Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 61 ÖRSJALDAN fæð- ast fámennum þjóðum, eins og okkur Íslend- ingum, einstaklingar, er skara fram úr að gáfum og gjörvileik. Einstaklingar, sem eru áratugum á undan samtíð sinni í hugsjón- um og framsýni, stundum á þröngu sviði en sumir einnig víðsýnir, fjölhæfir og vel menntaðir frum- kvöðlar. Oft er það svo að samtíðarmenn þessara ,,snillinga“ eiga ekki samleið með þeim, misskilja þá, öfunda og finna þeim allt til foráttu. Úrtölumennina er oft að finna á meðal ráðamanna, jafnvel æðstu ráðamanna, sem ráðið geta miklu um framgang mála, er til heilla gætu horft. Þvergirðingshátturinn ríður ekki við einteyming. Þeim, sem lesið hafa hina geysivel skrifuðu ævisögu Guðjóns Friðriks- sonar, um Einar Benediktsson, dylst ekki hvílíkur frumkvöðull og jafnframt andans jöfur Einar var. Hiklaust má telja Einar til allra gáf- uðustu og framsýnustu manna sem fæðst hafa með þjóð okkar. Fjöldi þeirra hugmynda, er hann kom fram með um síðustu aldamót og í aldarbyrjun, hafa fyrst nú á síðustu árum og áratugum, orðið að veru- leika, vonum seinna, m.a. vegna andstöðu þungavigtarmanna í sam- félaginu. Það er alkunna að slíkir snillingar eru ekki allra viðhlæjendur og koma sér gjarnan upp öfund- armönnum, jafnvel hatursmönnum. Það er vel skiljanlegt að hugs- un og skapgerð ,,snill- inganna“ sé þannig, að þeim lyndi ekki alltaf við þá sem þeir þurfa að eiga samskipti eða orðastað við. Þeim óar eflaust oft við „heimsku“ og þröng- sýni annarra og eiga þá eflaust oft erfitt með að halda aftur af orðum sínum í annarra garð. Þegar Kári Stefáns- son kom fram með hugmynd sína að Íslenskri erfða- greiningu og notkun gagnagrunns- ins naut hann strax fylgis og at- beina framsýnna ráðmanna og Alþingi greiddi götuna með laga- setningu. Sú hugsun hefur læðst að und- irrituðum hvort þeir samtíðamenn ,,snillingsins“ Kára Stefánssonar, sem nú þvælast hvað mest fyrir við- leitni hans og fyrirtækis hans í gagnagrunnsmálinu, séu haldnir sama þvergirðingshætti og ein- kenndi marga samtíðarmenn Einars Benediktssonar fyrr á öldinni. Virkur, miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði er grundvöllur að því háleita markmiði, að finna með sem skjótustum hætti orsakir og lækningu við fjölda alvarlegra meina,er hrjá mannkynið. Er það skammsýni, öfund eða stundarhag- ur sérhagsmunahópa, sem markar afstöðu þeirra í þessu framfaramáli? Það er með öllu óþolandi að fá- mennur hópur geti, með málþófi og í trausti aðstöðu sinnar, staðið í vegi fyrir og tafið framgang framfara, er til heilla horfa fyrir fyrir þjóð okkar og mannkyn allt. Þetta minnir óneitanlega á að einn ráðherra, fyrr á öldinni, kom í veg fyrir virkjun- aráform Titanfélagsins í Þjórsá eftir að Alþingi hafði samþykkt vatnalög er gáfu grænt ljós á framhaldið. Þar réð kannski mestu ótti við erlenda fjárfestingu en eflaust líka afstaðan til frumkvöðulsins, Einars Bene- diktssonar skálds, sem hafði þegar fengið fjárfesta og hönnuði til verksins (Titanfélagið). Frumkvöðlar með háleit markmið þurfa að hafa bjargfasta trú og mik- ið úthald til að vinna sínum góðu málum brautargengi. Þeir eiga oft við ramman reip að draga. Þeir þurfa á skilningi, samvinnu og sam- heldni samferðamanna sinna að halda en ekki fyrirstöðu. Er það virkilega svo að Íslands óhamingju verði allt að vopni? Íslands óhamingju verður allt að vopni Jón H. Karlsson Frumkvöðlar Það er með öllu óþolandi, segir Jón H. Karlsson, að fámennur hópur geti, með málþófi og í trausti aðstöðu sinnar, staðið í vegi fyrir og tafið framgang framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.