Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
lag og embættismanna og nefnda borgarinnar
hafa komið fram ýmsar hugmyndir um breyt-
ingar á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri til
þess að gefa kost á að hafa völlinn þar áfram en
þó þannig að aukið land fáist til ráðstöfunar í
annað. Ljóst er að verulegt land vinnst ekki
nema með því að fara með flugbrautir að ein-
hverju eða öllu leyti út í sjó.
Dönsku ráðgjafarnir Ramböll slógu því
raunar fram að hægt væri að reka völlinn með
einni flugbraut. Með því móti hefði verið hægt
að losa 60 hektara lands á núverandi flugvall-
arsvæði. Vakti Helgi Hjörvar, forseti borgar-
stjórnar, opinberlega athygli á þessum mögu-
leika á sínum tíma en Flugmálastjórn
mótmælti harðlega. Við nánari skoðun hefur
komið skýrt í ljós að hugmyndin er óraunhæf
við íslenskar aðstæður vegna þess hvað nota-
gildi flugvallarins myndi minnka mikið.
Hugmyndir komu um ýmsar aðrar útgáfur,
meðal annars að AV-brautin yrði aðalflugbraut
og lengd til vesturs út í sjó en NS-brautin stytt
og notuð þegar hliðarvindur er of mikill á að-
albraut. Og að ný aðalflugbraut, 03/21, yrði
lögð í NS-stefnu í stað núverandi NS-flug-
brautar, hún yrði lögð við vesturjaðar flugvall-
arsvæðisins út í sjó með stefnu yfir vesturenda
Kársness, en AV-brautin stytt. Með þessu
myndi brautin nánast loka Fossvoginum. Þá
kom einnig fram hugmynd um aðra útfærslu á
seinni hugmyndinni, það er að NS-brautin yrði
meira uppi á landi en henni hliðrað og hún
skekkt aðeins.
Þessir kostir voru allir nánast slegnir af við
nánari umfjöllun Flugmálastjórnar og emb-
ættis borgarverkfræðings. Á sumum þeirra
voru ákveðnir flugtæknilegir gallar. Í meginat-
riðum taldi borgarverkfræðingur að lítill sem
enginn ávinningur væri af kostunum miðað við
þær breytingar á núverandi flugvelli sem þeg-
ar hefur verið getið um, á móti verulegum við-
bótarkostnaði. Þannig hefði þurft að kaupa
upp fjölda íbúðarhúsa í Skerjafirði og kosta til
þess milljörðum, til þess að gera AV-brautina
að aðalflugbraut.
Flugbraut á Litluskerjum
Í umræðum og við rýni á skýrslum um
mögulegar breytingar á Reykjavíkurflugvelli
kom upp sú hugmynd hjá Ólafi Bjarnasyni, yf-
irverkfræðingi hjá borgarverkfræðingi, að
leggja nýja AV-braut á uppfyllingu á Litlu-
skerjum og nota hana sem aðalflugbraut.
Brautin yrði um 1.730 metrar að lengd eða
svipuð og núverandi aðalflugbraut. Aftur á
móti myndi NS-brautin verða stytt og notuð
sem þverbraut þegar vindur væri óhagstæður
á aðalbrautinni. Flugmálastjórn telur raunar
að NS brautin þurfi að vera lengri en gert er
ráð fyrir til að Fokker 50 vélar geti notað hana
án takmarkana. Gert er ráð fyrir að nýja
brautin tengist landi við suðurenda núverandi
NS-brautar. Við styttingu hennar kæmi flug-
akstursbraut að nýju brautinni og gönguleiðin
fyrir flugvöllinn færi í stokk þar undir.
Þessi hugmynd borgarverkfræðings hefur
verið talin álitlegust af þeim hugmyndum sem
upp hafa komið um breyttan Reykjavíkurflug-
völl. Hún felur í sér verulega landvinninga sem
að vísu kosta mikla fjármuni og er spurning
hvort hún telst hagkvæm framkvæmd út frá
því sjónarmiði. Flugmálastjóri telur hana flug-
tæknilega ágætan kost enda yrði allt aðflug
eftir miðjum Fossvogsdal og hún er opin til
vesturs yfir sjó. Hann hefur þó fyrirvara um
tæringarvanda sem kynni að aukast á flug-
braut sem er úti á sjó. Flugrekstraraðilar taka
dræmt í þessa hugmynd, einmitt vegna auk-
innar tæringar- og ísingarhættu. Borgarverk-
fræðingur bendir á að engar hindranir yrðu á
öryggissvæði brautarinnar eða öryggisflötum
út frá henni. Einnig að hún myndi létta mjög á
flugi yfir miðbæ Reykjavíkur og Kópavog.
Reykjavíkurflugvöllur þjónar sem varavöll-
ur fyrir Keflavíkurflugvöll vegna Boeing 737
og 757 og er gert ráð fyrir því að svo verði
áfram í báðum þeim kostum sem hér er rætt
um. Segir flugmálastjóri að þetta hlutverk
hans sé mikilvægt fyrir flugrekstraraðila, til
dæmis ef gert er ráð fyrir þeim möguleika að
Keflavíkurflugvöllur lokaðist skyndilega þegar
varaflugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum
nýttust ekki sem slíkir vegna óhagstæðs veð-
urs eða veðurspár fyrir Norður- og Austur-
land.
Ólíkt mat á landvinningum
Mat manna á því hvaða land verður til ráð-
stöfunar við skipulagsbreytingar á Reykjavík-
urflugvelli eða byggingu nýrrar flugbrautar á
Litluskerjum er nokkuð misjafnt. Borgarverk-
fræðingur áætlar að 31 hektari lands fáist við
endurskipulagningu flugvallarsvæðisins. Mið-
ar hann við að unnt verði að koma þar fyrir 25
íbúðum og atvinnuhúsnæði fyrir 25 starfsmenn
á hvern hektara og er þá tekið mið af tillögum
Ramböll. Það þýðir að þarna gætu risið 775
íbúðir með hátt í 1.800 íbúum, auk aðstöðu fyrir
um það bil 775 störf. Tillögur ýmissa ráðgjafa
og Samtaka um betri byggð sem hafa verið
með hugmyndir um að nýta allt flugvallar-
svæðið undir íbúðabyggð gera ráð fyrir miklu
meiri þéttleika og ef þær væru reiknaðar á
þennan fermetrafjölda kæmi út úr því mun
fjölmennari byggð.
Á hinn bóginn hefur Flugmálastjórn látið
teikna svæðið nákvæmlega upp, miðað við sín-
ar hugmyndir um endurskipulagningu núver-
andi flugvallar, og samkvæmt þeim tillögum
verður ekki hægt að koma svona mikilli íbúða-
byggð fyrir á því svæði sem losnar. Þannig
væri hægt að byggja 60 þúsund fermetra skrif-
stofuhúsnæði í nágrenni Hótel Loftleiða, 33
þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði í nágrenni
háskólasvæðisins og 132 íbúðir að auki og svo
316 íbúðir með stækkun hverfisins í Skerja-
firði. Samtals eru þetta tæplega 450 íbúðir með
innan við 1.000 íbúa og 93 þúsund fermetra at-
vinnuhúsnæði fyrir hátt í þrjú þúsund starfs-
menn. Hugmyndir Flugmálastjórnar gera því
ráð fyrir meiri atvinnustarfsemi en minni
íbúðabyggð en hugmyndir borgarinnar.
Borgarverkfræðingur telur að 70–75 hekt-
arar lands fáist til annarra nota með því að
endurskipuleggja völlinn og byggja nýja aðal-
flugbraut á Litluskerjum. Það þýðir að hægt
verður að byggja á flugvallarsvæðinu að
minnsta kosti 1.750 íbúðir fyrir liðlega 4.000
íbúa og aðstöðu fyrir 1.750 störf að auki.
Ráðgjafar Flugmálastjórnar telja hins vegar
að við flutning AV-brautarinnar út á sjó myndi
vera hægt að tvöfalda þá íbúðabyggð sem feng-
ist með endurskipulagningu núverandi vallar,
unnt yrði að koma þar fyrir um 1.100 íbúðum til
viðbótar núverandi byggð. Þýðir það að fjölga
myndi í Skerjafirði um 2.500 íbúa.
Á þessum tölum sést að töluvert land losnar
við endurskipulagningu flugvallarins, hvað þá
ef flugbrautin færi út í sjó. Hins vegar ber ráð-
gjöfum ekki saman um það hvernig það nýtist.
Munurinn á tillögum ráðgjafa borgarverk-
fræðings og Flugmálastjórnar felst að hluta til
í því hversu mikið yrði þrengt að flugstarfsem-
inni. Flugmálastjóri fullyrti á blaðamanna-
fundi þegar skipulagstillögurnar voru kynntar
að nokkuð glæfralega hafi verið farið með tölur
þegar rætt hafi verið um mikla íbúðabyggð við
núverandi flugvöll. Hann segir að munur á
þeirra tölum og borgarverkfræðings geti staf-
að af mismunandi aðferðum við matið og að
ráðgjafar Flugmálastjórnar séu komnir lengra
í vinnu sinni. Þeir hafa teiknað hugsanlega
byggð inn á loftmyndir, miðað við aðstæður á
svæðinu.
Mikill kostnaður við uppbyggingu
Ljóst er að leggja þarf í verulegan kostnað
við uppbyggingu vegna áframhaldandi starf-
semi á Reykjavíkurflugvelli, þótt ákveðið yrði
að hrófla ekki við staðsetningunni. Flugvöll-
urinn hefur verið umdeildur og það hefur stað-
ið honum fyrir þrifum. Hann er illa skipulagð-
ur og þar er fjöldi úr sér genginna og hreinlega
illa útlítandi mannvirkja sem tengjast fluginu.
Óþarfi er að hafa mörg orð um flugstöðina sem
er í gamalli byggingu og hamlar eðlilegri þjón-
ustu við flugfarþega í innanlandsflugi. Ekki má
heldur gleyma því að áætlunarflug til Græn-
lands og Færeyja er rekið frá Reykjavíkur-
flugvelli en aðstaða fyrir farþegana er til
skammar.
Nú er verið að vinna að uppbyggingu braut-
anna tveggja og tæknibúnaðar þeirra, sam-
kvæmt flugmálaáætlun sem samþykkt var áð-
ur en borgin ákvað að efna til atkvæðagreiðslu
um framtíð flugvallarsvæðisins að skipulags-
tímabilinu loknu, árið 2016. Bæði borgaryfir-
völd og flugmálayfirvöld gera ráð fyrir því að
öll starfsemi tengd vellinum flytjist austur fyr-
ir aðalflugbrautina á komandi árum. Í hug-
myndum ráðgjafa Flugmálastjórnar er sem
fyrr segir gert ráð fyrir uppbyggingu flug-
stöðvar í tengslum við almenna samgöngumið-
stöð þar sem einnig færi fram afgreiðsla lang-
ferðabíla sem nú er í Umferðarmiðstöðinni. Á
þessu svæði þarf einnig að byggja upp flug-
skýli og flughlöð og skapa möguleika fyrir
ýmsa aðra uppbyggingu. Raunar segir Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra í grein á
heimasíðu sinni að verði flugvöllurinn að fara
frá höfuðborginni að loknu skipulagstíma-
bilinu, sé ekkert vit í því að gera annað en að
ljúka endurbótum á brautum og öryggisbún-
aði.
Þá er gert ráð fyrir að koma þurfi upp ann-
arri aðstöðu fyrir einkaflugið því í bókun borg-
arstjóra og samgönguráðherra kemur fram sú
stefnumörkun að flytja snertilendingar í æf-
inga- og kennsluflugi á flugvöll í hæfilegri fjar-
lægð frá Reykjavík. Gert er ráð fyrir að völl-
urinn verði hannaður með það í huga að hægt
Í núverandi deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar er gert ráð fyrir flugstöð, nálægt flugskýli
Landhelgisgæslunnar, skammt ofan Nauthólsvíkur. Flugstöðin yrði nokkuð aðþrengd af
núverandi austur-vestur-flugbraut, eins og sést á mynd Teiknistofu Halldórs Guðmunds-
sonar, og skerðir brautin stækkunarmöguleika stöðvarinnar. Þess vegna hafa bresku ráð-
gjafarnir gert tillögur um staðsetningu flugstöðvar á tveimur öðrum stöðum. Hótel Loft-
leiðir sjást í horninu efst til hægri á myndinni, Nauthólsvíkin neðst til vinstri.
Bresku ráðgjafarnir velta upp þeim möguleika að nýta Hótel Loftleiðir sem flugstöð en þess
má geta að hótelið var upphaflega byggt sem flugstöð fyrir Loftleiðir. Er þá gert ráð fyrir
byggingu glerskála við flughlaðið og glerþaki yfir stóra portið milli hótelsins og skrifstofa
Flugleiða, eins og sést á þessari útfærslu Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar. Í tengslum
við flugstöðina yrði byggð miðstöð fyrir fólksflutninga á landi auk þess sem möguleikar
sköpuðust á byggingu verulegs atvinnuhúsnæðis á lóðinni.
Svona gæti ný flugstöð sem reist væri við norðurenda norður-suður-flugbrautarinnar litið
út. Hún yrði tengd yfir Flugvallarveg, við samgöngumiðstöð sem gæti verið við Valsvöllinn.
Er þetta ein af þremur tillögum breskra ráðgjafa Flugmálastjórnar en Teiknistofa Halldórs
Guðmundssonar gerði myndina.