Morgunblaðið - 14.02.2001, Page 57

Morgunblaðið - 14.02.2001, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 57 DÓMURINN sem féll á herðar Napster-netfyrirtækisins á mánudag, um að þeir skyldu hindra frían að- gang notenda sinna á höfundarrétt- arskyldri tónlist, hefur verið mikið umtalsefni um allan heim. Hljómsveitin Metallica fagnaði úr- skurðinum og sagði þetta sigur fyrir alla þá tónlistarmenn sem kjósa að berjast á móti því þegar óprúttnir kaupsýslumenn notfæra sér tónlist annarra sér til framdráttar án sam- þykkis. Það kom einnig mörgum á óvart þegar breska sveitin Manic Street Preachers fagnaði dómnum með þeim rökum að Napster væri ekkert annað en fégráðugt fyrirtæki „álíka illt og Coca Cola“, eins og Nicky Wire orðaði það. Tónlistarmarkaðurinn hér á landi er lítill og viðkvæmur. Í ljósi þess hversu harkalega bókin rassskellti geisladiskinn um síðustu jól er full ástæða til þess að ræða það hverjar afleiðingar notkunar tónlistarskipti- forrita á borð við Napster eru. Napster víkkar sjóndeildarhringinn „Mér finnst mjög gott mál að það sé verið að dæma í þessu og að ein- hver sé að velta því fyrir sér hvernig svona hlutir eiga að ganga fyrir sig,“ segir Gunnar Tynes, meðlimur múm. „Á sama hátt finnst mér rosalega sniðugt að fólk geti haft svona gott að- gengi að allri þeirri tónlist sem það mögulega vill heyra. Ég einhvern veginn sé þetta mál ekki fara á neinn annan hátt en að ríku tónlistarmenn- irnir eigi eftir að hagnast enn meira á þessu. Ég held að þetta eigi ekki eftir að breyta neinu í sambandi við hug- sjónamennsku. Ég held að það að geta kynnt sér hvaða tónlist eða hljómsveit sem er víkki sjóndeildar- hringinn í tónlist. Þegar þú finnur eitthvað sem þér líkar við, þá áttu eft- ir að fylgjast með því, kaupa svo disk- inn og kynna þér málin betur. Þetta gefur fólki betra tækifæri til þess að finna eitthvað frábært.“ Einhver verður að borga brúsann „Dómurinn sýnir fyrst og fremst hvað höfundarrétturinn er sterkur og það að löggjafanum er ljóst að þetta snúist ekki um aðferðir heldur hvað verið er að gera,“ segir tónlistarmað- urinn Magnús Kjartansson, formaður Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. „Nú er komið for- dæmi og skýr skilaboð um að um lög- brot sé að ræða. Ef þú brýst inn í búð er ekki spurning með hvaða tækjum þú gerðir það. Ég held að Napster hafi verið ákaflega holl lesning fyrir tónlistariðnaðinn, þá sérstaklega fyr- ir útgefendur og þá sem koma nálægt smásölu. Þetta hefur verið ágætis æf- ing, þetta verður líklegast bara til þess að byggt verði eðlilegt viðskipta- umhverfi á Netinu. Þróunin verður líklegast sú að menn komast í hvaða efni sem er í gegnum tölvuna sína en borga fyrir að hlusta. Einhver verður að borga brúsann á endanum því ekk- ert verður til út frá engu. Það getur verið hægt að iðka um stund ein- hverja sjóræningjastarfsemi en það gildir þó sama reglan um hana og gerði í gamla daga. Þegar sjóræningj- arnir komast ekki í höfn til þess að skipta sjóðnum, þá endar fengurinn í kistum á eyðieyjum og eingöngu teikningar um hvar þeir liggja verða eftir. Það að láta sig dreyma um eitt- hvert sæluríki þar sem fólk fær allt ókeypis og getur nota peningana í eitthvað annað er ekki fyrirsjáanlegt, ekki fyrr en sálir okkar fara á Netið.“ Stök lög seld í stað platna „Tilvera Napsters hefur verið tví- þætt,“ segir Eiður Arnarsson, tónlist- armaður og útgáfustjóri Spors og Sprota. „Það sem er jákvætt er það að forritið hefur haft töluvert kynning- argildi. Það sem er hins vegar nei- kvætt er það að þetta hlýtur að draga úr sölu á afurðum stærri listamanna, þeir þurfa ekki þessa kynningu og missa því sölu. Áhrifin á útgefendur eru því tvíþætt en að mestu leyti hugsa ég að þeir fagni niðurstöðunni. Ég held að þetta geti verið gott verk- færi til þess að kynna þá sem eru minna þekktir. Nærtækt dæmi er örugglega Sigur Rós. Ég held að það sé engin spurning um að Napster hafi hjálpað þeim.“ Eiður er einn þeirra sem býst við stórum breytingum á markaðinum á komandi árum vegna þess hve þróun- in í hinum starfræna heimi er ör. Þ.á m. spáir hann því að í plötubúðum framtíðarinnar verði seld stök lög en ekki plötur. „Ég mun sakna þess að sumir geti ekki gefið út stórar plötur, ég held að það verði bara stærri listamenn sem geti það. Hins vegar verður væntan- lega mun auðveldara að nálgast efni sem er yfirleitt ekki fáanlegt á mark- aðinum. Lög sem voru kannski upp- seld. Sumir listamenn eiga bara inni fyrir nokkrum góðum lögum en gera ekkert endilega góðar plötur. Sem löghlýðinn maður er ég þó mun hlynntari dómnum en á móti honum. Umræðan hefur allt of mikið snúist um það að þarna hafi verið brotið á útgefendum en staðreyndin er sú að þetta er lögbrot gagnvart öll- um sem að tónlistarútgáfu koma.“ „Þetta er hið besta mál“ „Ég er alsæll með þennan dóm,“ svarar Bubbi Morthens tónlistarmað- ur. „Ég er það ánægður að ég held að ég fari bara út í búð á næstu dögum og kaupi mér eitthvað með Metallicu. Þetta er hið besta mál fyrir tónlist- armenn. Bæði að fá úr þessu skorið og í öðru lagi að höfundarréttur okkar sé ennþá verndaður sem ég tel skipta gífurlega miklu máli. Þó svo að það sé mjög ánægjulegt að fólk geti nálgast tónlist jafn auðveldlega finnst mér það hræðilegt að menn séu að eyða tíma og fyrirhöfn í það að búa til lög og texta, vinna þau í hljóðverum bara til þess að aðrir hirði þetta án þess að borga neitt fyrir. Í rauninni þýðir þetta að verðum atvinnulausir að stórum hluta til. Ég hef ekkert á móti dreifingu tónlistar á Netinu eins lengi og höfundarrétturinn er virtur,“ segir Bubbi, gallharður á sínu, að lokum. Ókeypis tónlist? Menn hafa misjafnar skoðanir á Napster-hugbún- aðinum. Birgir Örn Steinarsson hringdi í þá Bubba Morthens, Eið Arnarsson, Magnús Kjartansson og Gunnar Tynes og fékk að heyra skoðanir þeirra. Viðbrögð íslenskra tónlistarmanna við dóminum í Napster-málinu Reuters Stofnandi Napsters, Shawn Fanning, hefur fulla ástæðu til þess að vera áhyggjufullur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.