Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 55
DAGBÓK
Hönnun
List
Gullsmiðir
Fyrirlestur um
kvíða og fælni
Eiríkur Örn Arnarson, sálfræðingur, mun halda
fyrirlestur í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. febrúar,
um fælni, sem mun vera einn algengasti
geðsjúkdómurinn, og kvíðann sem fælni tengist.
Fyrirlesturinn fer fram á Hótel Lind, Rauðarárstíg
18 og hefst kl. 20:30.
Aðgangur ókeypis.
Í kjölfarið verður farið af stað með sjálfshjálparhóp
fyrir fælna í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7,
föstudagskvöldið 16. febrúar kl. 20. Þeir sem þjást
af fælni eru hvattir til að mæta.
ÞÚ ert í suður og spilar
fjóra spaða eftir opnun
austurs á veikum tveimur í
hjarta.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ K987
♥ 9752
♦ D1062
♣ Á
Suður
♠ ÁDG1062
♥ 86
♦ Á753
♣ K
Vestur Norður Austur Suður
– – 2 hjörtu 2 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Vestur kemur út með
hjartadrottningu, sem aust-
ur yfirtekur með kóng, hirð-
ir annan slag á hjartaás og
spilar svo gosanum. Þú
stingur auðvitað frá með
háu trompi og þarft nú bara
að sjá til þess að gefa ekki
nema einn slag á tígul.
Hvernig ætlarðu að tryggja
það?
Eitt er víst – vestur á tíg-
ulkóng, því ella hefði austur
vakið á einu hjarta en ekki
tveimur. En hvernig liggur
tígulinn? Á vestur KGxx eða
Kxx og austur Gx? Þetta er
meginvandinn. Þú tekur
fyrst trompin og í ljós kem-
ur að austur á eitt. Þar með
aukast líkurnar á því að
hann sé með tvíspil í tígli, til
dæmis skiptinguna 1-6-2-4.
En ekkert er víst í brids-
heiminum frekar en hinum
almenna og margir opna á
veikum tveimur með 1-6-
1-5. Er hægt að ráða við
báða möguleika?
Norður
♠ K987
♥ 9752
♦ D1062
♣ Á
Vestur Austur
♠ 54 ♠ 3
♥ D ♥
ÁKG1043
♦ K98 ♦ G4
♣ DG87542 ♣ 10963
Suður
♠ ÁDG1062
♥ 86
♦ Á753
♣ K
Það er hægt. Þú tekur
þinn laufslag og spilar svo
tígulás og tígli með því hug-
arfari að setja drottninguna
ef vestur dúkkar. Í þessari
legu er málið þar með af-
greitt, en hafi vestur byrjað
með KGxx er fjórða hjart-
anu spilað úr borði og tígli
hent heima. Austur verður
þá að spila hjarta eða laufi
út í tvöfalda eyðu og þá
hverfur tapslagurinn á tíg-
ul.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Árnað heilla
STAÐAN kom upp í B-flokki
skákhátíðarinnar í Wijk aan
Zee er lauk fyrir skömmu.
Hvítt hafði meðlimur Skák-
félags Hafnarfjarðar, hol-
lenski alþjóðlegi meistarinn
Manuel Boosboom (2439),
gegn hinum reynslumikla
stórmeistara, Boris Gulko
(2622).
30.Hxf7+! Dxf7
31.Dd4+ og
svartur gafst
upp enda verður
hann manni und-
ir eftir t.d.
31...Df6 32.Dxf2.
Manuel hefur
sérstakan skáks-
tíl og fer sjaldan
troðnar slóðir í
byrjunum sem
og skákin ber
með sér: 1.c4 e5
2.e3 Rf6 3.a3 g6
4.b4 Bg7 5.Bb2
d6 6.d3 O-O
7.Rf3 Rg4 8.h3 Rh6 9.Db3 a5
10.Rbd2 axb4 11.axb4
Hxa1+ 12.Bxa1 Be6 13.d4
exd4 14.Bxd4 Rc6 15.Bxg7
Kxg7 16.Be2 f5 17.O-O Df6
18.Da3 Rf7 19.c5 Bd5 20.Hc1
f4 21.e4 Rd4 22.Bd3 Rxf3+
23.Rxf3 Be6 24.cxd6 cxd6
25.Hc7 Hc8 26.Dc1 Ha8
27.Kh2 Ha2 28.Bc4 Bxc4
29.Dxc4 Hxf2. 5. umferð
Meistaramóts Hellis fer fram
í kvöld kl. 19:30, í félagsheim-
ili félagsins í Mjódd. Áhorf-
endur eru velkomnir.
SKÁK
Umsjón Helgi
Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Forvitni þinni eru lítil tak-
mörk sett og þú getur not-
fært þér það í fjölbreyttum
viðfangsefnum þínum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur verið á mikilli hrað-
ferð síðustu dagana, en ættir
nú að hægja á þér og líta yfir
farinn veg. Haltu ekki áfram
fyrr en allt er komið á hreint.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt allt virðist rólegt á yf-
irborðinu kraumar undir og
þú skalt vera viðbúinn hverju
sem er. Vertu samt óhrædd-
ur við að halda þínu striki.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú virðist þurfa að semja um
alla skapaða hluti svo þú
skalt bara ganga í það og
mátt alls ekki láta það fara í
taugarnar á þér, þótt tíma-
frekt sé.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef þú finnur þér ekki tíma til
þess að leyfa sköpunarþránni
að flæða áttu á hættu að glata
þessum skemmtilega og gef-
andi þætti í fari þínu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Leyfðu hlutunum að þróast
af sjálfum sér og reyndu ekki
að hraða atburðarásinni,
hversu mjög sem þig þó lang-
ar til þess. Vertu tillitssamur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú er ekki rétti tíminn til
þess að hrinda úr vör verk-
efni, sem þú hefur lengi borið
fyrir brjósti. Sýndu ögn meiri
þolinmæði og þá gengur allt
upp.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekkert er sem sýnist og því
sjálfsagt að grafast fyrir um
hlutina og standa klár á því
sem gerist. Öðruvísi geturðu
ekki haft þitt á hreinu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gættu þess að láta stjórn-
semina ekki ganga út yfir allt
og alla. Þú getur fengið það
sem þú vilt út úr fólki með
lipurð og sveigjanleika.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu það ekki slá þig út af
laginu, þótt allir hlutir gangi
ekki upp nákvænlega eins og
þú vilt.\Hafðu bara stjórn á
því sem skiptir máli.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Stundum þarf að ráðast oft
til atlögu við sama verkefnið
áður en það gengur upp. En
nú er komið að því að þú upp-
skerir laun erfiðis þíns.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hlutirnir virðast hafa tekið
aðra stefnu en þú helst hefðir
kosið. Bíddu samt með að-
gerðir því að það er aldrei að
vita nema útkoman verði þér
í hag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vertu óhræddur við að deila
draumum þínum með völdum
vinum og vandamönnum. Það
er svo notalegt að láta hug-
ann reika frjálsan og öllu
óháðan.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
60 ÁRA afmæli. Í dag,14. febrúar, verður
sextugur Jens Kristmanns-
son, aðalbókari, Engjavegi
31, Ísafirði. Hann og eigin-
kona hans, Sigríður Þórðar-
dóttir, taka í tilefni dagsins
á móti ættingjum og vinum í
Oddfellowhúsinu á Ísafirði
föstudaginn 16. febr. kl. 20.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 10. júní sl. í Fríkirkj-
unni í Reykjavík af sr. Frið-
riki Hjartar Guðrún Anna
Oddsdóttir og Guðbjörn
Sigfús Egilsson. Heimili
þeirra er í Ólafsvík.
LJÓÐABROT
HÁVAMÁL
I
Gáttir allar,
áðr gangi fram,
um skoðask skyli,
um skyggnask skyli,
því at óvíst er at vita,
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.
- - -
Ungr var ek forðum,
fór ek einn saman,
þá varð ek villr vega;
auðigr þóttumk,
er ek annan fann:
maðr er manns gaman.
- - -
Nú eru Háva mál
kveðin Háva höllu í,
allþörf ýta sonum,
óþörf jötna sonum;
heill sá er kvað,
heill sá er kann,
njóti sá er nam,
heilir, þeirs hlýddu.
TUTTUGU og átta ára
gömul kona frá Ghana óskar
eftir pennavinum. Áhuga-
mál hennar eru m.a. lestur,
eldamennska og ferðalög.
Rosina Hayford,
Briscoe Road Booc 159,
Elmina.
Ghana, Africa.
SHAUGHN, sem er Banda-
ríkjamaður, óskar eftir
pennavinum á Íslandi.
Shaughn Varnell,
5170 S. Malta Way,
Aurora, Co, USA.
KARINA, sem hefur mikinn
áhuga á Íslandi og langar að
heimsækja landið, óskar eft-
ir pennavini.
Karina River,
C.C. 12238 (Sue 4)
Montevideo,
Uruguay.
Pennavinir
kl. 11–13.10 11.–14. umferð
kl. 13.10–14 matarhlé
kl. 14–19.30 15.–23. umferð
SVEITAKEPPNI :
Sunnudagur 18. febrúar:
kl. 13–19 1.–4. umferð
kl. 19–20.30 matarhlé
kl. 20.30– 23.15 5.–6. umferð
Mánudagur 19. febrúar:
kl. 13–19.15 7.–10. umferð
kl. 19.30 verðlaunaafhending
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra setur 20. Bridshátíð
Flugleiða, BSÍ og BR sem verður
haldin um helgina. Þátttaka er mjög
góð að venju en 130 pör og 80 sveitir
hafa skráð sig.
Keppendur koma alls staðar að á
landinu en einnig frá Bandaríkjun-
um, Kanada, Englandi, Svíþjóð,
Noregi og Hollandi. Keppnisstjórar
verða Sveinn Rúnar Eiríksson og Ei-
ríkur Hjaltason. Allir áhugamenn
um brids eru hvattir til að líta við á
Hótel Loftleiðum og fylgjast með
brids í heimsklassa. Sunnudag og
mánudag verða valdir leikir sýndir á
sýningartöflu, en spiluð verða sömu
spil á öllum borðum í sveitakeppn-
inni. Hægt verður að fylgjast með
stöðunni í Textavarpinu á s. 326 og á
heimasíðu BSÍ, www.bridge.is.
Dagskrá Bridshátíðar verður
sem hér segir:
TVÍMENNINGUR:
Föstudagur 16. febrúar:
kl. 19 Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra setur hátíðina
kl. 19.15–00.30 1.–10. umferð
Laugardagur 17. febrúar:
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Morgunblaðið/Arnór
Svipmynd frá upphafi Bridshátíðar í fyrra.
Halldór Ásgrímsson
setur Bridshátíð
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Það mættu 25 pör í tvímenninginn
6. febrúar sl. Efstu pör í N/S urðu
þessi:
Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 372
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 328
Ólafur Ingimundars. – Jón Pálmason 327
Hæsta skor í A/V:
Ragnar Björnsson – Hreinn Hjartarson 363
Magnús Oddsson – Guðjón Kristjánss. 363
Leifur Jóhanness. – Einar Guðnason 347
Sl. föstudag mættu 20 pör og þá
urðu úrslit þessi í N/S:
Bragi Salomonss. – Lárus Hermannss. 264
Bragi Björnsson – Magnús Halldórss. 251
Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 237
Hæsta skor í A/V:
Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálsson 271
Sigurleifur Guðjss. – Þorsteinn Erlingss.257
Páll Hannesson – Kári Sigurjónss. 247
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
216 á föstudag.
Með morgunkaffinu
Ég verð komin eftir fimm mínútur. Ég á bara eftir
að taka til í herberginu mínu fyrst.