Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 75
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 73 SVO BAR til í byrjun febrúar að und- irritaður átti erindi til Lesotho, hins fjalllenda konungsríkis í Suður-Afr- íku. Þar er verið að reisa stíflu og gera jarðgöng mikil til að veita vatni vestur á bóginn til Jóhannesarborgar og þéttbýlissvæðanna þar í kring. Við vorum fjórir saman Íslendingar og dvöldum í Lesotho í fjóra daga. Að því loknu lögðu tveir okkar lykkju á leið sína heim og flugu frá Jó- hannesarborg til Höfðaborgar. Þar vorum við í þrjá daga og flugum beint þaðan heim með viðkomu í London. Ástæða þess að ég sting niður penna er sú að við heimkomuna sá ég greinaskrif í Morgunblaðinu um Suð- ur-Afríku, þar sem ástandinu í land- inu er lýst á fremur neikvæðan hátt og dregin upp miður aðlaðandi mynd af mannlífi þar. Nú er mér ljóst að eft- ir svo stutt kynni manns af landi og þjóð er hæpið að draga miklar álykt- anir af því, en svo mikið er víst að sú mynd sem blasir við ferðamanni í fyrsta sinn er allt önnur og jákvæðari. Um náttúrufar og veðurfar er óþarft að fjölyrða í þessu samhengi, en mannlíf er þarna mjög fjölskrúðugt og allir sem mæta manni einstaklega vingjarnlegir og hjálpsamir. Við nýttum tímann eftir föngum og fórum í skoðunarferðir um Góðrar- vonarhöfða sem tók heilan dag með viðkomu í grasagarðinum Kirst- enbosch, með kláfferju upp á Borð- fjall sem gnæfir yfir Höfðaborg og sigldum út í Robbens-eyju sem þekkt er vegna þess að þar voru í haldi póli- tískir fangar á dögum aðskilnaðar- stefnunnar. Frægastur þeirra er Nel- son Mandela sem var þarna fangi í yfir tuttugu ár. Það var ógleymanlegt að sjá og tala við einn af samföngum hans lýsa lífinu á þessum stað. Hann var nítján ára gamall þegar hann var settur inn árið 1969 og fertugur þegar honum var sleppt. Höfðaborg er um margt sérstök, en mér virtist fólkið þar afar vingjarn- legt og ekki merkjanlegt að þar væri hættulegt fyrir aðkomumenn að ganga um götur og torg. Verðlag er mjög hagstætt, bæði matur og drykk- ur fjölbreyttur og góður. Þarna er að finna listmuni og handverk alls staðar að frá Afríku. Nú vill svo til að boðnar eru ferðir á þessar slóðir á ótrúlega hagstæðu verði á vegum reyndasta ferðafrömuðar landsins, Ingólfs Guð- brandssonar og Heimsklúbbsins. Hann þekki ég bæði sem tónlistar- mann og athafnamann og veit að allt sem hann skipuleggur stendur, enda gerir hann ýtrustu kröfur til sín og annarra sem á hans vegum vinna í hverju sem er. Ég hvet alla sem áhuga hafa á að kynnast framandi löndum og þjóðum að nýta sér þetta einstæða tækifæri. KRISTJÁN MÁR SIGURJÓNSSON verkfræðingur. Suður-Afríka – heillandi heimur Frá Kristjáni Má Sigurjónssyni: FYRIR hartnær tveim áratugum bar óvæntan gest að garði hjá okkur hjónum. Þar var kominn Jan Pretor- ius, prófessor í bókmenntum við há- skólann í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Hann átti leið um Ísland á leið sinni í fyrirlestraferð um Banda- ríkin og hafði fundið heimilisfang mitt í félagatali Lionshreyfingarinn- ar sem við vorum báðir félagar í. Við buðum honum inn – reyndar stóð heimsóknin í tvo daga með hléum – og það varð okkur mikil ánægja að kynnast þessum gesti frá svo fjar- lægu landi. Ég hafði satt að segja ekki leitt hugann mikið að Suður-Afríku, hún var langt í burtu og fréttirnar þaðan gerðu landið ekki mjög aðlaðandi. Viðhorf mitt var að sjálfsögðu í sam- ræmi við þá mynd sem upp var dreg- in, og ég var dálítið á báðum áttum um hvort þessi Búi ætti nokkuð er- indi við mig. Hins vegar var saga Pretoriusar og frásögn hans af landi og þjóð, séð með hans augum, til þess að áhugi minn á landinu efldist til muna og síðan hef ég fylgst af at- hygli með fréttum þaðan. Hann sagði frá fegurð landsins og stór- kostlegri náttúru, sambúðarvanda hvítra og svartra og dró enga dul á skoðun sína um hvað mætti betur fara í stjórnarfari landsins. Hann sagði það von sína að aðskilnaðar- stefnan yrði lögð af sem fyrst og að yfirvöld gerðu allt sem þau gætu til að búa íbúana undir þær breytingar sem óhjákvæmilega yrðu. En hann lýsti líka fyrir okkur vanda hvíta mannsins í Suður-Afríku og ugg sín- um um að þetta gengi ekki þrauta- laust fyrir sig. Pretoríus skildi vel viðhorf Evrópubúa þó að hann væri ekki sammála þeim aðferðum sem ríkin beittu til þess að hafa áhrif á gang mála. Hann átti leið um Norð- urlönd á þessari ferð sinni og tók sem dæmi um margrómað frjáls- lyndi Svía, að þar mátti hann aðeins dvelja í 36 stundir tiltekna daga og til þess að fá vegabréfsáritun varð hann að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann myndi ekki taka þátt í fundum á meðan á dvölinni stæði. Þetta kom mér á óvart. Á síðastliðnu vori áttum við hjónin þess svo kost að heimsækja þetta land fyrir tilstilli Heimsklúbbs Ing- ólfs og VISA. Að vísu sáum við að- eins lítinn hluta, reyndar þann feg- ursta, svæðið í kringum Cape Town. Lýsingin sem vinur okkar gaf af landinu sínu var síst yfirdrifin, land- ið er sannarlega fagurt og frítt. Höfðaborg er byggð á undirlendinu undir Borðfjalli, tignarlegu og dul- arfullu með skýjaslæðu (kölluð borð- dúkurinn) yfir sér á stundum. Þaðan er firnagott útsýni yfir borgina og nærsveitir en upp á fjallið er hægt að fara í kláf. Við heimsóttum líka vín- ræktarhéruðin norður af borginni, þar sem franskir húgenottar plöntuðu fyrsta vínviðnum á 17. öld. Þeir höfðu flúið trúarbragðastríð í Evrópu og fluttu með sér evrópska vínmenningu til þessa fjarlæga lands. Skilyrði til vínræktar eru mjög góð í þessu landi, enda sann- kallað Miðjarðarhafsloftslag þarna. Suður-afrísk vín eru fjölbreytileg og ljúffeng, og þarlendir vínbændur hafa ræktað nýtt afbrigði þrúgna, Pinotage, sem er blanda af Pinot Noir og Cinsault. Mörg af þessum frábæru vínum hafa þegar ratað í verslanir á Íslandi. Þarna rís Perlu- fjall (Paarl) upp úr sléttunni, þrír sérkennilega kúptir steinklettar sem glampar á eins og risastórar perlur í sólskininu. Við heimsóttum líka ótrú- lega glæsilegan grasagarð, Kirsten- bosch, sem er yfir 500 hektarar að stærð með yfir 18.000 tegundum jurta, mörgum þeirra fagurlega blómstrandi. Ferðin á syðsta odda Afríku, Góðrarvonarhöfða, var okkur ógleymanleg, eins öllum sem þangað koma. Það er ólýsanlegt að standa þarna uppi á höfðanum og horfa yfir röstina þar sem Atlantshaf og Ind- landshaf mætast í öllu sínu veldi, og rifja upp þær sögur sem maður hef- ur heyrt og lesið um siglingar og draugaskip á þessum slóðum. Þaðan er líka fögur sýn í austurátt eftir strandlengjunni við Falska flóa. Það var ekki síður áhrifamikið og lærdómsríkt, og verður reyndar ekki fram hjá því horft, að sjá hversu mik- il misskipting auðs er þarna í þessu frjósama héraði. Þangað steymir fólk í þúsundatali úr öllum áttum til þess að eigna sér hlut í landsins gæð- um, en þar rætast ekki allir draumar frekar en annars staðar. Þeir sem eiga halda fast um sitt, og skiptir þá ekki litarháttur máli. Þessi ferð varð mér og ferðafélög- um mínum ógleymanleg í alla staði og þar sem Heimsklúbbur Ingólfs og VISA bjóða nú upp á slíka ferð á þessar slóðir á nýjan leik nú í apríl er óhætt að mæla með ferð þangað fyrir alla þá sem hug hafa á. Það er vel séð um farþega í þessum ferðum og víst að heimsóknir til fjarlægra landa veita manni gleggri sýn á lönd og þjóðir en ella. JÓHANNES PÁLMASON lögfræðingur. Perlufjöll eru eitt af sérkennum Suður-Afríku. Suður-Afríka – Perla á suðurhveli Frá Jóhannesi Pálmasyni: Síðustu dagar útsölunnar Aðeins 3 verð 990,- 1.990,- 2.990,- fimmtudag til laugardags SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3  SÍMI 554 1754 Þjónusta í 35 ár Opið laugardag kl. 10-14 stuðningi Alþingis við ríkisstjórnina; hún gæti jafnvel verið minnihluta- stjórn. Þetta á hins vegar ekki við um Norðurlandaráð, enda er það samtök þinga, en ekki ríkja. Fyrir nokkrum árum ræddi ég spurn- inguna um orðin ríki og fylki í Bandaríkjum Ameríku við kunn- ingja minn blaðamann. Hann sagði mér, að ritstjórn hans hefði mælt fyrir að kalla þessa hluta Bandaríkj- anna fylki, annað gæti valdið mis- skilningi. Mér sýnist þvert á móti, að það geti valdið misskilningi að tala um fylki og leitt hugann að sýslum, sem oft var líka sagt frá í sambandi við atkvæðatalninguna vestra. Það tíðkast mér vitanlega ekki í öðrum tungumálum að kalla ríkin þar vestra fylki. BJÖRN S. STEFÁNSSON Kleppsvegi 40, Reykjavík. HÉR Á landi hefur þess gætt allt frá miðri 19. öld að tala ýmist um fylki eða ríki í Bandaríkjum Ameríku. Skynja má í fréttum Sjónvarps, hvernig togast er á um þetta þar á bæ. Þannig getur annað orðið komið fyrir í inngangi fréttar eða í frétta- yfirlitinu, en hitt í sjálfri frásögninni. Forsetakosningin vestra í nóvem- ber getur skýrt málið. Margt þótti þar skrýtið og þó skrýtnast, að ekki þætti sjálfsagt að telja öll atkvæðin. Það vakti umtal, að kjörmenn hvers ríkis skyldu allir vera stuðnings- menn annars aðalframbjóðandans, enda þótt nærri lægi, að stuðnings- menn hins fengju jafnmörg atkvæði, en það er einmitt eitt af því, sem fylgir ríki, að fulltrúar þess tala ein- um rómi út á við. Þannig verður at- kvæði Íslands óskipt á alþjóðavett- vangi ríkja, hvernig sem háttað er Ríki eða fylki Frá Birni S. Stefánssyni: NÚ ERUM við Sleipnismenn búnir að vera með lausa samninga í 14 mánuði. Hvað eigum við að una því lengi? Það er vísu búið segja okkur að það eigi ekki að semja við okkur og að okkar félag skuli dautt liggja. Það hlýtur að vera umhugsun- arefni hverrar hugsandi mann- veru að ef það á að líðast að mann- réttindi séu svo fótum troðin að mönnum sé gert að skilyrði að skipta um stéttarfélag til að fá hærri laun en þau eru í dag 96.339,57 sem þýðir 556,70 á tímann í dagvinnu, nætur- vinna 970 kr. og stórhátíðartaxti 1.264,93 kr. á tímann. En 40% hærra kaup er fyrir að aka möl eða sandi. Er þetta ekki með eindæmum? En hitt veit ég, að ábyrgð okkar rútubíl- stjóra er slík að það réttlætir það ekki að við unum þessum launum. Ég er t.d. fjóra tíma að vinna fyrir klippingu sem tekur 10–15 mínútur, hálft dagkaup fyrir hársnyrtingu (það er ekki von að Davíð kóngur hafi efni á slíku en við gætum nú skotið saman). Ég átti tal við málarasveina á dög- unum, þeir voru að fegra stigagang á ferðaskrifstofu og gistingu fyrirtæk- isins sem ég vinn hjá. Fjórtán hundruð á tímann var þeirra kaup fyrir að strjúka með mjúkum pensli handrið og þil. Okkar stórhátíðar- kaup nær ekki dagvinnukaupi þeirra. Við ættum kannski að fara að taka þjóðvegina og hálendisslóðana í uppmælingu, sleppa þessu taxta- þrasi. Í fréttum sjónvarps nýverið var rætt við skrifstofumann hjá Verslunarfélagi Reykjavíkur, hann gaf það upp að lægstu laun í þeirri sveit væru hjá afgreiðslufólki á kassa, 136.000 á mánuði. Mér er sagt að 138.000 séu víða í boði sértu ekki í Sleipni, og það hef ég eftir traustum heimildum. Tilmæli frá samtökum atvinnulífs- ins eru að rútueigendur ráði ekki Sleipnismenn, svona má nú nota eða misnota félagafrelsið. Er ekki smá mafíulykt af þessu? Og góðærið hans Davíðs okkar allra, það nær nú eitthvað takmark- að til þegna þessa lands. 30% aukn- ing á árángurslausum fjárnámum á síðasta ári frá árinu á undan. Það hlýtur að segja sína sögu, hér er nefnilega verið að búa til algjöra ör- eigastétt, og á ég þar við verkalýðinn allan, honum á að halda niðri á hung- urmörkunum. Það hljóta allir að skilja, sem hafa eitthvað milli eyrn- anna til að hugsa með, að þarna er eitthvað sem ekki er í samræmi við veruleikann. Við rútubílstjórar ber- um ábyrgð á lífi og limum allt að sex- tíu farþega og fáum þunga dóma verði okkur á í starfi. Og annað er það að ökuskífur sem við og vöru- flutningabílstjórar erum skikkaðir til að hafa ökurita í bílum okkar og sýna nákvæmlega ökuferilinn, hraða hverju sinni, klukkan hvað, hvenær ökutæki er stöðvað og tekið af stað aftur. Þetta tæki sem á að taka af all- an vafa er ekki tekið gilt (nema það sýni sök viðkomandi). Skýtur þetta ekki skökku við? Ég varð að hlíta slíkum dómi, 9 km skildu milli öku- ritans hjá mér og radars lögreglu en radarinn þótti trúverðugri en ökurit- inn í bílnum hjá mér, og er hann þó löggiltur. Mér skildist þarna fyrir dómnum að radar lögreglu þætti það tæknilega fullkomið tæki að það þurfi ekki löggildingu. Málið er það, mínir ágætu starfs- félagar, að til þess að halda þessu starfi áfram þarf ég að fara að skoða konumarkaðinn og finna mér konu sem er tilbúin að taka mig að sér og sjá fyrir mér. Ég get það ekki lengur á þessum launum en ég held að lík- urnar á að finna slíkt gæðablóð séu hverfandi litlar, enda maðurinn orð- inn þreyttur og fyrirgengilegur. BENEDIKT BRYNJÓLFSSON, Hátúni 6, Reykjavík. Launamál Sleipnismanna Frá Benedikt Brynjólfssyni: Benedikt Brynjólfsson Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.