Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELGA Kress, prófessor í bók- menntum við Háskóla Íslands, lýsti því yfir í rabbi í Odda á vegum Rann- sóknarstofu í kvennafræðum 8. febrúar síðastliðinn, þar sem hún fjallaði um ,,andstöðu við femínískar bókmenntarannsóknir“, að besta ráðið við gagnrýni, sem sett væri fram um vinnubrögð og viðhorf í kvennafræðum, væri að hlæja að karlmönnum (!). Helga klykkti út með því að segja að það versta sem karlmenn vissu væri kvennahlátur sem að þeim beindist. Svo virðist sem fræðimaðurinn hafi komið sér upp fræðilegri jöfnu sem lítur svona út: Gagnrýnendur mínir= karl- menn= karlaveldið= óvinir mínir og allra kvenna. Eftir því sem á rabbið leið kom í ljós að þjóðfélagssýn Helgu byggðist á því að skipta í tvö lið: konur á móti körlum. Helga virt- ist beina orðum sínum einungis til annars liðsins: kvenna, því hún talaði af virðingarleysi og í háðslegum fyr- irlitningartón um hitt liðið: karla. Á fundinum í Odda leitaðist Helga við að gera grín að viðbrögðum nokkurra rithöfunda við gagnrýni hennar á verk þeirra svo úr varð eins konar skemmtun á þeirra kostnað. Þetta voru nokkrir látnir og lifandi rithöfundar og ritdómar- ar sem hún hefur flokkað eftir kyni. Helga byrjaði á að lýsa nokkrum skoðun- um sínum og sagði: ,,Saga andstöðunnar er merki- legri en baráttan sjálf.“ Hún sagði jafnframt: ,,Karlar hafa stolið rann- sóknarniðurstöðum kvennafræða og ausa úr rannsóknum kvenna.“ Á fundinum vitnaði Helga í verk Indriða G. Þorsteinssonar, Jökuls Jakobssonar, Sigurðar A. Magnússonar, Guðbergs Bergssonar, Einars Braga og Matthíasar Við- ars Sæmundssonar. Að auki vísaði hún í orð Vésteins Lúðvíkssonar, Hall- dórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli og Ólafs Jónssonar. Svo ein- hver dæmi séu tekin sagði Helga að smá- saga Indriða G. Þor- steinssonar, ,,Frost- nótt á annarri hæð“, væri vond saga; hún sagði um ,,Feilnótu í fimmtu sinfóníunni“ eftir Jökul Jakobsson að ,,allt bullið“ um rannsóknir kvenper- sónu í verkinu lýsti vanþekkingu á rann- sóknarvinnu í femín- ískum fræðum. Helga vísaði í grein eftir Guðberg Bergsson sem birtist í 3. hefti Tímarits Máls og menningar 1981 og heitir ,,Hafa kvennabók- menntir sérstöðu?“. Um grein Guð- bergs sagði Helga að hún væri ,,óskiljanleg og dæmi um vanþekk- ingu á kvennafræðum“ og enn frem- ur: ,,Guðbergur kann ekki skil á hug- tökum og ruglar með hugtök.“ Í grein Sigurðar A. Magnússonar í 1. hefti TMM 1978 og ber nafnið ,,Lítil athugasemd við sérstæða aðdrótt- un“ kemur fyrir orðið ,,karlfyrirlitn- ing“ og Sigurður getur þess að karl- rithöfundar geti allt eins orðið fyrir ,,kúgun“ eins og konur. Í rabbinu í Odda gaf Helga í skyn að Sigurður væri að tala um sjálfan sig. Setning- ar í fleirtölu eins og ,,karlarnir sjást ekki fyrir“ og ,,þetta gera þeir oft“ og ,,þetta er þeirra fantasía“ voru al- gengar á fundinum þótt verið væri að fjalla um viðhorf einstakra manna. Hvað skyldu þessir einstaklingar, sem Helga tók fyrir á fundinum, eiga sameiginlegt annað en ritstörfin? Jú, þeir hafa svarað kvennabókmennta- fræðilegum athugasemdum í verk- um Helgu og svo eru þeir karlkyns. Og þannig skal þeim svarað. Sem karlmönnum. Ekki sem einstakling- um eða rithöfundum. Nei. Þeir eru hluti af vonda liðinu, tegund þeirri (eða skyldum við segja kynþætti) sem kölluð er karlmenn. Þeir eru hluti af karlaveldinu sem ofsækir konur. Helga sér karlkyns óvini út um allt. Hún segir í viðtali í Morg- unblaðinu: ,,Andstaðan er ekki eins opinská nú og hún var áður. Það er önnur aðferð notuð sem er jafnvel áhrifameiri og það er þöggunin.“ Bókmenntafræðiprófessorinn gefur í skyn að í samtímanum séu það sam- antekin ráð karlkúgaranna að þegja rannsóknir hennar í hel. Þetta er merkileg afstaða í viðtali í fjöllesn- asta dagblaði landsins þar sem ein- mitt er verið að kynna rabb Helgu í Odda. Að auki segir Helga: ,,...Það er látið sem slíkar rannsóknir séu ekki til, hvað þá að þær skipti máli, jafn- vel um leið og þær eru innlimaðar í viðurkenndar rannsóknir karla.“ Mér dettur helst í hug að ,,karlóvin- ir“ Helgu hafi gefist upp á fræðilegri umræðu við hana því umræðan hafi aldrei verið fræðileg heldur byggst á fordómum. Því viðhorf hennar virð- ast svo herská og þröngsýn að sú tegund femínískrar bókmennta- fræði, sem Helga Kress boðar, gæti heitið ,,kvennafordómafræði“ og á meira skylt við kynþáttahatur en fræði. Menn nenna ekki til lengdar að taka þátt í umræðu sem snýst um skæting milli kynjanna þar sem úr öðru kyninu er búinn til steglingur (stereotype) óvinarins, kúgarans, á meðan naflaskoðunin og einsleitnin er allsráðandi í viðhorfum til hins kynsins. Áhugamenn um jafnrétti og kvenfrelsi og mannréttindi almennt hljóta að hafa áhyggjur af skaðsemi svo fordómafullra og þröngsýnna, já karlfjandsamlegra viðhorfa hjá pró- fessor í bókmenntum við Háskóla Ís- lands. Svo fordómafull og fjandsam- leg afstaða er skaðleg jafnréttis- og kvenfrelsisbaráttunni. Konur þurfa á körlum að halda í jafnréttisbarátt- unni sem samherjum en ekki sem ímynduðum andstæðingum. Það er kominn tími til að Helga Kress láti af ofstækisfullum málatilbúnaði sínum og hætti að búa til úr karlmönnum einhverja ófreskju sem er bara til í ævintýrunum. Að þrengja sjón- deildarhringinn Ragnar Halldórsson Fordómar Konur þurfa á körlum að halda í jafnréttis- baráttunni, segir Ragnar Halldórsson, sem samherjum. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.