Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 53
ÉG SKRIFA þetta til að svara ný-
legri grein eftir Halldór B. Runólfs-
son um innsetningu mína í Listasafni
Reykjavíkur-Hafnarhúsi sem lýkur
25. mars. Ég var á Íslandi árið 1988
þegar ég fékk Fulbright-rannsóknar-
styrk til að þróa höggmynd, sem nýtir
jarðvarmaorku, með aðstoð Hitaveitu
Reykjavíkur. Styrkur frá American-
Scandinavian Foundation gerði mér
kleift að fara aftur til Íslands árið
1999. Orkuveita Reykjavíkur, Jarð-
hitafélag Íslands og American-
Scandinavian Foundation hafa einnig
styrkt innsetninguna.
Morgunblaðið hefur heiðrað mig
með mörgum vel skrifuðum og
grunduðum greinum og mjög já-
kvæðri umsögn Braga Ásgeirssonar
28. október 1988. Þótt allir listamenn
vilji að fólk kunni að meta þá og skilji
þá eru nokkrir gagnrýnendur í
hverju landi sem beita óvenjulegum
ráðum til að hindra það.
Þessi nýlega gagnrýni hefst á þeim
alröngu upplýsingum að ég hafi með
einhverjum hætti búið til gervigeys-
inn við Perluna í Öskjuhlíðinni, sem
var dásamlegt verkfræðiafrek ís-
lenskra verkfræðinga, og að ég sé nú
að misbjóða vitsmunum allra Íslend-
inga með gufuknúnum höggmyndum
mínum sem séu veikar að forminu til
(ég hef aldrei notað vatnsgufu).
Gagnrýnandinn hefði átt að kanna
fyrst greinasafn Morgunblaðsins og
sýningarskrá listasafnsins þar sem
starfi mínu hér á Íslandi er lýst ná-
kvæmlega. Á meðal annarra heimilda
sem hægt hefði verið að nota er grein
sem ég skrifaði í alþjóðlegt fagur-
fræðitímarit á sviði lista og vísinda,
Leonardo (árgangur 33, # 3), sem
gefið var út í fyrra. Öllum öðrum
spurningum hefði verið hægt að
svara með 20 króna símhringingu til
listasafnsins. Hann virðist einnig hafa
misst af eða gleymt Ugluspegli Kol-
brúnar Halldórsdóttur (í íslenska rík-
issjónvarpinu) sem helgaði heilan
þátt innsetningu minni í Krýsuvík ár-
ið 1988.
Hvað varðar þá fullyrðingu að verk
mín séu veik að forminu til vil ég að-
eins benda á ýtarlegar umsagnir m.a.
í The New York Times 28. febrúar
1999 og Artspeak 16. apríl 1988 þar
sem höfundarnir eru báðir sammála
Braga Ásgeirssyni. Ritgerðin í sýn-
ingarskránni var skrifuð af listgagn-
rýnanda The New York Times, D.
Dominick Lombardi, sem er að skrifa
umsögn um þessa innsetningu í Hafn-
arhúsinu fyrir Sculpture Magazine.
Verk mín eru eins og sjáanleg
sagnakvæði og gera ráð fyrir að
áhorfandinn sé næmur og móttæki-
legur fyrir sjónrænum áhrifum. Þeim
hefur verið vel tekið á stöðum eins og
háskólunum Harvard, MIT og Tuft
þar sem ég notaði jarðvarmaherma
sem ég þróaði við MIT Center for
Advanced Visual Studies sem rann-
sóknastyrkþegi á árunum 1993–97.
Verk mín í Hafnarhúsinu eru knúin
áfram af heitu jarðvatni sem starfar
eins og nokkurs konar blóð sem
streymir í gegnum verkin. Fólk fær
það á tilfinninguna að höggmyndirn-
ar séu með sjúkrahúsaslöngur sem
haldi þeim lifandi. Ef til vill brást
gagnrýnandinn réttilega við þessum
fyrirséðu áhrifum, þannig að honum
hafi liðið ónotalega.
Gagnrýnandinn kann að hafa van-
þóknun á verkum mínum en ég tel
einnig að hann þurfi að skilja upptök
eigin tilfinninga og fullnægja lág-
markskröfum um heiðarlega blaða-
mennsku áður en hann lætur skoðun
sína í ljósi opinberlega. Umsögn af
þessu tagi getur verið mjög skaðleg
fyrir orðspor ungs listamanns. Í
þessu tilviki er það þó ekki orðstír
minn sem hefur beðið skaða. Ef til vill
getur önnur heimsókn Morgunblaðs-
ins bætt úr þessu. Ég vona einnig að
almenningur geti séð þessa sýningu,
sem er nú orðin umdeild.
Virðingarfyllst,
ROBERT DELL,
myndhöggvari.
Athugasemd við gagnrýni
Frá Robert Dell:
KOMIÐ hefur fram sú hugmynd að
nauðsyn bæri til þess að breyta
starfsháttum Alþingis þannig að í
stað þess að skylda alþingismenn til
þingsetu og umræðna um öll frum-
vörp sem fyrir Alþingi eru lögð verði
ráðið sérmenntað starfslið til þing-
setu og afgreiðslu þeirra mála. Þá
gætu alþingismenn haldið sínum
störfum heima hjá sér og sent frá sér
þau frumvörp sem þeir vilja leggja
fram til Alþingis. Með því mundi ör-
yrkjum, öldruðum og börnum skap-
ast möguleiki á að mynda virkan
stjórnmálaflokk um sín málefni þar
sem kraftar þeirra og heilsa gera
þeim þingsetu ókleifa. Alþingismenn
væru launalausir en fengju fríar ferð-
ir til að hittast á Alþingi einn helgi-
dag í viku. Þar mundu þeir kynnast
hver öðrum og ræða málin. Maka
sína mættu þeir hafa með sér til
traust og halds.
Starfsliðið, sem afgreiðir málin á
Alþingi, væri valið og ráðið af stjórn-
málaflokkunum.
Fjöldi starfsliðsins væri eftir þörf-
um. Líklega yrði hver flokkur að hafa
einn starfsmann fyrir hvert ráðu-
neyti. Ríkisstjórnin væri skipuð ein-
um manni frá hverjum stjórnmála-
flokki í hvert ráðuneyti.
Starfslið Alþingis leggur öll mál
full búin fyrir ríkisstjórnina til af-
greiðslu. Styrkleiki stjórnmálaflokk-
anna kemur fram í fjölda og gæða
frumvarpa. Ætla má að fjölmennustu
flokkarnir skili mestu. Verði þannig
að málum staðið má ætla að sann-
girni og yfirvegun ráði afgreiðslu
mála, en ekki sérhagsmunir þing-
manna og þeirra vina.
Þessi tilhögun kemur í veg fyrir að
góðum hugmyndum minnihluta-
flokkanna verði hafnað án athugunar
og launaleysi þingmanna kemur í veg
fyrir að menn bjóði sig fram til Al-
þingis án þess að hafa hugsjónir, sem
þeir vilji fórna sér fyrir.
Helstu annmarkar á þessari hug-
mynd eru í fyrsta lagi að það er svo
mikil vinna að fá yfirsýn yfir þjóð-
málin að þingmenn sem stunda sína
vinnu heima eru ónothæfir þingmenn
sökum skorts á yfirsýn. Í öðru lagi
yrði ríkisstjórnin að verða samsett af
jafn mörgum ráðherrum fyrir hvern
flokk og ráðuneytin væru mörg. Ef
það væru fimm ráðuneyti þyrfti tutt-
ugu og fimm ráðherra. Það getur
varla gengið. Í þriðja lagi væri hætt
við að starfsliðið á alþingi réði allt of
miklu, yrði ráðandi afl í þjóðfélaginu.
Þessu er til að svara. Tuttugu og
fimm ráðherrar gætu látið sér nægja
tvö hundruð þúsund á mánuði þegar
þeir fá full unnin erindi til afgreiðslu.
Það eru fjórföld laun ellilífeyrisþega.
Þá yrðu laun allra ráðherranna ekki
meira en fimm miljónir á mánuði. Er
það mikið meira en allir ráðherrarnir
fá núna? Til að koma í veg fyrir of
mikil völd starfsliðsins á Alþingi
gætu verið ýmis ráð. Til dæmis að
enginn mætti starfa lengur en ákveð-
inn og takmarkaðan tíma á Alþingi.
Einnig að ráðherrar hefðu neitunar-
vald á starfsmenn. Hver þeirra sem
væri gæti sagt starfsmanni upp án
fyrirvara ef hann rækti ekki starf
sitt.
Þetta með yfirsýn alþingismanna
er dálítið erfitt mál. Þó má segja að
vikulegir samfundir allra alþingis-
manna ráði nokkra bót á því. Hugs-
anlegt væri, að kjósendur þingmanna
í kjördæmum kostuðu alþingismenn
á námskeið eða kynnisferðir um kjör-
dæmin.
Þegar öllu er á botninn hvolft ætti
að athuga þessa hugmynd vel því hún
stuðlar að lýðræðislegri stjórnun og
kemur í veg fyrir óviðunandi vinnu-
álag á alþingismenn. Síðast en ekki
síst er möguleikinn fyrir minnimátt-
ar þegna ríkisins að hafa áhrif á sín
mál, því nú gætu þeir stofnað sinn
stjórnmálaflokk án þess að hafa lík-
amlega orku til þingsetu.
KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON
frá Húsafelli.
Hugmynd að breyttu
skipulagi varðandi
stjórn landsins
Frá Kristleifi Þorsteinssyni: SIGURÐUR Lárusson skrifar í Bréfi
til blaðsins 4. febrúar sl. undir fyr-
irsögninni „Vei ykkur, hræsnarar“.
Veitist hann þar að stjórnarandstöð-
unni, einkum þeim Steingrími J. Sig-
fússyni og Össuri Skarphéðinssyni
fyrir málflutning þeirra í umræðun-
um um Öryrkjafrumvarpið s.k.
Telur Sigurður málflutning þeirra
hina mestu hræsni,eftir að bent hafi
verið á að það væri aðeins lítill hópur
örorkulífeyrisþega sem fengi hækk-
un út á dóm Hæstaréttar, og það ekki
þeir verst settu. Ljóst er af skrifum
þessum að stjórnarliðum hefur tekist
það ætlunarverk sitt að slá ryki í
augu einhverra með þeim málflutn-
ingi sínum.
Nú er það auðvitað svo, eðli máls
samkvæmt, að þeim einum bar leið-
rétting samkvæmt dómi þessum, sem
eitthvað var með ólögmætum hætti
frá tekið.
Málareksturinn fyrir dómstólum
gekk fyrst og fremst út á að fá við-
urkennt að óheimilt sé að skerða bæt-
urnar með tilliti til tekna annarra en
bótaþegans sjálfs.
Hér er um sjálfsögð einstaklings-
bundin réttindi að ræða, að viðkom-
andi þurfi ekki að fara bónarveg að
maka sínum um hvaðeina sem snertir
veraldlegar þarfir.
Það er svo annar slagur sem býður,
að fá þessi örorkulaun almennt
hækkuð svo lífvænleg verði fyrir þá
sem á þau ein verða að treysta. Ég á
svolítið erfitt með að trúa því að Sig-
urður telji óþarfa, að dæmdur ræn-
ingi skili feng sínum, ef sá sem rænd-
ur var er í sambúð með þokkalega
tekjuháum einstaklingi.
Ég trúi því raunar líka heldur illa
upp á fyrrum félaga mína í Sjálfstæð-
isflokknum, að það sé þeirra hjartans
sannfæring. Það er erfitt að skilja
hvers vegna önnur lögmál eiga að
gilda um örorkubætur en atvinnu-
leysisbætur, en þar mun engin skerð-
ing vegna tekna maka áskilin.
Þessar bætur eru þó auðvitað um
margt hliðstæðar. Hvorutveggja
framfærslueyrir vegna þess að við-
komandi fær ekki greitt fyrir vinnu-
framlag. Hvað yrði ef engin örorku-
laun væru greidd?
Væntanlega ættu öryrkjar ekki
annan kost en að leita fyrir sér á yf-
irfullum vinnumarkaði. Þar ættu þeir
líklega eitthvað óhægara um vik í
hörðum slag og í framhaldinu lentu
þeir á atvinnuleysisbótum, eða þá
þeir aðrir sem sprækustu öryrkjarnir
ryddu til hliðar. Að lokum verð ég að
undrast þau skilaboð sem þjóðinni
voru af stjórnarliðum send, að í lagi
sé að brjóta rétt á fólki ef um tiltölu-
lega fáa sé að ræða sem fyrir verða.
Sérstaklega undrar mig að heyra
slíkt úr munni sjálfstæðismanna. Það
er eins og forystumenn þess ágæta
flokks gleymi strax að afloknum s.k.
landsfundum hvað þeir voru að
álykta og samþykkja.
„Gjör rétt, þol ei órétt.“
KRISTJÁN H. THEODÓRSSON
Grenivöllum 20, Akureyri.
Hverjir eru
hræsnarar ?
Frá Kristjáni H. Theodórssyni:
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Afgreiðslu-
borð
Komdu með hugmynd...
Netverslun - www.isold.is
Heildarlausnir
fyrir verslanir og fyrirtæki
Svæða- og
viðbragðs-
meðferð
Nám þetta spannar tvö ár.
Námið hefst í Reykjavík og á Akureyri,
miðvikudaginn 21. febrúar.
Upplýsingar í síma 557 5000 kl. 11-13.
Velkomin á heimasíðu skólans, www.nudd.is
Nuddskólinn í Reykjavík og Svæða- og
viðbragðsmeðferðaskóli Íslands.
Í svæða- og viðbragðsmeðferðaskóla
Íslands (SOVÍ) lærir þú:
* að þekkja líkamann á nýjan hátt
* að auka næmni þína og skynjun
* að beita þessari þekkingu og næmni þér
og öðrum til heilsubótar
●
●
●
● !" #
"
● $
"
! # $ %
#&
#
Fjögur frábær fyrirtæki
1. Ein glæsilegasta hárgreiðslustofa borgarinnar til sölu og er staðsett
í miðborgarkjarnanum. Átta stólar og öll tæki sem þarf. Mikil við-
skipti, blandaður hópur. Skemmtilegur og nýtískulegur vinnustaður.
Stofa sem allir þekkja og er bara núna til sölu og það eingöngu fyrir
þig.
2. Matframleiðsla fyrir veislur og verslanir. Mjög sérhæfð framleiðsla
og sá eini í þessari vöru í borginni. Skiptir við stærstu stórmarkaðina
og öruggustu aðilana sem alltaf greiða, stundum fyrirfram. Aðalvinna
við þessa framleiðslu eru fjórir mánuðir en þá munar um það. Tilvalið
með öðru sem er jafnara t.d. veislueldhús.
3. Ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, vel staðsett. Selur ritföng og
leikföng og hefur umboð fyrir happdrætti og filmumóttöku. Vaxandi
velta. Selst vegna flutnings út á land.
4. Glæsileg íþróttaverslun með góða veltu til sölu. Selur aðalega Nike
og Adidas vörur ásamt eigin innflutningi. Er í góðu sambandi við
íþróttafélög og er vel þekkt.
Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.