Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Csc Westie kemur og fer í dag. Lagarfoss kemur í dag og fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 12.30 baðþjónusta. Árskógar 4.Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun: Púttæfingar í Bæjarútgerðinni kl. 10– 11.30. Tréútskurður í Flensborg kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag bridge og saumur kl. 13.30. Kvöld- vaka í boði Lionsklúbbs Hafnarfjarðar verður fimmtud. 29. mars kl. 20. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Vorfagn- aður í Kirkjuhvoli í boði Oddfellow 29. mars kl. 19.30. Fótaaðgerðir mánudaga og fimmtu- daga. Ath. nýtt síma- númer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Félagsvist verður spiluð í dag kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí Tríó spilar fyrir dansi. Mánudagur: Brids spilað kl. 13. Leið- beining í gömlu döns- unum kl. 19–21. Þriðju- dagur: Skák kl. 13.30. Alkort spilað kl. 13.30. Dagsferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið- Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði í Glæsibæ. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB 27.–29. apríl, þriggja daga ferð á Snæfellsnes. Gisti- staður: Snjófell á Arn- arstapa. Hringferð um Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hellissandi og Djúpalónssandi. Brott- för frá Ásgarði í Glæsibæ 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kemur Hrafn- istukórinn í heimsókn, og flytur söngdagskrá ásamt Gerðubergs- kórnum. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað frá kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska, kl. 17 myndlist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 13 hárgreiðsla, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing. Fimmtudaginn 29. mars verður heimsókn í Lista- safn Íslands á sýninguna Náttúrusýnir. Upplýs- ingar og skráning í af- greiðslu í síma 562-7077. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu í Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Aðalfundur Bridsdeildar FEBK í Gullsmára verður hald- inn við upphaf spila- fundar mánudaginn 2. apríl nk. Venjuleg aðal- fundarstörf. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ í Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. ITC deildin Harpa held- ur fund þriðjudaginn 27. mars, kl.20 í Borgartúni 22, þriðju hæð. Fund- urinn er öllum opinn. Upplýsingar gefur Guð- rún í síma 553-9004. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð á sunnudögum kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Annar dagur í þriggja daga para- keppni. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Kvenfélag Hreyfils. Fundur verður þriðju- daginn 27. mars kl. 20. Snyrtifræðingur kemur í heimsókn. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópaovgi. Helgarferð um Snæfellsnes 26. til 27. maí, hressingardvöl á Laugarvatni 10. til 15. júní og ferð til Prag 5. til 11. ágúst. Allar konur sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu án launa eiga rétt á orlofi. Þær konur sem ekki hafa áð- ur farið í orlof ganga fyrir með rými. Uppl. og innritun hjá Ólöfu, s. 554-0388, og Birnu, s. 554-2199. Ath. Innritun lýkur 30. apríl. Sjálfsbjörg á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. Hana-nú Kópavogi. Spjallkvöld verður í Gjá- bakka 26. mars kl. 20– 21.30. Gestir kvöldsins: Kristín Jónsdóttir, end- urmenntunarstjóri Há- skóla Íslands, og Sigrún Björnsdóttir verk- efnastjóri. Þær munu segja frá hvað stendur til boða í Háskóla Ís- lands. Allir velkomnir. Vikuleg spjallstund á lesstofu bókasafnsins kl. 14 fellur niður þennan mánudag. Í dag er sunnudagur 25. mars, 84. dagur ársins 2001. Boðunar- dagur Maríu, Maríumessa á föstu. Orð dagsins: En snúið yður nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini. (Jóel 2, 12.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG spyr: Er það ekki stærsta prósentan af sjáv- arafurðum, sem gerir okk- ur kleift að reka þetta þjóð- félag? Það hefur mér skilist á öllum fréttum. Alltaf er talað um sjávarafurðir þeg- ar talað er um innkomu þessa lands. Hvað ætlið þið lengi að troða á þeim, sem afla verðmæta fyrir okkur? Já, meira að segja fyrrver- andi sjómenn, sem telja sig núna kónga, troða á þeim sem vinna fyrir þá af dugn- aði og fórnfýsi. Burtu frá konu og börnum og öllu því sem í landi er. Fjölskyldu- lífið er okkur mikils virði. Að vera í faðmi fjölskyld- unnar og njóta samveru- stunda með fjölskyldu þeg- ar dagsverki er lokið. Þar er unaður hvers og eins sem fjölskyldu vill eiga, að kyssa börnin að kvöldi, tala um skólagöngu og deila með þeim vandamálum þeirra. Svona mætti lengi telja. Nei, þeir eru úti í ball- arhafi að afla tekna fyrir þjóðarbúið. Á meðan við hin lifum í öryggi berjast þeir við Ægi, sem stundum er ljúfur og fagur, en alloftast úfinn og illilegur og manar sjómenn í stríð við sig. Hvers eiga þeir að gjalda? Væri ekki lágmark að þeir fengju ráðherralaun eða jafnvel meira? Því hvaða laun myndu stjórnmála- menn hafa ef ekki væri einn einasti maður, sem ekki fengist til að fara út á sjó? Ég sá mynd í Morgun- blaðinu, þar sem bátur var á kafi, ekkert nema stýris- húsið stóð upp úr. Það fékk mig til þess að taka penna í hönd. Því þessi mynd er bara lítið brot af því, sem er raunveruleikinn. Ráðamenn, því segi ég: Gerið vel við sjómennina okkar ef þið viljið að á Ís- landi sé velmegun. Þ.G. Öskudagsfrí í skólum Á ÖSKUDAGINN sl. var frétt um það í Morgun- blaðinu að „allir krakkar á höfuðborgarsvæðinu fengju frí á öskudaginn“. En svo var ekki. Í Garðabæ var venjulegur skóladagur í Garðaskóla, en í Flata- og Hofsstaðaskóla voru tveir tímar venjulegir, en það sem eftir var dagsins var gert eitthvað skemmtilegt, t.d. var haldið öskudags- ball. En í Garðaskóla var allur dagurinn venjulegur. Svo þegar krakkarnir úr þessum skólum ætluðu að fara að sníkja sælgæti var það nánast allt búið, því að í öðrum skólum var gefið frí og þeir krakkar búnir með allt sælgætið. Okkur finnst að þessu ætti að breyta. Veit fullorðið fólk ekki að þetta er einn af uppáhalds- dögum barnanna? Þetta finnst okkur að yfirvöld og bæjarstjórn ættu að íhuga vel. Og munum: þegar við vorum ung vildum við líka fá að skemmta okkur. Hugsum líka um börnin. Mæður. Borðum íslenskt Í FRÉTTUM RÚV laugar- dagskvöldið 10. mars s.l. var sagt frá því að fólk keypti frekar útlenda jóg- úrt en íslenska og að hags- munaaðilum væri ekki um það gefið. Ég er þeim hjartanlega sammála. Ég hef smakkað þessa erlendu jógúrt og hún er ekki eins góð og sú íslenska. Hún er með eitt- hvert aukabragð og er hálf- súr. Það eru engar upplýs- ingar um innihaldsefni á dósinni, en þær þurfa að vera samkvæmt Hollustu- vernd ríkisins, að ég held. Að öðru leyti finnst mér að Íslendingar ættu að borða íslenskan mat og íslenskar mjólkurafurðir á tímum gin- og klaufaveiki og kúa- riðu. Við erum ekki örugg nema með okkar eigin kýr og þar af leiðandi íslenskar mjólkurafurðir. Sigríður Einarsdóttir. Þakklæti frá móður KARÍTAS Erlingsdóttir hafði samband við Velvak- anda og langaði að koma á framfæri þökkum til mannsins, sem hjálpaði syni hennar í nauð. Það var þriðjudaginn 13. mars s.l. að sonur hennar fékk floga- kast og datt niður. Maður nokkur hringdi á sjúkrabíl fyrir hann og vildi hún senda honum sínar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Hún er skrýtin, þessi íslenska þjóð ÞAÐ er skrýtið með okkar íslensku þjóð, að því meira sem við útskrifum af há- skóla- og tæknimenntuðu fólki, þeim mun verri verð- ur efnahagur íslensku þjóð- arinnar. Guðmundur. Tapað/fundið Tommy Hilfiger- anorakkur tapaðist DÖKKBLÁR Tommy Hilfiger-anorakkur tapað- ist fyrir um það bil mánuði. Upplýsingar í síma 561- 2795. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sjómennirnir okkar Víkverji skrifar... STJÓRNMÁL taka iðulega á sigýmsar sérkennilegar myndir og stjórnmálamenn eiga það til að verða býsna óvinsælir. Einn þeirra sem þannig háttar til um nú er John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sem kom einmitt við sögu í skemmti- legri grein um áströlsk stjórnmál hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag. Kunningi Víkverja tjáði honum að fyrir síðustu jól hefði á stöku stað verið til sölu klósettpappír með and- litsmynd af forsætisráðherranum og setningunni: Þurrkið af honum bros- ið! (Wipe the smile off his face!) x x x VINUR Víkverja er nýlega kom-inn heim frá Kanaríeyjum, þar sem hann undi hag sínum vel í nokkrar vikur. En honum fannst ein- kennilegt hve algengt var að fólk tæki með sér íslenskan mat yfir haf- ið, og fullyrti raunar að nýverið hefði flugvél með íslenska ferðalanga á leið til Kanaríeyja þurft að millilenda á leiðinni til að taka eldsneyti, vegna þess hve farangur var mikill – sér- staklega maturinn! Þetta hafði hann eftir starfsfólki í fluggeiranum. Víkverji hefur þá reynslu að spænskur matur sé sérlega góður, ekki síst hinn frábæri fiskur sem þar er að finna. Bæði fiskur sem Spán- verjar veiða sjálfir og saltfiskurinn sem þeir kaupa frá Íslandi; hann kunna þeir svo sannarlega að mat- búa. En Íslendingar eru greinilega vanafastir, vilja sinn gamla, góða mat og engar refjar! x x x VÍKVERJI er afskaplega hrifinnaf spænsku knattspyrnunni. Minnst hefur verið á þetta áður, en óhjákvæmilegt er að nefna það nú og hvetja um leið forráðamenn sjón- varpsstöðvarinnar Sýnar til að bjóða upp á fleiri leiki frá Spáni en hingað til. Spænsk félagslið bjóða líklega upp á skemmtilegustu knattspyrn- una í Evrópu um þessar mundir og árangurinn er að sama skapi sérlega góður. Staðreyndirnar tala sínu máli: Fjögur spænsk lið voru í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða, þrjú í 8-liða úrslitum Meistaradeild- arinnar og tvö þeirra léku einmitt til úrslita í fyrra á þeim vettvangi. x x x BIRGIR Ás Guðmundsson hjáHeyrnar- og talmeinastöð Ís- lands vill leiðrétta rangfærslur Vík- verja frá 11. mars þar sem fram kom að 670 manns biðu eftir heyrnar- tækjum hérlendis. Skv. upplýsingum hans eru nú 1200 á biðlista eftir heyrnartækjum en 670 bíða hins vegar eftir heyrnarmælingu. Víkverji hafði upplýsingarnar frá umræðum á Alþingi, en er auðvitað ljúft að koma leiðréttingunni á fram- færi – þó svo ekki sé hægt að nýju upplýsingarnar séu glæsilegri en það sem haldið er fram í þinginu. Enda var á Birgi að heyra að hann væri ekki hress með hve litlu fé fyr- irtækið hefði úr að spila og hve starfsfólk væri fátt. Birgir Ás segir jafnframt að lang- ur biðlisti sé hjá stöðinni og fólk, sem vísað sé til þeirra núna, komist ekki að í mælingu fyrr en í júlí. Eins vildi hann mótmæla því sem fram kom í Víkverja að fólki væri vísað frá með viðgerð á tækjum sem keypt væru erlendis. Sagði hann það einungis vera þegar viðgerðarmennirnir þekktu ekki tækin og ættu enga varahluti í þá, en allir fengju þjón- ustu svo framarlega sem varahlutir væru til. Þetta er vonandi satt, en samræm- ist reyndar ekki því sem kunningi Víkverja hefur sjálfur reynslu af. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skjögra, 4 drukkið, 7 uppskrift, 8 tala illa um, 9 greinir, 11 fór á fæti, 13 kvenmannsnafn, 14 baun- ir, 15 far, 17 storms, 20 óhljóð, 22 matreiðslu- manns, 23 grefur, 24 deila, 25 sætta sig við. LÓÐRÉTT: 1 ekki hefðbundið mál, 2 áburðarmylsna, 3 sigaði, 4 snjór, 5 fólk, 6 bik, 10 hagnýtir sér, 12 ílát, 13 bókstafur, 15 poka, 16 fárviðri, 18 heiðursmerk- ið, 19 röð af lögum, 20 fífls, 21 málmur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 klófestir, 8 tjóns, 9 iðjan, 10 sút, 11 losti, 13 urrar, 15 skalf, 18 sakna, 21 urt, 22 móðan, 23 rjóli, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 ljóns, 3 fossi, 4 sultu, 5 iljar, 6 stól, 7 knár, 12 tál, 14 róa, 15 sæma, 16 auðna, 17 fundu, 18 strit, 19 klóks, 20 alin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.