Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAMENN kunna að vera vel á veg komnir með að lækna park- insonveiki með því að nota ígræddar stofnfrumur úr fósturvísum, en hvar og hvenær þessi nýja meðferð verð- ur prófuð á fólki er komið undir póli- tískum ákvörðunum, að því er vís- indamenn segja. Dr. Ole Isacson, við læknadeild Harvardháskóla, og dr. Ronald McKay, við Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna (NIH), sögðust ný- verið hafa „læknað“ parkinsonveiki í bæði músum og rottum, og notað til þess stofnfrumur sem teknar hafi verið úr fósturvísum tilraunastofu- dýra. Í skýrslu sem Isacson kynnti á fundi vísindasamtakanna American Association for the Advancement of Science, kemur fram að fósturvísa- frumur úr rottum og músum hafi verið græddar í heila dýranna þar sem þær breytist og komi í stað fruma sem sjúkdómurinn hafi grandað. Með aðeins öðru vísi tækni hafa McKay og samstarfsmenn hans hjá NIH einnig komið stofnfrumum úr músafósturvísum til að breytast í frumur sem sjúkdómurinn drepur. Tilbúnir í tilraunir á fólki McKay og Isacson sögðu að vís- indamenn væru allt að því reiðubún- ir að gera tilraun með þessa tækni á fólki, en leysa verði félagslega og pólitíska þætti í Bandaríkjunum áð- ur en það skref verði tekið þar í landi. McKay sagði að að þessu gæti fljótlega orðið í Bretlandi, Frakk- landi eða Hollandi því að í þessum löndum væri verið að breyta stefn- unni til þess að ýta undir rannsóknir á fósturvísastofnfrumum. „Þetta mun gerast, en hvar það verður kann að ráðast af félagslegum og pólitísk- um þáttum,“ sagði McKay. „Fólk sem starfar á þessu sviði er fullt bjartsýni.“ Í Bandaríkjunum eru ýmsir hóp- ar, þar á meðal sumir þingmenn, andvígir notkun fósturvísastofn- fruma við rannsóknir, því að til þess að afla þeirra þarf dáinn mannfóst- urvísi. Nýjar starfsreglur NIH leyfa að opinberu fé sé veitt til slíkra stofnfrumurannsókna, en einungis ef frumurnar eru teknar úr fósturvís- um á rannsóknarstofum sem ekki njóta opinberra styrkja. Parkinsonveiki orsakast af dauða heilafrumna sem framleiða dópamín, sem er nauðsynlegt taugaboðefni. Þegar um 80 prósent af þessum frumum hafa orðið sjúkdómnum að bráð fara sjúklingar að sýna ein- kenni sjúkdómsins, skjálfta og stífni. Hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með L-dopa, lyfi sem býr til dópamín í heilanum. En lyfið virkar aðeins í stuttan tíma og eftir það þróast sjúk- dómurinn áfram. Takmarkaðar tilraunir með notk- un heilafruma úr eyddum fóstrum hafa stöðvað framgang veikinnar í allt að 12 ár, að sögn Isacsons. Ígræddu frumurnar breytast í dóp- amínframleiðslufrumur og koma þannig í stað frumnanna sem sjúk- lingana vantar. En margir eru einnig andvígir því að notaðar séu vefir úr eyddum fóstrum við rannsóknir. Og vegna takmarkaðs framboðs og af tæknilegum ástæðum eru fósturvef- ir ekki taldir henta vel til meðferðar á parkinsonveiki. Besta vonin, segja vísindamenn, eru fósturvísastofnfrumur. Þær eru grunnfrumur sem hægt er að fá til að breytast í svo að segja hvaða vef sem er í líkamanum. Vísindamenn segja að hægt sé að rækta mikið magn af fósturvísastofnfrumum og nota þær til meðferðar á sjúklingum. Enn skila tilraunir með stofnfrumur athyglisverðum niðurstöðum Lækning við parkinsonveiki sögð raunhæfur möguleiki Er réttlætanlegt að nota ígræddar stofn- frumur úr fósturvísum í lækningaskyni? Póli- tískum og siðferðilegum álitamálum fjölgar á sviði læknavísindanna. Reuters San Francisco. AP. TENGLAR ..................................................... NIH um stofnfrumur: www.nih.gov/ news/stemcell/index.htm Bandarísku parkinsonsamtökin: www.apdaparkinson.org American Association for the Advancement of Science: www.aaa- s.org Nóbels- verðlaun Bandaríkjamaðurinn Eric R. Kandel fékk í fyrra nób- elsverðlaun í læknisfræði ásamt þeim Paul Greengard, yfirmanni rannsóknarstofu í taugalífeðl- isfræði við Rockefeller-háskóla í New York, og sænska vísinda- manninum Arvid Carlsson. Verð- launin fengu þeir fyrir að upp- götva á hvern hátt dópamín og önnur boðefni verka á taugakerfi mannsins. Vonast er til þess að rannsóknir þeirra greiði fyrir því að unnt verði að þróa lyf gegn parkinson-veiki og geðklofa. GÍFURLEG aukning hefur orðið á fjölda þeirra hjóna í Bretlandi sem kaupa mannaegg frá Bandaríkjunum um Netið, að því er breska ríkisút- varpið, BBC, greinir frá. Rannsókn fréttamanna BBC leiddi í ljós að á undanförnum tveimur árum hefur fjöldi þeirra hjóna, sem eru reiðubúin að fara til Bandaríkjanna og greiða allt að fimm þúsund dollara (ríflega 400 þúsund krónur) fyrir egg- ið, þrefaldast. Í Bretlandi er ólöglegt að kaupa egg og verða hjón oft að bíða í nokkur ár þangað til egg fæst frá gjafa. En reglur um þetta eru ekki eins strang- ar í Bandaríkjunum og mega hjón þar ráða meiru um gjafann og geta valið konu með gott útlit, bakgrunn og heilsufarssögu. Með tilkomu Netsins hefur þetta orðið mun auðveldara og þar er hægt að skoða væntanlega gjafa. Það er einkum til Kaliforníu sem bresk hjón leita nú í síauknum mæli, en þar er verslun með egg lögleg. Upplýsingar um gjafa, þ. á m. myndir og skólaganga, er birt á Netinu á veg- um umboðsskrifstofa. Hjón geta leit- að í þessum upplýsingum og valið gjafa áður en þau fara til Bandaríkj- anna til að láta koma egginu fyrir. Verð eggjanna sjálfra getur numið allt að fimm þúsund dollurum en að viðbættum lögfræðikostnaði og öðr- um þáttum getur heildarkostnaður- inn numið tuttugu þúsund dollurum, eða ríflega 1,7 milljónum króna. Sam- kvæmt upplýsingum umboðsskrif- stofanna sem veita þessum bresku hjónum þjónustu snúa allt að 60% hjónanna barnshafandi aftur til Bret- lands. Yfirvöld ófrjósemismála í Bretlandi vita af því að mun fleiri hjón eru farin að leita til Bandaríkjanna til meðferð- ar og hafa nokkrar áhyggjur af því hversu rúmar reglurnar um þessi mál eru í sumum ríkjum þar og hversu lít- illar verndar hjónin, sem leiti þessara viðskipta, njóti. Gagnrýnendur hafa lýst efasemd- um um að eggjamarkaðurinn sé sið- legur og segja þetta ýta undir að fólk reyni að eignast „fullkomið barn“. Umboðsskrifstofurnar fara ekki dult með að vilji sé fyrir því að börnin fái sem besta arfbera í vöggugjöf. Lyne Makline, sem starfar hjá skrifstofunni Egg Donation, segir: „Ég segi hjónum sem eru að leita að gjafa að ef veikleiki er í fjölskyldu eig- inmannsins, til dæmis þunglyndi, alkóhólismi eða offita viljum við ekki gjafa sem hefur neitt af þessu vegna þess að við viljum ekki tvöfalda lík- urnar á að fá slæma arfbera.“ Shelley Smith, sem rekur Egg Donor and Surrogacy Program í Los Angeles, segir: „Tilkoma Netsins og möguleika á að nota tölvu til að fá upplýsingar og sjá mynd af gjöfum hefur gert að verkum að hjón eru far- in að vanda valið. Þau eru orðin býsna upptekin af því hvernig gjafinn lítur út og hvaða eiginleika hún hafi.“ Shauna, 24 ára gjafi, segir að rúm- ar reglur í Bandaríkjunum hafi mjög jákvæð áhrif. Hún er jafnvel til í að hitta hjónin sem munu fá egg úr henni. „Af hverju ekki að hafa allar þessar upplýsingar? Seinna meir er hægt að deila þessu með barninu og segja við það: Já, ég hitti konuna sem gaf egg til að hjálpa mér við að eign- ast þig og hún var falleg og brosti blítt og var hláturmild.“ Vanda valið á Netinu Samkvæmt rannsókn breska ríkisútvarpsins hefur fjöldi breskra hjóna, sem tilbúinn er að kaupa mannaegg frá Bandaríkjunum, þrefaldast á aðeins tveimur árum. Associated Press Egg til sölu Tískuljósmyndarinn Ron Harris fyrir framan viðeigandi höggmynd á lista- safni í New York. Harris komst í fréttirnar þegar hann bauð upp á Netinu egg úr átta fyrirsætum í þeirri trú að fólk væri reiðubúið til að greiða veru- legar fjárhæðir í þeirri vissu að með því móti myndi það eignast fallegt barn. Þessi gjörningur ljósmyndarans mæltist misjafnlega fyrir og tals- menn ýmissa samtaka sögðu þetta framferði viðurstyggilegt þar er eð mannslífinu væri með þessum hætti breytt í vöru. Harris sagði þetta tilboð í fullu samræmi við ríkjandi viðmið í Bandaríkjunum þar sem fegurð væri líkt og annað seld þeim sem best byði. Rannsókn í Bretlandi leiðir í ljós að sífellt algengara verður að barnlaus hjón leiti eftir kaupum á mannaeggjum frá Bandaríkjunum SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar rannsóknar geta hveiti og ýmsar aðrar korntegundir, sem er að finna í brauði, verið orsök annars óútskýranlegra höfuðverkja. Í rannsókninni tóku þátt tíu manns á miðjum aldri sem voru viðkvæmir fyrir glúteini, sem er prótín sem er að finna í hveiti, byggi og rúgi. Nið- urstöðurnar eru birtar í nýj- asta hefti tímaritsins Neuro- logy. Allir þátttakendurnir tíu þjáðust af alvarlegum höfuð- verkjum og höfðu merki um bólgur í miðtaugakerfinu. En þegar níu þeirra hættu að neyta þessara korntegunda hættu sjö þeirra að finna fyrir höfuðverkjunum, að sögn vís- indamannanna er unnu að rannsókninni. Einn þátttak- endanna neitaði að breyta matarvenjum sínum. „Glúteinsnauður matur virðist hafa hemil á höfuð- verkjunum,“ segir dr. Marios Hadjivassiliou, taugasér- fræðingur við taugalíffræði- deild Konunglega Hallam- shire-sjúkrahússins í Sheffield á Englandi. Hinir sjúklingarnir tveir losnuðu að hluta við höfuðverkina, sagði Hadjivassiliou. Þeim hefði fækkað og ekki verið eins al- varlegir. Allt að einn af hverjum 100 manns kann að þjást af glú- teinóþoli og geta einkennin verið niðurgangur, blóðleysi og jafnvægistruflanir, segir Hadjivassiliou. Samkvæmt upplýsingum bandarískrar rannsóknarstofnunar í astma- og ofnæmisfræðum eru átta prósent allra barna undir sex ára aldri haldin fæðuóþoli en eitt til tvö prósent fullorðinna þjást af ofnæmi fyrir matvæl- um eða aukaefnum. Þótt rannsóknin sé áhuga- verð er hún ekki þannig gerð að hægt sé að fullyrða að brottnám korns hafi valdið því að þátttakendurnir hættu að þjást af höfuðverk, segir dr. Robert Zeiger, prófessor í barnalæknisfræði við Háskól- ann í Kaliforníu í San Diego. Engin samanburðarhópur tók þátt í rannsókninni, þannig að einhverjir aðrir þættir kunna að hafa valdið því að höfuð- verkirnir hurfu, segir Zeiger. Þar að auki vissu sjúkling- arnir að þeir voru að hætta að borða korn og því gæti áhugi þeirra á málinu hafa ráðið því að verkirnir hurfu – þ.e. um gæti verið að ræða svonefnd lyfleysuáhrif (placebo effect). Hadjivassiliou viðurkennir að tengslin sem hann hafi fundið geti verið tilviljun en hann bendir á að höfuðverkir hafi alveg horfið hjá sjö af níu sjúklingum og að hluta til hjá hinum tveimur. Korn get- ur valdið höfuð- verk The New York Times Syndicate. TENGLAR ............................................. Tímaritið Neurology:http:// intl.neurology.org. Associated Press
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.