Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 25 T VEIR nýlegir dómar Hæstaréttar Íslands sýna að ríkisvaldið má ekki hnýsast í einkamál- efni manna án þess að hafa til þess ríka ástæðu. Fyrri dómurinn var í máli Harðar Einarssonar gegn tollstjóranum í Reykjavík (kveðinn upp 15. mars 2001) þar sem tollstjóranum var talið óheimilt að stunda reglubundna skoðun og opnun bókasendinga jafn- vel þótt það væri einungis í því skyni að auðvelda álagningu virðisauka- skatts. Síðari dómurinn var í máli sýslumannsins í Hafnarfirði gegn Tali hf. (kveðinn upp 16. mars 2001) þar sem hafnað var kröfu sýslu- manns um upplýsingar um öll símtöl sem fóru um tilteknar endurvarps- stöðvar á tilteknu tímabili. Taldi sýslumaður sig geta haft not af þess- um upplýsingum til að rannsaka inn- brot í flutningagám við Hafnarfjarð- arhöfn. Báðir eru þessir dómar með þeim athyglisverðari sem kveðnir hafa verið upp í vetur og varpa ljósi á þær kröfur sem gerðar eru til stjórnvalda þegar friðhelgi einkalífs borgaranna og vernd persónuupplýsinga er í húfi. Ákvæði stjórnarskrár Í báðum málum er í aðalhlutverki 71. grein stjórnarskrárinnar um frið- helgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu: „1. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. 2. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri laga- heimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtöl- um og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns … Friðhelgi einkalífs og bréfa- og fjarskiptaleynd eru meðal mikilvæg- ustu grundvallarréttinda borgar- anna. Það gildir hins vegar um þau eins og flest önnur réttindi að rík- isvaldinu er heimilt að skerða þau að vissu marki. Þannig má skerða ferða- frelsi manns sem hefur brotið refsi- lög, eignarrétt manna vegna inn- heimtu skatta o.s.frv. Til þess að skilja þessa tvo dóma er vert að hafa í huga að samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttinda- sáttmála Evrópu verður skerðing grundvallarréttinda almennt talað að uppfylla nokkur skilyrði til þess að teljast heimil. Í fyrsta lagi verður skerðingin að byggjast á lögum, í öðru lagi verður hún að þjóna til- teknu lögmætu markmiði og í þriðja lagi verður að gæta meðalhófs og jafnræðis við skerðinguna. Í þessum málum lék enginn vafi á því að um lögmæt markmið var að ræða en önnur skilyrði komu hins vegar sér- staklega til skoðunar. Hugtakið friðhelgi einkalífs? Fyrsta úrlausnarefnið fyrir dóm- stóla var í raun að meta hvort 71. gr. stjórnarskrárinnar ætti yfirleitt við. Meðal þess sem ótvírætt fellur undir friðhelgi einkalífs er efni sendibréfa og símtala. Þarna reyndi hins vegar á hversu langt megi teygja slíka vernd. Það var ekki sjálfgefið að upplýsing- ar um hvaða bækur menn keyptu teldust falla undir verndarvæng stjórnarskrárákvæðisins. Þannig sagði héraðsdómari í bókasendinga- málinu að í „slíkri opnun póstsend- inga sem að framan hefur verið lýst, sem framkvæmd er af tollstarfs- mönnum, sem bundnir eru þagnar- skyldu, þykir felast svo léttvægt inn- grip í einkalíf móttakenda bóka- sendinga samanborið við þá hags- muni sem ríkisvaldið hefur af tolleftirliti og traustri og skilvirkri innheimtu virðisaukaskatts að ekki þykir koma til greina að um brot gegn friðhelgi einkalífs teljist að ræða.“ Hæstiréttur er á öðru máli: „Póstsendingar til manna hér á landi frá öðrum löndum falla undir ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar um frið- helgi einkalífs og eiga viðtakendur þeirra að öðru jöfnu rétt á því, að aðr- ir menn fái ekki án þeirra samþykkis vitneskju um innihaldið.“ Hæstiréttur leggur semsagt ekk- ert sérstaklega upp úr því að um bækur var að ræða sem auðvitað bera frekar vitni um áhugamál manna og jafnvel lífsskoðanir heldur en annar varningur. Hvers kyns póstsendingar, bögglar jafnt sem bréf, njóta verndar stjórnarskrár- ákvæðisins. Viðhorfið er, að það eitt að rjúfa umbúðirnar án vitneskju við- takanda sé íhlutun í friðhelgi einka- lífs hans sem þarfnist réttlætingar. Þótt ekki sé það tekið fram skiptir væntanlega máli hvort viðtakandi er einstaklingur eða fyrirtæki og hvort innflutningur er til einkanota eða í atvinnuskyni. Fyrirtæki sem flytur inn vörur í atvinnuskyni getur vart fett fingur út í það á grundvelli 71. gr. stjórnarskrárinnar hvernig tollskoð- un fer fram. Að sama skapi er ekki einungis innihald símtala sem nýtur verndar heldur einnig upplýsingar um hvaða símanúmer hafi tengst á tilteknum tíma og hverjir hafi verið á ferli á til- teknu svæði. Þessar upplýsingar eru vissulega ekki jafnviðkvæmar og upplýsingar um efni einkasímtala en gefa samt vísbendingu um kunn- ingjahóp viðkomandi. Það ber því að fagna þessari túlkun Hæstaréttar. Lagaheimild Í farsímamálinu stóð málið og féll með því hvort nægileg lagaheimild væri fyrir hendi eða ekki. Ákvæðin sem hér reyndi á eru í 86. og 87. grein laga númer 19/1991 um meðferð op- inberra mála. Þar segir efnislega að fá megi upplýsingar hjá yfirvöldum (eða einkafyrirtækjum eftir að rík- iseinokun fjarskipta var aflétt) um símtöl við tiltekinn síma eða fjar- skipti við tiltekið fjarskiptatæki án vitneskju eigenda þess samkvæmt dómsúrskurði enda megi ætla að þannig fáist upplýsingar sem miklu máli skipta um rannsókn máls. Hæstiréttur skýrir þetta ákvæði þrengjandi og segir: „Skilyrði þess að greindum lagaákvæðum verði beitt er að rökstuddur grunur sé fyr- ir hendi um að tiltekinn sími eða fjar- skiptatæki hafi verið notað í tengslum við refsivert brot. Sú að- staða er hér ekki fyrir hendi og ekki er borið við að sérstakt tilefni sé til að ætla að notendur tiltekinna símtækja hjá varnaraðila tengist áðurnefndum þjófnaði. Beinist krafa sóknaraðila þvert á móti að því að veittar verði upplýsingar um notkun ótiltekinna símtækja, sem ekkert liggur heldur fyrir um hversu mörg séu.“ Það reyndist því ekki vera nægileg lagaheimild fyrir hendi til að fallast mætti á beiðni sýslumanns. Í bókasendingamálinu var laga- heimildin hins vegar ótvírætt fyrir hendi. 1. málsgrein 45. gr. tollalaga númer 55/1987 hljóðar svo: „Toll- gæslumönnum er heimilt að skoða og rannsaka allar vörur er flytjast til landsins, hvort sem um er að ræða vörur á farmskrá, póstflutning, far- þegaflutning eða annað. Heimilt er að krefjast þess að vörurnar séu fluttar í húsakynni tollgæslunnar eða á annan tiltekinn stað þar sem tolleft- irlit er framkvæmt og þeim framvís- að þar til skoðunar.“ Einnig studdist framkvæmd toll- stjóra við reglugerð um tollmeðferð póstsendinga. Spurningin var hins vegar hvort þrátt fyrir þetta skýra ákvæði væri of langt gengið að opna reglulega all- ar bókasendingar til landsins að við- takanda forspurðum. Með öðrum orðum, hvort svokölluð meðalhófs- regla væri virt. Meðalhófsreglan Sú meginregla að stjórnvöld eigi að fara hóflega með vald sitt og velja ætíð þær leiðir að settu marki sem eru minnst íþyngjandi fyrir borgar- ana er heitt helsta aðalsmerki nútíma réttarríkja. Hún gegnir vaxandi hlut- verki í íslenskum rétti og er lögfest í stjórnsýslulögum en hefur í raun mun víðari skírskotun. Þannig má halda því fram að hafa verði hana að leiðarljósi við túlkun allra helstu mannréttindaákvæða stjórnarskrár- innar. Í bókasendingamálinu minnti toll- stjóri á að bókasendingar frá útlönd- um hefðu færst í vöxt með tilkomu veraldarvefsins og bæru þær með sér að í þeim væri gjaldskyldur varn- ingur. Bókasendingar væru ekki opnaðar til að framkvæma skoðun á innihaldinu heldur ganga úr skugga um að gjaldskyld vara væri í send- ingunni og hvort vörureikningur væri til staðar. Tollmeðferð allra póstsendinga frá útlöndum færi fram á Póstmiðstöðinni í Reykjavík. Ekki væri talið hagkvæmt að kalla fleiri þúsund manns sem fá gjaldskyldar sendingar á ári hverju í póstmiðstöð til að framvísa vörureikningum eða til að opna sendingar. Aðflutnings- gjöld, í þessu tilviki virðisaukaskatt- ur, væru reiknuð af kaupverði bók- arinnar og flutningskostnaði en upplýsingar um slíkt kæmu að jafn- aði fram á vörureikningi. Engin önn- ur ástæða hefði legið að baki opnunar bókasendinganna en að nálgast slík- an vörureikning. Þessi meðferð væri í fullu samræmi við meðalhófsreglu og reyndar mjög í anda hennar. Héraðsdómari féllst í megindrátt- um á þessi sjónarmið. Hæstiréttur var á öðru máli: „Aðferðin sem slík er til þess fallin að þrengja að friðhelgi einkalífs og nægir það ekki eitt út af fyrir sig, að starfsmenn við tollgæslu séu bundnir þagnarskyldu. Þótt (toll- stjóri) hafi rúmar heimildir í lögum til skoðunar á innfluttum varningi hefur hann ekki sýnt fram á það við þessar aðstæður, að nauðsynlegt hafi verið að opna reglubundið og fyrir- varalaust póstsendingar að utan að viðtakendum forspurðum til að ná því lögmæta markmiði að innheimta aðflutningsgjöld og ekki hafi verið kostur á öðrum aðferðum í því skyni.“ Ólíkt héraðsdómaranum telur Hæstiréttur semsagt að það hvíli á ríkinu að sanna að aðrar vægari leiðir hafi ekki verið færar og þar sem sú sönnun tókst ekki var dæmt máls- höfðanda í vil. Jafnræðissjónarmið skiptu einnig máli því fram kom að blöð og tímarit sættu ekki skoðun af þessu tagi. Til umhugsunar Bókakaupamálið leiðir til þess að menn verða að leggja höfuðið í bleyti til að finna nýtt fyrirkomulag á inn- flutningi smávöru til einstaklinga þannig að ekki sé gengið á það sem Hæstiréttur segir vera stjórnar- skrárvarinn rétt þeirra. Maður spyr sig til dæmis hvers vegna sé ekki ein- faldlega skráð á umbúðirnar hvað varan kosti eins og amazon.com til- kynnir til dæmis á heimasíðu sinni að gert sé og tiltekur geisladiska og bækur í því sambandi. Lausn í þessa átt er þó auðvitað ekki á valdi ís- lenskra yfirvalda. Einnig mætti hugsa sér að leggja virðisaukaskatt á bækur eftir einhverjum meðaltals- mælikvarða (vigt til dæmis) og fólk gæti þá framvísað vörureikningum ef það yndi ekki álagningunni. Svo má auðvitað hverfa aftur í tímann og láta hvern og einn vitja sendingar á póst- húsi og gera þar upp virðisaukaskatt áður en vara er afhent, með eða án skoðunar. Farsímamálið vekur spurningar um það hversu algengt það sé orðið að lögregla fái upplýsingar um far- símanotkun. Málavextir benda til þess að lögreglan hafi ætlað sér að fara yfir kennitölulista með öllum farsímasamtölum sem fram fóru um tilteknar endurvarpsstöðvar í hálfan sólarhring til þess að reyna að upp- lýsa innbrot. Enginn tiltekinn ein- staklingur lá undir grun. Fram kem- ur að á þessum tíma og um þessa stóð fóru rúmlega 22 þúsund símtöl af hálfu áskrifenda hjá Tali hf. Ekki kemur fram í málinu hvort upplýs- inga var aflað hjá öðrum farsímafyr- irtækjum undir sömu formerkjum en í raun hlýtur það að hafa verið gert. Í öllu falli spyr maður sig hvernig list- inn átti að koma að notum? Er lög- reglan með kennitölulista yfir þá sem eru líklegir til að fremja innbrot sem keyra má saman við farsímanotkun- arlista af þessu tagi? Það var ekki við öðru að búast en að Hæstiréttur tæki þarna í taum- ana. Annars væri jafngott að lögregl- an fengi beinlínutengingu við far- símafyrirtækin því auðvitað eru framin innbrot einhvers staðar á landinu á hverjum sólarhring svo að segja og því ekkert sérstakt tilefni í þessu tilfelli. En þá spyr maður sig hvort margir úrskurðir hafi verið felldir að undanförnu um upplýsinga- gjöf af ýmsu tagi sem símafyrirtækin hafa ekki hirt um að skjóta til Hæsta- réttar? Einnig væri fróðlegt að vita hvernig staðið er að því að senda far- símaeigendum, sem í hlut eiga og skipta væntanlega þúsundum, til- kynningu um að símtöl þeirra hafi sætt rannsókn eins og 2. mgr. 88. greinar laga um meðferð opinberra mála mælir fyrir um, sbr. einnig ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Skorður við kerfisbundinni hnýsni í einkalíf manna Morgunblaðið/Þorkell Unnið við flokkun pósts á póst- flokkunarstöð Íslandspósts á Stórhöfða. Höfundur er lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem kunna að koma fram í þessari grein eru al- farið á ábyrgð höfundar. Vinsam- legast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.