Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 53
löðuðust að honum eins og segulstáli.
Þau skriðu upp í fang hans og nutu
blíðu hans og næmis. Lengst af
stundaði Agnar sjóinn en mér hefur í
raun alltaf fundist hann vera bóndi í
sér og hestamennskan honum í blóð
borin.
Á yngri árum var bróðir minn í vin-
fengi við Bakkus og voru þá oft erf-
iðir tímar hjá Lenu og börnunum. Og
ósjaldan rifumst við þá systkinin. En
alltaf stóð Lena með Agnari því hún
ein þekkti best alla hans mannkosti.
Hann kvaddi Bakkus án eftirsjár fyr-
ir fjölda ára og var oft gert grín að því
að hann skyldi fara að vinna í ÁTVR
á Sauðárkróki eftir að hann hætti á
sjónum. En svona var Agnar.
Hann var afar lánsamur í einkalífi
og einstakt samband barna þeirra,
tengdabarna og barnabarna. Sorg
þeirra og söknuður eru mikil. Guð
gefi þeim styrk og okkur öllum og
hjálpi okkur við að muna og þakka
allt það góða og þann dýrmæta tíma
sem við áttum saman.
Einnig þökkum við Björn Agnari
og Lenu allt það sem þau hafa gert
fyrir Bylgju dóttur okkar og Björn
Snæ barnabarn okkar eftir að þau
fluttu á Krókinn.
Ég geri mér grein fyrir að fyrsti
hlekkurinn af fimm er horfinn og þeir
munu halda áfram að tínast burt. En
það er líka bjargföst trú mín að
hlekkirnir eigi eftir að sameinast á
öðrum stað og þá ríki aftur gleði í bæ
hjá okkur systkinunum.
Ég kveð ástkæran bróður með
þakklæti fyrir allt sem hann var mér
og minni fjölskyldu með von um og
trú á að hann hafi fengið góðar mót-
tökur þar sem hann nú er.
Anna Sigríður.
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson.)
Sigfús Agnar hefur kvatt. Hesta-
maðurinn glaði, sjósóknarinn góði,
vísnavinurinn snjalli er af heimi horf-
inn. Hann hefur haldið inn í ljós það
sem er of bjart mannlegum augum.
Eftir situr minningin um góðan
dreng, skopvísan félaga, tryggan vin.
Ekki voru skornir við nögl hæfi-
leikarnir sem Sigfús Agnar Sveins-
son hlaut í vöggugjöf. Hann var ötull
til starfa og fjölhæfur, jafnvígur til
verka á sjó og landi. Hann var gædd-
ur frábærum námshæfileikum en
lagði samt eigi á langskólabrautina.
Hann hafði fallega söngrödd, var
gæddur ríkri tónlistargáfu og vann til
viðurkenninga á því sviði. Hann hafði
næman skilning á skáldskap og var
prýðilega hagorður. Mestu skipti þó
að hann var gæddur þeirri mannlund
sem aldrei fellur fram og tilbiður auð
og vald, gullkálf vorra tíma, en skipar
sér í sveit með þeim sem eiga undir
högg að sækja um mannsæmandi líf.
Agnari þótti gaman að vera til.
Hann var útivistarmaður af lífi og sál.
Hann naut þess að blanda geði við
góða menn. Skopskyn hans og mann-
þekking gerðu hann næman á það
sem sérkennilegt var í fari fólks. En
best naut hann sín með sínu fólki.
Hann fékk einstaklega góðrar og
greindrar konu sem var honum ætíð
stoð og styrkur og þá öruggust er
mest á reyndi. Þau eignuðust vel
gerð og yndisleg börn og barnabörn-
in voru þeim tilefni gleði og stolts.
Sólfagran hvítasunnudag fyrir
meira en hálfri öld gengum við Agnar
frá Gröf upp á Katla og inn Óslands-
hlíðarfjöll. Skagafjörðurinn frá
Skagatá fram undir jökla var baðað-
ur björtu sólskini. Sá dagur hefur
vakað í hug mínum síðan. Mörgum
áratugum seinna þeysti Agnar á ein-
um gæðinga sinna um göturnar neð-
an við Gröf. Mér hefur alltaf fundist
sá hestur vera brúnn, kannski gamli
Þytur sem afi hans átti. Þá varð þessi
vísa til:
Þegar ég fer um þennan veg
þá fer mig að dreyma
því alltaf finnst mér eins og ég
eigi hérna heima.
Einungis skáld getur kveðið slíka
vísu. Og nú er hann horfinn á braut
drengurinn góði sem vísuna orti. Um
leið og við hjónin vottum ástvinum
hans djúpa samúð minnumst við hans
með virðingu og þökk og biðjum hon-
um blessunar Guðs á nýjum leiðum.
Hesturinn minn brúni,
stígðu hægt og létt
yfir þessa gleymdu
og grýttu troðninga.
Nú geng ég einn í hug mínum
grasi vaxinn slóða. –
Hesturinn minn brúni
stígðu hægt vegna þess.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Ólafur Haukur Árnason.
Elsku bróðir minn er látinn.
Fyrir nákvæmlega hálfum mánuði
ókum við í síðasta skipti um götur
Sauðárkróks, og ræddum um gamla
tíð. Ég hafði orð á því að það þyrfti að
bjarga Sauðánni upp úr skurði og
veita henni í sinn gamla farveg.
Við ókum eftir malbikuðum far-
vegi Sauðárinnar og að gamla slát-
urhúsinu þar sem áin féll fyrrum til
sjávar. Á meðan fékk ég yndislega
ræðu um vitleysuna í þessum Reyk-
víkingum, þeir væru vísir til að veita
heilu vatnsföllunum inn í kjallara
fólks bara til að gleðja augu örfárra
túrista.
Þessi ræða hljómar ennþá í eyrum
mínum, hún var alveg í anda Agnars,
að hvika hvergi frá skoðunum sínum
og skamma litla bróður í leiðinni fyrir
hans fáránlegu hugmyndir, en allt
með þeim hætti að litla bróður fannst
vænna um hann en nokkru sinni.
Hugsun Agnars var skýr, rökfestan á
sínum stað og stríðnisglampi í aug-
um, aðeins röddin lét ekki eins vel að
stjórn og áður.
Lífsstarf Agnars var sjómennska.
Hann stundaði sjó um fjörutíu ára
skeið.
Um tvítugt fór hann fyrst á vetr-
arvertíð til Vestmannaeyja, og réðst
sem háseti á 17 tonna bát. En þótt
báturinn væri lítill tókst að draga allt
að 700 tonnum úr sjó á einni vertíð.
Vetrarvertíðirnar í Vestmannaeyjum
urðu fimm, en á sumrin var farið á
síldveiðar eða róið á trillu frá Sauð-
árkróki. Seinustu árin á sjónum var
Agnar skipstjóri á móturbátum,
lengst á m/b Blátindi, sem nú hefur
fengið virðulegt hlutverk sem hluti af
minjasafni um mótorbátaöldina í
Vestmannaeyjum. Agnar var bæði
harðduglegur sjómaður og góður
skipstjóri. Hann var sérstaklega
gætinn og umhyggjusamur við skips-
félagana, missti aldrei mann í sjó og
engin alvarleg slys urðu á mönnum
meðan hann var skipstjóri. Sjálfum
er mér ógleymanleg sú manndóms-
vígsla þegar Agnar bauð mér 12 ára
gömlum með í eina veiðiferð á síld-
arvertíð.
Tuttugu árum síðar fékk sonur
okkar Andri Þór, sem þá var á sama
aldri, að fara á sjó með Agga frænda
á Blátindi, og varð það honum dýr-
mæt lífsreynsla.
Nokkur sumarferðalög með Agn-
ari og Lenu voru ógleymanleg fyrir
okkur Kiddu.
Við ókum um Vestfirði, ásamt
fleira góðu fólki, og þar var ekið niður
að höfn í hverju þorpi og Agnar tók
trillukarlana tali til að frétta af veið-
um og veðrum. Í annarri ferð um
Norðausturland var okkur fjarstýrt
af litlu systur okkar, Önnu Siggu.
Í sömu ferð ókum við á tveimur
fólksbílum um 30 km leið meðfram
Jökulsá á Fjöllum, en vissum ekki
fyrr en eftir á að leiðin var aðeins fær
jeppum.
Við fórum einnig í ýmsar styttri
ferðir um Suðvesturland og þar kom í
ljós eins og í hinum ferðunum hvílíka
þekkingu Agnar hafði á örnefnum og
staðháttum víðs vegar um land.
Agnar sýndi endurbyggingu
gamla hússins í Gröf á Höfðaströnd
mikinn áhuga og var ætíð fremstur í
flokki þegar þar þurfti að taka til
hendi.
Kom þá vel í ljós hversu fjölhæfur
verkmaður hann var og dugnaðurinn
og ósérhlífnin með eindæmum, jafn-
vel eftir að hann veiktist af alvarleg-
um hjartasjúkdómi. Hin árlega viku-
dvöl á sumarsetrinu í Gröf með Lenu
og öllum afkomendunum var áreið-
anlega meðal bestu minninga Agnars
frá seinni árum. Í mínum huga sátu
þau Lena sem stórbændur með niðj-
um sínum í Gröf þessa viku. Staðar-
haldarinn í Gröf var þá „kóngur um
stund“.
Agnar hafði ætíð ákveðnar skoð-
anir á þjóðmálum og var mjög
vinstrisinnaður, fengum við hinir
bræðurnir oft orð í eyra þegar honum
fannst við vera að villast til hægri. En
jafnframt þessari róttækni átti hann í
ríkum mæli hina rammíslensku út-
gáfu af þjóðlegri íhaldssemi, og harð-
neitaði t.d. að ferðast til útlanda með-
an eitthvað væri óséð af Íslandi.
Þar má merkja góðan mann ef að
honum laðast bæði börn og ómálga
skepnur.
Þannig var Agnar og fengu bæði
börn og barnabörn og einnig önnur
börn sem komu á heimili þeirra Lenu
að njóta þess í ríkum mæli.
En honum þótti einnig mjög vænt
um hestana sína og til marks um það
hve hestarnir hændust að honum er
lítil saga af ferðum hans um landið
með öðrum hestamönnum. Þá mátti
stundum sjá félaga hans hlaupa laf-
móða á eftir hestum sínum til að
reyna að koma á þá beislinu, en þá
sást Agnar koma gangandi í hægðum
sínum og heyrðist kalla blíðri röddu á
sína hesta og þeir komu samstundis
til hans og þágu að launum klapp og
gæluyrði.
Agnar var prýðilega hagmæltur og
hafði mikla ánægju af að kasta fram
stöku um dægurmál eða í skiptum
fyrir vísu frá öðrum hagyrðingi.
Ég vil því leyfa honum sjálfum að
eiga síðasta orðið með vísu sem hann
orti fyrir nokkrum árum:
Laufin falla föl á jörð,
fer að halla sumardegi.
Heim af fjalli fetar hjörð,
feigðar kall á lífsins vegi.
Við Kidda sendum Lenu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar.
Agnar, eins og hann var jafnan
nefndur, fæddist í Reykjavík en í
Skagafirði átti hann rætur sínar; þar
liggja bernskuslóðir hans og þar ól
hann allan sinn aldur. Ást hans á
heimahögunum var heit og einlæg og
margt af því í háttum Skagfirðinga
sem talið er einkenna þá umfram
aðra menn höfðaði til hans og sam-
rýmdist lífsskoðunum hans. Það kom
greinilega fram í tali Agnars að hann
bar hag landshlutans og íbúa hans
mjög fyrir brjósti og vildi hag þeirra
sem mestan. Mest um verð voru þó
persónuleg kynni og vinátta frænd-
fólks, sveitunga og samborgara, og
hann var vel þokkaður af öllum þeim
mörgu sem kynntust honum.
Móðurætt Agnars er öll úr Skaga-
firði; Ingibjörg móðir hans fæddist á
Kjartansstöðum á Langholti og ólst
m.a. upp í Gröf á Höfðaströnd. Hann
var frændrækinn og einnig þeirrar
gerðar að minning forfeðranna var
honum dýrmæt. Þar hygg að hæst
beri móðurafa hans og nafna, Sigfús
Hansson (1874–1946), bónda í Gröf,
og konu hana Jónínu Önnu Jósafats-
dóttur (1879–1941), en hjá þeim
dvaldi hann löngum í æsku. En hann
unni ekki átthögum sínum eingöngu
fólksins vegna, heldur einnig nátt-
úrunni í allri sinni fjölbreytni, dýralíf-
inu, hafinu og ekki síður landinu með
sérkennum þess og sögustöðum.
Hann naut þess að deila þekkingu
sinni á öllu þessu með þeim sem
minna vissu.
Sveitin glaða, gegnum þig
heilsa eg feðrafoldu minni,
fjörður, sem í kjöltu þinni
fyrstu gullum glæddi mig,
sem ég ekki á ævistig
alveg týndi nokkru sinni.
Svona orti annar Skagfirðingur,
Stephan G. Stephansson, um sveitina
þeirra.
Hann gleymdi henni aldrei þótt
hann eyddi ævinni víðsfjarri.
Agnar var aldrei langdvölum fjarri
Skagafirði, en atvinnu sinnar vegna
var hann oft burt af heimili sínu um
stundarsakir. Hann fór ungur að
vinna fyrir sér, og sjómennska varð
starf hans svo til alla ævi. Á þeim ár-
um tíðkaðist það enn að sjómenn
færu í aðra landshluta til róðra, og
þegar Agnar fór í verið til Vest-
mannaeyja var hann að feta í fótspor
föður síns og frænda af Suðurlandi
sem reru á vetrarvertíð frá Vest-
mannaeyjum í áratugi. Sveinn faðir
hans fæddist og ólst upp á Torfastöð-
um í Fljótshlíð þar sem foreldrar
hans bjuggu: Sigurbjörg Sveinsdóttir
(1864–1939), fædd á Torfastöðum, og
Jón Egilsson (1862–1937), fæddur í
Vöðlakoti í Flóa. Þau munu hafa verið
ólík. Hann var vinnuþjarkur og harð-
ur af sér; hún mildur fegurðarunn-
andi.
Ekki kom Agnar oft að Torfastöð-
um um ævina, en sumarið 1991 stóð
hann þar á hlaðinu í sól og blíðu og
líkaði vel það sem við blasti: Silfur-
blár Eyjafjallatindur á aðra hönd, en
á hina höndina risu Vestmannaeyjar
úr hafi í fjarlægð, handan við „haf-
gang þann sem voldug reisir Rán á
Eyjasandi“. Agnar verður eftirminni-
legur öllum sem kynntust honum.
Hann var heilsteyptur kjarkmaður
og hraustmenni, meðalmaður á hæð,
grannvaxinn en sterkur vel og þraut-
góður. En þrátt fyrir erfiði og harð-
ræði sem oft fylgir sjómennskunni
bar hann gæfu til að meta og njóta
þeirrar fegurðar sem lífið hefur að
bjóða í þess fjölbreyttu myndum. Áð-
ur minntist ég á áhuga hans á nátt-
úrunni og lífríkinu, sem m.a. birtist í
ást hans á íslenska hestinum og í
hestamennskunni, sem hann stund-
aði af nokkru kappi. Hann var einnig
ljóðelskur og tónelskur og lét sér
ekki nægja að njóta verka annarra á
þeim sviðum, heldur samdi hann og
lék eigin lög og ljóð. Agnar var
greindur og fróður, fylgdist vel með
og hafði áhuga á málefnum líðandi
stundar. Hann var því viðræðugóður
um öll málsefni. Agnar hafði einstak-
lega góða nærveru, sem stafaði m.a.
af þeirri ró sem yfir honum var.
Ég vildi að við hefðum verið meira
návistum en raun varð á, og víst er að
ekki stóð á honum að svo mætti
verða. Hann orðaði það þannig að við
þyrftum að þvælast eitthvað saman.
Ekki veit ég hverja ferð án fyrirheits
hann hafði í huga, en hitt veit ég að sú
ferð verður ekki farin úr þessu.
SJÁ SÍÐU 54
!
" #$%
&
' ! () *)
+$# ,
&&
!"#!"$ ##%# &'
'#((")
'#( !"$ ##%# *+ #,+
* -" !"$ ##(") ." )##
/+ %#
&)!"$ ##%# 0 )1#." $ &&(")
2# !"$ ##%#
2#2# (")
+3&', 1 !"$ ##(") )# 4'#(%#
/ # / #%/ # / # / #5
.4
6
. 2 7 #)89
&&
-&!#! -
!
1 *+ # (")
: #-" %# 4 #( #
*+ #) #-" %# &7 *+ 4 # (")
/ # / #%/ # / # / #5
.
*!;
!4
.+" 3 9
<+ 71
# -&
/&
) ! , #1 * &( (")
+3&' .5* &( %# // $: )#(")
## 5* &( %# ." * &( (")
= )# 5* &( %# 1
'#((")
/ # / #%/ # / # / #5
0
4 >
>*!;
$+2 # , = )#
*&)+71&
<+ 71
$
* ! #2
'#(%#
) /+ # #2%# 0 )1#)# (")
#2) /+ #%#
4& # ) /+ #(")
1# 0 )1#) /+ #(") 5