Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 37
ÍSLENDINGAR eru smám sam-
an að átta sig á því að eðlileg sam-
keppni er besta tryggingin fyrir
sanngjörnu verðlagi og góðri þjón-
ustu. Þetta sést til dæmis í hertum
aðgerðum Samkeppnisstofnunar
gegn fákeppni. Öflug samkeppni
eykur nefnilega hag neytenda í öll-
um tilfellum.
Samkeppnin fær þó ekki að dafna
með eðlilegum hætti alls staðar.
Annars vegar er Ríkisútvarpið,
(RÚV) sem ber höfuð og herðar yfir
keppinauta sína með tæplega 600
milljón króna lögþvingaðar tekjur
(eingöngu sá hluti sem rennur til út-
varpsrekstursins) frá almenningi í
formi afnotagjalda á hverju ári, óháð
því hvort þjónustan er nýtt eða ekki.
Hins vegar eru útvarpsstöðvar í
einkaeign, algjörlega háðar því að
afla sér tekna með sölu auglýsinga.
Þær mega slást um auglýsinga-
tekjur við RÚV, sem keppir með því
að bjóða auglýsingar og kostun und-
ir þeirri verðskrá sem gefin er út og
ætla megi að Alþingi samþykki við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar stofn-
unarinnar í tengslum við fjárlög.
Síðan 1986 hefur verið ójafn leik-
ur í samkeppni einkafyrirtækja í út-
varps- og sjónvarpsrekstri á Íslandi
við RÚV. Aðeins eitt þeirra hefur
náð að standa af sér ójafna sam-
keppni við ríkisútvarpið; Íslenska
útvarpsfélagið hf. (ÍÚ) sem rekið
hefur Bylgjuna frá árinu 1986 og
síðan fleiri stöðvar.
Árið 1998 kom til leiks erlendur
aðili sem ætlaði sér stóran hlut á ís-
lenskum útvarpsmarkaði. Hundruð
milljóna íslenskra króna töpuðust í
baráttunni við ríkisstofnun á sama
markaði sem að mestu leyti er rekin
með lögþvinguðum tekjum og álög-
um á almenning. Erlendi aðilinn
gafst upp á þeirri fáránlegu stöðu
sem á markaðnum er og seldi sinn
hlut langt undir því sem hann hafði
fjárfest fyrir í rekstrinum.
Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðu-
maður markaðssviðs RÚV, talar um
„slátrun“ ÍÚ í grein sinni í Morg-
unblaðinu 9. febrúar s.l., vegna
kaupa á útvarpsstöðvum Fíns Miðils
ehf. Geri ég ráð fyrir að Þorsteinn sé
það vel upplýstur um sögu frjálsra
ljósvakafjölmiðla.
ÍÚ hefur ekki í hyggju að að
„slátra“ neinu, slíkt hefur ekki verið
markmið fyrirtækisins, hins vegar
er eðlilegt að ætla að forstöðumaður
markaðssviðs RÚV hafi innsýn í eðli
frjálsrar samkeppni. Frjáls sam-
keppni snýst um að selja vöru og eða
þjónustu á samkeppnishæfu verði
sem markaðurinn er tilbúinn að
greiða fyrir hana. Samkeppni felst
einnig í því að gæta
þess að kostnaður
verði ekki meiri en
gjöldin, skapa arð af
fjárfestingu hluthafa
og vernda þá þekkingu
sem býr í fyrirtækinu í
formi mannauðs.
ÍÚ hefur ekki verið
að „slátra“ samkeppni
og ef forstöðumaður-
inn er að tala um lokun
útvarpsstöðva þá hafa
verið stöðvaðar út-
sendingar tímabundið
á fjórum rásum, tveim-
ur frá ÍÚ og tveimur
frá Fínum Miðli. Það
er nú öll „slátrunin“.
Þessa dagana er verið að undirbúa
opnun þeirra aftur.
Samkeppni og sigur í henni snýst
um útsjónarsemi stjórnenda fyrir-
tækja við að efla og styrkja fyrir-
tækið sem þeir eru ábyrgir fyrir. Ef
það er með kaupum eða samruna við
keppinaut sem selur fyrirtæki sitt á
verði sem hann er sáttur við, er það
þá einhver glæpur? Nei aldeilis ekki.
Aðalmálið er að allir sitji við sama
borð og njóti ekki sérkjara í því
rekstrarumhverfi sem fyrir hendi
er.
Rétt er að upplýsa að kaup ÍÚ á
Fínum Miðli voru að frumkvæði er-
lendu eigendanna og var hrein og
klár björgunaraðgerð á verðmæt-
um.
Forstöðumaður markaðssviðs
RÚV talar einnig um í grein sinni að
„…það sé ekki víst að áskrifendur
ÍÚ séu ánægðir með að hluta af
áskriftargreiðslum þeirra sé varið til
að niðurgreiða tap af útvarpsrekstri
og uppkaupum á keppinautum“.
Þarna hittir forstöðumaðurinn nagl-
ann beint á höfuðið í einu þungu
höggi! Til upplýsinga
og fróðleiks fyrir rík-
isstarfsmanninn: Mun-
urinn á áskrifendum
Stöðvar 2 og lögþving-
uðum afnotagjalda-
þjáðum notendum
RÚV er mjög mikill og
hefur með frelsi að
gera. Áskrifendur
Stöðvar 2 velja sjálfir
hvort þeir kaupi þjón-
ustuna eða ekki, en eru
ekki þvingaðir til að
kaupa þjónustu sem
þeir nota jafnvel aldrei.
Eigi veit ég hversu
vel forstöðumaður
RÚV er vel upplýstur
um rekstrarafkomu þeirrar stofnun-
ar sem hann starfar hjá en hér með
vil ég upplýsa hann um að RÚV tap-
aði samtals 315.974.465 krónum á
rekstri tveggja útvarpsstöðva á ár-
unum 98 og 99. Á sama tíma fékk
RÚV lögþvinguð afnotagjöld (ein-
göngu útvarpshlutinn) – 1.1 milljarð.
Eittþúsund eitthundrað og þrjátíu
milljónir!! Hver skyldi hafa borgað
þetta mikla tap? Jú mikið rétt, ég og
þú sem þetta lest.
Getur einhver ímyndað sér hvern-
ig þetta ástand liti út í öðrum fyrir-
tækjarekstri, t.d. matvöruverslun?
Væri það talið eðlilegt að „RíkisÚr-
Valið“ (skammstafað RÚV) fengi
hundruð milljóna króna ríkisstyrk
til að bæta þjónustu í sínum versl-
unum í samkeppni við kaupmanninn
á horninu? Hvaða möguleika ætti
hornbúðin við slíkar aðstæður?
Það er svo sem engin furða þótt
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri beri sig vel. Í viðtali á Rás 2 í
desember síðastliðnum sagði hann
að RÚV bæri höfuð og herðar yfir
frjálsu útvarpsstöðvarnar í dag-
skrárgerð. Fyrir utan þá röngu full-
yrðingu að dagskrárgerð á Rás 2 sé
eitthvað umfram það sem framleitt
sé á öðrum útvarpsstöðvum, þá er
ekkert sem réttlætir að RÚV haldi
úti dagskrá á tveimur hljóðvarpsrás-
um. Einkaaðilar hafa fyllilega sýnt
fram á að þeirra þjónusta og dag-
skrá nýtur vinsælda á meðal hlust-
enda. Gömlu rökin fyrir öryggishlut-
verki RÚV eru alla vega ekki í
„tísku“ og löngu fallin úr gildi, það
sýna dæmin.
Lögmál samkeppninnar segja
okkur að bestur árangur náist á
jafnréttisgrundvelli. Nú eru liðin 15
ár frá því einokun ríkisins á útvarps-
rekstri var aflétt. Mesta furða er að
útvarpsstöðvar í einkaeign skuli
ennþá standa uppi í ljósi þess að all-
an þennan tíma hefur RÚV haft lög-
bundin afnotagjöld til að styrkja sig
í samkeppni við þær. Það sljóvgar
stjórnendur að geta treyst á fé sem
rétt er að þeim og þeir þurfa ekki að
hafa áhyggjur af að afla sjálfir. Pen-
ingarnir koma, sama á hverju dynur.
Með milljarða króna rekstrar-
styrk að vopni stendur RÚV í sam-
keppni við aðrar útvarpsstöðvar um
auglýsingatekjur. Þessir milljarðar
eru notaðir til að niðurgreiða aug-
lýsingabirtingar. Fyrir vikið getur
RÚV slegist við aðrar útvarpsstöðv-
ar og hirt af þeim tekjur. Þar nær
RÚV sér í rúmar 300 milljónir til
viðbótar á ári. Þessi niðurgreiðsla á
auglýsingabirtingum er ekkert ann-
að en ríkisstyrkt aðgerð til að kæfa
samkeppni í útvarpi. Þetta hefur
viðgengist of lengi og tími er kominn
til að stöðva slík vinnubrögð. Þetta
er skaðlegt fyrir samkeppnina og
þar með skaðlegt fyrir neytendur og
nú er kominn tími á þá stjórnmála-
menn, sem löngum hafa boðað frelsi
og jafnrétti, að láta verkin tala.
Ríkið „slátrar“
frjálsri samkeppni
Jón Axel
Ólafsson
Fjölmiðlun
Með milljarða króna
rekstrarstyrk að vopni,
segir Jón Axel Ólafsson,
stendur RÚV í
samkeppni við aðrar
útvarpsstöðvar um
auglýsingatekjur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
útvarpssviðs Norðurljósa hf.
þús. kr. á mánuði. Hafa verður í
huga að í tölu Þjóðhagsstofnunar
eru fjármagnstekjur taldar með að
fullu og skýrist munur upp á um 10
þús. kr. vafalítið að stórum hluta af
því.
Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um
tekjur þessa hóps, fjölda hans og
viðbótargreiðslur Tryggingastofn-
unar hafa því staðist. Fréttatil-
kynning Tryggingastofnunar ríkis-
ins var ónákvæm og til þess fallin
að valda misskilningi.
Tekjur
Fréttatilkynning
Tryggingastofnunar
ríkisins var ónákvæm,
að mati Sigurðar Snæv-
arr, og til þess fallin að
valda misskilningi.
Höfundur er hagfræðingur og
forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun.