Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Klara Tryggva-dóttir fæddist á Hólum í landi Hauks- staða í Vopnafirði 7. febrúar 1908. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 13. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Kristrún Sigvalda- dóttir, f. 25. mars 1872 í Kelduneskoti í Kelduhverfi, d. 1. október 1931, og Tryggvi Helgason, f. 29. febrúar 1872 á Skútustöðum í Mý- vatnssveit, d. 30. desember 1963. Klara var yngst sex systkina, sem öll eru látin. Þau voru, í aldursröð: Helgi, Sigvaldi (dó ungur), Guð- rún, Ólafur og Halldóra. Hinn 9. júní 1934 giftist Klara eftirlifandi eiginmanni sínum, Ísak Sigurgeirssyni, f. 9. maí 1910 á Hóli í Kelduhverfi. Foreldrar Ís- aks voru Sigurgeir Ísaksson, f. 23. nóvember 1860 á Auðbjargarstöð- um í Kelduhverfi, d. 16. október 1949, og kona hans Ólöf Jakobína Sigurbjörnsdóttir, f. 20. nóvember 1873 á Eyvindarstöðum í Keldu- hverfi. Barn Klöru og Gunnars Runólfssonar frá Böðvarsdal í Vopnafirði er Sigvaldi, f. 5. janúar 1928, kvæntur Lilju Jónasdóttur f. 21. október 1928. Þau eiga fjögur börn: Klöru, Heiðar, Elínborgu og Sigríði Kristínu, 16 barnabörn og tíu barnabarnabörn. Börn Ísaks og Klöru eru fimm: 1) Hallgrímur, f. 25. febrúar 1935, d. 27. ágúst 1935. 2) Sigurgeir, f. 13. febrúar 1937, kvæntur Sveininnu Jónsdóttur, f. 7. maí 1937. Þau eiga fjög- ur börn: Jón Skúla, Ævar Ísak, Kristjönu og Sævar og fimm barnabörn. 3) Tryggvi, f. 5. sept- ember 1938, kvænt- ur Hrefnu Maríu Magnúsdóttur, f. 14. mars 1939. Þau eiga þrjú börn: Sigurð Reyni, Esther Björk og Kristin Rúnar, og átta barnabörn. 4) Sigurbjörg, f. 8. október 1940, gift Sigurbirni Finn- bogasyni, f. 4. janúar 1941. Þau eiga þrjú börn: Klöru Guðbjörgu, Ægi Rúnar og Finnboga Grétar og fjögur barnabörn. 5) Kristrún Ís- aksdóttir, f. 3. september 1946, gift Erlendi Sigurði Baldurssyni, f. 9. maí 1947. Alls eru eftirlifandi niðjar Klöru 62 talsins, 5 börn, 14 barnabörn, 33 barnabarnabörn og 10 barnabarnabarnabörn. Klara ólst upp í Vopnafirði og á Hólsfjöllum. Hún bjó mestan hluta ævi sinnar í Kelduhverfi, fyrst húsfreyja á Hóli og síðan Undir- vegg í 38 ár. Hún var virk félags- kona í Kvenfélagi Keldhverfinga, gjaldkeri þess um árabil og heið- ursfélagi í seinni tíð. Ísak og Klara brugðu búi árið 1982 og fluttust til Húsavíkur þar sem Klara bjó og annaðist heimili þeirra til dauða- dags. Útför Klöru verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar í fáum og fátæklegum orðum að minnast tengdamóður minnar, Klöru Tryggvadóttur, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga að morgni 13. febrúar, umvafin vin- um og ættingjum, 93 ára að aldri. Ég ætla ekki rekja neinar ættir hér, það gera aðrir. Efst er mér í huga mikið þakklæti fyrir okkar góðu og löngu kynni sem hefðu orðið 53 ár í vor. Sigvaldi eiginmaður minn var elsta barn hennar. Aleiga hennar á þeim tíma eins og hún sagði oft. Þegar ég kom í Undirvegg ung og óreynd stúlka, þá heitbundin elsta syni hennar, breiddi hún út faðminn og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Það verndandi faðmlag hefur fylgt mér og mínu fólki síðan. Þegar Sig- valdi sonur hennar var sex ára gift- ist hún Ísak Sigurgeirssyni, eftirlif- andi eiginmanni sínum. Það var hennar gæfuspor. Þau eignuðust saman fimm börn. Elsta barnið misstu þau á fyrsta ári. Ísak minn, missir þinn er mikill þegar þú hefur ekki Klöru þína leng- ur. En allar góðu minningarnar bæta það upp. Þið voruð svo ein- staklega samhent í öllu að vanda- laust fólk tók eftir því og sagði: Þau eru svo einstök þessi hjón. Já, Klara mín. Ég sagði oft: Það er gaman að koma svangur í Und- irvegg. Það var ósjaldan sem ég hljóp heim til þín þegar ég var að smala Lyngáskindunum. Þar var ekki komið að tómum kofunum. Gestrisni, myndarskapur. Allt varð gott í höndunum á þér. Oft hugsaði ég að það væri gaman að vera eins fær í matargerð og heimilishaldi og hún tengdamóðir mín, svo maður minnist nú ekki á útsauminn. En þar varst þú afkastamikil og listfeng fram á síðasta dag. Þess nutu dætur þínar og tengdadætur í ríkum mæli. Heimili okkar bera þess einnig glögg merki. Klara var hafsjór af fróðleik og visku. Minni og frásagnargáfu hafði hún einstaka. Hún var víðlesin og hafði af því mikla ánægju og var gædd þeim hæfileika að geta end- ursagt heilar sögur og gætt þær því- líku lífi að unun var á að hlýða. Níu- tíu og tveggja ára sagði hún mér að hún þyrfti endilega að hringja í nöfnu sína í Svíþjóð: „Ég hef síma- númerið hérna,“ sagði hún og strauk yfir ennið. Þrettán stafa númerið vafðist ekki fyrir henni. Eftir áratuga búsetu í Keldu- hverfi fluttust þau Ísak til Húsavík- ur. Þá komin á efri ár. Keyptu þau litla íbúð í blokk. Í þessari blokk var mest ungt fólk. En gömlu hjónin úr sveitinni voru gædd mikili aðlögun- arhæfni og féllu inn í þetta samfélag og eignuðust góða vini sem haldið hafa sambandi við þau síðan. Síðustu fimmtán árin bjuggu þau í Litla- Hvammi 7. Þar var gestkvæmt. Opið hús fyrir vini og ættingja. Veitingar veittar af gleði og myndarskap. Klara var ákaflega gjafmild kona, það sagði mér verslunarstjóri á Húsavík að hann hefði aldrei séð jafnmikla gleði samfara því að velja jólagjafir handa barnabörnunum. Þetta var þó sannleikur. Sama hvað barna- og barnabarnabörn urðu mörg. Faðmur gömlu hjónanna náði til þeirra allra. Árið 1991 tókum við hjónin sumarhús á leigu austur á Einarsstöðum og buðum tengdafor- eldrum mínum með, þá bæði komin yfir áttrætt. Þessi vika er okkur ógleymanleg. Sól og blíða alla dag- ana. Ferðalög og skoðunarferðir nýttar til hins ýtrasta. Á kvöldin var rætt um afrakstur dagsins og morg- undagurinn skipulagður. Þetta voru gleðidagar fyrir þau og ekki síður fyrir okkur. Í haust, ellefu árum síð- ar, rifjuðu þau þetta upp og höfðu engu gleymt. Klara var vel hagmælt, en hafði hljótt um þann eiginleika. Hún kvaddi sumarhús á Einarsstöð- um með þessari vísu: Hvað ertu veröld að veina og kvarta en vekur þó ómælda gleði í hjarta. Daga og nætur þín dásemd vex í draumahúsinu númer sex. Á heimleiðinni ókum við um æsku- stöðvar hennar í Vopnafirði, þá varð þessi vísa til: Átti stundir unaðar ofnar tryggðabandi. Sendi kveðju saknaðar Syðri-Víkur landi. Elsku tengdamóðir mín. Ég heim- sótti þig að morgni 12. febrúar á litla fallega heimilið ykkar í Litla- Hvammi 7. Þú barst fram veitingar og við röbbuðum saman yfir kaffi- bolla. Hvorug okkur vissi að komið var að leiðarlokum. Sólarhring síðar varstu látin. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ísak minn. Ég bið guð að styrkja þig í sorg þinni. Öllum ást- vinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Þín tengdadóttir Lilja Jónasdóttir. Elsku besta Klara tengda- mamma. Kallið kom snöggt en þó ekki óvænt með öllu. Eftir sitjum við hin með tár á hvörmum og trega í hjarta. Tár vegna þess hve sárt er að missa þig, trega eftir því að fá ekki að vera með þér ennþá lengur. Einhvern veginn fannst mér Klara Tryggvadóttir aldrei verða gömul kona þó svo að árin yrðu 93. Heilsan gaf sig að vísu nokkuð allra síðustu misserin en ekki var slegið slöku við á heimilinu, bakað, steikt og hakkað, slátur tekið, soðið og súrsað. Þar að auki var prjónað og heklað af mikilli list og margir fal- legir gripirnir skreyta heimili fjöl- skyldumeðlima. Þegar ég hugsa um það held ég raunar að segja megi að þessari manneskju hafi aldrei fallið verk úr hendi hvorki í sveitinni á Undirvegg né eftir að brugðið var búi og flutt til Húsavíkur Við hlið hennar stóðst þú ávallt, tengdapabbi minn, eins og klettur, samheldni ykkar var rómuð. Kveðjuorð verða ætíð fátækleg og ef til vill því fátækari þeim mun rík- ari persónuleiki er kvaddur. Þú varst fíngerð kona Klara, en þó sterk þegar eitthvað bjátaði á, þú varst lágvaxin en samt stór í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Upp í hugann kemur strax þakklæti fyrir þá vináttu, ástúð og umhyggju sem þú ávallt sýndir mér og mínum, þar var einlægnin í fyrirrúmi. Í raun má segja að það hafi verið sérstök for- réttindi að eiga þig og Ísak sem tengdaforeldra og vini í 30 ár og vin- ir skulum við vera um alla eilífð. Minningar um fjölmargar samveru- stundir bæði á Undirvegg og Húsa- vík verða ætíð geymdar, aldrei gleymdar. Hér skal látið nægja að geta um upphaf kynna okkar er ég kom með hana Kristrúnu mína í fyrsta sinn í heimsókn til ykkar Ís- aks, á Undirvegg, árið 1971. Þið stóðuð bæði í bæjardyrunum, falleg og kankvís og frá ykkur geislaði því- lík hlýja og elskulegheit að öll feimni hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þá strax voru bundin þau bönd sem aldrei rofnuðu og ég veit að önnur tengdabörn gætu sagt svipaða sögu. Þó að nú sé sorg í bæ þá er ekki unnt unnt að minnast Klöru Tryggvadóttur án þess að geta um hennar léttu lund og ást hennar og þekkingu á ýmiss konar kveðskap og skáldskap. Upp í hugann kemur ósjálfrátt mynd af konu í eldhúsinu á Undirvegg, hún er á eilífum þönum við vinnu sína, blístrandi eða raul- andi lagstúf og það leikur allt í hönd- um hennar. Alltaf er hún þó til í að láta trufla sig, ekki síst þegar spurt er um ljóð eða þulur sem hún kann býsn af og flytur af glettni eða al- vöru eftir því sem við á. Sem unn- andi slíkra lista sat maður og hlust- aði af andakt og kynntist um leið einstökum draumaheimi djúpviturr- ar og lífsreyndrar konu. Þess á milli, eða jafnvel á meðan hún þuldi, þaut hún til og frá um húsið, létt á fæti eins og hind í skógi og vann öll þau verk sem hún hafði ætlað sér. Þegar ljóða- eða sögustund lauk átti hún svo til að segja við þann sem þetta skrifar: „Þakka þér fyrir hjálpina, elsku Elli minn.“ Hjálpin var að sjálfsögðu aðeins í litlum mæli verk- leg, frekar að ég gæti komið henni til að hlæja af og til og stundum tókst mér að fá þessa skemmtilegu konu til þess að veltast um af hlátri. Þegar hlátrarokum beggja linnti sagði hún gjarnan: „Æ, skömmin þín.“ Ég veit að börnin hennar upplifðu margar slíkar og álíka stundir alla tíð og minnast þeirra oft. Nú kveð ég þig, fallega og stolta kona. Ég veit að þér mun farnast vel í eilífðinni, Guð blessi minningu þína. Eftirlifandi tengdaföður mínum, Ísak Sigurgeirssyni, börnum, barna- börnum, barnabarnabörnum, barna- barnabarnabörnum og venslafólki öllu sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Erlendur S. Baldursson. Tengdamóðir mín elskuleg, Klara Tryggvadóttir, er látin. Hún kvaddi þennan heim með fullri reisn eins og hún hafði sjálf óskað sér. Ég minnist Klöru eins og hún kom mér fyrir sjónir þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna á Undirvegg, haustið 1958, en þar hófum við hjónin okkar búskap. Klara var lágvaxin kona en þétt, sterklega vaxin og snör í snún- ingum, alltaf á þönum og hljóp oft eftir ganginum við störf sín. Þá var rafmagn ekki komið og ekkert vatn nema rigningarvatn, sem safnað var í þró, rétt við húsið. Þegar húsmóð- urina vantaði vatn þurfti hún að hala það í fötu upp úr þrónni. En Klara kvartaði aldrei. Fyrir utan dagleg störf átti hún prjónavél og prjónaði mikið, bæði á fjölskylduna og fyrir sveitungana. Klara var mjög sérstök kona, vel gefin og skýr í kollinum til hinstu stundar. Hún var minnug með af- brigðum og kunni ótal ljóð og sögur. Hún elskaði bækur og í æsku lærði hún utanbókar nokkrar skáldsögur, sem hún hélt mikið upp á, og gat svo endursagt þær, mörgum árum seinna, ekki eingöngu efnið heldur samtöl milli manna. Þetta urðu mín- ar framhaldssögur tvo næstu vetur. Hún var byrjuð að kenna elsta syni okkar vísur þegar hann var á öðru ári og ekki fulltalandi. Klara var mjög góður hagyrðingur en flíkaði því ekki en gerði það t.d. að gamni sínu að gera vísur um barnabörnin þegar þau fæddust. Hún hafði mikla kímnigáfu og gat hlegið svo smitandi hlátri að hún kom iðulega öðrum til að hlæja með sér. Til marks um minni hennar söng hún fyrir okkur hjónin gamalt ljóð, sem samanstendur af tíu vísum, nú eftir síðastliðin áramót, án þess að reka í vörðurnar. Barnabörnin héldu mikið upp á hana og bar hún hag þeirra mjög fyrir brjósti. „Amma litla“, eins og þau kölluðu hana gjarnan, var svo góð og skemmtileg og alltaf til stað- ar. Sögurnar hennar og heilræðin eru þeim í fersku minni og dýrmætt veganesti. Einnig var hún mjög góð við barnabarnabörnin. Klara var mjög gestrisin og átti alltaf nóg af kökum og tertum sem hún geymdi uppi á háalofti á Und- irvegg. Hún bakaði „til sumarsins“ eins og hún orðaði það, því það var mjög gestkvæmt og allir fengu veisluborð. Það var eins eftir að þau fluttu til Húsavíkur, þangað komu líka margir gestir. Klara hætti ekki að baka hvað sem hver sagði, jafnvel ekki þegar heilsan byrjaði að bila. Þau hjónin gerðu alltaf laufabrauð sjálf og skáru út í allar kökurnar, tvö ein. Það var alltaf jafn gaman að koma á fallega heimilið þeirra í Litla-Hvammi. Klara var mikil handavinnukona og bæði heklaði og saumaði út í púða og myndir fram á síðustu ár. Hún var lengi í Kven- félagi Keldhverfinga og gjaldkeri þess í nokkur ár. Ég þakka tengdamóður minni fyr- ir það sem hún kenndi mér og allar góðar samverustundir. Ég votta elsku tengdapabba og allri stóru fjölskyldunni innilega samúð. Sveininna Jónsdóttir. Á þessum tímamótum þegar ég kveð hinsta sinni tengdamóður mína, konuna sem frá fyrsta degi okkar kynna reyndist mér sem besta móðir, leitar hugurinn til liðins tíma og margar minningar rifjast upp. Það var um eftirmiðdag í ágúst- mánuði árið 1962 að ég kom fyrst á heimili ykkar Ísaks með unnustu mína, dóttur ykkar, eftir tveggja daga ferð frá Reykjavík. Móttökum ykkar og viðmóti á þeim degi mun ég aldrei gleyma. Kærleikur og hlýja streymdu á móti okkur þar sem þið biðuð komu okkar utandyra og fögnuðuð innilega. Ég var boðinn velkominn og frá þeirri stundu voru bönd tryggðar fest sem urðu sterkari með hverjum nýjum samfundi. Því fylgdi mikil tilhlökkun að sækja ykkur heim og finna vænt- umþykjuna sem ætíð streymdi á móti okkur. Eftir að börnin stækk- uðu voruð þið alltaf boðin og búin að taka þau til sumardvalar í sveitinni. Blessunarorð þeirra við kveðjustund eftir sumardvöl fylgdu okkur langt fram á veg daglegra viðfangsefna á vinnustað og heimili okkar og oft var ekið frá heimili ykkar með tárvot augu. Sumarið og haustið 1974 var mér dýrðartími. Þá hafði ég tekið að mér að lagfæra íbúðarhúsið á Undirvegg og þá gafst mér góður tími til að kynnast þér betur. Ég sannfærðist þá um að mann- kostir þínir voru meiri en ég hafði áður kynnst. Þú hafðir tamið þér já- kvætt viðhorf til lífsins sem gaf af sér glaðværð, bjartsýni og mikla hlýju. Minnið var afbragðsgott og þú hafðir einstaka frásagnargáfu. Að heyra þig segja frá atburðum, oft löngu liðnum, var eins og að njóta fræðslu góðs kennara. Hagmælt varstu og trúkona ein- læg og sterk, það átti ég eftir að reyna löngu síðar í veikindum mín- um því ég trúi að kraftur í bænum þínum hafi verið hjálpin sem gaf mér, með öðru, heilsuna á ný. Þú þekktir vel aðstæður hinna fá- tæku og eignalausu en það hafði ekki bælt þig eða gert þig beiska, heldur miklu frekar og aðeins glætt dug þinn og athafnaþrá og löngun til að verða sjálfbjarga. Þú hafðir lært að meta hagnýtt gildi vinnuseminn- ar. Þótt ég hafi margt séð og víða far- ið, bæði hér innanlands og utan, er þó ein ferð sem við hjónin fórum ásamt ykkur hjónum og mágkonu sem er mér minnisstæðari öðrum ferðum. Þá var lagt upp frá Húsavík og farið austur og suður um landið og endað í Reykjavík. Farið var um æskustöðvar þínar í Vopnafirði þar sem um stund var haft aðsetur í Syðri-Vík og þaðan farið vítt og breitt um. Komið var að Hauksstöðum, þar sem foreldrar þínir bjuggu ásamt föðurbróður. Þar þekktir þú að vonum hverja þúfu, laut og hvert holt. Á þessum æsku- stöðvum sagðir þú frá lífi fólksins, húsaskipan og atburðum svo vel að okkur hinum fannst við sjá það allt ljóslifandi fyrir okkur. Það var sama hvar við komum í ferðinni; allt fannst þér svo ánægju- legt og skemmtilegt, en þannig varst þú, alltaf svo jákvæð. Sorgin getur bæði verið ljúf og sár, þá blandast saman allar góðar tilfinningar sem þú vaktir og enda- laust þakklæti fyrir að hafa eignast manneskju sem þig fyrir tengda- móður. Elsku Klara mín, þú sem varst og ert og verður mér sem önnur móðir, þess vegna er sár sú stund sem okk- ur aðskilur. Ég veit og trúi að við eigum eftir að hittast á ný. Megi góður Guð geyma þig, og Guð veri með Ísak og hans nánustu. Hvíl í friði. Kallið er komið, komin er sú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurbjörn Finnbogason. Elsku amma mín er farin. Í sorg- inni og eftirsjánni yfir að vera búin að missa þig finn ég samt svo sterkt til þakklætis fyrir öll árin sem ég fékk að hafa þig og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. KLARA TRYGGVADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.