Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 16
LANDIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Akureyri - Eydís Davíðsdóttir,
ung húsmóðir á Akureyri, færði
barnadeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri fimm sambyggð
sjónvarps- og myndbandstæki að
gjöf á dögunum. Þetta er þó ekki
í fyrsta skipti sem Eydís kemur
færandi hendi á barnadeildina,
því fyrir rúmum tveimur árum
færði hún deildinni einnig fimm
sambyggð sjónvarps- og mynd-
bandstæki að gjöf.
Í báðum tilfellum hefur Eydís
notið velvilja fjölmargra fyrir-
tækja og þá hefur Róbert Frið-
riksson, verslunarmaður í Radíó-
nausti, látið Eydísi hafa eina
samstæðu til viðbótar við þær
fjórar sem hún safnaði fyrir með-
al fyrirtækja í bænum. Þá færði
Eydís barnadeildinni einnig
myndbandsspólur að gjöf, fyrir
hönd ónafngreindra einkaaðila og
Pennans/Bókvals.
Eydís sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að eftir að barnadeildin
flutti í nýtt og stærra húsnæði í
desember sl. hefði verið þörf fyr-
ir fleiri tæki og hún því farið af
stað á ný. „Það er líka gaman að
standa í þessu því mér er alls
staðar tekið svo vel. Þetta hefur
því verið ótrúlega lítið mál og nú
er barnadeildin orðin full af sjón-
varpstækjum.
Magnús Stefánsson, yfirlæknir
barnadeildar, tók við gjöfinni
ásamt Sesselju Guðmundsdóttur
deildarstjóra og þakkaði Magnús
Eydísi og fyrirtækjunum þann
hlýhug og velvilja sem þau hafa
sýnt deildinni.
Fyrirtækin sem aðstoðuðu Ey-
dísi við þetta verkefni eru: Radíó-
naust, Höldur, Útgerðarfélag Ak-
ureyringa, Sparisjóður Norðlend-
inga, Börkur, JMJ,
Heildverslunin Amaro, Arkitekta-
og verkfræðistofa Hauks, Toyota
og Stjörnusól. Þá hefur Flosi
Jónsson, gullsmiður í Skarti,
grafið á og gefið platta til merk-
ingar á tækjunum.
Hefur fært
deildinni 10
slík tæki
Morgunblaðið/Kristján
Frá afhendingu sjónvarps- og myndbandstækjanna á FSA. F.v. Magnús
Stefánsson yfirlæknir, Eydís Davíðsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir
deildarstjóri og Róbert Friðriksson, verslunarmaður í Radíónausti.
Færði barnadeild FSA 5 sjónvarps- og myndbandstæki
Selfossi - „Það hafa margir haft
samband við mig eftir fundinn í
Þingborg en mitt markmið með því
að sýna þetta dæmi um hvernig
lambakjötið er boðið í verslunum var
og er að vekja athygli á þessu og fá
bændur til að standa saman. Við eig-
um ekki að vera í einhverjum vælum
varðandi búskapinn heldur gera
kröfur um að vörurnar sem eru
komnar frá okkur séu gæðavörur og
að við fáum gott verð fyrir okkar af-
urðir. Það á ekki að bjóða fólki rusl-
kjöt í verslunum,“ sagði Fjóla Run-
ólfsdóttir, bóndi í Skarði í Landsveit,
en hún sýndi á bændafundinum í
Þingborg dæmi um það hvernig
lambakjötið er boðið í verslunum.
Fer í öll sláturhúsin
Fjóla hefur verið bóndi í 30 ár og
er með 800 fjár í búskapnum í Skarði
og 100–110 nautgripi ásamt fjölda
hrossa. „Ég lifi og hrærist í þessum
búskap og hef gert það alla tíð. Ég
fer í öll sláturhúsin sem slátra fyrir
okkur og fylgist með hvernig farið
er með afurðirnar og sé þar glæsi-
legt kjöt verða til. Ferlið í sláturhús-
inu er auðvitað kapítuli út af fyrir sig
og til dæmis fásinna fyrir okkur
bændur að það skuli vera 30 verð-
flokkar á lambakjöti en þeim má
fækka og einfalda kerfið,“ sagði
Fjóla og einnig að flokkunarmenn
hefðu haft samband við hana og bent
á nauðsyn þess að einfalda flokkun-
arkerfið.
Bændur og neytendur
standi saman
„Áhrif okkar bænda eru engin á
söluferli kjötsins eftir að við slepp-
um hendinni af lömbunum. Ég vil til
dæmis að hann Jóhannes hjá Neyt-
endasamtökunum bregði sér í slát-
urhúsin til að fylgjast með og kynn-
ast ferlinu. Hann er ekki síður okkar
maður. Við náum ekki árangri fyrr
en við stöndum saman og þá á ég líka
við Jóhannes og hans fólk. Við höf-
um ekki efni á öðru, Íslendingar, en
að vinna saman.
Mér finnst til dæmis okkar menn
hjá Félagi sauðfjárbænda allt of
langt frá okkur bændum. Það eru
stöðugt gerðar meiri kröfur til okkar
og við eigum til dæmis að merkja öll
lömb þannig að hægt sé að rekja
ferli kjötsins. Það er ágætt en það
þurfa að koma fram tækninýjungar
til að gera þetta auðveldara og slík
aðstoð vil ég að komi frá okkar sam-
tökum,“ sagði Fjóla.
Ég skal halda áfram
Hún sagðist vilja að neytandinn
færi glaður út úr verslununum með
lambakjötið sem hann keypti og
stæði líka upp glaður frá borðinu
þegar hann hefði snætt kjötið. „En
með því að bjóða þetta eins og ég
sýndi dæmi um á Þingborg næst
ekki slíkur árangur. Það var til
dæmis hringt í mig frá Akranesi út
af svona ruslkjöti sem var boðið nið-
ursagað. Þetta á auðvitað ekki að
sjást í neinni verslun. Og ég skal
halda áfram með þetta og ég hætti
ekki fyrr en þetta er komið í lag,“
sagði Fjóla og kvað fast að orði.
„Jú, jú, það eru bæði bændur og
neytendur sem hafa haft samband
við mig og það er fólk á öllum aldri
en topparnir eru lélegir að tala við
mig. Kannski les forysta sauðfjár-
bænda ekki blöðin. En það er alveg á
hreinu að vilji er allt sem þarf í þess-
um málum til að hafa kjötið í lagi alla
leið inn á borð neytandans og að því
vil ég og fleiri vinna,“ sagði Fjóla
Runólfsdóttir, bóndi í Skarði í Land-
sveit.
Fjóla Runólfsdóttir, bóndi í Skarði
Vilji er allt sem
þarf í kjötmálunum
Morgunblaðið/Sig. Jónss.
Fjóla Runólfsdóttir, bóndi í
Skarði í Landsveit, með golsótta
gimbur, hana Geiru, í einu fjár-
húsinu í Skarði.
Selfossi - „Við ætlum að gefa
körlum kost á að bjóða konum
sínum og kærustum upp á eitt-
hvað eftirminnilegt á þessum
degi og gæla við hamingjuna,“
sagði Elías Guðmundsson, hót-
elstjóri á Hótel Selfossi, en á
konudaginn, 17. febrúar, og dag-
inn eftir, hinn 18., mun hótelið
kynna nýjan matseðil og vínseðil
á veitingastaðnum Betri stofunni
í hótelinu. Þá verður tilboð í
gangi; tveir fyrir einn.
Hjón og pör verða boðin vel-
komin með því að konan fær
blóm og stjanað verður við fólkið.
„Við hlökkum til að taka á móti
hamingjusömu fólki þessa daga,“
sagði hótelstjórinn.
Morgunblaðið/Sig. Jónss.
Halldór Halldórsson matreiðslumaður, Elías Guðmundsson hótelstjóri
og Þórey Helgadóttir þjónn með hamingjusama gesti.
Gælt við
hamingj-
una á konu-
daginn
Hótel Selfoss
AKUREYRI
AKUREYRARBÆR hefur auglýst
eftir tilboðum í byggingu síðari
áfanga Giljaskóla. Heildarstærð ný-
byggingarinnar er 2.400 fermetrar
en heildarkostnaður við fram-
kvæmdina er rúmar 400 milljónir
króna, að sögn Ásgeirs Magnússon-
ar formanns framkvæmdaráðs.
Framkvæmdir hefjast fljótlega og
þeim skal að fullu lokið um miðjan
ágúst á næsta ári.
Þá styttist í að framkvæmdir við
Amtsbókasafnið hefjist en heildar-
kostnaður við það verk er einnig
upp á rúmar 400 milljónir króna. Þá
er einnig stefnt að því að bjóða út á
þessu ári í alútboði byggingu fjöl-
nota knattspyrnuhúss á félagsvæði
Þórs við Hamar og er undirbúning-
ur í fullum gangi. Áætlaður kostn-
aður við framkvæmdina er ekki
undir 200 milljónum króna. Hér er
því um að ræða þrjár framkvæmdir
á vegum bæjarins fyrir rúman millj-
arð króna og standa munu yfir á
næstu árum.
Framkvæmdir við Amts-
bókasafnið í sjónmáli
Við Giljaskóla er um að ræða 2
hæða byggingu sem er salur skól-
ans, bókasafn, tölvuver, heilsugæsla
og sérgreinastofur og ennfremur 3
hæða byggingu sem í eru almennar
kennslustofur og stofa fyrir tónlist-
arkennslu. Einnig er í útboðinu allur
frágangur lóðar norðan og vestan
byggingar ásamt bílastæðum og
leiktækjum á lóð. Með tilkomu ný-
byggingarinnar stækkar húsnæði
Giljaskóla um helming.
Þá hefur framkvæmdaráð sam-
þykkt að leggja til við bæjarráð að
framkvæmdir við Amtsbókasafnið
verði boðnar út í áföngum og að haf-
ist verði handa við nýbygginguna
strax á þessu ári. Jafnframt að verk-
inu verði fram haldið á næstu árum
og þeim að fullu lokið árið 2004.
Þarna er m.a. um að ræða byggingu
1.460 fermetra viðbyggingar, kaup á
búnaði í hana, endurbætur á eldra
húsnæðinu, kaup á ýmsum búnaði til
viðbótar og frágangur. Á fjárhags-
áætlun þessa árs er gert ráð fyrir 60
milljónum króna til framkvæmda
við safnið.
Ásgeir sagði að undirbúnings-
vinna vegna framkvæmda við Amts-
bókasafnið hafi tekið sinn tíma. „Við
ætluðum að geta boðið þetta út ekki
síðar en á þessum tíma fyrir einu
ári. Það hefur tekið sinn tíma að
ganga frá hönnun verksins en nú er
þetta allt að koma og gangi okkar
hugmyndir eftir verður byrjað á
uppsteypu hússins næsta sumar.
Þá eru framkvæmdir við bygg-
ingu nýs leikskóla, Iðavalla og við-
byggingu við Oddeyrarskóla í full-
um gangi.“ Ásgeir sagði bæði verkin
á áætlun en byggingu leikskólans
skal lokið eftir um einn mánuð og
viðbyggingu Oddeyrarskóla í vor.
Akureyrarbær auglýsir útboð vegna
byggingar síðari áfanga Giljaskóla
Morgunblaðið/Kristján
Húsnæði Giljaskóla stækkar um helming eftir að framkvæmdum við síð-
ari áfanga lýkur og öll aðstaða til skólahalds mun þá væntanlega batna.
Verkefni fyrir rúm-
an milljarð króna
að fara í gang
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur fagnað
því frumkvæði sem felst í launa-
könnun Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur og úrvinnslu gagna
til að meta kynbundinn launamun.
Ráðið beinir því til annarra stétt-
arfélaga að athuga möguleika á að
framkvæma svipaðar athuganir
innan sinna vébanda.
Jafnframt vekur Jafnréttisráð
athygli á því að allt frá útgáfu
rannsóknar Jafnréttisráðs
„Launamyndun og kynbundinn
launamunur“ árið 1995 hafa at-
huganir sýnt mjög svipaðan
launamun kynja. Launamunur
sem ekki verður skýrður með
öðru en mismunandi kynferði fær
ekki staðist lög. Í þessu ljósi er
full ástæða til að skoða enn og aft-
ur hvað unnt er að gera til að út-
rýma þeirri skömm sem felst í því
að konum eru greidd lægri laun en
körlum fyrir sambærileg störf.
Ráðið skorar á aðila vinnu-
markaðarins og stjórnvöd að leita
allra ráða til að finna lausn á þess-
um vanda.
Athugaður verði
kynbundinn
launamunur
Jafnréttisráð skorar
á stjórnvöld og vinnumarkað