Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 45
Dvalarheimilinu Hlíð. Hafa þau Val- ur Georg og Arna kona hans hugsað afar vel um Mundu í veikindum hennar síðustu ár. Ósjálfrátt dró nokkuð úr ferðum okkar Helgu og krakkanna til Akureyrar eftir að Munda veiktist og naut ekki við á heimili sínu. Það var eins og Akur- eyri hefði misst eitthvert aðdrátt- arafl. Við heimsóttum frænku síðast í sumar er leið. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra bræðra Guðmundar og Vals og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning þeirra sómahjóna Guð- mundu Pétursdóttur og Finns Dan- íelssonar. Sturla Jónsson og Helga Harðardóttir. Nú er hún farin hún Munda frænka mín og ekki efndi ég loforðið sem ég gaf henni. Það vissi ég reyndar þegar ég gaf það. Við höfð- um verið í heimsókn á Dvalarheim- ilinu Hlíð hjá þeim föðursystrum mínum Stínu og Laugu og urðum samferða út. Við vorum hálfdaprar, líklega vorum við báðar að hugsa um það sem framtíðin gæti borið í skauti sér. Við urðum samferða út að bíl- unum okkar og þá sagði Munda: „Þú verður dugleg að heimsækja mig þegar ég fer á elliheimili“ og ég lof- aði því þó að ég vissi að ég mundi ekki efna það. Ekki af því að ég vildi það ekki heldur mundi ég ekki koma því í verk. Þær komu oft í heimsókn til okk- ar, þegar þær voru gestkomandi á Akureyri, systurnar Magga og Munda. Þær voru svo glæsilegar, fínar og skemmtilegar að ég var afar stolt af að eiga þær fyrir frænkur. Svo fluttu þau norður Munda og Finnur og þá urðu samskiptin meiri. Hún kallaði mig alltaf frænku, svo hló hún og sagði: „Þú ert eina mann- eskjan sem ég kalla bara frænku, eins og að þú sért eina frænkan mín.“ Ég hef aldrei átt erfitt með að tileinka mér skyldleika fólks. Mamma talaði svo oft um systkina- börn, þremenninga, fjórmenningna og jafnvel fimmmenninga. Um að þessi eða hinn væri skyldur af öðr- um og þriðja jafnvel fjórða og fimmta lið og ég skildi þetta allt. En þegar kom að skyldleika okkar Mundu versnaði í því. Ég hefði alveg sætt mig við að þau pabbi væru systkinabörn en þegar þurfti að fara einhverjum ættliðum aftar vildi ég ekki vita meira. Í huga okkar systk- inanna kom hún næst föðursystkin- um okkar. Eftir að Munda og Finnur fluttu í Víðilundinn kom ég nokkrum sinn- um í heimsókn til þeirra með öðrum, en aðeins einu sinni kom ég ein til að heimsækja Mundu og þá áttum við saman yndislega dagstund. Nokkr- um mánuðum síðar var hún komin á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan. Ég ætlaði alltaf að heim- sækja hana en kom því ekki í verk. Var að hugsa um hvort sú heimsókn mundi veita henni ánægju, líklega var ég bara að reyna að réttlæta framkvæmdaleysið fyrir sjálfri mér. Að leiðarlokum kveð ég kæra frænku með söknuði og þakka af al- hug alla þá elskusemi sem hún sýndi okkur systkinunum og okkar fjöl- skyldum. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku frænka. Guðrún Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við Guðmundu Pét- ursdóttur, eða Mundu eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum. Ég kynntist Mundu fyrst þegar ég fór til Akureyrar tæplega tvítug að aldri með tilvonandi eiginmanni mínum, Helga H. Jónssyni, en hann ætlaði að heimsækja Mundu móður- systur sína, sem hann hafði mikið dálæti á, síðar komst ég að því að það var gagnkvæmt. Ég hálfkveið fyrir þessari fjölskylduheimsókn en það var ástæðulaust því að Munda tók afskaplega vel á móti mér, við spjölluðum saman um heima og geima, og eftir smástund fannst mér ég vera alvegt sérstök! Ég átti eftir að kynnast þessum eiginleika Mundu betur, en hún kunni þá list að láta hverjum og einum finnast hann vera alveg „sérstakur“. Munda var ákveðin kona, glaðvær og smitaði oft aðra með dillandi hlátri. Munda vann lengst af hjá Happdrætti DAS á Akureyri. Þegar ég kom í heimsókn til hennar þang- að virtist mér hún þekkja alla sem komu að endurnýja miðana sína, hún spurði frétta, hló og gantaðist og bað fyrir kveðjur heim. Eftir að við Helgi slitum hjúskap héldum við Munda sambandi. Við áttum saman margar gleðistundir þegar ég kom í heimsókn til hennar og Finns mannsins hennar á Akur- eyri. Munda var ekki aðeins kát og glöð, hún var líka ákaflega vitur kona sem gott var að leita til með ýmsar smásorgir, og það gerði ég oftar en einu sinni. Þessar stundir eru mér sérstaklega minnisstæðar. Hún sat og prjónaði, hlustaði af at- hygli, spurði nánar ef hún skildi ekki allt sem ég sagði og lét svo uppi sitt álit sem alltaf var skynsamlegt en aldrei uppáþrengjandi. Munda var afar vinsæl í fjölskyld- unni og ekki síst hjá yngstu kynslóð- inni. Barnabörnin voru henni afar kær en hún átti líka nóg handa öðr- um börnum. Munda varð ein af upp- áhaldsfrænkum (að öðrum ólöstuð- um) sona minna tveggja, þeirra Jóhanns og Jóns Ara. Þegar hún kom til Reykjavíkur og ég tilkynnti strákunum að hún og amma Mar- grét væru að koma í heimsókn, þá var viðkvæðið alltaf það sama: „Vei, gaman, gaman, við verðum heima.“ Það var nú eins gott því Munda var svo vinsæl að hún náði varla að heimsækja alla sem vildu ólmir fá hana til sín þegar hún kom suður. Í samskiptum Mundu og strák- anna minna tveggja tók ég enn bet- ur eftir þessum hæfileika hennar að láta öðrum finnast þeir vera alveg „sérstakir“. Þetta gerði hún með því að spyrja af einlægum áhuga hvað þeir væru að fást við hverju sinni, hlustaði af athygli, dáðist að því sem um var rætt og hvatti þá til frekari dáða. Þetta gerði hún á afar kank- vísan hátt en það var þó þessi eðl- islægi og jákvæði áhugi á því hvað fólk var að fást við sem skipti meg- inmáli. Þegar ég kynnti núverandi eigin- mann minn, Hauk Viktorsson, fyrir henni og Finni þá tók hún honum eins og öllum öðrum með sérstakri vinsemd og virðingu, og leist afar vel á hann fyrir mína og strákanna hönd. Okkur Hauki er minnisstæð sumarbústaðadvöl norður í Aðaldal fyrir allmörgum árum en þá vildi svo til að Munda og Finnur voru í næsta bústað ásamt vinahjónum sínum. Þetta urðu skemmtilegir dagar, borðað og drukkið kaffi á víxl í báð- um bústöðum og mikið skrafað og hlegið. Ég kveð mína góðu vinkonu með þakklæti og söknuði. Ég get því miður ekki verið við útförina en við Haukur vottum Guðmundi og Val og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Gyða Jóhannsdóttir og fjölskylda. Það er margs að minnast þegar Munda móðursystir mín er kvödd. Ég minnist meðal annars glaðværð- ar hennar og hlýleika. Munda var mjög félagslynd og þekkti þar af leiðandi marga auk þess sem hún var afskaplega frændrækin. Ávallt var mikill gestagangur á heimili hennar og Finns og alltaf var pláss fyrir einn í viðbót. Þegar ég fyrir all- mörgum árum dvaldi í sex mánuði á Akureyri vegna náms var gott að eiga Mundu að. Hún var alltaf að kynna mig fyrir nýju frændfólki sem ég þekkti ekki áður auk þess sem hún var ávallt tilbúin í spjall. Undir hennar verndarvæng saumaði ég fyrsta og eina síðkjólinn minn og þegar ég kynntist mannsefninu mínu á Akureyri á þeim tíma þekkti Munda auðvitað til hans og gaf grænt ljós. Að leiðarlokum vil ég og mín fjölskylda þakka Mundu sam- fylgdina í gegnum árin og munum við minnast hennar með virðingu og hlýju. Innilegar samúðarkveðjur sendum við sonum hennar þeim Guðmundi og Val og fjölskyldum þeirra. Marta og fjölskylda. Ég var stödd í Reykjavík. Síminn hringdi. Vinkona mín á Akureyri sagði: „Ég má til að segja þér að hún Munda okkar er dáin.“ Ég held að það hefði verið sama hver vinkvenna okkar hefði hringt, þær hefðu allar sagt Munda okkar, svo vinsæl var hún í okkar hópi. Þessi fregn var í rauninni gleði- frétt, fyrir hana og þá sem þótti vænst um hana, því að þau urðu ör- lög hennar síðustu árin að vera hald- in einum hvimleiðasta sjúkdómi sem aldraðir fá, alzheimer. En svo und- arlegt sem það kann að virðast varð ég angurvær, jafnvel hrygg. Það er gleðistund þegar lítið barn heilbrigt fæðist, en þegar lífsstrengurinn slitnar lútum við höfði í virðingar- skyni við hinn láta og alveldið, hvert sem það svo sem er. Og minningarnar hrannast upp í hugann: Í mínum huga eru þær svo sannarlega margar um Guðmundu Pétursdótttur og allar góðar. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir meira en hálfri öld, fyrst í Reykjavík en þó einkum á Akureyri. Það vildi svo til að við fluttum þangað báðar með fjölskyldum okkar sama árið, l952. Hvorug okkar átti þar kunningja- hóp, raunar stóð Munda betur að vígi því að hún hafði verið þar í skóla. En fljótlega urðu vinkonur Mundu líka vinkonur mínar og þetta var glaður og skemmtilegur hópur og sauma-klúbbur var stofnaður. Samgangur okkar Mundu varð býsna nikill þó að Munda og Finnur skipstjóri, maðurinn hennar, byggðu sér fljótlega hús lengst niðri á Eyri en mín fjölskylda prílaði upp á Suðurbrekku og hvorug fjölskyld- an hefði bíl til umráða, en þetta voru glaðir og góðir dagar. Á þessum árum starfaði á Akur- eyri kvenfélagið Hlíf og gengum við velflestar í það. Þá höfðu Hlífarkon- ur af miklli elju og dugnaði byggt fyrsta barnaheimilið á Akureyri. Það hét og heitir raunar enn Pálm- holt. og stóð þá á fallegu túni nokkru ofan við byggðina. Fyrir mörgum árum gaf félagið Akureyrarbæ Pálmholt. Þar er enn rekinn leik- skóli og húsið komið inn í þétta byggð. Ekki er mér nú grunlaust um að sumar þeirra kvenna sem ötulast stóðu að framkvæmdunum hafi ver- ið „vel giftar“, þ.e.a.s. átt laghenta eiginmenn sem hafi lagt þeim lið meðan á byggingunni stóð. Þetta var sumardvalarheimili sem félagið rak um margra ára bil. Ég held að mörg móðirin hafi orðið fegin að vita barn- ið sitt í öruggri gæslu, vitandi að það fengi hollan og góðan mat um há- degið. Gjaldi var mjög stillt í hóf. Mjög skömmu eftir að Munda gekk í félagið mátti með sanni segja að hún annaðist að mestu um rekst- ur Pálmholts. Hún var með umboð fyrir DAS niðri í miðbæ, þar tók hún á móti umsóknum, tók á móti greiðslum þeirra sem gátu borgað og annaðist bókhald að mestu. Aldr- ei tók hún nein laun fyrir þessi störf, ég held að ánægjan hafi verið kaupið hennar. Um margra ára skeið var hún for- maður Kvenfélagsins Hlífar og þar stjórnaði hún af röggsemi og prýði. Nú síðustu árin hefir hún verið heið- ursfélagi þótt hún lægi ekki á liði sínu við að baka og taka þátt í félags- störfunum meðan heilsan leyfði. Fyrir um það bil tíu árum príluðu svo Munda og Finnur líka upp á Suðurbrekkuna og við urðum ná- grannar. Ég held að mér sé óhætt að segja að fáir dagar liðu án þess að við hittumst eða töluðum saman í síma. Þegar ég hef verið að heiman hefur mér alltaf fundist að ég þyrfti að hringja til Mundu, þótt ég viti að í nokkur ár hafi ég ekki getað það. Munda var mikil barnagæla og þurfti þá auðvitað að fylgjast með því þegar barnabörnin mín fóru að koma í heimsókn. Börn finna gjarn- an hvað að þeim snýr, ég minnist þess oft að börnin flugu upp um hálsinn á Mundu, jafnvel þótt þau kæmu frá Ameríku og töluðu bara ensku. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra Hlífarkvenna sem urðu þess aðnjót- andi að þekkja Guðmundu Péturs- dóttur og við vottum henni virðingu og innilega þökk. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með henni öll þessi ár og fjölskyldu hennar votta ég samúð. Hólmfríður Jónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 45 Með þessum fátæk- legu orðum viljum við minnast elsku afa okk- ar. Hann afi hafði ein- stakt lag á að laða að sér börn með hæglæti sínu og ljúfu viðmóti. Hann lét aldrei neinn finna að þeir væru eitthvað minni en aðrir. Júlíana og hann áttu sérstök sam- skipti. Hún spurði hann spurninga og hann svaraði með hummi og hún gat alltaf túlkað hverju afi hafði svarað, auðvitað sér í hag, og bæði urðu jafnánægð. Að öðrum ólöstuðum var afi falleg- asta og besta manneskja sem Júl- íana hafði kynnst. Að koma til ykkar, afa og ömmu, í sveitina var alltaf tilhlökkunarefni BALDUR GESTSSON ✝ Baldur Gestssonfæddist á Orms- stöðum í Klofnings- hreppi 19. nóvember 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Staðarfells- kirkju 10. febrúar. og ekki má gleyma að það varð að hafa með sér súkkulaði handa afa. Það var síðan sett í eina eldhússkúffuna, reyndar hvarf það að mestu í aðra munna en hans. Það verður erfitt og heldur tómlegt að koma næst í sveitina og enginn afi. Við ætlum að vera duglegar að hjálpa ömmu og vera góðar við hana þegar afi er ekki lengur hjá henni. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftar í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bústað og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgr. Jónsson frá Ljárskógum.) Hafðu þökk fyrir allt. Þínar Guðríður (Dæja) og Júlíana Silfá. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina /                  5 : 5 :  4,   4G () "   %4" HI  41 $   A $!   4  &&' 6 "1# #4 ()"  5)#  ##$  5)#+# " # " * #()"  # <  5)#()"  5)# "+# + * #* #, =  >  # ?   ( ?3 (        ! !    !     .<: <: : <"##"  #(  41, &$$() #" &*   ' #(+# # , #4$(()"  & $(  " &$$() +# )*  " #(+#, /              & <7 -: <:8 : &$1' 4" ?? -" '"   $ $ ( 7   '   : !(   7 $  $  9   8'' #(!     &$ &#()"   '#A , &)$ " ()"  " ' <  +# + * #* #,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.