Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 31
LEIKRÝNI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 31 HÁVAR Sigurjónsson lætur þess getið í grein í Morgunblaðinu ellefta þessa mánaðar að um- ræðufundur um gagn- rýni sem haldinn var í Borgarleikhúsinu (hinn 31. janúar) hafi ekki ,,beinlínis [orðið] til þess að efla trú manns á hlut- verk fjölmiðlagagnrýni í því flókna samspili fjöl- miðlunar og listrænnar sköpunar sem nútíma- samfélag býr við“. Nokkrir fundargesta á umræddum fundi létu þá skoðun í ljós að þeim fyndist sem þeir hafi verið á þessum fundi áður; umræðan væri gamalkunnug og þreytt og virt- ist ekki geta hafið sig upp úr ákveðnu hjólfari. Sjálf hef ég ekki setið marga slíka fundi en sannleiksgildi þessarar skoðunar fékk ég staðfest þegar ég las nýverið síðasta bindið í sjálfsævi- sögu Sigurðar A. Magnússonar, Undir dagsstjörnu, en Sigurður var leiklistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins á árunum 1961-1968. Í bókinni segir Sigurður frá umræðufundi sem LR stóð fyrir í janúar 1964 ,,þarsem rædd skyldi leikgagnrýni og nyt- semd hennar“. Að sögn Sigurður fór fundurinn fram á sunnudegi við mik- ið fjölmenni og stóð frá klukkan þrjú til hálf-sjö. Svipaða sögu má segja um nýliðinn fund, þar var þó nokkuð fjölmenni og stóðu umræðurnar í tæpa fjóra tíma. Sigurður segir um- ræðurnar hafa fljótt þróast út í per- sónuleg deilumál og þar hafi verið gerð hörð hríð að gagnrýnendum og þeir (Sigurður og Ólafur Jónsson) hafi reynt að verja hendur sínar. Mér finnst það athyglisvert og að sjálf- sögðu nöturlegt að sjá að umræðan hefur ekki þroskast neitt á þeim tæp- lega fjörutíu árum sem liðin eru frá fundinum sem Sigurður segir frá. Á nýliðnum fundi var einnig gerð hörð hríð að okkur gagnrýnendum, við sökuð um léleg vinnubrögð og viðr- aðar kröfur sem engan veginn rúm- ast innan þess ramma sem blaða- gagnrýni er ætlað að falla í. Hvað á að fjalla um? Sem dæmi um þær kröfur sem fundarmenn gerðu til blaðagagnrýni má nefna að þeir vildu sjá leikrýninn setja fram vandaða greiningu og túlkun á verkinu án þess að ljóstra uppi efni þess; setja verkið í leiklist- arsögulegt samhengi; ræða þróun einstakra leikara og taka afstöðu til þess hvernig þeir blómstra hjá ákveðnum leikstjórum en síður undir stjórn annarra; ræða jafnframt per- sónulega þróun hjá leikmynda- og búningahönnuðum, svo og öðrum sem að viðkomandi uppfærslu koma; ræða erindi og boðskap viðkomandi leikverks; ræða stöðu og þróun við- komandi leikskálds, bera viðkomandi verk hans saman við fyrri verk hans svo og verk annarra; bera saman bók og leikgerð (ef um slíkt er að ræða); ræða kost og löst á verkefnavali leik- húsanna og velta fyrir sér ástæðum þess að tiltekin verk eru valin til sýn- inga en önnur ekki – og þannig mætti lengi telja. Hávar Sigurjónsson útfærir ýms- ar þessar kröfur og bætir nokkrum við í ofannefndri grein sinni: gagnrýnin á að ,,setja hlutina í sam- hengi. Skilgreina það sem á borð er borið í samhengi við það sem áður hefur verið gert og benda á frávik og samræmi“. Gagnrýn- andinn á að hafa ,,ákveðna sýn á list- greinina [og] skoðun á því hvernig listgreinin tengist umhverfi sínu, sögulega, félagslega og pólitískt og [byggja] umfjöllun sína á þeirri skoðun“. Gagnrýnandinn á einnig að hafa ,,yfirsýn“ og ,,hug- myndalegt“ ríkidæmi og þekkja ,,kennileitin í landslaginu“. Allt er þetta nú gott og blessað og reyndar fullyrði ég að gagnrýnendur reyni að bregðast við flestum þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd á einn eða annan hátt, innan þess þrönga stakks sem þeim er skorinn á fjölmiðlunum. Hitt hlýtur hver mað- ur að sjá að það væri að æra óstöð- ugan ef hver leikdómur ætti að upp- fylla allar þær kröfur sem hér hafa verið nefndar. Og hér má koma inn á hina margtuggðu staðreynd að sár- lega skortir vettvang fyrir dýpri og faglegri umræðu um leiklist á Ís- landi, til að mynda fagtímarit á borð við þau sem nokkur eru til fyrir bók- menntaumræðu á Íslandi. (Árni Ib- sen kom með þá skýringu á fyrr- nefndum fundi að vonlaust væri að halda úti slíku tímariti á Íslandi vegna þess að leikhúsfólk tímdi ekki að kaupa það.) Getuleysi gagnrýnenda? En hver skyldi vera helsta ástæð- an fyrir því að samræða leikhúsfólks og gagnrýnenda kemst ekki upp úr hjólfari innantómrar þrætubókar- listar? Ég vísa því á bug að ástæðan sé getuleysi þeirra gagnrýnenda sem um leiklist fjalla á síðum dagblað- anna í dag. Sú ásökun er gamalkunn- ug og fastur fylgifiskur umræðunnar eins og best má sjá af þeim orðum Sigurðar A. Magnússonar sem vitn- að var í hér að ofan, að ,,hörð hríð“ hafi verið gerð að honum og Ólafi Jónssyni á fundinum 1964, en ekki ósjaldan heyrir maður þeim síðar- nefnda hampað í dag sem úrvals- gagnrýnanda. Gagnrýnendum hefur verið líkt við hunda sem míga utan í ljósastaura (John Osborne), svín (Edward Al- bee: það þarf svín til að þefa uppi gómsætustu jarðsveppina), nöðrur sem sæta færis að höggva eiturtungu sinni í listamenn og spýta í þá ban- vænu eitri sínu, afætur, misheppn- aða listamenn o.s.frv. Hér er einfald- lega um ákveðna mælskulist (retorík) að ræða sem lítil ástæða er til að kippa sér upp við enda hefur hún fylgt umræðunni frá öndverðu og mun vafalaust fylgja henni áfram. Sveinn Einarsson mætti á fundinn og þó hann væri ekki meðal frum- mælanda stóð hann upp og setti á langa tölu sem hann fylgdi síðan eftir með því að birta hana í Morgun- blaðinu (síðastliðinn laugardag) svo til óbreytta. Inntak máls Sveins lýtur að þessu meinta getuleysi okkar sem við leikrýni fást á blöðunum í dag. Hann reynir að grafa undan trúverð- ugleika okkar leikrýna sem uppi á pallborði sátum með alkunnu bragði; með því að gefa kurteislega í skyn að við séum boðflennur í leikhúsheim- inum þar sem við höfum ekki til- skilda menntun. Þetta gerir hann með því að titla undirritaða ,,einn efnilegasta bókmenntafræðing okk- ar“ og leiklistargagnrýnanda DV, Halldóru Friðjónsdóttur, titlar hann ,,einn okkar besta menningarblaða- mann“. ,,En það dugar sem sagt ekki til“, segir Sveinn, enda hefur hann fyrr í máli sínu lagt áherslu á að ,,fæstir leikrýna [hafi] neina sér- menntun á því sviði, sem þó hver ein- asti leihúsmaður hefur“. Þessi krafa um ,,sérmenntun“ leiklistargagnrýn- enda heyrist oft en er þó undarlega brokkgeng því fáir leikrýnar hafa reitt leikhúsfólk meira til reiði en einmitt sá eini í hópi leiklistargagn- rýnanda síðastliðin ár sem hefur af doktorsprófi í leikhúsfræðum að státa, Jón Viðar Jónsson. Ég get heldur ekki annað en bent á þá stað- reynd að Sveinn Einarsson virðist vísvitandi halda því leyndu í máli sínu að Halldóra, sem hann kallar menningarblaðamann, er einnig menntuð í leikhúsfræðum. Sérfræðingar og kverúlantar En hugum nánar að þessu, þarf sérfræðing í leikhúsfræðum til að skrifa gagnrýni um leiksýningar? Ég tel ekki svo vera, þá mætti allt eins segja að enginn ætti erindi á leiksýn- ingar nema að undangenginni slíkri menntun. Það má þó ekki misskilja orð mín þannig að ég sé á móti ,,rétt menntuðum“ gagnrýnendum, að sjálfsögðu getur menntun í leikhús- fræðum komið að góðu gagni við greiningu á hinum aðskiljanlegustu hliðum leikhúsvinnunnar. En hætt er við að illa gengi að halda úti leiklist- argagnrýni á fjölmiðlunum ef krafan um menntun í leikhúsfræðum væri ófrávíkjanleg. Það er nefnilega stað- reynd að þær fáu manneskjur sem hafa menntað sig á þessu sviði á Ís- landi æskja þess fremur að starfa innan leikhúsanna, í sátt og samlyndi við annað leikhúsfólk, heldur en að standa utan þeirra og beina gagn- rýnum augum sínum að innviðum þeirra og starfi. Þessi spurning er einnig nátengd spurningunni: Fyrir hvern er leiklistargagnrýni? Í þeirri umræðu sem fram hefur farið undanfarnar vikur í kjölfar fundarins í Borgarleikhúsinu, svo og á fundinum sjálfum, hefur komið glöggt í ljós að flestir gagnrýnendur telja hlutverk sitt vera að skrifa fyrir almenning, fyrir lesendur blaðanna, fyrir hinn almenna áhorfanda. Sjálf lýsti ég þessu á fundinum með eft- irfarandi orðum: ,,Ég er leiklistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins og ég skrifa mína gagnrýni með ákveðinn markhóp í huga og það eru ekki leik- arar, leikstjórar, höfundar eða aðrir aðstandendur sýningarinnar, heldur skrifa ég fyrir lesendur Morgun- blaðsins. Skylda mín er fyrst og fremst gagnvart þeim. Skylda mín er að fjalla á eins aðgengilegan og heið- arlegan hátt og mér er framast mögulegt um tilteknar leiksýningar í þeim tilgangi að lesandur blaðsins geti gert sér glögga grein fyrir hvers konar verk er um að ræða og hvernig uppfærsla þess á sviði hefur tekist til að mínu mati.“ Þótt yfirmenn mínir á Morgun- blaðinu hafi aldrei lagt mér línurnar um það hvernig mér bæri að haga mínum vinnubrögðum var það vissu- lega ánægjulegt að sjá í leiðara blaðsins síðastliðinn sunnudag að þeirra skilningur á starfinu er hlið- stæður mínum. Þar stendur meðal annar: ,,listgagnrýni [er] fyrst og fremst þjónusta við lesendur blaðs- ins“. Gunnar Stefánsson leiklistargagn- rýnandi Dags skrifar í grein 13. febrúar: ,,leikgagnrýni í fjölmiðlum er þjónusta við almenning en ekki leiðbeining handa leikhúsfólki“. Þessi ofureinföldu sannindi ættu að varpa nokkru ljósi á eðli starfs leik- rýnisins og jafnframt ætti að vera ljóst að langskólamenntun í leikhús- fræðum er ekki forsenda þess að geta rækt þetta starf sómasamlega af hendi. Leikrýnir þarf að kunna að tala við almenning, miklu fremur en að kunna að ræða af sérþekkingu á fagmáli við leikhúsfólk. Hann þarf að geta skrifað auðskiljanlegan texta (í tilviki blaðagagnrýninnar) undir þó- nokkru álagi (dóminn skal skrifa strax að aflokinni frumsýningu til birtingar næsta dag (í flestum tilvik- um), hann þarf að þora að hafa skoð- un og kunna að koma henni á fram- færi og að sjálfsögðu þarf hann að hafa þó nokkra þekkingu á listgrein- inni og síðast en ekki síst að hafa ást á listforminu og bera hag þess fyrir brjósti. Ég hygg að enginn sem tek- ur að sér að skrifa leiklistargagnrýni geri það nema hann telji sig uppfylla ofantalin skilyrði. Á títtnefndum fundi í Borgarleik- húsinu sagðist Sveinn Einarsson fagna því viðhorfi gagnrýnenda að þeir væru að skrifa fyrir almenning. Ef ég man rétt sagði hann að sér ,,þætti vænt um“ að þeir gerðu sér grein fyrir þessu hlutverki sínu. En við annan tón kveður hins vegar í umfjöllun hans um leikdóm minn um sýningu LR á verki Sigurðar Páls- sonar, Einhver í dyrunum. Þar vitn- ar hann, þó nokkuð úr samhengi, í leikdóminn og hengir spurningu aft- an við aðra hverja setningu sem hann vitnar í. Í stuttu máli er hann að biðja um mun nánari útfærslu á því sem þar er sagt; að farið sé vandlegar og dýpra í þá þætti sem drepið er á í dómnum. Hann segist að lokum ekki vera ,,miklu nær og hef ég þó lesið leikinn og séð tvisvar“. Ekki undrar mig það að Sveinn Einarsson sé ekki miklu nær eftir lestur á stuttum leik- dómi um sýningu og verk sem hann hefur lesið og séð tvisvar. Dómurinn er nefnilega skrifaður fyrir þann sem hvorki hefur lesið né séð verkið, í þeirri von að viðkomandi geti gert sér í hugarlund um hvers konar sýn- ingu sé að ræða og gert upp við sig hvort hann hafi áhuga á að kynnast verkinu frekar af eigin raun. Mig grunar reyndar að Sveinn viti vel að hann er að gera ósanngjarnar kröfur til leikrýnandans í þessu til- viki vegna þess að eftir að hafa viðrað sjálfur ýmsar hliðar verksins, túlk- unarmöguleika þess og leiklausnir segir hann: ,,Ég geri mér grein fyrir að vangaveltur sem þessar gagnast ekki nema þeim sem séð hefur leik- inn (eða lesið, hann er til á bók), en gaman væri nú ef gagnrýnendur gætu einstaka sinnum velt slíkum leiklausnum fyrir sér.“ Já, það væri vissulega gaman, en rúmast ekki innan þess ramma sem blaðagagnrýni er settur (þótt þær séu vissulega innan ramma verksins, eins og Sveinn bendir á), né samrým- ist markmiði leikrýnisins; að skrifa fyrir almennan lesanda. Það er á hinn bóginn ánægjuefni fyrir mig að Sveinn Einarsson skuli óska eftir að kynnast nánar viðhorf- um og túlkunum mínum á þessu merka leikriti því það býður svo sannarlega upp á endalausa túlkun- armöguleika – um það erum við sam- mála. Ekki síst finnast mér athygl- isverðir þeir sameiginlegu fletir sem finna má á því og öðru nýlegu ís- lensku leikverki, Hægan Elektra eft- ir Hrafnhildi Hagalín. Um þessi tvö verk er ég að skrifa grein fyrir Skírni sem vonandi birtist með haustinu. Þá getum við Sveinn ef til vill haldið áfram samræðunum á vettvangi sem býður upp á nánari og dýpri skoðun og greiningu en unnt er að leyfa sér á vettvangi blaðagagnrýninnar. (Það er að segja ef leikhúsfræðingurinn getur talað við bókmenntafræðing- inn.) Upp úr hjólfarinu En víkjum aftur að spurningunni um það hvers vegna umræðan hjakki sífellt í sama farinu. Hávar Sigur- jónsson er harðorður í garð gagnrýn- enda í sinni ágætu grein og er meira mark takandi á flestu því sem hann tekur þar til umræðu en nokkru því sem fram kom á fundi Borgarleik- hússins. Ástæða þess er einföld, gagnrýni Hávars er þrátt fyrir allt málefnaleg og sett fram á skýran hátt þótt ýmislegt í gagnrýni hans sé ósanngjart í garð þeirra sem skrifa fjölmiðlagagnrýni og virðist ekki taka mið af eðli og markmiði slíkra skrifa. Þær kröfur sem Hávar setur fram í greininni eiga betur við um- ræðu sem heima á í fagtímaritum. Fundurinn í Borgarleikhúsinu ein- kenndist hins vegar af ómálefnalegu nöldri og persónulegri óvild fundar- manna. Þeir fáu einstaklingar sem virtust hafa áhuga á málefnalegri og alvarlegri umræðu um fjölmiðla- gagnrýni voru sífellt kveðnir í kútinn með útúrsnúningum og illa ígrund- aðri hótfyndni. Meðan umræðan er á slíku stigi lákúru og fíflaláta er ekki nema von að spólað sé í sama farinu – áratug eftir áratug. Spólað í sama fari Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Þorkell „Það er ánægjuefni fyrir mig að Sveinn Einarsson skuli óska eftir að kynnast nánar viðhorfum og túlkunum mínum á þessu merka leikriti [Einhver í dyrunum] því það býður svo sannarlega upp á endalausa túlk- unarmöguleika,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir meðal annars. Leikrýnir þarf að kunna að tala við al- menning, miklu fremur en að kunna að ræða af sérþekkingu á fagmáli við leik- húsfólk, segir Soffía Auður Birgisdóttir í tilefni af umræðufundi um leiklistargagn- rýni í Borgarleikhúsinu og þeirrar blaða- umræðu sem fylgt hefur í kjölfarið. Höfundur er leiklistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.