Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPBYGGING á ýmsumsviðum samfélagsinseinkennir nú mannlífiðá Höfn í Hornafirði, þrátt fyrir að fólki hafi fækkað þar nokkuð síðustu misseri eftir jafna og nánast stöðuga fjölgun alla síð- ustu öld. Fækkunin hefur að mestu leyti orðið vegna hagræðingar í sjávarútvegi, landbúnaði og versl- un síðustu árin en sú hagræðing hefur jafnframt haft í för með sér að stoðir atvinnulífsins standa styrkari eftir og gefa íbúum ástæðu til bjartsýni á framtíðina í þessu tæplega 2.500 manna byggðarlagi. Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir að Austur- Skaftafellssýsla öll hafi haft ákveðna sérstöðu á landsbyggðinni seinustu tvo áratugina eða svo. „Hér hefur verið samfelld jákvæð íbúaþróun, þannig að við höfum ekki lent í þessari miklu niður- sveiflu. En þó finnum við fyrir því á allra síðustu árum, sérstaklega síð- ustu tveimur árum, að þessi íbúaþróun hefur aðeins snúist við.“ Skýringarnar telur Albert mjög eðlilegar. Nú sé að koma fram sú breyting sem orðið hefur í sjávar- útvegi og landbúnaði í Austur- Skaftafellssýslu sem lýst hefur sér í fækkun starfa vegna tæknivæð- ingar og hagræðingar. Hins vegar segir Albert engan bilbug að finna á mönnum og engin ládeyða eða deyfð sé almennt í fólki. Ungir at- hafnamenn séu óhræddir við að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum og að verið sé að tryggja stöðu fram- haldsmenntunar með byggingu nýs framhaldsskóla. Sá skóli er hluti Nýheima sem einnig mun hýsa frumkvöðlasetur og nútíma bóka- safn. Þá er alltaf eitthvað um að að- ilar ráðist í nýbyggingar, enda hef- ur frekar verið skortur á húsnæði undanfarin ár. Á allra síðustu misserum hafa verið reist ný fiskverkunarhús, fullkomið trésmíðaverkstæði og iðnaðarhús auk þess sem alltaf eru að rísa ný íbúðarhús. Þá hefur ný slökkviðstöð risið af grunni og í síð- asta mánuði var tekinn í notkun nýr leikskóli. Við hlið leikskólans eru nú langt komnar framkvæmdir við stækkun sjálfseignarstofnunar- innar Ekru, þar sem tekin verður í notkun ný álma með níu íbúðum fyrir aldraða. Þá eru jafnframt hafnar framkvæmdir í miðbænum við tvær stórar byggingar sem reistar hafa verið í sveitarfélaginu, Nýheima og verslunarmiðstöð Kaupfélags Austur-Skaftafellinga. Hátt hlutfall barna á grunn- skólaaldri eykur bjartsýni „Húsnæði gengur kaupum og sölum á eðlilegan hátt. Fasteigna- verð hér er auðvitað ekki eins og í Reykjavík á þeim spennutímum sem þar eru en fasteignamat hefur verið miklu hærra hér en víðast hvar á landsbyggðinni vegna þeirr- ar eftirspurnar sem hér er. Og þó að sveitarfélagið eigi töluvert af félagslegu íbúðarhúsnæði höfum við aldrei lent í vandræðum með það.“ Með tilkomu nýs leikskóla á Höfn eru nú starfandi þrír leikskól- ar. Í skólunum eru samanlagt 125 heilsdagspláss. Öll tveggja ára börn fá leikskólapláss og nokkur fjöldi barna á öðru ári er nú kominn í leikskóla. Mjög stórir árgangar einkenna grunnskólana og segir Albert að á Hornafirði sé hærra hlutfall barna á grunnskólaaldri en á höfuðborg- arsvæðinu. „Hér býr ungt fólk með trú á framtíð Hornafjarðar og það eykur bjartsýni á vöxt og viðgang héraðsins.“ Í framhaldi þess að stórir ár- gangar barna ljúki grunnskóla tel- ur Albert það skipta öllu máli að búið verði vel að Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, sem verð- ur til húsa í Nýheimum ásamt bókasafninu og Nýherjabúðum. „Ég held að einmitt framhalds- menntun og nám geti skilið á milli hvort að staðir af þessari milli- stærð eigi framtíð fyrir sér,“ segir Albert. Hvorki tapað kvóta í sjávarútvegi né landbúnaði Staðan í atvinnulífinu á Horna- firði hefur verið þokkaleg undan- farið og það hefur vantað fólk í vinnu á mörgum sviðum. „Það sem háir okkur, eins og öðrum, er ónóg fjölbreytni í atvinnulífi. Hér hafa þó skapast þó nokkur störf á tölvu- og upplýsingasviði. Með hugmynd- inni um Nýheima er ætlunin að skapa ný tækifæri til sóknar með þekkinguna að vopni. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að ný störf verða til með athafnasömum frum- kvöðlum. Allir verða að átta sig á því að opinberir aðilar búa ekki endalaust til störf, heldur þarf að hvetja unga fólkið til að nýta mögu- leikana sem eru fyrir hendi.“ Að sögn Alberts hafa skip og bátar komið og farið í sjávarútveg- inum en hins vegar hafa menn ekki tapað kvóta, hvorki í landbúnaðin- um né sjávarútveginum. „Ásgrím- ur Halldórsson, flaggskip okkar, kom í fyrra, og það var byggð hér ný bræðsla þótt hún eigi eins og margar aðrar fullt í fangi með að afla sér hráefnis. Hér hafa ungir at- hafnamenn verið að leggja mikið undir sem lýsir bjartsýni á framtíð staðarins.“ Kaupfélagið að breytast í eignarhaldsfélag Albert segist vonast til að sterk staða héraðsins hingað til muni þróast á sama hátt áfram. Sam- félagið og umhverfið hafi allt til að bera til að geta skapað góð skilyrði fyrir íbúa héraðsins. Uppgangur á Hornafirði þ Morgunblaðið/E Framkvæmdir hafa staðið yfir við nýja álmu Ekru þar sem teknar verða í notkun níu íbúðir fyrir a Nýr leikskóli var t Hagræðin inu styrki Í sveitarfélag 2.400 manns lögum á la uppgangur og sem menn er hver er sjálfu Jörundsson h og ræddi við b og kaupfélagss um bygg uppbyg Framkvæmdir hófust vi á miðbæjarsvæðinu. Kja sýn, af hólmi en KLÍPUR CLINTONS SJÁLFSTÆÐIÐ KOSTAR SITT Vaxandi efasemda gætir nú umþað í Færeyjum hvort rétt séað efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um fullveldi landsins í vor, eins og landstjórnin hefur áformað. Líklegt er að ástæðan sé einkum sú að Færeyingar horfast í vaxandi mæli í augu við þá staðreynd að sjálfstæði landsins hefur óhjákvæmilega þær af- leiðingar að fjárstyrkur danska ríkis- ins fellur niður. Danir hafa styrkt Færeyinga um rúmlega tíu milljarða íslenzkra króna á ári, sem er um þriðjungur færeysku fjárlaganna. Færeyingar hafa krafizt þess að verði eyjarnar sjálfstætt ríki haldi Danir engu að síður áfram fjár- stuðningi í 10–15 ár. Danska stjórnin vill hins vegar ekki halda áfram að borga nema í fjögur ár. Þetta er skiljanleg afstaða af hendi dönsku ríkisstjórnarinnar. Danir hafa ítrekað lýst yfir að þeir hafi ekkert á móti því að Færeyjar verði fullvalda ríki. Þeir hafa boðizt til að gera sam- bærilega samstarfssamninga við Fær- eyjar og við önnur norræn ríki og lofað Færeyingum því að þeir muni áfram njóta sömu réttinda í Danmörku og nú. Þessi viðbrögð Dana eru gerólík þeim sem önnur gömul nýlenduveldi í Vestur-Evrópu, t.d. Bretland, Spánn og Frakkland, hafa sýnt við kröfum smáþjóða innan sinna landamæra um sjálfstæði. Danir hafa hins vegar meiri kostnað en ávinning af því að Færeyj- ar skuli vera hluti danska ríkisins og því er ekki sanngjarnt að Færeyingar krefjist þess að fjárstuðningi verði haldið áfram í meira en áratug eftir að eyjarnar hljóta sjálfstæði. Færeyskir stjórnmálamenn eru að mörgu leyti í klemmu. Þeir, sem nú sitja við völd, vilja flestir sjálfstæði en það virðist erfitt fyrir þá að tala hreint út við kjósendur sína um að til þess verði þeir að taka á sig umtalsverða lífskjaraskerðingu. Íslendingar hafa að sjálfsögðu full- an skilning á vilja Færeyja til að öðl- ast fullt sjálfstæði og styðja þá í þeirri viðleitni, en við vitum jafnframt að sjálfstæðið kostar sitt. Íslendingar voru hins vegar að því leyti í auðveld- ari stöðu er þeir fengu fullveldi árið 1918 en Færeyingar eru nú, að nú- tímavelferðarríkið með félagsmála- stefnu sinni, byggðastefnu og útgjöld- um til fjölda annarra málaflokka var ekki orðið til og ekki blasti við að lífs- kjör myndu versna við það að landið yrði sjálfstætt. Ákvörðunin um full- veldi var því ekki háð efnahagslegum þáttum með sama hætti. Hugsanlega geta Færeyingar leyst málið með því að bíða og sjá hverju ol- íulindir, sem hugsanlega er að finna á færeyska landgrunninu, skila þjóðar- búinu. Fram hefur komið að Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráð- herra Danmerkur, hafi samið við Fær- eyinga um að þeir nytu alls hugsan- legs ágóða af olíulindunum, jafnvel þótt Færeyjar yrðu áfram hluti danska ríkisins. Það hefur verið gagn- rýnt í Danmörku en kannski verður það olían, sem liðkar um fyrir sjálf- stæði Færeyinga að lokum. Clinton gerir það ekki endasleppt.Enn eitt málið kom upp á miðviku- daginn vegna sakaruppgjafa sem hann veitti á síðasta degi í embætti sínu sem forseti Bandaríkjanna. Uppvíst varð að mágur hans, Hugh Rodham, hafði þeg- ið fé fyrir að beita áhrifum sínum í þágu tveggja dæmdra manna sem hlutu náðun og mildun refsingar. Hugh hefur skilað fénu en eftir situr Clinton með enn einn blettinn á ferlinum. Áður hafði Clinton sætt harðri gagn- rýni fyrir að gefa kaupsýslumanninum Marc Rich upp sakir en drjúg fjárfram- lög Denise Rich, fyrrverandi eiginkonu hans, til Demókrataflokksins og for- setabókasafns hans töldust hafa ráðið nokkru um náðunina. Clinton varði ákvörðun sína í grein í The New York Times og taldi upp átta ástæður fyrir náðuninni en greinin þótti þvert á móti vekja fleiri spurningar en hún svaraði. Einnig var Clinton gagnrýndur harðlega fyrir að hafa haft með sér ýmsa muni sem gefnir voru Hvíta hús- inu er hann lét af embætti og ætla að leigja dýrt skrifstofuhúsnæði í New York á kostnað skattgreiðenda. Varð gagnrýnin til þess að Clinton og eig- inkona hans ákváðu að endurgreiða andvirði rúmlega sjö milljóna króna vegna gjafanna. Clinton hefur og hætt við að leigja sér húsnæði í einni dýr- ustu skrifstofubyggingu New York- borgar og hyggst nú staðsetja skrif- stofu sína í Harlem þar sem verðlag á húsnæði er öllu lægra. Eftir allt sem á undan var gengið í forsetatíð Clintons hafa vinir hans og stuðningsmenn vafalaust talið að hann myndi leggja sig fram um að skilja við embættið á yfirvegaðan hátt svo að sómi væri að. Að minnsta kosti hljóta þeir að hafa vonað hið besta enda sann- kallaður stríðsdans oft og tíðum stiginn þessi átta ár Clintons á forsetastóli. En Clinton virðist eiga í erfiðleikum með hliðarsporin. Fáir draga í efa pólitíska hæfileika hans og þrautseigju. Og ekki skortir á persónutöfrana. En Clinton virðist ekki sérlega kænn og heldur ekki vænn þegar pólitíkinni sleppir og hann þarf að eiga við eigin samvisku. Bandarískt stjórnkerfi og samfélag hefur orðið fyrir hverjum álitshnekk- inum á fætur öðrum undanfarin miss- eri. Lewinsky-málið leiddi ekki aðeins í ljós siðferðisbresti Clintons heldur endurspeglaði það einnig ákveðna bresti í bandaríska stjórnkerfinu sem virtist ófært um að fjalla um málið á hlutlausan og yfirvegaðan hátt. Og ekki urðu forsetakosningarnar í nóv- ember síðastliðnum til þess að efla traust umheimsins á þessu valdamesta ríki heims. Og loks þegar kosninga- kreppan er hjá og nýr forseti sestur í embætti tekur Clinton upp þráðinn og spinnur enn einn vandamálavefinn. Enginn vafi leikur á því að allar þessar uppákomur veikja ímynd Bandaríkjanna. Og hvað þessar nýjustu klípur Clint- ons sjálfs varðar þá eiga þær ekki síst eftir að hafa sorglega vond áhrif á eft- irmæli hans sem annars atkvæðamikils forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.