Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 12
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur úrskurðað mennina
tvo sem voru handteknir eftir
rán í söluturni við Grandaveg í
Reykjavík seint á sunnudags-
kvöld í gæsluvarðhald til 12.
mars nk. Mennirnir höfðu
skömmu áður gert misheppn-
aða tilraun til að ræna söluturn
í Þingholtunum. Þeir eru báðir
22 ára gamlir.
Lögreglan í Reykjavík telur
sig hafa upplýst þrjú önnur rán
í söluturnum sem framin voru í
Reykjavík í janúar og febrúar,
eina ránstilraun sem og rán í
Kópavogi þann 26. janúar sl., í
kjölfar handtöku mannanna.
Í tilkynningu frá lögreglunni
segir að rán séu yfirleitt framin
af ungum gerendum sem leggi
sig og aðra í mikla hættu fyrir
lítinn ávinning. Reynslan sýni
að margir ræningjanna séu án
atvinnu og noti ránin til að fjár-
magna fíkniefnaneyslu, greiða
skuldir eða séu á annan hátt að
reyna að greiða úr tímabundn-
um vandamálum sínum.
Sjoppu-
ræningjar í
gæsluvarð-
hald
EKKI hefur verið tekin endan-
leg ákvörðun um það í landbún-
aðarráðuneytinu hvort af fyrir-
hugaðri ferð yfirdýralæknis til
Noregs verði eða ekki, til að
kynna sér betur aðstæður hjá
seljendum fósturvísa sem flytja
átti til landsins. Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra sagð-
ist í samtali við Morgunblaðið þó
telja líklegt að ferðin verði farin
í lok mánaðarins. Af öryggis-
sjónarmiðum væri mikilvægt að
skoða aðstæður við töku fóstur-
vísanna á réttum tímapunkti.
Þótt innflutningi hefði verið
frestað þá ætti að frysta fóstur-
vísana úti í Noregi á meðan kúa-
bændur væru að ákveða sig end-
anlega. Sem kunnugt er hefur
Landssamband kúabænda
ákveðið að fresta innflutningn-
um um ótiltekinn tíma, a.m.k.
fram yfir aðalfund í ágúst næst-
komandi.Til stendur að Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir fari
til Noregs ásamt Sigurði Sig-
urðarsyni dýralækni en Sigurð-
ur hefur eindregið verið á móti
þessum innflutningi.
Yfirdýralæknir
til Noregs
Fer líklega
í lok
mánaðarins
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ARI Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskr-
ar málstöðvar, segir að við Íslendingar eigum
eftir að tapa okkar eigin tungu ef við missum
trúna á gildi hennar. Gerum við einhverju
tungumáli jafnhátt undir höfði og íslenskunni
séum við búin að gengisfella hana.
Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna
kerfa, sagði í Morgunblaðinu í gær að margar
þjóðir hefðu tekið upp þá stefnu að vera tví-
tyngdir og spyr hvers vegna í ósköpunum við
eigum ekki að taka upp þá stefnu hér á landi.
Ari Páll sagði að í fyrsta lagi yrðu menn að
átta sig á því hvað fælist í því að vera tvítyngd-
ur. Ættu menn við tvö jafn rétthá tungumál,
eins til að mynda væri tilfellið í Belgíu? Ætti til
dæmis öll stjórnsýsla að fara fram á ensku
jafnframt íslensku? Ætti að birta dóma á ís-
lensku og ensku o.s.frv. Tvítyngdur þýddi í
raun og veru að fólk ætti sér tvö móðurmál, en
svo væri til dæmis oft háttað um fólk sem ætti
foreldra af mismunandi þjóðerni. Það að vera
tvítyngdur þýddi hins vegar ekki samkvæmt
eðlilegri málnotkun að vera vel að sér í öðru
tungumáli en þjóðtungunni.
Ari Páll bætti því við að þessar hugmyndir ef
þær yrðu að veruleika myndu grafa undan ís-
lenskunni vegna þess að ef enskan yrði jafngilt
tungumál íslenskunni myndu mörg notkunar-
svið íslenskunnar smám saman tapast og ensk-
an kæmi í staðinn. Erlendu hugtökin yrðu ein-
faldlega notuð og það málræktarstarf og
viðhald á tungunni sem nauðsynlegt væri
myndi minnka.
„Við höfum litið svo á að sókn væri besta
vörnin fyrir íslenskuna. Við höfum reynt að
fást við alla hluti á íslensku og það hefur gefist
okkur vel hingað til.
Þarna væri verið að snúa til baka, í raun og
veru til þess ástands sem ríkti hér á landi um
miðja nítjándu öldina þegar íslenskan átti í vök
að verjast fyrir dönskunni,“ sagði Ari Páll.
Hann bætti því við að þetta væru sérkenni-
legar hugmyndir, ekki síst í ljósi þess að marg-
ar þjóðir á Norðurlöndunum og í Evrópu berð-
ust við að hreinsa þjóðtungur sínar og litu til
Íslendinga sem fyrirmyndar í þeim efnum. Nú
væri til dæmis í undirbúningi samnorræn at-
hugun á því hvernig tungumálin á Norðurlönd-
um hefðu þróast með tilliti til nýrra og fjöl-
breyttari notkunarsviða tungumálanna.
Íslenskan stæði mjög vel að þessu leytinu til
gagnvart enskunni. Danir, Norðmenn og Svíar
væru hins vegar í svipaðri stöðu nú gagnvart
enskunni og við hefðum verið í gagnvart
dönskunni á 19. öldinni. Nú væri verið að reyna
að grípa til aðgerða í þessum efnum á Norð-
urlöndunum.
Aðspurður sagði hann að verndun tungunn-
ar snerist ekki um krónur og aura. Ef Íslend-
ingar týndu niður tungumálinu glötuðust verð-
mæti jafnhliða sem ekki yrðu metin til fjár.
„Við eigum eftir að tapa tungunni ef við
missum trúna á gildi hennar. Ef við setjum
eitthvert tungumál jafngilt móðurmálinu erum
við búin að gengisfella íslenskuna, hætt að
halda í við þróunina og farnir að hörfa þess í
stað,“ sagði Ari Páll.
Málræktarfólk lítur til
Íslands sem fyrirmyndar
Hann sagði að málræktarfólk í öðrum lönd-
um liti til Íslands sem fyrirmyndar um það
hvernig hægt væri að reka iðnvætt númtíma-
þjóðfélag og viðhalda jafnframt þjóðtungunni.
„Menn mega ekki halda að það sé eitthvað
sjálfgefið. Það er öðru nær. Miklu stærri þjóðir
eins og Þjóðverjar og Danir eru að sjá það
núna að þeir þurfa á öllum sínum kröftum að
halda í þessum efnum,“ sagði Ari Páll að lok-
um.
Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar um það hvort við Íslendingar eigum að vera tvítyngdir
Töpum tungunni
ef við missum trúna
á gildi hennar
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti með fjórum samhljóða at-
kvæðum R-listans í gær hvaða
spurning verður lögð fyrir borgar-
búa í atkvæðagreiðslu þann 17. mars
nk. um framtíðarnýtingu Vatnsmýr-
arinnar. Spurt verður: „Vilt þú að
flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir ár-
ið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn
fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“
Að sögn borgarstjóra snýst val borg-
arbúa um það hvort þeir vilji nýta
Vatnsmýrina undir flugvöll eftir
2016 eða hvort þá eigi að flytja flug-
völlinn annað og miða skipulag við að
í Vatnsmýrinni verði íbúðir og at-
vinnustarfsemi.
Ennfremur samþykkti meirihluti
borgarráðs í gær, með vísan í sveit-
arstjórnarlög, að atkvæðagreiðslan
yrði bindandi ef að minnsta kosti
75% atkvæðisbærra manna tækju
þátt í henni. Ef hinsvegar þátttaka í
atkvæðagreiðslunni nær ekki 75%,
hefur verið ákveðið að niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar verði bindandi ef
að minnsta kosti 50% atkvæðisbærra
manna greiða atkvæði á sama veg.
Borgarfulltrúar minnihlutans sátu
hjá við atkvæðagreiðslu um þetta
mál í borgarráði í gær.
Rafræn og miðlæg
atkvæðagreiðsla
Atkvæðagreiðslan verður rafræn
og kjörskrá miðlæg sem þýðir að
greidd verða atkvæði á tölvu og kjós-
andi er ekki bundinn af tiltekinni
kjördeild eins og í almennum kosn-
ingum heldur getur nýtt hverja þá
kjördeild sem best hentar. Hér er
um nýmæli að ræða þar sem ekki
hefur áður verið boðið upp á rafræna
kosningu hér á landi í svo stórri og
almennri atkvæðagreiðslu. Þeir sem
vilja kjósa með skriflegum hætti
geta kosið utankjörstaðar í Ráðhús-
inu vikuna fram að kjördegi. Á sjálf-
an kosningadaginn verður kosið í alls
30 kjördeildum, þar af 10 kjördeild-
um í Ráðhúsinu, sex í Kringlunni og í
4-5 kjördeildum í þremur skólum
borgarinnar, Laugarnesskóla, Selja-
skóla og Engjaskóla.
Fram kom hjá borgarstjóra á
blaðamannafundi í gær að kostnaður
vegna atkvæðagreiðslunnar næmi
um 30 milljónum króna. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir lagði áherslu á að
fyrst og fremst væri verið að gefa
borgarbúum tækifæri til að taka af-
stöðu til framtíðarnýtingar Vatns-
mýrarinnar og því varðaði málið á
þessu stigi fremur skipulag Vatns-
mýrarinnar en framtíð flugvallarins.
Borgarbúar gætu hinsvegar ekki
ákveðið í atkvæðagreiðslu hugsan-
lega staðsetningu flugvallar, vildu
þeir völlinn úr Vatnsmýrinni. Þeir
vissu þó að kosta væri völ, enda hefði
mikil vinna verið lögð í athuganir á
ýmsum möguleikum að undanförnu.
Kæmi í ljós að atkvæðagreiðslunni
lokinni að meirihluti borgarbúa vildi
flugvöllinn burt, væri það fyrst og
fremst á herðum samgönguyfirvalda
að leita nýrra heimkynna undir flug-
völl, væntanlega í samráði við borg-
aryfirvöld. Yrði niðurstaðan á þann
veg að flugvöllurinn yrði áfram í
Vatnsmýrinni, yrðu ríki og borg að
vinna saman að breytingum svo að
borgin fengi aukið land í Vatnsmýr-
inni undir byggð, sagði borgarstjóri.
Borgarstjóri kvað niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar geta haft mikil
áhrif á vinnu við svæðisskipulag höf-
uðborgarsvæðisins og endurskoðun
aðalskipulags Reykjavíkur sem nú
stæði yfir. Kysu borgarbúar að flug-
völlurinn flyttist hefðu borgaryfir-
völd góðan tíma til að vinna
skipulagsáætlanir fyrir svæðið til
frambúðar í samvinnu við íbúa
Reykjavíkur og aðra sem hagsmuna
ættu að gæta.
Samgönguyfirvöld hefðu jafn-
framt nægt svigrúm til að ákveða
hvar flugvallarstarfseminni yrði best
komið fyrir. Nokkrir kostir kæmu til
greina og yrðu yfirvöld þá m.a. að
líta til þess hvaða flugvallarstæði
hentaði best hagsmunum lands-
byggðarbúa, heilbrigðis- og ferða-
þjónustu. Yrði niðurstaðan sú að
Vatnsmýrin skyldi áfram nýtt undir
flugvöll þyrftu yfirvöld borgar- og
samgöngumála að huga sameigin-
lega að deiliskipulagi með hagsmuni
höfuðborgar og flugs í huga.
Tveir kostir í boði um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar
Niðurstaðan bindandi vilji
helmingur annan kostinn
Morgunblaðið/Kristinn
Borgarstjóri fór yfir fyrirhugaða framkvæmd kosninga um Reykjavík-
urflugvöll ásamt Kristínu A. Árnadóttur, framkvæmdastjóra þróun-
arsviðs Reykjavíkurborgar.
SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkur-
flugvelli hafði íraskan karlmann, sem
leitað hafði eftir hæli hér á landi, í
haldi í rúma þrjá sólarhringa í lok
janúar. Rauði krossinn sendi yfir-
völdum kvörtun vegna málsins og fór
fram á rannsókn. Jóhann R. Bene-
diktsson, sýslumaður á Keflavíkur-
flugvelli, segir þetta mistök sem hann
harmi og segir að embættið muni
tryggja að slíkt komi ekki fyrir aftur.
Írakinn fór af landi brott í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sýslumann-
inum á Keflavíkurflugvelli kom Írak-
inn fyrst hingað til lands 19. janúar sl.
með flugvél frá London. Hann hafði
ekki gilt vegabréf. Maðurinn gerði
sér ekki grein fyrir því að hann væri á
Íslandi því í Leifsstöð óskaði hann
eftir hæli í Kanada. Honum var snúið
við og sendur aftur til Bretlands.
Hann tjáði hinsvegar breskum yf-
irvöldum að hann hefði komist til Ís-
lands frá Ósló. Eftir fimm daga kom-
ust bresk yfirvöld að þeirri
niðurstöðu að ekki hefði verið sýnt
fram á að maðurinn hefði komist til
Íslands frá Bretlandi. Hann var því
sendur til baka og hann lenti öðru
sinni á Keflavíkurflugvelli föstudag-
inn 26. janúar sl. og leitaði þá hælis á
Íslandi.
Sýslumannsembættið á Keflavík-
urflugvelli þurfti að útvega gögn til
að sýna fram á að maðurinn hefði í
raun fyrst komið til landsins frá Bret-
landi. Hann var í haldi lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli, frá kvöldi föstu-
dags þar til síðdegis á mánudag þeg-
ar honum var ekið til fulltrúa Rauða
krossins.
Hann var reyndar vistaður í fanga-
geymslu lögreglunnar í Keflavík þar
sem lögreglan á Keflavíkurflugvelli
hefur ekki aðstöðu til fangelsisvist-
unar. Þremur dögum eftir að mann-
inum var komið til Rauða krossins
fékk sýslumaður samþykki breskra
yfirvalda fyrir för hans til Bretlands.
Írakinn hafði þá yfirgefið gistheimili
Rauða krossins. Eftir talsverða leit
fannst hann aftur á heimili þriggja
barna móður í Hafnarfirði.
Jóhann R. Benediktsson sýslu-
maður sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að þetta hefðu verið mis-
tök. Hann segir að embættið muni
taka starfshætti sína í þessum málum
til endurskoðunar til að tryggja að
slíkt gerist ekki aftur. Framvegis
muni lögreglumenn aka þeim sem
leita hælis til fulltrúa Rauða krossins.
„Við föllumst á gagnrýni Rauða
krossins varðandi gagnrýni þeirra á
okkar málsmeðferð,“ segir Jóhann.
Hann segir nokkuð algengt að
menn komi hingað til lands án lög-
mætra ferðaskilríkja.
Samkvæmt samningi Rauða kross-
ins við dómsmálaráðuneytið á hann
að hýsa hælisleitendur. Jafnframt á
fulltrúi RKÍ að vera viðstaddur yf-
irheyrslur yfir þeim. RKÍ var hins
vegar ekki tilkynnt um manninn fyrr
en eftir 4 dögum eftir komu hans til
landsins.
Íraki sem leitaði eftir hæli á Íslandi í haldi lögreglu í 3 sólarhringa
Sýslumaðurinn
harmar mistök