Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 55 ✝ Arngrímur Atla-son fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1976. Hann lést mið- vikudaginn 14. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ragnheiður Kristín Arngrímsdóttir og Atli Ísleifur Ragn- arsson. Þau skildu. Seinni maður Ragn- heiðar er Magnús Óskar Ólafsson. Seinni kona Atla er Ágústa Hermanns- dóttir. Alsystkini Arngríms eru Ragnar Theódór, Unnur Perla og Atli Kolbeinn. Hálfbróðir sammæðra er Karel Geir. Öll búa þau í Grindavík. Árið 1992 kynntist Arngrímur eftirlif- andi konu sinni, Sól- veigu Jónu Sævars- dóttur, f. 12. apríl 1970. Börn þeirra eru: Arngrímur Sævar, f. 13. mars 1994, Ragn- heiður Kristín, f. 28. júní 1997, og Ísleifur Orri, f. 26. júlí 1999. Arngrímur ólst upp fyrstu árin í Reykja- vík, síðan lá leiðin til Vestmannaeyja og þaðan til Grindavíkur. Hann var sjómaður og beitingamaður. Útför Arngríms fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku frændi. Það var að morgni 15. febrúar að Addi vakti mig með þær sorgarfréttir að þú værir lát- inn. Það eina sem kom upp í huga mér var að þetta væri ekki satt, ég vildi ekki trúa því. Ég fór að hugsa til baka hvað mér fannst ósann- gjarnt að við hefðum ekki getað haft meira samband í gegnum árin. Því við vissum alltaf hvort af öðru og okkur fannst mjög gaman að hittast. Svo var það fyrir um ári að við fluttum nær þér og það var eins og við hefðum alltaf búið nálægt hvort öðru. Þú, Solla og mamma þín hjálpuðuð mér mjög að aðlagast þegar ég flutti og þess mun ég ávallt minnast. Við áttum saman margar góðar stundir og mun ég varðveita þær í hjarta mínu. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd sama hvað bjátaði á og varst alltaf hress og yndislegur. Þér fannst nú líka gaman að stríða stelpunum og höfðu þær mjög gam- an af því. Þú munt ávallt lifa í minn- ingu minni. Elsku frændi, ég vona að þú hafir fundið frið. Elsku Solla, Arngrímur Sævar, Ragnheiður Kristín, Ísleifur Orri, foreldrar og systkini, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Rut. Elsku Addi minn. Að takast á við okkur frændurna var ekki auðveld- asta hlutverk sem foreldrar okkar tókust á við. Ég, þú og Ragnar bróðir þinn hrelldum mörg bæjar- félög með hrekkjum okkar og strákapörum. En svo uxum við úr grasi og stofnuðum okkar fjölskyld- ur. Það hefði verið gaman að við hefðum hist oftar, börnin við og konurnar, en eins og svo oft vill verða þá eru stystu vegalengdir eins og miklar fjar- lægðir í ys og þys hversdagslífsins og manni finnst maður aldrei hafa tíma, en það er alltaf til tími og oft vill gleymast það sem mestu máli skiptir, fjölskyldan. Ég bið fyrir þér á ferðalagi þínu og veit að þú munt vaka yfir okkur öllum. Elsku Addi minn, ég sakna þín og mun alltaf gera það. Hvíl í friði. Nú ert þú horfinn úr lífi okkar en minningin um þig lifir í hjarta okk- ar allra um alla eilífð. Elsku Solla, Arngrímur, Ragnheiður, Ísleifur, Heiða, Atli og aðrir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óli Ragnar, Kristín og Daníel Dagur. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Guð geymi þig, Addi minn. Elsku Solla, börn, Heiða, Atli og ástvinir allir. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Kolbeinn, Svanhvít og synir. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Amen. (Sálm. 121.) Kveðja. Theodóra, Róbert A., Róbert R., Ásdís og Giovanna. Addi litli, frændi minn, er látinn langt fyrir aldur fram. Ungur og hraustur faðir, göfug og góð sál, með allt lífið fram undan. Í þau fáu skipti á undanförnum árum sem ég var svo heppinn að vera í návist frænda míns skynjaði ég ávallt hlýju og góðmennsku, heiðarleika og lítillæti. Ómældur harmur og sorg eru í hjarta mínu þegar ég hugsa um litlu börnin hans þrjú og konu sem horfa á eftir elskulegum föður og lífsförunaut. Ég vona að það verði fjölskyldu hans þó einhver huggun þegar þau skynja nærveru hans og ást á öðru og betra tilvist- arstigi. Elsku Addi minn, hvíldu í friði. Ég hitti þig síðar. Róbert R. Spanó. Í dag, 24. febrúar, verður Addi, eins og hann var alltaf kallaður, jarðsettur. Er sorgin knúði dyra að kvöldi 14. febrúar var eins og allt stæði í stað, nístandi sársauki hel- tók mig. Af hverju? spyr maður sjálfan sig, svona ungur maður drif- inn burt frá ástvinum sínum. Á stuttri ævi sinni afrekaði hann svo margt. Við kynntumst Adda fyrir rúmum átta árum heima hjá okkur er hann og Solla systir fundu hvort annað. Svo mikil ást í hjarta ykkar, þið áttuð saman þrjú yndisleg börn og yfirstiguð mikla erfiðleika og þrautir á lífsleið ykkar. Það var allt- af boðið upp á kaffi og yfirleitt heimabakað meðlæti er litið var inn til ykkar, og ávallt fullt af gestum, sem sýndi að það var svo gott að koma til ykkar. Þínu hlutverki er lokið hér á jörðu. Guð þarf á þér að halda, þeir deyja ungir sem guðirnir elska er sagt, en elsku Solla systir mín, guð gefi þér allan þann kraft sem þú þarft á að halda til að lifa áfram með börnunum ykkar. Við verðum alltaf til staðar fyrir ykkur. For- eldrum og fjölskyldum þeirra ásamt vinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi þig, elsku Addi. Að lokum er hér lítið ljóð til þín: Þú kemur oft upp í huga mér. Minningar um liðna tíð rifjast upp og mörg tár renna óhindrað niður vanga minn. Svo sárt að missa þig. Þér gleymi ég aldrei. Kveðja. Ágústa og fjölskylda. Addi minn, elsku Addi minn. Ég veit að pabba þínum fannst heimurinn stöðvast þegar þú komst í heiminn. Eins finnst manni nú að heimurinn eigi að stöðvast þegar þú kveður svo skyndilega, elsku kút- urinn minn. Þú varst alveg einstaklega fallegt barn og þið bræðurnir voruð ein- staklega uppátækjasamir svo ekki þýddi annað en að vera úrræðagóð barnapía, en svo sannarlega áttir þú og systkini þín sérstakan stað í hjarta mínu. Þú varst ekki bara fallegt barn, Addi minn, þú óxt upp og varðst að myndarlegum manni, og ég mun aldrei gleyma þegar þú eignaðist fyrsta barnið þitt. Ég kom upp á spítala til þín og þið Solla höfðuð gengið í gegnum ótrúlega erfiða fæðingu. Þegar ég kom var Solla komin á gjörgæsluna en litli kút- urinn þinn lá í hitakassa á fæðing- arstofunni og þú sast hjá honum og það eina sem þú gast sagt var: Er hann ekki fallegur, er hann ekki fal- legur. Elsku Addi minn, nú kveð ég þig og þakka Guði fyrir þær samveru- stundir sem ég fékk að eiga með þér. Elsku Solla mín, Arngrímur Sæv- ar, Ragnheiður Kristín og Ísleifur Orri, elsku Heiða mín, Magnús, Ragnar, Unnur, Atli Kolbeinn og Karel Geir, Atli minn og Ágústa. Frá rótum hjarta míns bið ég Drottin um að styrkja ykkur í sorg ykkar og að hann megi fylla hjarta ykkar kærleika sínum og friði. Unnur frænka. ARNGRÍMUR ATLASON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. 0           >? >@  3  )&$)')&)3  AB  #) 1 *%  / 89 *%  #)     -&!#!  1    2 ! 3 $ #  4/4  #   5   /  4   6   !    #       !$ #  $: )##) )#%#  #$)  )# )(")  )  ) %#  /+  1& (")  ,<5) (")  &)) %#  2#  '#((")   && *+ #%#   / # / #%/ # / # / #5 7   >@C  6 ;!;@ , 3"#)     0 )+3#&(+3 #.% ) %#        0 !40 !4 )+" ) , 3 " /2 1< 7) 4&,$"&7)DB 0" 7%)   &    %   &   ' ! (* *) 0 )+3#0 )+3#%# 1# 0%&/ 2#  '#((")  1&)!"#0 )+3#%# ) 1  *5E)&$+3&'(")  1 0 )+3#(")  )#  )0 )+3#%# #)&& F '& /#  / # / #% ) )  #(#( 5 0             *!; EE >  ,< 75/ # +" ) 37 && 8G <+ 71        $      ! +$  6  ) & F: (") %,+&<&( 5 0            >*!;0  * 2#& 8 <+ ,+ 7) #     ! !"$ ## 0+  #(")  <7) ,#) /+ # %# &)0 )7)#) /+ # %# !"$ ## < ) /+ # %#5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.