Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 82
TRÚÐARNIR með barnssálina, Barbara og Úlfar, ætla að heilla gesti Borgarleikhússins í kvöld með einlægum hugleiðingum sínum um píslargöngu Krists. Eða kannski frekar vekja þá til umhugsunar um þessa stórkostlegu sögu eða jafnvel um sjálfa sig? Sýningin hefst alla vega kl. 19 og er sú eina sem haldin verður, hún er bönnuð innan 12 ára og er spunasýn- ing. Barbara og Úlfar er því ekki beint að æfa sig, frekar að undirbúa sig þegar ég hitti þau í leikhúsinu. „Við erum að skoða ljós, lesa Bibl- íuna, tala saman og svona,“ segir Úlfar sætur og góður einsog alltaf. Trúðar eru ekki fyndnir – Í kynningu stendur að um sé að ræða „splatter“-sýningu. Eru leik- sýningarnar ykkar alltaf blóðugar? Úlfar: Nei, ekki alltaf sko. En þegar við erum með „splatter“, þá eru þær blóðugar. Barbara: Þá erum við með gervi- blóð sem við notum þegar það á við, en ekki þegar það þarf ekki. Það kemur náttúrlega blóð þegar Jesús er krossfestur, þegar er sett á hann síðusárið og þegar hann er húð- strýktur. En aðalatriðið er að segja þessa sögu fallega. – En er píslarsaga Krists ekki frekar sorgleg og blóðug? Úlfar: Jú, hún er alveg hryllileg því hann var píndur og krossfestur og drepinn, sko. Barbara: Já, og hann var niður- lægður alveg ótrúlega mikið. Af því að hann var svo góður. – En ég hélt að trúðar segðu fyndnar sögur. Úlfar: Nei, trúðar eiga ekki að vera fyndnir. Barbara: Alls ekki. Fólk bara hlær af því að við kannski segjum það sem það er sjálft að hugsa, en segir ekki af því að það er svo einfalt. Því það heldur að þá fari allir að hlæja að þeim. Við erum ekkert að reyna að vera fyndin, við segjum bara það sem er innst inni. – Þorir fólk ekki að vera það sem það er? Eru kannski allir Barbara og Úlfar inni í sér? Úlfar: Nei, það er alltof hættulegt að vera Barbara og Úlfar í kokkteil- partíum og svoleiðis. Barbara: Það er mjög banal að vera Barbara og Úlfar og ef maður er ekki trúður. Því það er hættulegt að segja sannleikann og vera svona hreinn. Pontíus Pílatus var svolítið góður – Ætliði að segja fleiri sögur en þessa? Barbara: Nei, það þarf ekki, þessi er alveg nóg. Hún er alveg ótrúleg eins og hún stendur í Biblíunni. Úlfar: Við ætlum líka að segja frá Heródesi og Pílatusi, öllum læri- sveinunum, Maríu mey og María Magdalenu. Barbara: Af hverju María mey fór svo snemma frá krossinum og María Magdalena sat þar svo lengi. Af hverju allir halda að Pontíus Pílatus hafi verið vondur en í rauninni var hann kannski bara svolítið góður. Úlfar: Hann var bara huglaus. Barbara: Af hverju heldur maður alltaf að hann hafi verið vondur þótt maður segi krossfestur, dáinn og grafinn á dögum Pontíusar Pílatus- ar? Þá er maður búinn að dæma aumingja Pontíus vondan. Úlfar: Já, hann var líka píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, sem lét líka húðstrýkja hann. Barbara: Já, það er satt. – En var Jesús þá kannski svolítið vondur? Barbara: Nei, Jesús var kærleik- urinn. Og kærleikurinn er þolinmóð- ur, góðlátur, hann öfundar ekki, hann er ekki raupsamur, hann reið- ist ekki, hann er langlyndur... ég man ekki alveg meira um kærleik- ann. En Jesús lifði það í botn og þess vegna grætur maður þegar maður les þessa sögu. Jesús var svo hug- rakkur að enginn sem ég þekki myndi þora að vera svona hugrakk- ur. Úlfar: Og heldur enginn annar í sögunni um Jesú. Postularnir þeir sofnuðu þegar hann bað þá um að biðja. Pétur afneitaði honum þrisvar áður en haninn gól. Júdas sveik hann og hengdi sig svo, því hann þorði ekki að standa við það. Enginn hefur þorað að standa við sitt jafn mikið og Jesú. Í dag eru listamenn að sofa inni í skáp og ganga með hárkollu og eru rosalega þornir, en eru þeir að segja satt? Það er hægt að bera virð- ingu fyrir fólki sem þorir að láta einsog kjánar, en þorir það að... Barbara: ...lifa hreint í kærleik- anum? Úlfar: Já, og vera trúðar allan daginn? Píslarsaga Krists í Borgarleikhúsinu Hættulegt að vera trúður Barbara og Úlfar ætla að segja fólki söguna af Jesú og þau sannfærðu Hildi Loftsdóttur um að hann væri hugrakkari en nokkur annar. Morgunblaðið/Golli „Við segjum það sem fólk er að hugsa.“ 80 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA HENGIFLUG G L E N N C L O S E Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 196. Sýnd kl. 1.40, 3.50 og 5.55. Íslenskt tal. Vit nr. 194 Sýnd kl. 1.40, 3.50, 5.55 og 8. Enskt tal. Vit nr. 195 Sý nd m eð Ís le ns ku og e ns ku ta li. Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 12. Vit nr. 192. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 203. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 204. Frumsýning Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 191 Engin sýning sunnudag. Sýnd kl. 2 og 3.45. Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 10.05. Vit nr. 177 Sýnd kl. 2 og 3.50. ísl tal. Vit nr. 169 ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE Snilligáfa hans ÓUMDEILANLEG Illska hans ÓLÝSANLEG Nafn hans... MYND EFTIR RIDLEY SCOTT www.sambioin.is Spennandi ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi sími 530 1919 þar sem allir salir eru stórir INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR  SV Mbl  DAGUR ÓFE Sýn ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10. Golden Globe verðlaun fyrir besta leik Sýnd kl. 2, 4 og 6.  DV  Rás 2 1/2 ÓFE.Sýn 1/2 Kvikmyndir.is Bylgjan  HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal.  Rás 2 1/2 MBL 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com i i .i i i . Tilnefnd til 2 óskarsverðlauna: Besta handrit byggt á áður útkomnu efni og besta kvikmyndataka. Tilnefnd til 2 óskarsverðlauna : Besti karl- leikari í aðalhlutverki og besta hljóðsetning. Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur Sýnd kl. 8. Billy Elliot er tilnefnd til BAFTA verðlauna og Óskarsverðlauna 12 3ja Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Frumsýning ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE Snilligáfa hans ÓUMDEILANLEG Illska hans ÓLÝSANLEG Nafn hans... MYND EFTIR RIDLEY SCOTT Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. GSE DV  HL Mbl  ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn Svartamyrkur Pitch Black G e i m t r y l l i r  Leikstjórn og handrit David N. Twohy. Aðalhlutverk Vin Diesel, Radha Mitchell. (112 mín.) Ástralía 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ VERÐUR að segjast eins og er að myndir eins og þessi eru alltof fágætar. Við erum að tala um metn- aðarfullan vísinda- skáldskap sem gef- ur taugunum engin grið og heldur þeim í heljargreipum frá upphafi til enda. Við erum að tala um mynd sem helst ekkert má gefa upp um vegna hættunn- ar á því að spilla fyrir spennunni, mynd þar sem hug- myndafluginu hefur verið gefinn laus taumurinn. Hvað þær eru marg- ar ódýru myndirnar úti á leigu sem einmitt eru að reyna að gera það sem lukkast hér. Allt í fína. Einhverjir kunna að finna henni til foráttu að hún sé eft- iröpun á æðri framtíðartryllum á borð við Alien-myndirnar og jafnvel Mad Max. Einhverjir kunna að agnúast út í nokkrar hæpnar stað- reyndir eins og að ekkert líf geti þrif- ist, hvað þá mannfólk andað eðlilega og spókað sig á plánetu sem um- kringd er þremur eldheitum sólum en ég lét það ekkert pirra mig heldur naut þess að láta til leiðast og kaupa allt hrátt og uppskar að launum hina bestu skemmtun. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Þriggja sóla myrkvi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.