Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 31

Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 31 Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Benidorm í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 32.000kr. afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða kr. 8.000 á manninn. Við kynnum nú glæsilegan nýjan gististað í hjarta Benidorm, Montecarlo, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Bókaðu til Benidorm og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt í sumar Verð kr. 27.400 Flugsæti til Alicante, ef bókað fyrir 15. mars eða fyrstu 300 sætin. Skattar ekki innifaldir. M.v. hjón með 2 börn. Fyrir félag húseiganda á Spáni Verð kr. 48.030 M.v. 2 í íbúð, vikuferð, El Faro, ef bókað fyrir 15. mars, 25. maí. Verð kr. 36.985 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, El Faro, 25. maí, vikuferð með 8.000 kr. afslætti á mann. Flug alla föstudaga Aldrei lægra verð - aldrei betri hótel Fáðu bæklinginn sendann Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is söngurinn blundað í mér. Við Guð- björn Guðbjörnsson frændi minn og félagar okkar hittumst reglulega heima hjá honum til að hlusta á óp- erur og keppa um hver væri bestur að bera kennsl á söngvarana. Þarna held ég að minn grunnur hafi mótast og vissar skoðanir á því hvað væri al- mennilegt í þessu. En ég var orðinn tvítugur og kominn í laganám þegar ég fór í Söngskólann. Síðan er líkast því að ráð séu tekin af manni, góðu heilli, get ég kannski sagt.“ Kolbeinn flutti sig til Sigurðar Demetz í Nýja tónlistarskólanum og lauk þaðan burtfararprófi. Svo var hann fimm ár, frá 1988 til 1993, í Tón- listarháskóla Vínarborgar og hefur síðan komið nokkuð víða við, í óperum og á tónleikum í ýmsum löndum en aðallega þó Þýskalandi. Hann var síð- ast fastráðinn í Köln til tveggja ára en ákvað í fyrravor að fórna því öryggi. Hann hafði þurft að hafna góðum hlutverkum vegna samningsins og fannst kominn tími til að ráða sér meira sjálfur. Síðasta árið hefur Kol- beinn meðal annars sungið í óperunni í Brussel, Sao Carlo-óperuhúsinu í Lissabon og Genfaróperunni. Þar fór hann með hlutverk Don Josés í Carm- en, „nokkuð sem ég hef sungið öðrum hlutverkum oftar og gæti næstum gert í svefni“, segir hann kankvís. Á liðnu sumri söng Kolbeinn á tónlist- arhátíðinni í Salzburg og gerir allt eins ráð fyrir að snúa þangað aftur. Hann hlaut fyrirtaks dóma fyrir túlk- un Enée í Trójubúunum á hátíðinni og vakti athygli mikilvægra manna. „Það gengur mikið út á svona sam- bönd í þessum bransa,“ segir hann, „og oft takast þau fyrir tilviljun. Ein- hver slæðist inn í sal, heyrir mann syngja og minnist þess seinna þegar ástæða er til.“ Næstu tvö ár og ríflega það eru skipulögð hjá Kolbeini. Hann fer eftir sýningarnar hér til Nurnberg, Gauta- borgar, Lausanne og Munchen. Þar verður hann aftur á næsta ári í hlut- verki Freys í Niflungahringnum und- ir stjórn Zubins Mehta. Eitt af því sem gleður söngvarann þessa dagana er opið boð um að koma til Kaup- mannahafnar í Konunglegu óperuna. „Ég á eflaust eftir að þekkjast það, enda finnst mér Köben alveg sérstak- lega skemmtileg. Við hjónin höfum jafnvel orðað þá hugmynd að flytja þangað. Það er einhver rómantík í bland við léttleika í borginni, hún er ekki svo langt að heiman og hefur kosti eins og greiðar flugsamgöngur, nokkuð sem er nauðsynlegt fyrir náunga eins og mig.“ Íslenskt tónlistarlíf og einkenni landans Kolbeinn hefur verið hógvær og ljúfur þennan morgun á Borginni og því er ekki laust við að það komi á óvart þegar talið berst að íslensku tónlistarlífi. Þá kveður hann fastar að orði og segir fáránlegt að ekki sé gert ráð fyrir óperu í áformum um tónlist- arhús. Gamla bíó sé lítið, Borgarleik- húsið óhentugt og Þjóðleikhúsið standi eitt sem sæmilegur kostur. Hann heldur áfram og segir að í svona litlu landi ætti að vera einn at- vinnukór rétt eins og við höfum Sin- fóníuhljómsveit. Annars þyki honum að Sinfónían gæti fylgst betur með því sem íslenskir listamenn aðhafast, það sé ekkert sjálfsagt að sækja út- lendinga í uppfærslur eins og Carmen og Aidu ef Íslendingar séu þess full- búnir að takast á við hlutverkin. Við vindum ofan af þessu með loka- orðum um hugðarefni söngvarans önnur en vinnuna. Kolbeinn segist slaka á við matseld og hressa sig á gönguferðum, en mest hafi hann gaman af að lesa, helst íslenskar bæk- ur, bæði nýjar og sígildar. „Laxness lýsir því svo vel hvernig við erum, Ís- lendingar; bæði saklausir og sveita- legir og eiginlega meira en lítið skrítnir. Það kemur fram í móralnum að allt reddist einhvernveginn, þess vegna sé í lagi að ana áfram, eins og til að byggja tónlistarhús af takmark- aðri fyrirhyggju.“ Nú þagnar söngvarinn og brosir út í annað, hann er orðinn heldur seinn í Óperuna en telur greinilega að það bjargist, kannski svona ógurlega ís- lenskur. Svo pantar hann sér einn kaffi til viðbótar og tekur reikninginn, heimsmaður líka eða barasta bóhem, rétt eins og í óperunni. LJÓÐ unga fólksins er titill á ljóða- samkeppni almenningsbókasafna og Máls og menningar. Hún er nú hald- in í þriðja sinn og er orðin fastur lið- ur í starfsemi almenningsbókasafna. Samkeppnin er fyrir börn á aldr- inum 9 til 16 ára og er þeim skipt í tvo aldurshópa, 9 til 12 ára og 13 til 16 ára. Hver þátttakandi má skila inn allt að þremur ljóðum og skiptir þá ekki máli hvort þau eru til í skúffu eða samin sérstaklega fyrir keppn- ina. Skilafrestur er til 5. mars og verður að merkja ljóðin með nafni, heimilisfangi, aldri og símanúmeri. Mál og menning mun gefa vinn- ingsljóðin út á bók, auk úrvals ljóða úr keppninni. Í dómnefnd sitja Iðunn Steins- dóttir, rithöfundur, Sigþrúður Gunn- arsdóttir, ritstjóri barnabóka hjá M&M, og Svanhildur Eiríksdóttir, bókmenntafræðingur og fulltrúi Þallar, samstarfshóps um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum. Verðlaunaafhendingin fer fram 12. maí. Skila má ljóðunum á eftirtalin bókasöfn: Bókasafn Seltjarnarness, Bókasafn Mosfellsbæjar, Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi, Bæj- ar- og héraðsbókasafn Ísafjarðar, Bókasafn Bolungarvíkur, Amts- bókasafnið á Akureyri, Bókasafn Háskólans á Akureyri, Bóka- og byggðasafn N-Þingeyinga, Kópa- skeri, Sýslusafn Austur-Skaftafells- sýslu, Höfn, Bókasafn Vestmanna- eyja, Bæjar- og héraðsbókasafnið Selfossi, Bókasafnið í Hveragerði, Bæjarbókasafn Ölfuss, Þorlákshöfn, Bókasafn Reykjanesbæjar, Bóka- safn Kópavogs og Borgarbókasafn Reykjavíkur, öll útibú. Ljóðasam- keppni unga fólksins NORSKI kvikmyndagerðar- og brúðulistamaðurinn Ivo Caprino lést síðastliðinn fimmtudag, átt- ræður að aldri. Hann stóð að gerð myndarinnar Flåklypa Grand Prix sem naut mikillar hylli í Nor- egi og víðar, en meðal þekktra verka hans eru einnig stuttmynd- ir um Karíus og Baktus og æv- intýrapersónuna Askeladden. Caprino var hálf-ítalskur, en hann var langafabarn norska list- málarans Hans Gude. Caprino hóf að vinna brúðuhreyfimyndir eftir norskum þjóðsögum og ævintýr- um í kringum 1950, og brátt öðl- aðist hann stöðu sem þjóðhetja. Flåklypa Grand Prix, sem Caprino vann ásamt rithöfundin- um og teiknaranum Kjell Aukr- ust, verður að teljast sú kvikmynd sem notið hefur mestrar hylli í norskri kvikmyndasögu. „Ég syrgi góðan samstarfsmann og mikinn listamann. Fréttirnar af fráfalli hans eru mikið reiðar- slag,“ sagði Aukrust í blaðaviðtali. Fyrsta kvikmynd Caprinos, Tim og Tøffe, naut gríðarlegrar hylli þegar hún var sýnd árið 1949. Þremur árum síðar var kvikmynd hans, Veslefrikk med fela, sem byggð er á norsku ævintýri, valin besta barnamyndin á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Árið 1955 gerði Caprino síðan stutt- mynd sína um Karíus og Baktus sem einnig naut mikilla vinsælda. Ivo Caprino var umtalaður í norskum fjölmiðlum fyrir hversu afkastamikill hann var fram á efri ár. Hann vann að list sinni fram til hins síðasta, og gerði m.a. kvik- myndir þar sem hann fjallaði um norska náttúru og atvinnulíf landsins. Þá byggði hann upp Hundarfossen-fjölskyldugarðinn við Lillehammer. Caprino var með krabbamein um árabil, en heilsu hans hrakaði eftir að hann lærbrotnaði. Þrátt fyrir umtalað starfsþrek lést Caprino níu dögum áður en hann náði 81 árs aldri. Ivo Caprino fallinn frá Ósló. Morgunblaðið. INGVELDUR Ýr Jónsdóttir mezzó- sópran og Bjarni Þór Jónatansson píanóleikari halda söngtónleika í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði, annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Dagskráin er leikræn með blandaðri efnisskrá; m.a. klassísk og leikræn þjóðlög frá Suður-Evrópu, Sígaunaljóð Brahms, íslensk leik- húslög og Kabarettflokkur eftir Sat- ie þar sem „Dívan ógurlega“ er í að- alhlutverki. Ingveldur Ýr rekur sitt eigið söng- stúdíó í Reykjavík og heldur þar námskeið af ýmsu tagi. Bjarni Þór lauk prófi í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar fyrir nokkrum árum og starfar einnig sem organleikari. Leikræn sönglög á Hornafirði Bjarni Þór Jónatansson Ingveldur Ýr Jónsdóttir ÆFINGAR eru hafnar á Pocket ocean, nýju dansverki sem portú- galski danshöfundurinn Rui Horta er að semja fyrir Íslenska dans- flokkinn. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins hinn 3. mars ásamt Kraak Een og Kraak Twee, nýjum verkum eftir norska danshöfundinn Jo Strømgren. Rui Horta er einn af kunnari danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Hann starfaði um árabil í Þýskalandi þar sem dansflokkar hans SOAP og Stageworks voru nær allan síðasta áratug. Auk þess að gera verk fyrir sína eigin hópa hefur Horta samið verk fyrir NDT 2, Gulbenkian, Cullberg og marga fleiri. Horta hefur nú flutt aðsetur sitt til Portúgals þar sem þrír af dönsurum Íslenska dansflokksins, Cameron Corbett, Chad Adam Bantner og Hildur Óttarsdóttir, eru nú með honum við æfingar á verk- inu. Íslenski dansflokkurinn hefur áð- ur unnið með Horta en verk hans Diving og Flat Space Moving voru sýnd í Borgarleikhúsinu veturinn 1999. Morgunblaðið/Kristinn Hlín Diego, Lára Stefánsdóttir og Katrín Johnson æfa dansverkið „Pocket ocean“. Dansflokkurinn æfir nýtt verk eftir Rui Horta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.