Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 17

Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 17 Á MÁLÞINGI um aust-firskt atvinnulíf á HótelHéraði á Egilsstöðum ísíðustu viku var bent á fólksflótta frá svæðinu undanfarið ár. Fólksfækkunin á Austurlandi jafngilti því að 2-3 fjölskyldur hefðu flust burtu í viku hverri. Ástæðan fyrir því var talin skortur á fjöl- breyttari og betur launuðum störf- um. Markmið málþingsins var að blása lífi í glæðurnar og upplýsa at- vinnurekendur og íbúa svæðisins um fyrirhuguð stóriðjuverkefni á Aust- urlandi; álver á Reyðarfirði og Kára- hnjúkavirkjun í tengslum við það. Þorvaldur Jóhannsson, formaður orku- og stóriðjunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, tók þannig til orða við setningu mál- þingsins að nú væri full ástæða til að hrista af sér slenið og doðann þegar alvaran væri handan við hornið. Framkvæmdir gætu jafnvel hafist á næsta ári ef undirbúningur gengi samkvæmt áætlun. Bygging álvers- ins sjálfs gæti síðan hafist í lok árs 2003. Auk þeirra erinda á málþinginu, sem getið var í blaðinu sl. fimmtu- dag, vakti lýsing Eyjólfs Árna Rafnssonar, verkefnisstjóra hjá Reyðaráli, á umfangi álversins nokkra athygli þeirra á annað hundrað Austfirðinga, atvinnurek- enda sem þingmanna, er sóttu mál- þingið. Eyjólfur Árni sagði fyrsta áfanga álversins kosta rúma 83 millj- arða króna og í öðrum áfanga bætt- ust um 30 milljarðar til viðbótar. Hann sagði sóknarfæri austfirskra fyrirtækja liggja í undirverktöku vegna álversins. Þar mætti nefna samsetningu raf- og vélbúnaðar, ýmsa þjónustu við byggingarverk- taka, viðhaldsvinnu, flutninga og rekstur vinnubúða, en allt að 1.500 manns gætu unnið við álvers- og virkjanaframkvæmdir á sama tíma þegar mest lætur. Betri laun í áliðnaði Fulltrúar nokkurra fyrirtækja á Norður- og Vesturlandi fluttu fróð- leg erindi um áhrif stóriðju á þau. Í erindi Tómasar Más Sigurðssonar hjá Norðuráli á Grundartanga kom t.d. fram að frá árinu 1997, þegar ál- verið hóf starfsemi, hefði fólki fjölg- að á Vesturlandi og aðallega á Akra- nesi. Hann benti á að störf í álveri væru betur launuð en í flestum öðrum atvinnu- greinum, að sjávarútvegi undanskildum. Þannig væru árslaun í ferðaþjón- ustu að meðaltali rúm ein milljón króna en um þrjár milljónir í áliðnaði. Hann sagði Norðurál hafa greitt 700 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í fyrra og um 75 milljónir í beina skatta og gjöld til sveitarfélaganna. Þorgeir Jósefsson, framkvæmda- stjóri Þorgeirs & Ellerts hf., sagði tilkomu Norðuráls hafa haft mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. Það væri einnig í verkefnum fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akranesi, Sements- verksmiðjuna og Járnblendifélagið á Grundartanga. Hann sagði stóriðj- una vera lífæð þjónustufyrirtækj- anna en hún kæmist engu að síður ekki af án þeirra. Þorgeir taldi að án stóriðjunnar á Vesturlandi væru íbú- ar á Akranesi í dag á bilinu 3–4 þús- und en vegna stóriðjunnar væru þeir nú um 5.400 talsins og bærinn í örum vexti. Hann sagði að stóriðja fyrir Austfirðinga væri algjört lífsnauð- syn. Hann upplýsti jafnframt að um helmingur af veltu Þorgeirs & Ell- erts kæmi af þjónustu við stóriðju- fyrirtæki á Vesturlandi. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðju Sauðárkróks, kynnti starfsemi og sögu Kaupfélags Skag- firðinga, KS, og lýsti því hve stóriðja á borð við Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki hefði haft jákvæð áhrif á kaupfélagið og samfélagið al- mennt. Árni sagði KS skilgreina sig í samkeppni við höfuðborgarsvæðið og Akureyri um verslun og þjónustu og standa sig bærilega þar. Beinn innflutningur á vörum hefði þar mik- ið að segja, sem skilaði góðu verði til neytenda. HB missti 20 starfsmenn til Norðuráls Guðmundur Páll Jónsson, starfs- mannastjóri Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi, flutti erindi um út- gerð og fiskvinnslu í nábýli stóriðju. Hann sagði stóriðjuna vissulega hafa haft áhrif á HB. Brugðist hefði verið við minnkandi afla og breyttri stöðu með sameiningu útgerðarfyrirtækja og þetta hefði gert HB betur í stakk búið til að mæta uppbyggingu í stór- iðju á Vesturlandi. Guðmundur sagði mikla ásókn hafa verið í starfsfólk HB á uppbyggingartíma Norðuráls og eftir að álverið hóf starfsemi. Lík- lega hefði fyrirtækið misst 20 starfs- menn til Norðuráls. Hann sagði mik- ilvægt fyrir austfirsk fyrirtæki að líta ekki á þetta sem ógn heldur hluta af stærri heild. HB hefði t.d. brugðist við með rýmri aflaheimild- um á skip, betri vinnuaðstöðu á sjó og í landi þannig að vinnan væri nú stöðug og hráefni nægt. Magnús H. Ólafsson, arkitekt á Akranesi, sagði frá reynslu sinni sem aðalhönnuður Norðuráls og ýmsum kostum og göllum sem upp hefðu komið. Magnús brýndi fyrir Aust- firðingum að deiliskipulag vegna ál- vers þyrfti að undirbúa vel og ítarlega áður en framkvæmdir hæfust. Hann gaf Austfirðingum mörg önnur góð ráð, m.a. að hafa gott hafnarsvæði, nægt rými fyrir aukafyr- irtæki í nágrenni Reyðaráls og afla í tíma tilskilinna leyfa frá sveitar- félögum og eftirlitsaðilum. Hann sagði það sinn lærdóm af Norðuráli, sem Austfirðingar mættu athuga, að reyna að einfalda alla stjórnsýslu þannig að eitt sveitarfélag kæmi að álverinu og ein byggingarnefnd. Fjögur sveitarfélög kæmu að Norð- uráli og það flækti öll samskipti. Magnús minnti á að öll þjónusta við álverið yrði að vera góð og greið. Björn Stefánsson, deildarstjóri virkjanadeildar Landsvirkjunar, greindi frá orkuframkvæmdum fyrir Reyðarál. Hann lýsti orkumann- virkjum við Kárahnjúkavirkjun og virkjunarleiðum, sem og háspennu- línum að álverinu. Hann greindi einnig frá verkfræðilegum undir- búningi þar sem bæði erlendir og innlendir aðilar kæmu að. Björn sagði að áframhaldandi verkfræði- þjónusta hefði verið boðin út og um- sóknir borist frá 11 fyrirtækjum víða um heim. Gera á 15-20 verksamn- inga við bygginga- og jarðvinnu við virkjunina. Minnstu samningar verða á bilinu 10-15 milljónir króna en þeir stærstu metnir á 15-20 millj- arða króna. Að sögn Björns er reikn- að með að framkvæmdir við fyrri áfanga virkjunarinnar hefjist vorið 2002. Nærri 3.000 ársverk verða við fyrri áfangann og 510 við þann seinni. Við lagningu Fljótsdalslínu verða 180 ársverk í boði. Björn sagði mörg tækifæri bjóðast fyrir verk- taka á Austurlandi, enda hefði Landsvirkjun góða reynslu af sam- starfi við marga slíka. Hann sagði mörg verkefni bjóðast við fyrirhug- aða stækkun Kröfluvirkjunar og sömuleiðis vegna Bjarnarflagsstöðv- ar. Sveinn Jónsson, verkfræðingur hjá Hönnun hf. á Egilsstöðum, greindi sem heimamaður frá sínum væntingum til álvers og virkjunar. Hann sagðist vera sannfærður um að af verkefninu yrði og margfeldisá- hrifin yrðu veruleg fyrir Austfirð- inga. Sveinn greindi frá ferð sinni til Noregs þar sem hann skoðaði nokk- ur álver Norsk Hydro. Eftir að hafa kynnst aðstæðum í þröngum fjörð- um með gríðarháum fjöllum sagðist Sveinn ekki vera hræddur um meng- un í Reyðarfirði ef hún yrði þá nokk- ur. Stóriðja rennir stoðum undir ferðaþjónustuna Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð- ingur Samtaka ferðaþjónustunnar, fjallaði í sínu erindi um stóriðjuna út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar. Hann sagði að stórframkvæmdir á borð við þær sem áformaðar væru á Austfjörðum myndu án efa renna stoðum undir ferðaþjónustuna á svæðinu og styrkja hana enn frekar. Þorleifur benti á að framboð á gisti- rými hefði aukist á Austfjörðum undanfarin ár en til þess að taka við auknum umsvifum í stóriðju þyrfti enn meiri uppbygging á þeim sviðum að eiga sér stað. Hann rakti ýmsa já- kvæða hluti við ferðaþjónustuna, s.s. góðan flugvöll, góða þjónustu, milt veðurfar og mannauð. Þorleifur benti jafnframt á nokkra neikvæða þætti, einkum fjarlægðina við aðal- markaðssvæðið á suðvesturhorni landsins, fleiri „heimsþekkt“ ein- kenni vantaði á svæðinu, fjallaskálar væru í slæmu ástandi, gönguleiðir væru víða illa merktar. Þorleifur benti á að við virkjanaframkvæmdir og uppsetningu vinnubúða mætti hafa það í huga að síðar meir mætti nota slík mannvirki fyrir ferðaþjón- ustuna. Í framhaldi af erindi Þorleifs lýsti fulltrúi Landsvirkjunar, Björn Stefánsson, fyrirtækið reiðubúið til samstarfs við ferðaþjónustuaðila á Austfjörðum um nýtingu vinnubúða eða annarra mannvirkja að fram- kvæmdum loknum. Þá lýsti fram- kvæmdastjóri Ferðamálasamtaka Austurlands því yfir að öflugt at- vinnulíf á svæðinu væri forsenda fyr- ir vexti ferðaþjónustunnar. Því styddu samtökin stóriðjuna. Vestlendingar gáfu góð ráð í stóriðjumálum á málþingi um austfirskt atvinnulíf Reynt að blása lífi í glæðurnar Vonast er til þess að fólksflótti af Aust- fjörðum stöðvist með tilkomu álvers- og virkjanaframkvæmda. Í frásögn Björns Jóhanns Björnssonar af málþingi um áhrif stóriðju á Austurlandi kemur m.a. fram að mörg tækifæri bíða verktaka á svæðinu. Þessi tölvuunna mynd sýnir fyrsta áfanga álvers við Reyðarfjörð, horft í suðaustur út fjörðinn. 2–3 fjölskyldur hafa flutt frá Austurlandi í viku hverri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.