Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 25. MARS 2001 TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 B Mikill ágreiningur um markaðsvæðingu VÍS Vændi varðar alla 28 30 ALLT Í RÚMIÐ – NEMA FÓLKIÐ 10 LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) luku í gær tveggja daga fundi sínum í Stokkhólmi á tiltölulega bjartsýnum nótum, þrátt fyrir að horfur á efnahagssamdrætti, gin- og klaufaveikifaraldurinn, hætta á nýj- um borgarastríðsátökum á Balkan- skaga og fleiri alvarleg mál hefðu skyggt á dagskrá fundarins. Aðaláherzlan í lokaályktun fundar- ins var lögð á að ítreka þann ásetning ESB að ætla sér að verða fyrir árið 2010 samkeppnishæfasta og þrótt- mesta hagkerfi í heiminum sem byggt er á þekkingariðnaði. En þeir viðurkenndu að Evrópulöndin myndu ekki komast hjá því að verða fyrir nei- kvæðum áhrifum af völdum efna- hagssamdráttar í heiminum. Nú stæði efnahagslíf ESB hins vegar það vel, að það væri ágætlega í stakk búið til að standa af sér niðursveiflu. Í ályktuninni staðfestu leiðtogarnir óskoraðan stuðning sinn við viðleitni stjórnvalda í Makedóníu til að kveða niður uppreisnartilraun öfgamanna úr röðum albanskra íbúa landsins; lýstu þeir von til að friðsamleg lausn fyndist á stöðu albanska minnihlut- ans í Makedóníu. Persson fer til Norður-Kóreu Í nafni þess að styrkja hlutverk ESB í alþjóðamálum samþykktu leið- togarnir að senda Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, sem gegnir formennskunni í sambandinu þetta misserið, í leiðangur til Norður-Kór- eu í því skyni að reyna að ýta undir friðarumleitanir milli Kóreuríkjanna tveggja. Engin föst dagsetning var ákveðin fyrir ferðina. Leiðtogarnir lýstu ennfremur sam- stöðu með evrópskum bændum and- spænis gin- og klaufaveikifaraldrin- um og eftirköstum kúariðufársins. Leiðtogar ESB ljúka tveggja daga fundi í Stokkhólmi Bjartsýni þrátt fyrir ýmsa skugga AP Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlari sýnir fótboltafærni sína eftir töku „fjölskyldumyndar“ ESB-leiðtoganna við lok fundar þeirra í Stokkhólmi í gær. Forystumenn knattspyrnumála í Evrópu undirrituðu á fundinum samkomulag um nýtt kerfi fyrir félagaskipti atvinnumanna. Stokkhólmi. Reuters, AFP.  Persson/6 EDMUND Joensen, formaður Sam- bandsflokksins í Færeyjum síðustu tíu árin, var velt úr sessi á landsfundi flokksins sem hófst á föstudags- kvöld. Nýr formaður er Lisbeth L. Petersen, fyrrverandi bæjarstjóri Þórshafnar og núverandi þingmaður á Landsþinginu. Sambandsflokkur- inn vill að tengslin við Danmörku haldist sem nánust, en það var að áeggjan ungliðahreyfingar flokksins sem Petersen lét til leiðast að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. Ungliðarnir mátu stöðu flokksins þannig nú að honum veiti ekki af að breyta um andlit í forystusveitinni. Joensen var lögmaður Færeyinga á árunum 1995–1998. Sambandsflokkurinn stendur vel í skoðanakönnunum í Færeyjum um þessar mundir en flokksmenn eru mjög andsnúnir sjálfstæðisáformum núverandi þingmeirihluta. Þó nýtur Þjóðveldisflokkurinn, flokkur ein- dreginna sjálfstæðissinna, mests fylgis. Næstu landsþingskosningar fara fram í síðasta lagi vorið 2002. Joensen velt úr sessi Þórshöfn. Morgunblaðið. ÍBÚAR indónesísku eyjarinnar Balí, sem aðhyllast hindúatrú, bera hér útskorna styttu af illum anda við Prambanan-hofið í Jogjakarta, um 400 km suðaustur af höfuðborg- inni Djakarta í gær. Í dag er trúar- legur hátíðisdagur sem indónes- ískir hindúar halda hátíðlegan með því að dansa með slíkar styttur í því skyni að hreinsa sig af illum öndum og bægja frá hvers kyns ógæfu. Reuters Hindúa- hátíð á Balí BERKLATILFELLUM í heimin- um hefur fjölgað um sex af hundraði á síðustu tveimur árum, þrátt fyrir að ódýr lyf standi til boða til að vinna bug á veikinni. Alþjóðlegur baráttu- dagur gegn berklum var í gær, laug- ardag. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, deyja um 5.000 manns úr berklum á degi hverjum eða um tvær milljónir manna á ári. Enginn annar sjúkdóm- ur, sem kunn lækning er til við, legg- ur svo marga að velli. Gro Harlem Brundtland, yfirmaður WHO, sagði þetta ástand skammarlegt. Berklar bana 5.000 á dag Genf. AFP.  Baráttan við berklana/B-blað ALLT að þrettán manns létu lífið og 90 særðust í þremur aðskildum sprengitilræðum í Suður-Rússlandi í gær. „Svo virðist sem skipulögð hryðjuverk hafi hér verið framin. Sprengingarnar urðu allar á svip- uðum tíma,“ hafði Interfax-frétta- stofan eftir talsmanni Sergeis Jastrzhembskí, sérskipaðs fulltrúa Moskvustjórnarinnar í málefnum Tsjetjsníu. Tíu manns fórust er bílsprengja sprakk á markaðstorgi í bænum Mineralnje Vody í Stavropol-héraði, sem liggur næst Tsjetsjníu. Sam- kvæmt annarri heimild létust ellefu manns í sprengingunni. Tveir lög- reglumenn fórust í bænum Tsjerk- essk er þeir voru að athuga bíl sem eitthvað þótti grunsamlegt við. Í þriðju sprengingunni, sem varð við lögreglustöð í Stavropol, slösuðust að minnsta kosti 11 manns. Tilræði í Rússlandi Moskvu. Reuters. AÐ MINNSTA kosti tveir menn létu lífið í hörðum jarð- skjálfta sem reið yfir vest- urhluta Japans í gær. Mældist styrkleiki skjálftans 6,4 á Richterskvarða og olli hann mestum skaða í borginni Hiroshima og nágrenni. Að sögn talsmanna slökkvi- liðsins á svæðinu lézt öldruð kona er hús hennar hrundi í skjálftanum og önnur miðaldra kona er hún varð undir svölum sem hrundu utan af húsi. Óljóst var hve margir hefðu slasazt. Flestar byggingar virtust þó hafa staðið skjálftann af sér óskemmdar að mestu og íbú- arnir virtust upp til hópa taka hamförunum með ró. Upptök skjálftans voru á um 60 km dýpi undir Hiroshima-flóa. Harður jarðskjálfti í V-Japan Tókýó. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.