Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN
58 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
staðfestu, og hvergi hvikað í trúnni í
baráttunni fyrir hinu góða.
Hin hörðu örlög genginna kyn-
slóða, örbirgð og upplausn heimila,
sem í huga hennar voru sem innar
seilingar, áttu vafalaust sinn þátt í
mótun lífsstefnu hennar: Þú skalt
gæta bróður þíns.
Fjölskyldan, ættin, var henni allt,
gætið hvert annars og elskið.
Enginn skyldi þó ætla að um-
hyggja hennar næði ei lengra.
Hún reyndi alltaf að leysa hvers
manns vanda, og hafði vakandi auga
á velferð annarra. Fátt féll henni svo
miður sem hnjóðsyrði um aðra.
Dæmið eigi... Hún fór að orðum
frelsarans.
Hún var hinn fæddi leiðtogi, sem
stýrði skútu sinni undan öllum brot-
um og hafði hag allrar áhafnarinnar
að leiðarljósi.
Í huga okkar hefði hún gjarna
mátt stýra stærra fari, við þurfum
slíka forystu.
Nú þegar hún kveður okkur eftir
langt og farsælt líf getum við aðeins
vonað að ljós hennar lýsi áfram veg-
inn. Hann mun þá auðfarinn og ekki
leiða á villigötur. Að minnast þess,
með hvílíkri reisn og natni þau hjón
önnuðust um bú sitt á Undirvegg, er
mér ljúft. Þar var umhyggja borin
fyrir öllu lífi.
Eftirlifandi eiginmanni hennar,
Ísaki Sigurgeirssyni, langafa barna
okkar hjóna, votta ég samúð.
Klara þarf ei að kvíða heimkom-
unni.
Bolli Eiðsson.
Mikið þótti mér alltaf gott að
koma í heimsókn til Klöru, afasystur
minnar, og Ísaks, hennar ágæta
bónda. Ég var átta ára hnokki er ég
var sendur til sumardvalar að Und-
irvegg í Kelduhverfi. Það var gott
sumar. Síðastliðinn ágúst sátum við
konan mín í eldhúsinu þeirra á
Húsavík og ræddum meðal annars
um þetta, að mér fannst sólríka sum-
ar. Þau rak í rogastans, þetta var
látlaus rigningartíð, þau höfðu aldr-
ei upplifað annað eins í öllum sínum
búskap. Það var þá bara svona gott
að vera hjá Klöru og hennar fólki, að
ég tali nú ekki um að fá að kynnast
honum langafa, Tryggva Helgasyni,
sem þar var til heimilis. Það var ekki
fyrr en ég frétti af andláti frænku
minnar að ég fór að velta því fyrir
mér hvaða ástæða væri fyrir því að
við Helga lögðum alltaf lykkju á leið
okkar til að líta inn hjá Klöru og
Ísak, ef við vorum á ferðinni fyrir
norðan. Þetta voru ekki aðeins kurt-
eisisheimsóknir. Hvort sem við sát-
um í eldhúsi eða stofu drukkum við
ekki aðeins kaffið og gæddum okkur
á kökunum, heldur drukkum við í
okkur gildi tveggja lífsförunauta.
Lífsförunauta sem gáfu svo mikið af
sér að maður kvaddi sem betri mað-
ur. Ef einhvers staðar var hægt að
hlaða „batteríin“ þá var það í Litla-
hvammi hjá Klöru og Ísak.
Þegar Klara varð níræð komst ég
ekki í afmælið hennar en sendi henni
þessar línur:
Lífið hér í heimi er valt
menn hallast að glysi og prjáli.
En þú hefur Klara eignast allt,
já, allt sem skiptir máli.
Klara, ég þakka fyrir allar góðu
stundirnar. Ísak minn, ég lít inn hjá
þér þegar ég á leið hjá næst.
Helgi Rúnar Einarsson.
Þú gekkst svo hljóð, um gleðinnar dyr,
svo grandvör og hlý.
Ég fann hjá þér sem aldrei fyr
og að því ég bý.
Festu og drenglyndi, fórnarlund og friðarins
lag.
Guð þig leiði og gefi þér Klara „góðan dag“.
(GGH.)
Ég minnist þín alltaf, kæra vin-
kona.
Margrét Þórhallsdóttir.
Sumir hafa svo mikið að gefa sam-
ferðamönnum sínum. Þeir eru um-
luktir hlýju og birtu sem breiðir sig
yfir alla sem nálægt þeim eru. Frá
þeim streymir svo mikill kærleikur
að alla langar til að vera góðir. Og
þessi áhrif ná út yfir gröf og dauða. Í
hvert sinn sem við minnumst slíkra
samferðamanna birtir í hugskoti
okkar og tilveran verður betri.
Þannig var hún Klara.
Klara var vinkona hennar
mömmu. Þegar þær voru litlar
stelpur voru þær um tíma á sama
bæ, þá myndaðist með þeim vinátta
sem hélst alla ævina. Ég heyrði fyrst
um Klöru þegar ég var átta eða níu
ára. Þá fór ég með mömmu og Árna
bróður mínum austur í Vopnafjörð á
fólksbíl. Þetta var um vor og frost að
fara úr veginum svo að oft sat bíllinn
fastur og ferðin sóttist seint. Fyrsta
daginn komumst við í Kelduhverfi
og gistum í Lindarbrekku. Mamma
fór að spyrjast fyrir um hvar Und-
irveggur væri, þar byggi Klara vin-
kona sín og langaði sig mjög til að
geta kastað kveðju á þessa vinkonu
sína frá æskudögunum. Undirvegg-
ur var ekki langt í burtu en þangað
lá enginn bílvegur og enginn sími
var kominn heldur svo að þær náðu
ekki saman í það skipti. Nokkrum
árum síðar kom Klara svo með
strandferðaskipinu til Akureyrar.
Hún var að koma með Sigurbjörgu
dóttur sína til lækninga. Það átti að
taka úr henni botnlangann. Þetta
var skömmu fyrir jól og þær gistu
hjá okkur og eyddu með okkur jól-
unum. Á þessum árum voru ferðir
strjálar og Klara komst ekki heim
fyrr en með næstu skipsferð sem var
eftir jólin, hún varð hinsvegar að
skilja barnið sitt eftir, því Sigur-
björg var ekki enn komin á sjúkra-
húsið. Ekki hefur það verið létt fyrir
Klöru þó að hún vissi að barnið væri
í góðum höndum. En hún átti eftir
að gjalda vinkonu sinni greiðann því
að Árni bróðir minn var í nokkur
sumur á Undirvegg. Í þessari heim-
sókn Klöru til okkar kynntist ég
henni fyrst og við urðum vinkonur
þótt aldursmunurinn væri mikill. Ég
var lasin og lá í rúminu og á kvöldin
settist Klara á rúmstokkinn hjá mér
og sagði mér sögur. Hún spurði
hvort ég hefði lesið Systir Angelu en
það hafði ég ekki gert svo að hún
sagði mér hana. Það var framhalds-
saga. Einu sinni var hún að segja frá
því þegar Angela fór á dansleik. Þá
stundi hún og sagði: „Ja elsku Guð-
rún mín, ég veit ekki hvort ég get
sagt þér frá því hvernig hún var
klædd en það var heil blaðsíða þar
sem lýst var kjólnum hennar og
skartgripunum sem hún bar.“
Nokkrum árum síðar var þessi bók
endurútgefin og þá gaf mamma mér
hana í jólagjöf. Það var eins og að
lesa góða bók í annað sinn, ekkert
vantaði eða var á annan veg en í frá-
sögn Klöru. Mig langaði alltaf til að
skrifa bók. Hugljúfa ástarsögu. Þá
ætlaði ég að gefa Klöru eintak.
Mamma sagði að ég gæti ekki skrif-
að bók, það vantaði alltaf endi á skrif
mín. Það er stundum svolítið leið-
inlegt hvað mæður hafa oft á réttu
að standa.
Ég sagði að Klara væri ein af
þeim sem gera alla svo undurgóða
sem í kringum þá eru. Ekki veit ég
hvort það var hún sem gerði mann-
inn hennar, hann Ísak, svona góðan
eða hvort hún fann svona góðan
mann sem var jafnoki hennar í
elskusemi. Ég heimsótti þau nokkr-
um sinnum bæði á Undirvegg og eft-
ir að þau fluttu til Húsavíkur. Það
voru yndislegar heimsóknir en allt
of fáar. Seinni árin sagði Klara oft
við mig: „Guðrún mín, við skulum
vera saman á elliheimili.“ Við hefð-
um unað vel saman þar og talað um
bækur og fleira skemmtilegt dagana
langa. En Klara varð aldrei nógu
gömul til að fara á elliheimili.
Ég vil að endingu kveðja kæra
vinkonu, við systkinin og fjölskyldur
okkar þökkum af alhug alla hennar
elskusemi okkur til handa og hún
mun lifa áfram í brjósti okkar. Elsku
Ísak, við sendum þér, börnum,
tengdabörnum og öðrum ástvinum
samúðarkveðjur.
Guðrún Sigurðardóttir.
KLARA
TRYGGVADÓTTIR
VIÐ, sem erum í framboði fyrir
Vöku í stúdentaráðskosningum í ár,
höfum lagt á það megináherslu í að-
draganda kosninganna að kynna
málefni okkar á ítarlegan hátt því við
treystum stúdentum
til þess að gera upp
hug sinn á málefnaleg-
um forsendum. Það er
mikilvægt að sem
flestir nýti rétt sinn og
taki þátt í kosningun-
um og við erum sann-
færð um að við séum
að berjast fyrir þeim
málum sem stúdentum
stendur hjarta næst.
Hús og HÍ-býli
Vaka leggur áherslu
á að vinnuaðstaða í há-
skólanum sé góð.
Húsakosturinn þarf að
vera rýmri en einnig
þarf að huga að því að
stólar og borð séu ekki til þess fallin
að valda fólki heilsutjóni. Vaka vill
því gera ítarlega úttekt á vinnuað-
stöðunni í háskólanum og leggja til
úrbætur. Þá hefur Vaka lagt mikla
áherslu á að byggingar HÍ séu opnar
allan sólarhringinn. Þetta mál hefur
vakið mjög jákvæð viðbrögð hjá
nemendum auk þess sem við höfum
bent á að nemendur í byggingum
séu besta þjófavörnin sem völ sé á.
Þetta sannaðist t.a.m. fyrir
skemmstu þegar þjófur var stöðv-
aður í einni byggingu háskólans
vegna árvekni stúdents sem þar var
við störf.
Meira líf og líflegri
umræða í háskólanum
Vaka leggur ekki fram óljós loforð
heldur aðgerðaáætlun nú í kosning-
unum. Það sem felst í þessari að-
gerðaáætlun er fjöldinn allur af við-
burðum sem Stúdentaráð, undir
forystu Vöku, mun standa fyrir.
Þetta eru fyrst og fremst atburðir
sem tengjast hagsmunabaráttu
stúdenta auk þess sem við leggjum
áherslu á að háskólastúdentar fái
fleiri tækifæri til að hittast, kynnast
og standa saman. Samheldinn hópur
stúdenta skilar meiri árangri í hags-
munabaráttu auk þess sem líflegt
stúdentalíf bætir háskólasamfélagið.
Fjölskyldufólk í háskólanum
þarf málsvara
Vaka hefur lagt mikla áherslu á
það í kosningabaráttunni að fjalla
um málefni foreldra. Stór hluti nem-
enda við HÍ á börn en hingað til hef-
ur forysta stúdenta ekki sinnt þess-
um hópi nægilega vel. Kannski er
það vegna þess að foreldrar hafa
fæstir tíma til að taka þátt í starfi
Stúdentaráðs. Vaka vill ekki gleyma
þessum hópi heldur leggur áherslu á
þau mál sem hann varða. Dæmi um
það er birting próftaflna og stund-
arskráa í kennsluskrá og að kennsla
í Háskóla Íslands miðist við eðlileg-
an vinnudag. Þetta eru málefni sem
flestir stúdentar ættu að geta sam-
mælst um en varða foreldra sérlega
miklu máli. Þá leggur Vaka áherslu
á að börn stúdenta hafi forgang á
leikskóla FS en nú er sú ekki raunin
heldur hafa börn Reykvíkinga for-
gang umfram börn stúdenta af
landsbyggðinni.
Minni skerðing lána
vegna tekna
Einn meginmunurinn á lánasjóða-
stefnu fylkinganna í háskólanum er
að Vaka leggur mikla áherslu á að
skerðingarhlutfall námsmanna sé
lækkað og að frítekjumarkið hækki.
Ástæðan er sú að við teljum að
hjálpa þurfi þeim stúdentum sem
þurfa að vinna með námi. Stúdentar,
sem vilja fá sumarvinnu, eiga ekki í
erfiðleikum með það. Þeir sem engar
tekjur hafa eru þeir sem engar
tekjur þurfa – þ.e. þeir sem síst
þurfa á námslánum að halda.
Vaka heldur auk þess áfram að
berjast gegn lánaskerðingu vegna
tekna maka og skerðingu vegna
húsaleigubóta.
Kjósum Vöku
Við erum sannfærð um að nú þurfi
nauðsynlega að stokka upp í nem-
endasamfélaginu og að tími sé kom-
inn til að hleypa nýjum hugsunar-
hætti, nýjum áherslum og nýju fólki
að í forystusveit stúdenta. Vaka er
tilbúin að axla þá ábyrgð og hlakkar
til að sýna stúdentum hvað hægt er
að gera ef viljinn er fyrir hendi.
Sterk málefna-
staða Vöku
Ásdís Rósa
Þórðardóttir
Stúdentar
Ásta Sóllilja
Sigurbjörnsdóttir og
Ásdís Rósa Þórðardótt-
ir leggja áherslu á að
stúdentar kynni sér
málefnin ítarlega og
hvetja þá til að kjósa
Vöku í stúdentaráðs-
kosningunum.
Ásdís Rósa skipar annað sæti á lista
Vöku til stúdentaráðskosninga
og Ásta Sóllilja skipar fjórða sætið.
Kosið verður á þriðjudag og
miðvikudag í næstu viku.
Ásta Sóllilja
Sigurbjörnsdóttir
Í SÍÐASTA mánuði
var 38 fastráðnum
flugvirkjum sagt upp
störfum hjá Flugleið-
um. Aðrir 11 lausráðn-
ir flugvirkjar láta af
störfum í lok apríl.
Þetta er hellingur af
starfsmönnum. Í
Reykjanesbæ búa 18
þeirra og verður bæj-
arfélagið af tekjum
vegna uppsagnanna,
en aðrir koma af höf-
uðborgarsvæðinu og
missa viðkomandi
sveitarfélög þeirra
einnig tekjur vegna
þessa.
Engin rökbær ástæða hefur verið
gefin fyrir uppsögnunum önnur en
bág staða Flugleiða, sem í þessum
mánuði fékk fimm evrópska banka
til að fjármagna kaup á tveim nýj-
um Boeing 757 og kemur sú fyrri í
næsta mánuði. Ég vil með þessum
skrifum gera eigendum Flugleiða,
hluthöfunum, grein fyrir því óláni
sem tæknideild Flugleiða er komin
í vegna lélegrar stjórnunar. Tækni-
deild Flugleiða á að vera sjálfbær
eining innan fyrirtækisins og á að
sinna viðhaldsþjónustu flugflota
fyrirtækisins auk þess að afla auka
tekna þess á milli. Fyrir nokkru var
skrúfudeild tæknideildar flutt til
Reykjavíkur. Skrúfudeildin sá um
viðhald á loftskrúfum Fokker, Twin
Otter auk Metro-flugvéla Flug-
félags Íslands og sinnti þar að auki
viðhaldi fyrir Land-
helgisgæzluna og
einkaflugflotann.
Þetta gaf af sér
tekjur, „en svo litlar“
að deildin var send til
Flugfélags Íslands.
Um gróða þessarar
hagræðingar innan
tæknideildar veit ég
ekkert. Knývendar
(Trust Reversers) eru
hluti af hemlunarbún-
aði farþegaþotna eftir
lendingu og staðsettir
á mótorum og þannig
líka hluti af mótorhlíf-
um. Tæknideildin sá
um allt viðhald á kný-
vendunum og átti að auki jafnframt
eitt varasett, sem er tvískipt. Nú er
ég er byrjaður að tala um mikla
peninga. Notaðir knývendar kosta
ekki undir 200.000 dollurum parið.
Viðhaldi knývenda Flugleiða var
hætt, aukasettið selt og þjónustan
keypt fyrir gjaldeyri. Hversu mikill
gróðinn af þessu var, veit ég ekkert
um og kæri mig alls ekki um að vita
það. Hemla er nauðsynlegt að hafa
á flugvélum. Þeir minnka hraða eft-
ir lendingu og eru gagnvirkt tengd-
ir knývendum, sem áður var rætt
um, með hjálp tölvutækninnar.
Tæknideild sá um viðhald á sínum
eigin hemlum. En með auknum
sparnaði var viðhaldinu hætt hér
heima og þjónustan keypt fyrir
gjaldeyri. En nú – ágætu hluthafar
og lesendur, kemur áfallið: Tækni-
deildin þarf að yfirfara knývenda og
hemla sem koma úr viðhaldi frá út-
löndum. Viðhaldi sem greitt var
fyrir með gjaldeyri. Ég er alinn upp
við það að ef ég kaupi viðgerð ann-
ars staðar frá, þarf ég ekki greiða
fyrir lélega þjónustu. Tæknideildin
hins vegar, þarf að yfirfara, athuga
vel og stilla knývendana. Brems-
urnar fá sömu meðferð, þær eru
prófaðar gegn leka og öðru sem
gæti verið í ólagi. Hver borgar?
Fáum við gjaldeyri til baka, eða er
endurvinnslan í boði Flugleiða? Ég
þori varla að minnast á aukamót-
ora. Öll alvöru flugfélög eiga einn
aukamótor fyrir hverja flugvélar-
tegund. Flugleiðir eiga að sjálfsögu
einn RB211-353-E4 mótor fyrir
B-757. Mótorinn er tilbúinn til
ísetningar og kostar eitthvað undir
togaraverði. Það er dýrt að láta
Þórður
Jónsson
Uppsagnir
Ég vil með þessum
skrifum, segir Þórður
Jónsson, gera eigendum
Flugleiða, hluthöfunum,
grein fyrir því óláni
sem tæknideild Flug-
leiða er komin í vegna
lélegrar stjórnunar.
Til varnar tækni-
deild Flugleiða
MINNINGAR