Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 34
MENNTUN 34 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ OKKUR langar líklega öllað vinna þannig að ummuni. Það á við um okkursjálf, nám okkar og eigin skilning, en einnig starf okkar og áhrif á aðra. Síðasti þáttur sjón- varpsþáttanna Líf í tölum fjallaði um að vinna svo um muni. Svo um muni í stærðfræðinámi, en einnig svo um muni í víðtækara samhengi. Hann fjallaði ekki aðeins um að ná betri tökum á stærðfræði, heldur einnig að ná í víðtæk- ara samhengi betri tökum á sínu eigin námi (nemendur) og betri tökum á sínu eig- in starfi (kennarar). Ævilanga námið Allt frá níunda ára- tugnum hafa stefnu- markanir í menntamál- um og ýmsar þjóða-áætlanir lagt áherslu á hugtakið „ævilangt nám“ sem á ensku er kallað „lif- elong learning“. Það er ekki röð af smánám- skeiðum öðru hverju heldur miklu fremur afstaða og iðkan hvers einstaklings. Átt er við að líf og nám séu sam- fléttuð og mótist af þeirri skoðun að við lifum til að læra allt eins og við lærum til að lifa. Frá sjónarhóli menntamála er slík afstaða heilla- vænleg fyrir einstaklinga. Frá sjón- arhóli þjóðhagfræði er hún einnig heillavænleg fyrir þjóðfélög. Við erum aldrei fullnuma, búin að finna lausnina okkar sem við getum nýtt það sem eftir er ævinnar. Þannig er lífið bara ekki lengur. Fyrir því finnur fólk í öllum stéttum á tímum upplýsingatækninnar, þar sem sívaxandi þekking er ekki að- eins verðmæti þess einstaklings sem býr yfir henni heldur verðmæti í miklu víðtækara samhengi. Þar sem góðar og íhugaðar hugmyndir eru ekki aðeins ófullburða angar sem bíða þess að djarfir fram- kvæmdamenn hrindi þeim í fram- kvæmd og slái sig til riddara, heldur eru þær dýrmæti sem menn leita eftir og sækjast eftir að hlúa að. Þetta sannar okkur ekki síst sú at- hygli sem beinist að nýsköpun, frjórri hugsun og áræðni í hugsun. Og í þess konar samfélagi skiptir máli að vera ekki hræddur við að læra, hvorki að að læra það sem nýtt er eða að læra að sjá hið gam- alkunna skýrar og í nýju ljósi. Ekki á þetta nú aðeins við um þá ungu heldur alla. En hvað með stærðfræðina? Það sem sagt er hér á undan á ekki síst við um stærðfræðinám og varðar bæði hugmyndir og afstöðu nemenda og kennara. Það á líka við þá möguleika sem stærðfræðinám getur opnað til að „læra að læra“ og að „læra að endurlæra“. Að læra að glíma við og leita samhengis, að læra að draga röklegar ályktanir og setja þær fram, að fá tækifæri til að uppgötva sífellt ný og ný tengsl og finna öryggi og frekari þekkingar- löngun sem fylgja vaxandi yfirsýn eru allt mikilvægir þættir í stærð- fræðinámi. En þeir eru það líka í námi yfirleitt og því þjónar stærð- fræðinámið víðtæku hlutverki. Er eitthvað áhugavert að gerast í kennslustofunum? En hvar getum við séð þetta ger- ast? Þeir sem horfðu á Líf í tölum síðasta mánudagskvöld sáu þetta gerast inni í kennslu- stundum erlendis og margir hafa minnst á við mig að þeim hafi fundist það mjög áhugavert. Þeir sömu hafa sumir spurt hvort slíkt sé ekki að finna í íslenskum skólum. Því er fljótsvarað: Þetta gerist líka inni í ís- lenskum kennslu- stundum. En til þess að fara lengra í svarinu er nauðsynlegt að líta á stærðfræði- nám sem heildstætt verkefni. Við getum vægt áætlað talað um að 50.000 nemendur séu að læra stærð- fræði 5 eða 6 stundir á viku hér á landi og að 2700 kennarar séu að kenna þeim. Ef við lítum á nám sem starf er þetta engin smávegis starfsgrein. Og þá kemur spurning- in aftur: Er kennslu, eins og fólk var að vísa til, að finna í íslenskum skólum? Já hana er að finna og í meiri mæli en margir gera sér grein fyrir. En hið sama á við hér og í Bandaríkjunum: Slíkum kennslu- stundum þarf að fjölga til muna og margfeldisstuðullinn há tala. Til þess að um raunveruleg margfeld- isáhrif verði að ræða þarf umfram allt vandaða vinnu og víðtækan og góðan skilning á því hvað starfsþró- un kennara þurfi að fela í sér. Stærðfræði í lífi barna Eitt af því sem mikilvægt er að skilja, er að við lærum stærðfræði víðar en í skóla. Sá hópur sem kann þar best til verka er reyndar mjög ungur, svo ungur að skólinn er ekki búinn að segja honum hvar maður læri „alvöru stærðfræði“. Einstak- lingar í þessum hópi eru þess vegna oft af sjálfsdáðum að átta sig á stærðfræðilegum fyrirbærum eins og fjölda, tölum, formum, mynstrum og fleiru. Námið þeirra stjórnast af eigin forvitni og spurningum. Og spurningarnar eru merkingarfullar í huga þeirra. Þess vegna verða lausnirnar þeirra það einnig. Og þess vegna man einstaklingurinn þær og heldur áfram að smíða við þekkingu sína. Þá eru þessir ein- staklingar einlægir og ræða ótta- laust um hvernig þeir skilja og þess vegna er hægt að átta sig betur á því hvers eðlis skilningur þeirra er og eiga við þá viðræður sem hjálpa til að hann aukist og dýpki. Þetta eru vissulega verðmætir eiginleikar í ævilöngu námi en ljóst má vera að ég er hér að tala um börn á einu gjöfulasta þroskaskeiði ævinnar, undir skólaaldri og í byrjun hans. (Stærðfræði)sögur af börnum Tvær stuttar sögur gefa kannske enn skýrar til kynna að vert sé að hlusta eftir því sem börnin segja og eru að velta fyrir sér, hlusta á virk- an hátt og nýta til viðræðna og frek- ari dýpkunar. 1. Fjögurra ára drengur var að reyna að svara því hvað frændi hans hefði verið gamall næst áður en hann varð sex ára. Með frænku, sem fæddist á síðasta ári, í huga byrjaði hann að rekja sig fram: „Fyrst var hann núll ára…. og svo var hann eins árs…. og svo var hann…“ (hér kom þögn og umhugs- un í augnablik). „Og svo var hann tveir ára …. og svo var hann þrír ára … og svo var hann fjórir ára… og svo var hann fimm ára … og svo var hann sex ára ... og...“ Og nú var spurningin gleymd því að uppgötv- unin var svo spennandi og hann hélt áfram að segja „Og svo var hann…“. Uppgötvunin var sú að það væri hægt að nota tölurnar sem hann taldi með til að tala um hvað fólk væri gamalt. Orðin tveggja, þriggja og fjögurra eru ekki einföld né heldur skyldleiki orðanna tveggja og tveir. En þarna small saman. 2. Örlítið eldri drengur var að ganga frá leikföngunum sínum og taldi þau um leið. „….sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tóóóólf …… neeei ……. sex, sjö átta, níu, tíu, eittán, tveirtán, þrírtán,….“. Þetta var ekki ómerk uppgötvun á eðli talnakerf- isins og hvað stæði að baki orðunum ellefu og tólf. Ég hef iðulega spurt kennaranema og aðra fullorðna hvað þeim finnist um töluheiti Dana og Þjóðverja og þeir eru sammála mér um að það sé örlítið andsnúið að lesa úr tveggja stafa tölum eins og þessar þjóðir gera með „to og tredive“ eða „vier und zwanzig“. Og aðspurðir telja þeir flestir að þetta sé ekki að finna í okkar máli. Svo er þó að sjálfsögðu ekki og enginn Ís- lendingur les úr 15 sem tánfimm eða 12 sem tántveir. Börn og kennarar saman á námskeiði Sögurnar valdi ég til að minna á að það er raunhæft að segja að ein- staklingar uppgötvi í stærðfræði- námi og það getur gerst án mikillar eða nokkurrar hjálpar frá öðrum. Þeir uppgötva stærðfræðilegt sam- hengi eða stærðfræðilega merkingu og öðlast nýja sýn á það sem þeir þekktu eitthvað til áður. Orðið upp- götvun á hér ágætlega við. Aðstæð- ur sem þessar sýna þungavigtarvið- burði í námi og það er mikilvægt að taka eftir þeim. Þetta getur ágætlega gerst í kennslustundum einnig. Og það ger- ist í raun oft. En það fer alfarið eftir skipan mála í kennslustundinni, vali viðfangsefna, nálgunum, frelsi við að nota gögn og áherslum í vinnu og umræðum, hvort það heyrist sem einstaklingurinn segir og hvort hann yfirleitt hugsar þannig upp- hátt að framlagið njóti móttöku sem skyldi. Þar er að mörgu að hyggja. Ég var líka spurð hvort ekki væri hægt að koma barni á svona stærð- fræðinámskeið þar sem væri verk- leg vinna og mjög fjölbreytt og þar sem farið væri út í stærðfræðitím- unum. Fyrir því er líka löng reynsla. Með kennurum á endur- menntunarnámskeiðum og nemend- um í stærðfræðivali hef ég líklega haldið 15-20 slík námskeið. Tilgang- urinn var að skapa þátttakendum aðstæður til að reyna margt í verki með börnum eða unglingum sem þeir þekktu lítið eða ekki áður og á þann hátt að unnt væri að vinna úr reynslunni. Á fjölmennasta nám- skeiðinu voru nær 100 börn og kennararnir sem tóku þátt frá Sví- þjóð og Íslandi. Það væri hægt að halda miklu fleiri slík námskeið ef við værum fleiri sem komum að þessu máli. Fjölskyldustærðfræði og verkfæri Enginn hefur spurt mig um Fam- ily Math sem fjallað var talsvert um í þættinum. Þess vegna hef ég ekki bent neinum á það enn að einn Reykjavíkurskólanna nýtti þær hugmyndir og efni. Það var vökult og áhugasamt foreldri sem náði samstarfi við vökulan og áhugasam- an skólastjóra og samstarfskennara hans. Og það tókst vel. (Lauganes- skóli). Enginn hefur heldur spurt mig hvort það sé mikið til af námsgögn- um í stærðfræði í íslenskum skólum og hvort stærðfræði sé kennd í sér- stökum stofum til þess að hægt sé að ganga greiðlega að búnaði. Það er til talsvert mikið af námsgögnum í íslenskum skólum og þau eru sums staðar notuð allmikið eða mikið. En það búa líka mörg þúsund íslensk börn og unglingar við það að sjá fátt annað en reikningsbókina og skrif- færin. Það er ekki vegna þess að gögnin séu dýr eða lítt fáanleg. Það er vegna þess að það þarf að læra að nota gögn ef maður hefur ekki kynnst þeim sjálfur sem nemandi. Elstu hérlendu skrif um gildi ein- stakra hluta eins og talnagrindar- innar í stærðfræðinámi eru frá lok- um nítjándu aldar en kringum 1975 komu fram fyrstu skrifin um gildi námsgagna almennt í stærðfræði- námi og um þá möguleika sem stærðfræðistofur opna nemendum og kennurum. Gögn hafa verið til í skólum til stærðfræðikennslu í meira en aldarfjórðung og magn þeirra og notkun hefur vaxið í beinu samhengi við kunnáttu starfs- manna. Þau eru notuð snilldarlega vel sums staðar og þeim stöðum fer fjölgandi. Á sama hátt eru þrautir víða lagðar til grundvallar í náminu og séð til þess að nemendur eigi gagnlegar umræður. Og þeim skól- um fer einnig fjölgandi. Skoðum næst hvernig unnt er að taka hönd- um saman um að fækka þeim börn- um sem lifa við skertar aðstæður í stærðfræðináminu sínu. Þar geta margir komið að og þar þurfa marg- ir að koma að. Líf í tölum VIII/ Í síðasta sjónvarpsþættinum Líf í tölum (RÚV 19/2) veittist áhorfendum innsýn í framfarir í kennsluháttum í stærðfræði í Bandaríkjunum. Anna Kristjánsdóttir segir hér frá hvernig gera megi greinina grípandi fyrir nemendur og kennara, t.d. með því að þætta saman við aðrar greinar. Kennsla sem fangar nemendur Skemmtileg stærðfræði fékk veglegan sess í grunn- og framhaldsskól- um á Degi stærðfræðinnar árið 2000 og voru hefðundnar kennslubækur látnar víkja fyrir stærðfræðiþrautum á borð við hvað mörgum fótbolt- um mætti koma fyrir í fólksbíl.  U.þ.b. 50.000 nemendur læra stærðfræði 5 eða 6 stundir á viku.  Hvernig miðla u.þ.b. 2.700 kenn- arar þessari þekkingu? Anna Kristjánsdóttir FYRIR þremur árum sótti blaða- maður Morgunblaðsins tíma á námskeiði í Lauganesskóla þar sem umræður um stærðfræði áttu sér stað milli foreldra, kennara og nemenda. Námskeið var vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Lauganesskóla, og glímdu nemendur og foreldrar saman í skólastofunni við skemmtileg dæmin. Hugrún Harðardóttir og Guð- laug Bjarnadóttir kennarar voru leiðbeinendur á námskeiðinu sem var frá klukkan 16.30-18 sex mið- vikudaga í röð. „Við byggjum á bandarísku efni sem heitir Family math (stærðfræði handa fjöl- skyldunni),“ sögðu þær og að það hafi virkað mjög spennandi á þátttakendur og hafi vakið áframhaldandi umræður þegar heim var komið. Þær höfðu þýtt og staðfært verkefnin og voru tímarnir settir saman af styttri og lengri dæm- um. Markmiðið var að nemendur og foreldrar fái að glíma við þau á eigin forsendum og aðferðir eru ekki þvingaðar upp á einn né neinn. Í stofunni voru nemendur með teninga og vasareikna og fleiri hjálpartæki. Börnin virtust vera sérlega sæl með að eiga ótruflaða stund með foreldrum sínum. Hér truflar ekkert, sagði Guðlaug, „og þau vinna saman að ákveðn- um verkefnum og leika sér.“ Hug- rún segir að þau geti fengið auka- verkefni heim ef þau geti ekki hætt. Ágúst Jörgenson var með son sinn á þessu námskeiði og sagðist kunna vel við sig, „það þjálfar bæði rökhugsun og skapandi hugsun,“ sagði hann, „þetta bygg- ist á því að koma saman og glíma við stærðfræði á lifandi hátt.“ Fjölskyldustærðfræði ÁRLEGA eru tónlistarskólar lands- ins með sérstaka dagskrá fyrir al- menning til að kynna starfsemi sína. Dagur tónlistarinnar er í dag og eru tónlistarskólar með opið hús í tilefni dagsins. Tónskólinn Do Re Mi verður til dæmis með opið hús kl. 11–13 í Frostaskjóli 2. Haldnir verða tveir stuttir tón- fundir, sá fyrri kl. 11:00 og sá seinni kl. 12:00. Þar munu nemendur leika á öll þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Jafnframt gefst kostur á að kynnast hljóðfærunum lítillega og ræða við kennara skólans. Nemendur forskólans og foreldr- ar þeirra eru sérstaklega velkomnir, en þessir nemendur standa frammi fyrir því á næstunni að velja sér hljóðfæri til að læra á. Opið hús í tónlistarskólum Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.