Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FUNDUR lækna á Landspítalanum samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á læknaráð spítalans að sjá til þess að við ráðningar yf- irlækna og deildarstjóra á spítalanum verði staðið faglega að málum og farið verði að lögum. Á fundinum var sett fram gagnrýni á stjórn- endur spítalans fyrir að ganga á svig við lög og að standa illa og ófaglega að ráðningu yfir- lækna. Forstjóri Landspítalans vísaði þessu á bug á fundinum og sagði að ef læknar væru óá- nægðir með þá stefnu sem stjórnendur spít- alans hefðu markað í ráðningarmálum kæmi til greina að segja öllum yfirlæknum á spítalanum upp störfum og auglýsa stöðurnar. Í kjölfar sameiningar Ríkisspítala og Sjúkra- húss Reykjavíkur samþykkti stjórn Landspít- alans nýtt skipurit fyrir spítalann. Það gerði ráð fyrir talsvert breyttu skipulagi frá því sem var. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, sendi framkvæmdastjórn Landspítalans minn- isblað 22. janúar sl. þar sem lögð er fram stefna um hvernig standa eigi að ráðningu yfirlækna, deildarstjóra og annarra yfirmanna á spítalan- um. Áður hafði Magnús leitað eftir lögfræði- legri greinargerð um málið og rætt hafði verið um málið í læknaráði og hjúkrunarráði. Enn- fremur hafði málið verið kynnt fyrir Lækna- félagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Lagt til að sumar stöður verði auglýstar Í minnisblaðinu segir að almennt sé það við- horf stéttarfélaganna og ráðanna að eðlilegast sé að segja yfirmönnum upp og auglýsa störfin að nýju. Þannig sé jafnræðis best gætt. Í bréf- inu segir að það sjónarmið hafi einnig komið fram að óþarft sé að auglýsa stöður á sviðum þar sem engar eða óverulegar breytingar eigi sér stað. Nauðsynlegt sé hins vegar að auglýsa störf þegar grundvallarbreytingar hafi verið gerðar á starfsemi í kjölfar sameiningar spít- alanna. „Sú skoðun nýtur einnig fylgis að spítalinn eigi að marka sér stefnu um ráðningu yfir- manna. Á það er bent að forstjórar allra rík- isstofnana eru ráðnir tímabundið, yfirleitt til fimm ára, framkvæmdastjórar LSH eru einnig ráðnir til fimm ára og sviðsstjórar valdir til starfans til fjögurra ára í senn. Rök standa einnig til þess að yfirmenn sérgreina og deilda séu ráðnir tímabundið, en að um endurráðningu geti síðan verið að ræða. Jafnframt kemur til álita að starfsmenn gegni yfirmannsstöðu að til- teknum aldri. Um þetta hefur hvorki verið fjallað lögfræðilega né rætt við stéttarfélög starfsmanna. Spítalinn hlýtur hins vegar að íhuga hvort slík stefna sé ekki vænleg fyrir starfsemina, ekki síst að teknu tilliti til starfs- álags og krafna sem gerðar eru til yfirmanna.“ Í minnisblaðinu er lagt til að spítalinn móti sér stefnu um ráðningu yfirlækna og deildar- stjóra í samráði við læknaráð, hjúkrunarráð og að hún verði kynnt stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfræðinga. Í minnisblaðinu er síðan lagt til að fylgt verði þeirri meginreglu að auglýsa stöður yfirmanna. Lagt er til að stöður yfirmanna á kvennasviði, í öldrunarþjónustu, í endurhæfingarþjónustu og Blóðbanka verði ekki auglýstar enda breytist starfsemi þessara sviða ekki. Við sameiningu spítalanna verði hins vegar nokkrar breytingar á geðsviði, barnasviði, lyflæknissviði I, lyflækn- issviði II, skurðlæknasviði, svæfingar- og gjör- gæslusviði, klínísku þjónustusviði, slysa- og bráðasviði og á rannsóknarstofnunum. Lagt er til að lækningaforstjóri, hjúkrunarforstjóri og viðkomandi sviðsstjórar meti í hverju tilfelli og ákveði hvort slík breyting hafi orðið á sérgrein- um að rök hnígi að því að auglýsa beri stöð- urnar. Sé sannanlega um breytingu á starfsemi er lagt til að stöður verði auglýstar. Þá segir í minnisblaðinu að þar sem það geti hentað með tilliti til starfseminnar verði leitað samkomulags við yfirlækna og deildarstjóra um starfslok. Vísað er í því sambandi sérstaklega til aldurs yfirmanna. Stjórnendur Landspítalans byrjuðu fyrir nokkrum vikum að hrinda þessari stefnu í fram- kvæmd. Nýlega voru stöður tveggja yfirlækna á Landspítalanum auglýstar lausar til umsókn- ar. Undirbúningur að uppsögnum yfirmanna var hafinn og viðræður um starfslok tiltekinna lækna voru að hefjast. Í lok síðustu viku boðaði Magnús Pétursson, forstjóri Landspítans, til fundar með læknum til að ræða við þá um ráðningu yfirlækna á spít- alanum og fleira. Á fundinum söfnuðu læknar á spítalanum undirskriftum þar sem þess var krafist að stjórn læknaráðs boðaði til fundar um málið. Fundurinn var haldinn í gær og var hann mjög fjölmennur. Á fundinum var stjórn spítalans gagnrýnd og því m.a. haldið fram að ekki væri farið að lögum við ráðningar, illa hafi verið staðið að vali yf- irmanna og ekki hefði verið haft nægilegt sam- starf við lækna. Forstjóri Landspítalans sagði á fundinum að hann væri tilbúinn til að skoða betur lagalega þætti málsins. Hann vísaði gagnrýninni að öðru leyti á bug. Ef læknar teldu hins vegar að stjórnendur spítalans stæðu ekki rétt að málum væri hægt að fara þá leið að segja öllum yf- irlæknum á spítalanum upp störfum og auglýsa stöðurnar. Á fundinum var borin upp ályktun þar sem skorað er á læknaráð spítalans að tryggja að staðið verði faglega og lagalega rétt að ráðn- ingu yfirlækna við spítalann. Tillaga kom fram á fundinum um að vísa ályktuninni frá, en hún var felld. Páll Torfi Önundarson, sem bar upp álykt- unina á fundinum, sagði í samtali við Morgun- blaðið að við sameiningu spítalanna tveggja kæmu upp mörg álitamál varðandi skipulag spítalans og starfshætti. Það skipti miklu máli að starfshættir við stjórnun væru faglegir og að sjónarmið sérgreinanna væru virt. Þessi sjón- armið kæmu m.a. fram í gildandi lögum um heil- brigðisþjónustu. Páll Torfi sagði að fundurinn í gær hefði fjallað um þetta. Fundurinn hefði ver- ið málefnalegur, en menn hefðu skipst opin- skátt á skoðunum við stjórnendur spítalans. „Læknaráðið hefur fengið mjög ákveðið um- boð frá læknum spítalans til þess að koma mál- um í þann farveg sem muni hugnast flestum læknum og verði starfseminni, sjúklingunum og Háskólanum til framdráttar,“ sagði Páll Torfi. Ekki náðist í Sverri Bergmann, formann læknaráðs Landspítalans. Fjölmennur fundur lækna á Landspítala-háskólasjúkrahúsi ályktar um ráðningu yfirlækna Krafa gerð um að staðið verði fag- lega að ráðningum Morgunblaðið/ÁsdísFundur lækna á Landspítalanum var mjög fjölmennur. SKÍÐAMENN á Suðvesturlandi eru flestir orðnir eirðarlausir enda hafa skíðasvæði í nágrenni höf- uðborgarinnar verið lokuð það sem af er vetri að undanskildum fáein- um dögum. Snjór sem fallið hefur síðustu daga nægir hvergi til þess að hægt sé að opna skíðasvæði, hvorki í Blá- fjöllum, Skálafelli né á Heng- ilssvæðinu. Skíðamenn og bretta- fólk verða því að bíða enn um sinn. Morgunblaðið/Vilhelm Enn lokað á skíðasvæðum sunnanlands HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði á fimmtudag hjón af kröfu Ríkisútvarpsins um greiðslu afnota- gjalda. Dómurinn taldi að Ríkisút- varpinu hefði ekki tekist að sýna fram á að hjónin ættu sjónvarps- eða útvarpstæki og því væri ekki hægt að krefja þau um afnotagjöld. Ríkisútvarpið hafði krafist þess að hjónin greiddu um 50.000 krónur auk dráttarvaxta vegna vangoldinna af- notagjalda. Ríkisútvarpið bar að samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið bæri stofnuninni að annast inn- heimtu afnotagjalda hjá þeim sem eiga útvarp eða sjónvarp. Til að upp- fylla þessar skyldur hafi starfsmenn Ríkisútvarpsins þrívegis heimsótt heimili hjónanna, fyrst 14. febrúar 1993, aftur í ágúst sama ár og síðast í maí 1994. Í framhaldi af því hafi verið ákveðið að skrá sjónvarp á nafn kon- unnar. Sú ákvörðun hafi byggst á ótryggum og misvísandi svörum heimilismanna. Því hefði m.a. verið borið við að sjónvarp væri einungis í láni á heimilinu en einnig hafi sonur hjónanna sagt þau greiða áskriftar- gjald vegna útsendinga Stöðvar tvö. Í framhaldi af því voru hjónin kraf- in um afnotagjöld sem þau ekki greiddu og var því farið fram á fjár- námskröfu. Því máli lauk fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness í desember 1995 með því að konan gaf út yfirlýsingu um að á heimilinu væri ekkert sjón- varpstæki en þar væri hinsvegar móttökubúnaður til að taka á móti sjónvarpsútsendingum. Fjárnámskrafan var felld niður en Ríkisútvarpið ætlaðist í staðinn til þess að konan hæfi greiðslu afnota- gjalda í samræmi við yfirlýsingu hennar. Deilur í tíu ár Hjónin sögðust hafa átt í deilum við Ríkissjónsvarpið í hartnær tíu ár. Þann tíma hefðu þau rekið fyrirtæki og viðvera þeirra á heimilinu hafi ver- ið svo lítil að þau töldu ekki ástæðu til að hafa sjónvarp eða útvarp á heim- ilinu. Þessu hafi Ríkisútvarpið neitað að trúa og gert ítrekaðar innheimtu- tilraunir og sent þeim greiðsluáskor- anir og stefnur. Aldrei hafi hinsvegar sannast að þau hafi átt sjónvarps- eða útvarpstæki enda hafi slíkt tæki aldr- ei verið skráð í eigu þeirra. Þeim sé því óskylt að greiða afnotagjald af út- sendingum Ríkisútvarpsins. Fyrir dómi bar maðurinn að hann kæmi af og til með tölvur í eigu fyr- irtækis síns inn á heimilið. Í þeim væri búnaður til að tengjast Netinu. Sjálf ættu þau ekki heimilistölvu. Varðandi yfirlýsingu konunnar frá árinu 1995 um að búnaður til að taka á móti sjónvarpsútsendingum væri á heimilinu sagði konan að um mis- skilning hefði verið að ræða hjá sér. Þá hefði verið búið að setja upp net- tengingu á heimilinu og hún taldi að í því fælist „móttökubúnaður til að taka á móti sjónvarpsútsendingum“. Hjónin sögðust aldrei hafa verið áskrifendur að Stöð tvö eins og haft var eftir syni þeirra árið 1994. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að Ríkisútvarpinu hefði ekki tekist að sanna að hjónin ættu sjón- varps- eða útvarpstæki. Engu breyti þótt þau noti tölvubúnað fyrirtækis síns tímabundið enda hafi ekkert komið fram í málinu um að Ríkisút- varpið sendi út sjónvarps- eða út- varpsefni um Netið sem hægt er að taka við með tölvunum. RÚV var dæmt til að greiða hjón- unum 50.000 kr. í málskostnað. Héraðsdómur Reykjaness sýknar hjón af kröfu um greiðslu afnotagjalda Ekki sannað að þau ættu sjónvarps- eða útvarpstæki TVEIR voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi til móts við Blika- staði snemma í gærmorgun. Fjórir bílar skemmdust í árekstrinum. Beita þurfti klippum til að ná öku- manni einnar bifreiðarinnar út. Sá hlaut áverka á andliti og fótbrotnaði illa. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík var slysið til- kynnt til Neyðarlínu kl. 7.50 í gær- morgun. Tildrög slyssins voru þau að fólksbifreið sem ekið var norður Vesturlandsveg var ekið yfir á rang- an vegarhelming. Þar lenti hún fyrst á vinstri hlið fólksbifreiðar sem ekið var suður Vesturlandsveg og síðan framan á aðra bifreið sem hafnaði ut- an vegar. Fjórða bifreiðin fékk á sig brak úr þeirri bifreið. Vesturlandsvegur var lokaður í um 1½ klukkustund vegna slyssins. Dráttarbifreið dró tvo bíla á braut en þeir eru báðir taldir ónýtir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Beita þurfti klippum til að ná ökumanni út úr bifreiðinni. Harður árekstur á Vestur- landsvegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.