hafi verið að
hækka og þar vanti íbúðir á sölu-
skrá. Hjá Fasteigna- og skipa-
sölunni eru 185 eignir á söluskrá
frá Þórshöfn og suður til Djúpa-
vogs.
Fasteignasala á almennum markaði á landsbyggðinni
Betri staða en í
félagslega kerfinuBARNSHAFANDI kona varflutt á fæðingardeild til skoð-
unar eftir að sextán ára piltur
ók stolinni bifreið inn í hlið bíls
sem hún var farþegi í um há-
degið á mánudag. Hún var talin
slösuð á baki og maga. Konan,
sem komin er 7½ mánuð á leið,
var flutt með sjúkrabíl á Land-
spítala – háskólasjúkrahús og
var lögð inn á fæðingardeild.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum – háskóla-
sjúkrahúsi eru hún og fóstrið
ómeidd og bera hvorugt var-
anlegan skaða af.
Pilturinn sem ók bílnum er
ekki með ökuréttindi enda hefur
hann ekki aldur til þess. Bílinn
hafði hann tekið traustataki á
heimili sínu og bauð þremur
félögum sínum, 15–16 ára, með
sér í ökuferð. Hann ók vestur
Hlíðarhjalla, virti ekki bið-
skyldu og ók viðstöðulaust inn á
Digranesveg þar sem hann lenti
inni í hlið fólksbílsins sem kon-
an var farþegi í.
Piltarnir fjórir sluppu
ómeiddir. Báðir bílar skemmd-
ust mikið og er sá sem ekið var
á talinn ónýtur.
Pilturinn á yfir höfði sér sekt
fyrir akstur án ökuréttinda en
hún nemur 50.000 kr. við fyrsta
brot, sekt fyrir umferðarlaga-
brot og dóm fyrir nytjastuld. Þá
er líklegt að honum verði gert
að greiða fyrir tjón sem varð á
bifreiðunum tveimur. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni í Kópavogi mun hann hefja
ökuferilinn með fjóra umferð-
arpunkta.
Sextán ára ökumaður í bíltúr
Ók stolnum bíl inn
í hlið annars bíls
MÓTMÆLENDUR gegn áform-
um Landsvirkjunar um lagningu
raflínu frá virkjunarsvæðinu við
Þjórsá að Brennimel í Hvalfirði
hafa lagt fram tillögu um leggja
línuna í jörð á 10 km kafla eða þar
sem byggð er mest. Reynir Ás-
geirsson forsvarsmaður mótmæl-
enda dregur enga dul á að geysi-
lega dýrt sé að leggja línuna í jörð
og losna þannig við háspennumöst-
ur á jörðum í Hvalfjarðarstrand-
arhreppi, en hann segir að jarðir
séu ekki falar undir fleiri möstur
en þau sem fyrir séu í hreppnum.
„Það er mat okkar að umhverf-
iskostnaður við lagningu jarð-
strengja vegi upp á móti þeim
margháttaða skaða, sem loftlínur
valda,“ segir hann. „Við höfum
ákveðna hugmynd að lagningu lín-
unnar, sem íbúar Hvalfjarðar-
strandarhrepps eru sammála um
með þeim fyrirvara að Akranes-
kaupstaður samþykki hluta línu-
leiðarinnar í gegnum land sitt
austan við Hvalfjarðarstrandar-
hrepp. Við leggjum til að síðasta
mastrið í línunni ofan af hálendinu
verði rétt vestan við Kúhallará.
Þaðan fari línan í jörðu stystu leið
niður að Borgarfjarðarbraut, með-
fram henni niður að Hvalfjarðar-
strönd og þar meðfram vegi að
Brennimel.“
Hann segir að í Hvalfjarðar-
strandarhreppi séu um 400 sum-
arbústaðalóðir og um 350 bústaðir.
Eigendur þeirra séu afar ósáttir
við loftlínu í gegnum landið.
Mótmælendur gegn áformum Lands-
virkjunar í Hvalfjarðarstrandarhreppi
Vilja raflínuna í
jörð á 10 km kafla
FÉLAG járniðnaðarmanna hefur
beint nokkrum spurningum til Rík-
iskaupa vegna þeirrar ákvörðunar
stofnunarinnar að ganga til samn-
inga við pólska skipasmíðastöð um
viðgerðir á varðskipunum Ægi og
Tý. Örn Friðriksson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, segir að
félagið dragi í efa að verið sé að taka
hagstæðasta tilboðinu.
Í frétt frá Félagi járniðnaðar-
manna kemur fram að félagið telur
nauðsynlegt að fá svör við því hvort
í reynd sé verið að taka hagstæðasta
tilboðinu. Félagið líti þannig á að
Ríkiskaup verði að taka tillit til
þátta eins og skatttekna hins op-
inbera við heildarmat á tilboðum og
gæta þannig heildarhagsmuna rík-
isins.
Spurningarnar eru sjö talsins sem
beint er til Ríkiskaupa. Í fyrsta lagi
er spurt um hver sé nákvæmlega
verðmunurinn á pólska tilboðinu og
lægsta íslenska tilboðinu að teknu
tilliti til eftirlits og siglingakostn-
aðar. Í öðru lagi hver sé áætlaður
eftirlitskostnaður vegna verkanna í
Póllandi og á Íslandi og hver sé
heildarkostnaður við siglingu skip-
anna til Póllands og aftur heim. Þá
er spurt um lengd verktímans ann-
ars vegar samkvæmt tilboði Vél-
smiðju Orms og Víglundar og hins
vegar frá pólsku skipasmíðastöðinni
Moskar að meðtöldum siglingatíma.
Einnig er spurt hvort áætlað sé að
einhverjar lagfæringar þurfi að fara
fram eftir að skipin koma aftur.
Loks spyr Félag járniðnaðar-
manna hvort Ríkiskaup hafi lagt
mat á þann þjóðhagslega hagnað
sem skapast við að vinna verkið hér
á landi og er meðal annars vísað til
tekna ríkis og sveitarfélaga í þeim
efnum og tekið tillit til þess við mat
á tilboðum.
Það sem er lægst er ekki
endilega hagstæðast
Örn Friðriksson, formaður
Félags járniðnarmanna, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þeir
drægju í efa að Ríkiskaup væru að
taka hagstæðasta tilboðinu í við-
gerðir á varðskipunum. Hvergi hafi
komið fram hvort Ríkiskaup hafi
lagt mat á þjóðhagslega hagkvæmni
þess að láta vinna verkið hér innan-
lands. „Við teljum að Ríkiskaup
verði líka að leggja mat á þessa
þætti áður en þeir segja til um hvað
er hagstæðast. Það sem er lægst er
ekki endilega hagstæðast fyrir rík-
ið,“ sagði Örn. Hann sagði að
reynslan væri sú að nær undantekn-
ingalaust þyrfti að lagfæra skip og
breyta eftir að þau væru komin
hingað heim eftir lagfæringar er-
lendis.
Greinilegur samdráttur
í málmiðnaði
Örn bætti við að samdráttur væri
greinilegur í málmiðnaði. Það væri
mest áberandi í skipaiðnaðarverk-
efnum, en þar hefði þegar verið sagt
upp starfsmönnum. Verkefnastaðan
undanfarið og framundan væri langt
í frá að vera góð. Þeir hefðu líka séð
samdrátt í öðrum verkefnum málm-
iðnaðarfyrirtækja og það kæmi
bæði fram í fækkun starfsfólks og
því að yfirvinna hefur minnkað
verulega.
„Það er engin yfirspenna í grein-
inni, þótt það sé náttúrlega mikil
spenna í okkur yfir því að það sé
verið að fara með þessi skip út úr
landinu,“ sagði Örn.
Hann sagði að með sama áfram-
haldi gæti sú verkþekking sem til er
í þessum efnum týnst úr landinu.
„Það kann nú ekki góðri lukku að
stýra fyrir framtíðina þegar verk-
þekkingin hverfur líka úr landi.“
Draga í efa að verið sé að
taka hagstæðasta tilboðinu
Félag járniðnaðarmanna beinir spurningum til
Ríkiskaupa vegna viðgerða á varðskipum í Póllandi
VERKEFNASTYRKUR Félags-
stofnunar stúdenta var veittur í
gær. Að þessu sinni hlaut styrk-
inn Árdís Elíasdóttir fyrir BS-
verkefni sitt Nuclear Spin Con-
version in CH3F Induced by an
Alternating Electric Field, sem
metið er til BS prófs í stærðfræði
á eðlisfræðilínu.
Verkefnastyrkur Félagsstofn-
unar er veittur þrisvar á ári.
Markmiðið með veitingu hans er
að hvetja stúdenta til markvissari
undirbúnings og metnaðarfyllri
lokaverkefna, auk þess að koma á
framfæri og kynna frambærileg
verkefni. Styrkupphæðin er 100
þúsund kr.
Myndin er tekin þegar Guðjón
Ólafur Jónsson, stjórnarformaður
FS, afhenti Árdísi Elíasdóttur
styrkinn.
Verkefna-
styrkur
Félagsstofn-
unar stúdenta
Morgunblaðið/Kristinn
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta. Guðjón Ólafur Jónsson,
stjórnarformaður FS, afhendir Árdísi Elíasdóttur styrkinn.