Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEFURÐU tekið eftir að list-málarar endast miklu beturen rithöfundar? Við Krist- ján Davíðsson erum enn að mála komnir um og yfir áttrætt en rithöf- undar eru oft alveg búnir með anda- giftina um sjötugt. Ég nenni orðið engu nema að vinna, ekki einu sinni hlusta á tónlist og þó sakna ég þess. Sannast sagna hef ég aldrei afkast- að eins og núna né heldur málað betur.“ Kjartan Guðjónsson er að koma málverkum sínum frá síðustu misserum fyrir í Galleríi Fold. Mörg þeirra tengjast ljóðum Jóns úr Vör, en Kjartan hefur mynd- skreytt þau í tvígang. Hann stillir sér upp fyrir ljósmyndara við minni um íslenska sjómenn sem létust í stríðinu, stórt málverk sem hann hefur dálæti á. Annars eru margar myndanna af konum, ákveðið dregnum í ávala línu mjaðma og mittis. „Þær eru massífar líkt og hjá Briem og Ásmundi, við viljum vissa vikt á strigann eða í styttuna. Sjáðu líka Picasso, hans konur eru costo eins sagt er á frönsku og ég skildi það ungur á fyrirlestri hjá Hjörvarði Árnasyni listfræðingi. Þetta er ekki kona, heldur mynd af konu, sagði hann um eitt verkanna eftir Picasso og þannig er þetta akkúrat, maður málar sína tilfinn- ingu um konu eða fugl eða fjall eða guðdóminn. Hér er til dæmis mynd af almættinu en ég get ekki skýrt með skynsamlegum rökum hvernig það kemur svona fram, sem andlit á einhverju svifi.“ Hippar og aðrir uppreisnarmenn Kjartan kallar sig listmálara og fæst ekki um tískuorðið myndlist- armaður. „Það ku þykja fínna og Dönum þótti svo sem kunstmaler vera skammaryrði. En hvað er ég annað en listamaður sem málar, listmálari, nema ef vera skyldi teiknari, það er ég líka og gamall kennari. Ég kenndi myndlist í 25 ár og þótti skemmtilegt þar til hipp- arnir komu. Þá var minn tími í kennslunni liðinn þótt ég léti þetta sullast síðustu tíu árin fram að eft- irlaunaaldri. Hippatímabilið byrjaði hér svolítið seinna en annars stað- ar, eins og svo margt fleira, það gerðist með einum bekk í Myndlist- arskólanum 1972. Þetta fólk vildi ekki vanda sig að mála eins og gamlir kallar, þeirra sannleikur var annar og uppreisnin partur af hon- um.“ Kjartan var sjálfur í flokki sem þótti róttækur á sinni tíð og olli hvörfum í íslenskri myndlist um miðja öldina. Septemberhópurinn hélt fyrst sýningu í Listamanna- skálanum 1947 en þær urðu fjórar næstu fimm árin. „Þetta er eins og fornaldarsaga Norðurlanda, löngu gleymt,“ segir hann og brosir, „við vorum þarna nokkrir sem áttum ekki svo ýkja mikið sameiginlegt þótt við sýndum í hóp. En það urðu heilmikil læti og blaðaskrif fyrstu mánuðina eftir opnun, abstraktlist- in þótti víst argasta frekja og út- úrsnúningur veruleikans. Ég held við höfum haft dálítið gaman af þessu og svo fengum við frítt að drekka í partíum á Borginni og allt hvað eina.“ Þetta voru ungir lista- menn komnir heim úr námi í stríðs- lok, með strauma og stefnur sem tengdust í hugmynd um sjálfstæða tilvist listaverksins. Mynd af konu, sem sagt, ekki konu á mynd. Rúmum þrem áratugum síðar stóð Kjartan í öðrum og persónu- legri straumhvörfum. Hann yfirgaf abstraktlistina og fór að mála fíg- úratíft eftir myndskreytingu Þorpsins eftir Jón úr Vör, í útgáfu Vöku Helgafells 1979. Ljóðabókin kom síðast út hjá Máli og menningu í hittiðfyrra, í svolítið breyttri mynd og með nýjum teikningum Kjartans. Þótt hann hafi nú um árabil mál- að myndir „af einhverju“ gætir jafnan forma sem hver les fyrir sig. Stundum léttra líkt og hjá Míró en líka þyngri í köldum litum „af því landslagið mótar mann og hafið hef- ur alltaf átt hlut í mér – eitthvað hef ég migið í saltan sjó. Abstraktið er nefnilega ekki alvont, sjáðu þessa ströngu myndbyggingu, línu og sveig, eins konar bakgrunn sem kemur úr engum stað nema hug- skoti manns sem málaði einhvern- tíma óhlutbundið.“ Klassíkin stend- ur svo heldur en ekki fyrir sínu að áliti Kjartans og hann nefnir Karl Kvaran til dæmis um listamann sem byggði þar á traustum grunni. „Hvað sem hver segir um þann ágæta listamann og geómetríska abstraksjón, þá hafði hann ekki betri skólun fengið en í glyptotek- inu í Köben þar sem Bojesen lét nemendur sína teikna styttur frá morgni til kvölds. Síðan komu þess- ar munúðarfullu línur og litir Karls beint úr klassískri hefð.“ Tíska, snobb og fræðingar Við tölum um tískusveiflur list- arinnar og Kjartan segir hégóma og pjatt þvælast þar fyrir besta fólki. „Jón Gunnar Árnason varði til að mynda dýrmætum tíma í konsept, þótt það væri eflaust ekki verra en hvað annað. Hann sýndi minnir mig sáðfrumur á Mokka og það var ekki fyrr en hann hafði veikst sem hann byrjaði að brillera. Stálið lék í höndum hans og við sjáum hans fín- ustu verk í höggmyndum eins og Sólfarinu hér niðri við sjó, ómet- anleg.“ Bjástrandi í kaffikrók Fold- ar tautar Kjartan um snobbið í list- inni og allt í kringum hana. „Fræðingar sem vita hvernig menn eiga að mála eru besta dæmið um þetta, ótrúlega valdamiklir oft mið- að við vitleysisganginn. Í þessum bransa er ekkert rétt og rangt, við höfum börn síns tíma og börn í hjartanu – það er best – vittu til með naívistana. Sjálfur varð ég ekki fullorðinn fyrr en um fimmtugt. Ekki sem málari, skilurðu, því áður var ég alltaf í endalausum vafa. Snobbið var líka ríkt í mér og úr því þú spyrð er það ekki þannig lengur. Ég þurfti að beita hörku til að losa mig undan áhrifum abstraktmanna eins og Þorvaldar Skúlasonar og Jóhannesar Jóhannessonar.“ Kjart- an vill enga ævisögu en reitir þó til eitt og annað þegar vel er beðið. Upp úr tvítugu var hann vetur í Handíðaskólanum en lét svo undan útþránni, „sem ætlaði að gera mann vitlausan á stríðsárunum þegar enginn komst lönd né strönd.“ Fyr- ir handbendi Hjörvarðar sem fyrr er nefndur fór Kjartan í Listahá- skólann í Chicago og kom heim hálfu öðru ári síðar. Hann fór að mála „og vinna á Eyrinni og víðar meðan vinirnir tóku embættispróf. Og svo fór ég að kenna ’45.“ Í lok sama áratugar sigldi Kjartan aftur utan, nú með Súðinni ásamt félög- um úr myndlistinni og hafði dvöl í Flórens og París. „Í Flórens um- gengumst við Gerði Helgadóttur eða Pantalónu eins og hún var köll- uð af því kvenmenn sáust aldrei á síðbuxum og karlar hjóluðu á lukt- arstaura af undrun. Þetta var á þeim yndislega tíma meginlandsins fyrir túrisma. Langur tími leið síðan án þess ég málaði, milli þrítugs og fertugs var ég blaðamaður á Þjóðviljanum, teiknaði við Haraldar sögu harð- ráða einar 400 myndir og hélt bara að ég væri hættur við pensilinn. En svo fór ég í gang með abstraktmál- verk og seinna kom þetta fígúratífa. Fyrsta sýningin mín af því tagi var 1980 og þá var það sem bústýra Listasafnsins skellti hæl við rass og þar hefur ekkert verið keypt af mér síðan.“ Kennslan, bæði í kvöldskóla og í Myndlista- og handíðaskólan- um 1967–88 kom inn í þessa sögu af starfsævi sem ekki er lokið. Þegar Kjartan kenndi hafði hann tak- markaðan tíma og orku fyrir mál- verkið, nema í fríum. En eftirlauna- maðurinn málar sem sagt meira og betur en nokkurn tíma í brauðstrit- inu. „Þú mátt bóka að enginn kennir öðrum listina, einungis fagið,“ segir Kjartan. „Það má kenna manni að teikna en svo er hann á vegum síns innri manns. Ef listarinnar er leitað annað er víst að hún sleppi og yf- irgefi menn. Þó trúi ég ekki á inn- blástur, en segi að vinna listmálara líkist hverri annarri. Hún hefur það einkenni helst að mestur tími fer í að horfa. Ég er búinn að slökkva á barokki í græjunum og farinn að heyra þögnina. Svo glápi ég.“ Að endast í glápinu Morgunblaðið/Golli Kjartan við minningarmyndina um þá sem féllu í stríðinu við strendur landsins, brosmildur þrátt fyrir það efni. Teikning úr nýjustu útgáfu Þorpsins eftir Jón úr Vör, en bókin spilar inn í sýninguna í Galleríi Fold. Sýning á nýjum olíumálverkum Kjartans Guðjónssonar verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag. Þórunn Þórsdóttir hitti þennan sjóaða listamann sem málar meira og betur en á áratugum kennslunnar. RÚMLEGA 12 þúsund nemendur á öllum aldri stunda nám í tónlist- arskólum landsins en Dagur tónlist- arskólanna er í dag, laugardag. Til- gangur þessa dags er að vekja athygli á fjölbreyttu starfi tónlist- arskólanna í landinu og gera þá sýnilegri almenningi. Víða eru skól- arnir með opið hús og kynningu á starfsemi sinni í tilefni dagsins. Tónskóli Sigursveins Opið hús verður í Tónskóla Sig- ursveins, Hraunbergi 2, frá kl. 13- 15. Gestum gefst þar tækifæri til að skoða og prófa flest þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Nem- endur og kennarar munu einnig kynna hljóðfærin á stuttum tón- leikum kl. 13.40. Tónskóli Eddu Borg Þrennir nemendatónleikar verða í Tónskóla Eddu Borg í dag. Hefð- bundnir tónleikar verða kl. 11 og kl. 12 og kl. 14 verða tónleikar með yfirskriftinni Popptónlist. Nem- endur hafa á undanförnum mán- uðum undirbúið tónleikana með einleik, samleik og í hljómsveit- arsamspili. Forskóladeild skólans kemur fram. Tónlistarskóli Seltjarnarness Opið hús verður í Tónlistarskóla Seltjarnarness frá kl. 14-16. Nemendur bjóða upp á tónlist- arflutning og koma m.a. fram í lúðrasveit sinfóníuhljómsveitar skólans, dixilandhljómsveit og smærri samspilshópum. Auk þess koma nemendur einir fram. Tónlistarskóli Bessastaðahrepps Tónsmíðakeppni fór fram í Tón- listarskóla Bessastaðahrepps sl. miðvikudag og verða tónleikar í há- tíðarsalnum kl. 11. Þar flytja nem- endur tónsmíðar sínar, úrslit verða kynnt og verðlaun afhent. Tónsmíðakeppnin hefur verið ár- legur viðburður í starfi skólans sl. fjögur ár. Að þessu sinni tók um helmingur nemenda þátt. Dómarar voru tónskáldin Karól- ína Eiríksdóttir og Oliver Kentish. Tónlistarskóli Borgarfjarðar Opið hús verður í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í sal eldri borgara við Borgarbraut 65a í Borgarnesi, kl. 14-16. Þar munu nemendur úr tónlistarskólanum leika og syngja fyrir gesti. Söngskólinn í Reykjavík Opið hús verður í Söngskólanum í Reykjavík, Smára, á sunnudag og hefst með kynningu Garðars Cortes skólastjóra á skólastarfinu og skól- anum kl. 14 og verður hún end- urtekin kl. 16.30. Nemendaóperan flytur fyrri þátt óperunnar Gon- dólagæjarnir kl. 14.15 og seinni þáttinn kl. 16.45. Kl. 17.30 verður samsöngur þar sem nemendur, kennarar og gestir syngja saman. Dagur tónlistarskólanna MENNINGARÁRIÐ 2000 – hvað gerum við svo? er yfirskrift málfundar sem haldinn verður í Leikhúskjallaranum næstkom- andi mánudagskvöld kl. 20.30. „Flestum sem um Menningar- árið hafa fjallað ber saman um að vel hafi tekist til á síðasta ári og að þeir list- og menningar- viðburðir sem staðið var fyrir hafi heppnast vel. En hvernig var skipulagi þessara mála hátt- að? Hvert var leitað eftir fyr- irmyndum og – umfram allt – hvað getum við lært af því hvernig tekið var á þessu mikla verkefni?“ Þessum spurningum verður velt upp á málfundinum sem Sjónlistafélagið og Lista- klúbburinn gangast sameiginlega fyrir. Frummælendur verða Þór- unn Sigurðardóttir, listrænn stjóranandi Listahátíðar í Reykjavík og stjórnandi verkefn- isins Reykjavík menningarborg; Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Ís- lands; og Jón Proppé, myndlist- argagnrýnandi og sýningarstjóri, sem jafnframt er fundarstjóri. Á fundinum verða þessi mál rædd frá öllum sjónarhornum og meðal annars skoðað hvaða áhrif menningarárið hefur haft á við- horf stjórnvalda, fyrirtækja og almennings til menningarstarf- seminnar. Þá verður fjallað um væntanlega skýrslu um fram- kvæmd menningarborgarverk- efnisins. Málfundur um menningu í Leik- húskjallaranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.