Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigfús AgnarSveinsson, fyrr-
verandi sjómaður,
Sauðárkróki, fædd-
ist í Reykjavík 20.
janúar 1931. Hann
lést 15. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ingibjörg
Margrét Sigfúsdóttir
húsmóðir frá Gröf á
Höfðaströnd, f.
20.11. 1903, d. 1.8.
1978, og Sveinn
Jónsson bifreiða-
stjóri, f. 4.3. 1892, d.
31.3. 1982 (skildu).
Bróðir Sigfúsar Agnars er Sverrir,
f. 5.7. 1933. Hálfsyskini Sigfúsar
Agnars sammæðra eru: 1) Gunnar
Árnason, f. 11.9. 1939. 2) Anna Sig-
ríður Árnadóttir, f. 8.10. 1946.
Hálfsystkini samfeðra eru: 1) Jón
Egill, f. 13.5. 1912, d. 19.4. 1986. 2)
Sverrir, f. 7.1. 1940. 3) Sigurbjörg,
f. 10.7. 1941, d. 15.11. 1978. Upp-
eldisbróðir Sigfúsar Agnars er
Ólafur Haukur Árnason, f. 29.10.
1929.
Árið 1951 hóf Sigfús Agnar sam-
búð með Margéti Helenu, f. 1.1.
1930, dóttur Hólmfríðar Elínar
Helgadóttur saumakonu, f. 14.1.
1900, d. 22.6. 2000, og Magnúsar
11.1. 1983, börn með Jóneyju 4b)
Sylvía Rut, f. 13.1. 1987, 4c) Hólm-
ar Freyr, f. 10.1. 1990, 4d) Steinar
Ingi, f. 1.10. 2000. 5) Helena, f.
22.9. 1964, gift Hermanni Óla
Finnssyni, f. 20.2. 1960. Barn með
Hávari Sigurjónssyni 5a) Sigurjón,
f. 11.3. 1985, barn með Hermanni
Óla 5b) Anný, f. 8.9. 1992. Börn
Hermanns Óla 5c) Logi Már, f.
2.10. 1982. 5d) Linda Hrönn, f.
22.4. 1986.
Á fjórða ári fluttist Sigfús Agn-
ar norður í Gröf á Höfðaströnd
með móður sinni og bróður. Fjór-
um árum síðar fluttist hann til
Siglufjarðar er móðir hans giftist
Árna Jóhannssyni bókara. Ung-
lingsárin utan skólagöngu var
hann í Gröf við almenna sveita-
vinnu, sveitastörf voru honum
hugleikin fyrstu árin og fór hann í
Bændaskólann á Hólum 1946–7.
Sjómennska var hans aðalstarf frá
unga aldri. Skipstjórnarpróf tók
hann 1956 og vann hann við sjó-
mennsku samfellt allt til ársins
1989. Á þessum tíma átti hann sína
eigin báta, skipstjóri hjá Fiskiðju
Sauðárkróks og síðast átti hann
Blátind í sameign með Hartmanni
Halldórssyni og Stefáni Pálssyni.
Hann starfaði við afgreiðslu hjá
ÁTVR frá 1989–99.
Sigfús Agnar bjó alla sína tíð á
Sauðárkróki og lengst af á Hóla-
vegi 34.
Útför Sigfúsar Agnars fer fram
frá Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Halldórssonar beykis,
f. 30.5. 1891, d. 13.12.
1932. Þau giftu sig 1.
janúar 1970. Börn Sig-
fúsar Agnars og Mar-
grétar Helenu eru: 1)
Ingibjörg, f. 20.3.
1953, gift Gísla Pét-
urssyni, f. 6.8. 1951,
börn þeirra eru 1a)
Kristvina, f. 1.3. 1975,
í sambúð með Einari
Karli Guðmundssyni,
f. 2.4. 1975. 1b) Agnar,
f. 24.1. 1977, í sambúð
með Ragnhildi Jóns-
dóttur, f. 29.5. 1980.
1c) Gunnhildur, f. 26.2. 1986. 2)
Magnús, f. 23.3. 1956, kvæntur
Láru Grétu Haraldsdóttur, f.
15.10. 1957, börn þeirra 2a) Hel-
ena, f. 25.2. 1976, í sambúð með
Jóni Herði Elíassyni, f. 6.8. 1977.
2b) Arnar, f. 21.2. 1985. 2c) Guð-
munda, f. 30.8. 1991. 3) Sjöfn, f.
26.3. 1960, gift Halldóri Nielsen
Eiríkssyni, f. 29.1. 1961, barn
þeirra 3a) Nökkvi Nielsen, f. 8.1.
1998. Börn Halldórs 3b) Finnbogi
Örn, f. 20.4. 1980. 3c) Þórey Björk,
f. 4.8. 1982. 4) Sigfús, f. 13.10.
1961, í sambúð með Jóneyju Krist-
jánsdóttur, f. 26.3. 1965. Barn með
Vigdísi Blöndal 4a) Elsa Blöndal, f.
Í dag verður jarðsettur elskulegur
tengdafaðir minn Sigfús Agnar og
langar mig til að minnast hans með
örfáum orðum. Hugurinn leitar aftur
til ársins 1984 er ég ferðaðist norður í
land ung kvíðin stúlka úr Hafnarfirð-
inum og flutti inn á heimili Agnars og
Lenu sem unnusta Sigfúsar. Ég
komst strax að því að kvíðinn reynd-
ist óþarfur því þar var mér tekið opn-
um örmum og varð ég fljótt eins og
ein úr fjölskyldunni. Ekki hafði ég
búið lengi á Sauðárkóki er ég sá hví-
líkt ljúfmenni Agnar var. Þeirri ljúf-
mennsku og umhyggju kynntist ég
vel í gegnum tíðina, ekki síst árin sem
við vorum búsett á Sauðárkróki og
Sigfús var á sjó. Þá var það ósjaldan
sem Agnar hringdi bara svona til að
athuga með mig og börnin og vita
hvort það væri eitthvað sem hann
gæti gert fyrir mig, hann keyrði svo
ófáar ferðirnar í hverfið eftir þau
símtöl. Þær voru margar stundirnar
á þeim árum sem við sátum við eld-
húsborðið á Hólaveginum og rædd-
um um lífið og tilveruna og vorum við
Agnar ekki alltaf á sömu skoðun þar.
Hann hafði svo ósköp gaman af því að
koma með athugasemdir sem hann
vissi að féllu mér ekki í geð og hlæja
mikið á eftir, „bara svona rétt til að
athuga hvort hann gæti ekki hleypt
mér upp“ eins og hann orðaði það. Ég
er þakklát fyrir þessar samræður og
öll mín kynni af Agnari því þau hafa
haft mikil áhrif á lífssýn mína og
þroska. Ég þakka einnig stundirnar
sem börnin mín fengu að njóta með
afa, því Agnar var alveg einstaklega
barngóður maður og laðaði börnin að
sér. Þær voru margar ferðirnar sem
sem þau rúntuðu með honum upp í
skörð eða yfir í Gröf og óspar var
hann á að faðma þau og hrósa fyrir
allt, sama hvort það var stórt eða
smátt. Þeirra missir er mikill.
Elsku tengdapabbi, hetjulegri bar-
áttu þinni við illkynja sjúkdóm er nú
lokið og þrautir þínar á enda. Eftir
sitjum við hin með mikinn söknuð en
getum huggað okkur við ljúfar minn-
ingar.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir
Jóney.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Já, elsku afi, kallið kom aðfaranótt
15. febrúar sl. Og lauk þar stríði þínu.
Þegar ég heimsótti þig hinn 14.
krossbrá mér þegar ég sá hvað þér
hafði hrakað frá því deginum áður og
þá var ég viss um að nú væri ekki
langt eftir.
Ég veit satt að segja ekki hvort
maður má vera reiður og sár yfir
þessum skyndilegu endalokum en ég
er á vissan hátt feginn því að þú
fékkst að fara svona fljótt úr því
svona var komið.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Það er margt sem fer í gegn um
hugann þessa dagana og er ýmislegt
sem situr eftir í huga mér annað en
barátta þín við krabbann.
Ég var ekki mjög gamall þegar ég
fór að „dröslast“ með þér í Skörðin til
að skoða hrossin og laga girðingarnar
og annað slíkt. Eins þótti mér það
alltaf gaman þegar ég fékk að fara í
róðra á Blátindi. Það var ekki ónýtt
fyrir svona stubb að geta komið í
skólann á mánudegi og sagt frá því að
maður hefði verið á sjónum um
helgina.
Annars vorum við alltaf meira í
hrossunum saman, fórum í ferðir og
styttri túra sem allar áttu það sam-
eiginlegt að vera skemmtilegar.
Já, afi, það var ýmislegt sem við
gerðum saman þó svo að það hafi far-
ið minnkandi með árunum, annars
komum við flestu á járn á Búgarð-
inum. Þó að heilsa þín hafi komið í
veg fyrir útreiðar hjá þér var viljinn
alltaf fyrir hendi og þú varst alltaf að
verða góður. Ég er sannfærður um
að nú ertu orðinn góður og ekki ónýtt
að vera farinn að ferðast á Mugg og
Gösla á nýjan leik.
Það er skrítið að fara í hesthúsin
þessa dagana og sjá þig ekki þar,
koma á Hólaveginn og þú ert ekki
þar. Já, afi, ég sakna nærveru þinnar
mikið og það tekur tíma að venjast
því að hafa ekki einhvern til að geta
sagt manni hvað best væri að gera í
stöðunni, þú hafðir jú alltaf svörin.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þinn nafni,
Agnar.
Jæja, elsku afi minn. Þá er búið að
binda enda á þjáningar þínar og ég
veit ekki hvort ég eigi að gleðjast eða
vera reið. En miðað við hvað þú varst
orðinn veikur þá getur maður ekki
annað en glaðst. Þó að ég geti ekki
lýst söknuði mínum í orðum á það eft-
ir að taka langan tíma að venjast því
að þú sért farinn og að þú komir aldr-
ei aftur. Það eru svo mörg smáatriði
sem maður saknar og þá sérstaklega
að sitja inni í eldhúsi og bíða eftir að
þú komir inn úr hesthúsinu á síðbrók-
inni angandi af hestalykt við mismikl-
ar vinsældir. En allt þetta er farið og
kemur aldrei aftur. Þetta lifir nú
samt í minningunni eins og ferðirnar
niður á bryggju og upp í Skörð, hest-
hús og út í matvörubúð. Þó að það
eigi eftir að taka langan tíma og
mikla erfiðleika að venjast þessum
missi, þá heldur lífið áfram og ég get
ekki annað en kvatt þig sátt – og um
leið veitt ömmu allan þann stuðning
sem ég get.
Gunnhildur.
Með nokkrum orðum langar mig
til að kveðja afa minn, eða Agnar afa
eins og hann var alltaf kallaður. Allt-
af var gott að koma til afa og ömmu á
Hóló og fá um leið svartan mola og
kúlur. Mjög oft fékk maður að skot-
tast með í volvónum til að kíkja á
hestana sem voru hans líf og yndi síð-
ustu árin. Ég var svo heppin að fá að
fara með honum í hestaferðir sem
voru mikið ævintýri út af fyrir sig.
Þegar ég var tólf ára gömul gaf afi
mér rauðbrúnan hest sem við
skírðum Roða. Þegar amma heyrði
nafnið spurði hún hvort hann væri
nokkuð fiskroð. Margar dýrmætar
minningar á ég í hjarta mínu sem ég
mun geyma um ókomna tíð. Ég kveð
þig, elsku afi, með söknuði og þakk-
læti fyrir allt. Elsku amma, guð gefi
þér styrk í sorginni.
Þitt barnabarn
Lena.
Elsku afi. Það er svo sárt að hugsa
til þess að við eigum ekki eftir að
hitta þig aftur, að við eigum aldrei
eftir að fara með þér rúnt upp í skörð
eða á nafirnar til að athuga með hest-
ana og að aldrei eigir þú eftir að
teyma undir okkur aftur, en erfiðast
er þó að hugsa til þess að þú eigir
aldrei eftir að faðma okkur eins og þú
gerðir svo oft, bara ef við gengum
fram hjá þér. En þessa rúnta og
faðmlögin eigum við eftir að muna
alla ævi og þegar Steinar Ingi verður
eldri segjum við honum allt um Agn-
ar afa. Við erum svo ánægð með að
hafa verið hjá ykkur ömmu um jólin,
þá varst þú ekki orðinn svona veikur
og þetta voru svo
skemmtilegir dagar. Þetta verða
jólin sem aldrei gleymast.
Elsku afi, við munum reyna að
passa að ömmu líði vel þó að hún sé
orðin ein og kveðjum þig með sárum
söknuði.
Sylvía Rut, Hólmar Freyr
og Steinar Ingi.
Hjartkær bróðir er látinn.
Þegar kallið kom varstu viðbúinn.
Ég fylgdist með Agnari eins og ég
gat, það virtist ekkert koma honum á
óvart, hann tók þessum endalokum af
undraverðum styrk.
Ekki tókst mér að fá hann til að
tala um það sem fyrir lá. Ef ég reyndi
að ræða sjúkdóminn taldi hann mér
trú um að hann fengi tvö ár eins og afi
okkar í Gröf fékk frá greiningu sjúk-
dómsins. En hann vissi betur.
Við áttum saman yndislega
bernsku og fylgdumst lengi að. Þó
hygg ég að skilnaður foreldra okkar
hafi verið honum þyngri í skauti en
mér, enda var hann tveimur árum
eldri og mun þroskaðri. Rætur okkar
standa í fegurstu sveitum landsins,
Fljótshlíðinni og Skagafirðinum.
Við fylgdum ungir móður okkar til
Siglufjarðar þar sem hún tók saman
við Árna Jóhannsson, sem misst hafði
konu sína. Þar ólumst við upp við
mikið og gott atlæti, gengum í skóla á
Siglufirði á vetrum og vorum í sveit á
sumrin hjá ömmu og afa í Gröf. Það
var mikill ljómi yfir bernskuheimili
okkar og þaðan fengum við gott vega-
nesti til að takast á við lífið.
Við áttum heima á Siglufirði stríðs-
árin og eru þau í minningunni langt
tímabil, en þegar við áttum að fara úr
sveitinni 1945 fórum við til Sauðár-
króks í stað Siglufjarðar. Árni og
mamma höfðu flutt þangað og þar
hefur Agnar búið síðan. Hann gekk í
unglingaskóla á Sauðárkróki og síðan
í Hólaskóla, ég hélt allaf að hann yrði
bóndi. Agnar hafði einstaklega gott
lag á hestum og átti nokkra sem
veittu honum mikla ánægju, sérstak-
lega seinni árin, unun var að sjá hann
kalla á hestana sem komu til hans
eins og þæg börn.
Agnar var ofurhugi, mér fannst
stundum að hann hefði átt að vera
uppi á sturlungaöld eða með Gunnari
á Hlíðarenda og slíkum köppum.
Hann lét aldrei hlut sinn fyrir neinum
á hverju sem gekk. Ungur fór hann á
vertíð í Vestmannaeyjum, fyrst 1949.
Árið 1952 er hann á mb. Veigu VE
291. Hinn 12. apríl ferst báturinn í
róðri, tveir menn fórust en Agnar
ásamt fimm öðrum bjargaðist með
því að hanga utan á litlum gúmbáti,
þar til mb. Frigg VE 316 kom og tók
þá um borð. Var þetta í fyrsta skipti
sem íslenskir sjómenn bjargast í
gúmbáti við skipsskaða. Agnar gerði
ekki mikið úr þessu, tók þessu með
jafnaðargeði sem honum var svo eig-
inlegt. Nú fær lítil trilla ekki hafær-
isskírteini nema gúmbátur sé um
borð.
Sjómennska varð lífsstarf Agnars,
fyrst á vetrarvertíðum og síld á
sumrum. Þegar hann festi ráð sitt fór
hann að róa á eigin bátum eða í félagi
við aðra frá Sauðárkróki. Ég man eitt
atvik. Ég bjó þá í Reykjavík, Sigurð-
ur Sigfússon móðurbróðir okkar bið-
ur mig að hitta sig strax, en hann var
staddur á hóteli í Reykjavík. Þegar
ég kom til hans sagði hann mér að
Agnars væri saknað ásamt tveimur
mönnum frá Sauðárkróki, þeir höfðu
farið í róður en ekki komið heim. Var
mér mjög brugðið, Sigurður sagðist
eiga að mæta hjá Hafsteini Björns-
syni miðli eftir stutta stund og ætlaði
hann mér að koma með sér. Til þess
kom þó ekki því eftir stutta stund fær
hann símtal frá Sauðárkróki sem
sagði að bátur hefði sést frá Reykja-
strönd sigla inn fjörðinn. Voru það
Agnar og félagar hans sem höfðu leg-
ið í vari við Drangey um nóttina með-
an veðrið gekk yfir og sáust ekki þótt
togarinn Elliði frá Siglufirði hefði
verið búinn að lýsa upp fjöruna. Ég
minni á þessi atvik til að að rifja upp
við hvaða hættur íslenskir sjómenn
starfa og hvað þsjóðin á þeim mikið
að þakka. Agnar var séstaklega lán-
samur með sína útgerð, sigldi alltaf
heilu fleyi til hafnar.
Stundum tók Agnar sér frí frá
sjónum, starfaði þá við múrverk og
byggingarvinnu,og var eftirsóttur á
þeim vettvangi. Einnig gekk hann til
rjúpna eins og fleiri sjómenn gera oft
á haustin til að hafa eitthvað fyrir
stafni þegar ekki gaf á sjó. Hann var
mikill veiðimaður. Átti ég þess kost
að fara margar veiðiferðir með hon-
um og um þær á ég dásamlegar
minningar. Agnar var útivistarmaður
og hafði sérlega næmt auga fyrir feg-
urð náttúrunnar. Hann fór um landið
ýmist ríðandi með félögum sínum eða
akandi. Hann var víðlesinn og naut
þessa að ferðast um og sjá staði sem
hann hafði lesið um.
Í einni slíkri ferð hefur hann sett
fram þessa vísu:
Kát á dröngum kvika söng
kveið þó öngu jörðin.
Fallin löngu frosin spöng
fremst við Gönguskörðin.
Agnar var bráðgreindur, hag-
mæltur, lék á píanó og samdi gull-
falleg lög. Hann var vinmargur, vin-
fastur og tryggur vinum sínum.
Í einkalífi sínu var Agnar gæfu-
maður, hann eignaðist yndislega
konu, fimm mannvænleg börn og
mörg barnabörn, sem dáðu afa sinn.
Öll hafa þau sýnt einstaka samheldni
og dugnað í veikindum Agnars og
stutt Lenu þennan erfiða tíma.
Við Auður og fjölskylda mín biðj-
um góðan guð að styrkja Lenu og
fjölskyldu hennar og vonum að hún
ylji sér við bjartar minningar um
bróður minn og mág, sem við viljum
kveðja með eftirfarandi ljóðlínum:
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
( Tómas Guðm.)
Sverrir og Auður.
Eftir að sárasta gráti linnir og
ekkasogin sefast kemur þreytan og
einnig ró og friður.
Ég veit ekki ennþá hvernig lífið
verður án Agnars bróður míns, en ég
veit að lífið heldur áfram.
Fyrsti hlekkurinn í systkinahópi
okkar er horfinn, keðjan rofin og
verður aldrei söm aftur. Eitt það síð-
asta sem mamma bað okkur um, áður
en hún lést, var að rækta samband
okkar og halda því jafnnánu og með-
an hennar og pabba naut við. Hún
hefði ekki þurft að nefna það, en það
hefur samt haft þau áhrif að ef við
höfum ætlað að hittast hefur þurft af-
ar alvarlega ástæðu fyrir að geta ekki
mætt.
Agnar og Lena voru komin suður
til að vera með börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum á
sjötugsafmæli hans 20. jan sl. Hann
var þá orðinn sárlasinn og átti að
byrja í lyfjameðferð tveim dögum
síðar. Við sitjum við kaffiborðið hjá
Helenu dóttur hans er ég segi: „Agn-
ar minn, ég ætla að kalla okkur systk-
inin og maka saman kvöldstund 19.
janúar. Heldurðu að þú treystir þér
ekki?“ „Jú, jú auðvitað komum við.“
En Sverrir komst ekki að norðan og
sagði mér að Agnar hefði hringt í sig
og spurt hvort systir hefði tekið
ástæðuna gilda.
Nú horfi ég á myndir sem teknar
voru þetta kvöld, gleði og hlýja í
hverju andliti. Það var og er einstakt
samband milli okkar systkinanna. Ég
horfi á fleiri myndir: Sverrir og Agn-
ar sitjandi saman á eldhúsbekknum í
Gröf haldandi hvor utan um annan,
síðasta myndin af Gunnari og Agnari
haldast í hendur, kveðjufaðmlag Óla
og Agnars. Mynd af mér með tvo
bræður til hvorrar handar. Já, lífið
var okkur gjöfult. Við erum svo lán-
söm að hafa átt yndislegt æskuheim-
ili, átt hvert annað að, góða maka,
heilbrigð og yndisleg börn.
Fyrstu minningar mínar um Agn-
ar eru frá þeim tíma þegar hann var
nýgiftur Lenu og þau farin að búa. Á
hverju sumri dvaldist ég hjá þeim,
hafði mikla gleði af að passa litlu
frændsystkinin og leika mér við
frænkur mínar á Króknum. Sú mynd,
sem hvað sterkust er í huga mér frá
þessum tíma, er þegar Agnar kom ör-
þreyttur heim af sjónum, settist við
píanóið og lék svo unun var á að
hlýða. Hann samdi líka lög, eitt það
fallegasta er hann einu sinni var að
svæfa Imbu dóttur sína. Að öðrum
mönnum ólöstuðum var hann barn-
besti maður sem ég þekki. Börnin
SIGFÚS AGNAR
SVEINSSON