Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 20
EINN bekkur í Mennta- skólanum á Akureyri hefur verið valinn til að vera til- raunabekkur í námi og kennslu með fartölvur á þessari önn, en það er 3. bekkur A sem er máladeild- arbekkur. Unnið hefur verið að því að þróa kennsluað- ferðir og búa skólann tækj- um til að taka á móti nem- endum með fartölvur, en skólinn hefur 25 fartölvur sem hafa verið í færanlegu fartölvuveri. Nú hafa nem- endur í 3A, en þeir eru um 15 talsins, fengið fartölvur úr verinu til að nota við nám sitt. Nemendurnir taka m.a. þátt í samskiptaverkefni við skóla í útlöndum og munu kennarar bekkjarins laga kennslu að þessum nýju að- stæðum. Menntaskólanemendur í 3A gera tilraun með fartölvur Nemendur 3A í Menntaskólanum á Akureyri munu nota fartölvur í náminu. AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag í Safnaðarheimili. Messa á Seli kl. 14 og á Hlíð kl. 16, séra Guð- mundur Guðmundsson. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Fundur með fermingarbörnum og fulltrúum Hjálparstarfs kirkjunnar, kl. 19.30 fyrir Brekkuskóla og 20 fyrir Oddeyrar- og Lundarskóla. Kvöldmessa í kirkjunni kl. 20.30, séra Svavar A. Jónsson. Tónlist frá Taizé, fermingarbörn boðuð. Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar milli kl. 18 og 20 á mánudag. Biblíulestur kl. 20.30 sama kvöld, tíu boðorð, reiði og sátt, umsjón séra Guðmundur Guðmundsson. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn fell- ur niður á miðvikudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prest- anna. Léttur hádegisverður í safn- aðarsal á eftir. Fundur hjá Sam- hygð kl. 20 um kvöldið. Sigurður Pálsson flytur fyrirlestur um sjálfs- víg. Kaffisopi og umræður. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Sameiginlegt upphaf. Foreldr- ar eru hvattir til að koma með börnunum. Séra Hulda Hrönn Helgadóttir predikar og kór Ár- skógskirkju syngur. Kyrrðar- og tilbeiðslustund verður í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudagskvöld. Hádeg- issamvera á miðvikudag frá 12 til 13, öskudagsmessa í upphafi föst- unnar. Orgelleikur, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að helgistund lokinni á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Sigfríður Inga Karlsdóttir fjallar um fyrstu mánuði móðurhlutverks- ins. Æfing barnakórs Glerárkirkju kl. 17.30 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Almenn samkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur á mið- vikudag kl. 20. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag og einn- ig verður sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Stærri-Árskógskirkju. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Aðal- fundur safnaðarins kl. 13 í dag, laugardag og eru allir meðlimir safnaðarins hvattir til að mæta. Samkoma um kvöldið kl. 20, Gunn- ar Þorsteinsson forstöðumaður í Krossinum predikar. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Aldursskipt kennsla þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Gunnar Þorsteinsson predikar. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag, Gunnar Þorsteins- son predikar. Páll Rósinkrans syngur ásamt lofgjörðarhóp kirkj- unnar. Fyrirbænaþjónusta, krakka- kirkja og barnapössun. Bæna- stundir alla virka daga kl. 6.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. Messa á öskudag, 28. febrúar, kl. 18 í Péturskirkju við Hrafnagilssstræti 2. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á sunnudag. Almenn samkoma kl. 17 á Sjón- arhæð, Hafnarstræti 63. Fundur fyrir 6-12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf BYGGÐ í blóma var yfirskrift á ráðstefnu sem íbúar Grýtu- bakkahrepps héldu nýlega í íþróttahúsinu á Grenivík. Tveimur ráðherrum var boðin þátttaka í ráðstefnunni, þeim Guðna Ágústssyni landbúnað- arráðherra og Valgerði Sverr- isdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sem var fundarstjóri. Haldnir voru nokkrir fyrir- lestrar auk þess sem sett var upp ljósmyndasýning þar sem voru ýmsar myndir teknar í hreppnum í fyrri tíð. Þá var margs konar handverk til sýn- is, unnið af íbúum sveitar- félagsins. Guðbergur Eyjólfsson bóndi í Hléskógum rakti sögu land- búnaðar í hreppnum og Björn Ingólfsson skólastjóri við Grenivíkurskóla sagði frá sjáv- arútvegi og vinnslu sjávarfangs innan sveitarfélagsins. Báðir gerðu efninu góð skil, en m.a. kom fram að útvegsbændur fyrri tíma í Grýtubakkahreppi hafi ekki verið eftirbátar ann- arra á landinu þegar að útgerð kom. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri flutti fyrirlestur um skólamál og þá flutti sr. Pétur Þórarinsson í Laufási fyrirlest- ur um umhverfi íbúanna og líf þeirra í sveitarfélaginu. Í lokin flutti Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra ræðu og kom víða við. Ráðstefnudeginum lauk með kvöldvöku í sam- komuhúsinu þar sem flutt voru gamanmál og dans stiginn við harmonikkuspil. Morgunblaðið/Jónas Sveinn á Hóli og Flosi í Höfða mættu á ljósmynda- sýninguna á Grenivík. Byggð í blóma í Grýtubakka- hreppi TÆPLEGA fimmtugur karlmaður á Dalvík hefur verið sýknaður af kröfum ákæruvalds um umferðar- lagabrot, en honum var gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum áfengis frá Stykkishólmi áleiðis til Dalvíkur þar til hann stöðvaði bif- reið sína við sumarbústað skammt sunnan bæjarins. Málsatvik eru þau að lögreglu- varðstjóri á ferð eftir Ólafsfjarð- arvegi veitti ökumanni sem hann kannaðist við athygli og fannst hann ekki vera eins og hann á að sér. Lét hann aðstoðarvarðstjóra á Dalvík vita, en hann fór að sum- arbústaðnum og handtók manninn. Farið var með hann á lögreglustöð á Dalvík og síðan til Akureyrar þar sem sýni voru tekin. Neitaði maðurinn að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur- inn en viðurkenndi að hafa drukkið áfengi í sumarbústaðnum eftir að akstri lauk. Fram kemur í áliti dómsins að engin haldbær rök hafi komið fram um að akstursmáti mannsins hafi sérstaklega bent til ölvunar hans og að ekki liggi heldur fyrir hversu langur tími leið frá því akstri lauk og þar til lögreglumað- ur kom í sumarbústaðinn og engin könnun hafi farið fram þar á því hvort áfengisneysla hafi átt sér þar stað. Álit lyfjafræðistofnunar um áfengismagn í blóði gefi ekki óyggjandi til kynna að það hafi verið yfir leyfilegum mörkum með- an á akstri stóð. Því þótti ekki næg sönnun komin fram fyrir því að maðurinn hefði ekið undir áfengisáhrifum og hann sýknaður. Málskostnaður var greiddur úr ríkissjóði. Sýknað- ur af kæru um ölvunar- akstur Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Kristjánsson, versl- unarstjóri Húsasmiðjunnar á Dalvík, stendur hér við hlið Braga Jónssonar sem sér um fjarsöluna fyrir norðan. EINN starfsmaður Húsasmiðjunnar á Dalvík sinnir símasölu á timbri ásamt þremur timbursölumönnum félagsins í Reykjavík, en það er Bragi Jónsson sem sér um þetta starf norð- ur á Dalvík. Guðmundur Kristjánsson, verslun- arstjóri Húsasmiðjunnar á Dalvík, sagði að ákveðið hefði verið að bæta við timbursölumönnum í Reykjavík og upp komið sú hugmynd að hægt væri að sinna starfinu í einhverri af verslunun félagsins á landsbyggðinni. Á Dalvík hefðu verið fjórir starfs- menn, en til tals hefði komið að fækka um einn. Það hefði svo orðið úr að færa einn starfsmanna Húsasmiðj- unnar á Dalvík í umrætt verkefni. „Þetta hefur gefist mjög vel,“ sagði Guðmundur, en starfsmaðurinn á Dalvík er tengdur við lager um tölvu og sér því nákvæmlega hvað til er á hverjum tíma líkt og starfsbræður hans suður í Reykjavík. „Hann af- greiðir pantanir héðan, prentar út kvittun á prentara í höfuðstöðvunum og síðan er varan flutt þangað sem hún á að fara, hvort sem er innan höf- uðborgarsvæðisins eða út á land.“ Guðmundur sagði að málið hefði snúist um það hvort bæta ætti einum starfsmanni við í Reykjavík og segja einum upp á Dalvík. Niðurstaðan hefði hins vegar orðið þessi og menn una glaðir við. Hann sagði reksturinn á Dalvík ganga ágætlega, greinilegt væri að heimamenn vildu hafa þessa þjónustu í heimabyggð og væru duglegir að versla þar. Fjarsala á timbri frá Reykjavík og Dalvík TVEIR ungir Akureyringar, þau Ír- is Erlingsdóttir í Oddeyrarskóla og Halldór Baldvin Stefánsson í Gilja- skóla, voru meðal vinningshafa í Brunavarnaátaki Landssambands slökkviliðsmanna. Efnt var til eld- varnaviku fyrir síðustu jól og heim- sóttu slökkviliðsmenn þá nær alla grunnskóla landsins og lögðu fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og ræddu um eld- varnir. Þátttaka var góð í þessu átaki. Þau Íris og Halldór hlutu við- urkenningarskjal, hlaupahjól, reyk- skynjara og bókina Gættu þín á eld- inum. Íris og Hall- dór meðal vinningshafa Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðsmanna TVÍTUGUR karlmaður hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. mars næstkomandi, en hann er grunaður um fíkniefnasölu. Fulltrúar úr rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri með að- stoð frá lögreglu á Blönduósi handtóku manninn vegna gruns um fíkniefnamisferli, á Blönduósi síðdegis á fimmtudag, en hann var farþegi í bíl á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Við handtökuna fram- vísaði maðurinn 80 E-töflum og 100 grömmum af hassi, sem ætlað er að hann hafi ætlað að selja á Akureyri um helgina. Þetta er stærsti skammtur af E-töflum sem rannsóknardeildin hefur lagt hald á. Áður uppvís að fíkniefnamisferli Ökumaður bílsins og annar far- þegi voru einnig handteknir en all- ir voru fluttir til yfirheyrslu til Ak- ureyrar. Þar var ökumanni og farþega sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Farið var fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald og varð Héraðsdómur Norður- lands eystra við þeirri kröfu síð- degis í gær. Maðurinn sem um ræðir hefur áður orðið uppvís að fíkniefnamisferli. Neysla fíkniefna í bænum síst minnkandi Daníel Snorrason, lögreglu- fulltrúi í rannsóknardeild lögregl- unnar á Akureyri, sagði að neysla fíkniefna í bænum væri síst minni en verið hefði áður og mikið væri um að sterk fíkniefni væru í um- ferð. Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Tekinn með 80 e-töflur og 100 grömm af hassi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.