Morgunblaðið - 25.03.2001, Side 2
dómi og Seðlabankinn hefði lýst því
yfir í nýjasta hefti Peningamála
vegna tillögu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins í þessum efnum að þetta
krefðist skoðunar og myndi hafa að-
draganda, auk þess sem þetta yrði
ekki gert nema í samráði við stjórn-
völd.
„Okkur þykir þetta áhugavert. Við
vitum sem er að gengisstefna getur
átt rétt á sér en er ekki eina leiðin
sem kemur til greina. Þetta er ein
þeirra og virðist vera mjög áhuga-
verð einmitt vegna þess hvað hún
virðist hafa gengið vel hjá þeim sem
hafa reynt,“ sagði Eiríkur.
Fjallað er um þetta efni í nýju riti
Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbú-
skapinn og bent á veikleika gengis-
stefnu vegna vaxtamunar og er-
lendrar lántöku bankakerfisins.
Eiríkur sagði aðspurður að ekki væri
við því að búast að allt breyttist þótt
tekin yrði upp ný stefna í þessum
efnum. Sumt af því sem við hefðum
búið við og teldum vera neikvætt í
tengslum við efnahagsþróunina gæt-
um við búið við áfram þótt stefnunni
yrði breytt. Í því sambandi mætti
benda á að í upphafi þessarar geng-
isstefnu hefðu vikmörk gengisins
verið til þess að gera þröng, en þau
hefðu verið víkkuð árið 1995 og síðan
aftur á síðasta ári.
Höfum alls ekki verið
með fastgengisstefnu
„Það má segja sem svo að það að
víkka vikmörkin sé skref í þá átt að
færast frekar að verðbólgumarkmiði
en fastgengisstefnu. Við höfum alls
ekki verið með fastgengisstefnu. Við
leyfum genginu að hreyfast innan
þessara vikmarka og þegar Þjóð-
hagsstofnun bendir á að vegna
vaxtamunar og vegna þess að aðilar
trúa því að gengið sé fast sækist þeir
eftir erlendum lánum þá var það að
EIRÍKUR Guðnason seðlabanka-
stjóri segir að raungengið nú sé svip-
að því sem hafi verið að meðaltali síð-
astliðin 20 ár og það sé ekki nokkur
leið að halda því fram að það sé of
hátt skráð nú. Hann segir að verð-
bólgumarkmið í stað gengismark-
miðs seðlabanka sé mjög áhugaverð-
ur kostur í ljósi þess að það hafi
gefist mjög vel annars staðar og
komi sannarlega til greina hér á
landi, að mati Seðlabankans.
Eiríkur sagði að talsvert hefði ver-
ið fjallað um þetta innan Seðlabank-
ans og í útgefnu efni á vegum hans,
en síðasta áratuginn eða svo hefðu
seðlabankar víða um heim tekið upp
verðbólgumarkmið í stað gengis-
markmiðs og yfirleitt með góðum ár-
angri. Þetta væri sannarlega eitt-
hvað sem kæmi til greina að þeirra
vissu leyti rétt. Þetta hafði sín áhrif
hér á árunum 1998 og 1999 sérstak-
lega. Það var mikið sótt í erlend lán,
en gengið var ekki fast og menn
reyndu það alveg sérstaklega núna á
síðasta ári þegar gengið fór að lækka
að erlendu lánin voru ekki alls kostar
svo góð sem menn höfðu búist við.
Auðvitað urðu menn þá fyrir áfalli
þegar gengi krónunnar lækkaði og
þessar erlendu skuldir jukust,“ sagði
Eiríkur.
Hann sagði aðspurður um hugs-
anlegar vaxtabreytingar, sem nokk-
uð hafa verið í umræðunni, að Seðla-
bankinn fylgdist mjög grannt með
þróuninni. Eðlilegt væri að spurt
væri hvort efni væri til lækkunar
vaxta vegna vaxtaþróunar erlendis.
Vaxtamunurinn væri býsna mikill og
Seðlabankinn hefði enga sérstaka
löngun til að hafa hann óþarflega
mikinn. „Við viljum hafa vexti eins
lága og mögulegt er, en eins háa og
nauðsynlegt er og við teljum þetta
vera nauðsynlegt einmitt vegna
gengisins núna,“ sagði Eiríkur enn-
fremur.
Hann sagði aðspurður um inngrip
Seðlabankans á föstudag að bankinn
hefði talið rétt vegna óróa á mark-
aðnum að undirstrika yfirlýst mark-
mið sín í þessum efnum. Bankinn
teldi ekki ástæðu til þess að gengið
lækkaði frekar, þótt alltaf gæti verið
einhver dagamunur í þeim efnum.
Þróunin ætti ekki að vera í þá átt.
Fyrir því væru ekki efnahagsfor-
sendur. Gengið væri búið að lækka
talsvert og þegar raungengið væri
mælt, sem fæli í sér samanburð á
gengi og verðlagi hér og annars stað-
ar, væri raungengið nú álíka og það
hefði verið að meðaltali síðastliðin 20
ár. Það væri því ekki nokkur leið að
halda því fram að gengi krónunnar
væri of hátt eins og stundum væri
sagt.
Raungengið nú svip-
að og síðustu 20 ár
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og heitkona hans, Dorrit
Moussaieff, komu í gærmorgun til
Ísafjarðar í tilefni af Þjóðahátíð
Vestfirðinga sem staðið hefur yfir
undanfarna daga. Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður tók á móti
forsetanum við komuna og tvö vest-
firsk ungmenni, þau Míó og Ísa-
bella, færðu gestunum blómvendi.
Þetta er fjórða Þjóðahátíð Vestfirð-
inga í röðinni, en hátíðin fer fram í
mörgum byggðarlögum og bland-
ast saman íslensk menning og hætt-
ir þeirra þjóða sem eiga fulltrúa
sína á Vestfjörðum.
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
Forsetinn sækir
Þjóðahátíð
Komnir með heim-
ildir til Afríkuflugs
hefðu hlotið ágætan meðbyr yfir
hafið en flugið til Færeyja tók
rúmlega tvær klukkustundir og
annað eins til Skotlands. Veðrið á
Bretlandseyjum var ekki eins hag-
stætt til flugs. Þeir félagarnir biðu
því af sér veðrið og lentu í Lúx-
emborg á mánudaginn sem fyrr
gat.
Þeir Sigurður og Hergill hafa
fengið vinnu hjá flugfélagi í Kenýa
en vélin sem þeir fljúga verður
notuð til hjálparstarfs í Eþíópíu.
FLUGMENNIRNIR Sigurður
Runólfsson og Hergill Sigurðsson,
sem eru á leið til Eþíópíu í eins
hreyfils flugvél, héldu áfram för
sinni er þeir flugu frá Lúxemborg
í gærmorgun til Júgóslavíu. Þeir
komu til Lúxemborgar á mánudag
og biðu þar eftir yfirflugsheimild-
um yfir Afríku og hagstæðu veðri.
Þeir lögðu af stað frá Íslandi
miðvikudaginn 14. mars áleiðis til
Skotlands. Í samtali við Morgun-
blaðið sagði Sigurður að þeir
Matsskýrsl-
an fyrir
páska
VERKEFNISSTJÓRN mats á um-
hverfisáhrifum gerir ráð fyrir að af-
henda matsskýrslu um Kárahnjúka-
virkjun í páskaviku eftir því sem fram
kemur á vef Kárahnjúkavirkjunar.
Skýrslan verður birt almenningi hálf-
um mánuði síðar.
Útlit er fyrir að skýrslan verði allt
að 200 blaðsíður að lengd með tugum
skýringateikninga, ljósmynda og
korta. Á þriðja tug stofnana og fyr-
irtækja hérlendis og erlendis kemur
að umhverfismatinu á einn eða annan
hátt. Kostnaður Landsvirkjunar við
matið er áætlaður 250 milljónir króna.
Kárahnjúkavirkjun
HÖRÐ gagnrýni kom fram á
Byggðastofnun í máli Þorsteins
Vilhelmssonar, stjórnarformanns
Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., á
aðalfundi félagsins í gær. Segir
hann stofnunina skekkja samkeppn-
isumhverfi fyrirtækja í landinu.
Þorsteinn sagði að HG hefði orðið
til við sameiningu margra fyrir-
tækja og þessar sameiningar hefðu
aldrei orðið að veruleika nema
vegna þess að eigendur félaganna
hefðu trúað að núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi héldist. „Þeir sem
fóru í upphafi að vinna með kvóta-
kerfinu og sniðu sinn rekstur að því
og þeim möguleikum sem kerfið
bauð upp á eru þau fyrirtæki sem
standa best að vígi,“ sagði hann.
„Hin fyrirtækin sem aðlöguðu sig
ekki kerfinu eru flest fyrirtæki sem
urðu undir í samkeppninni. Enda-
lausar lánveitingar, styrkir, gjafir,
töpuð útlán í hundruðum milljóna
eða milljörðum frá ríkinu, þá fyrst
og fremst frá Byggðastofnun, til
þeirra sem standa sig ekki eru óþol-
andi og skekkja samkeppnisstöðu
annarra.“
Þorsteinn sagði að nýjasta og
nærtækasta dæmið væri af rækju-
verksmiðju Nasco í Bolungarvík en
hún væri nú að fá fjármagn frá
Byggðastofnun og það ekki í fyrsta
skipti. „Það er erfitt fyrir fyrirtæki
hér á svæðinu að keppa á jafnrétt-
isgrundvelli við fyrirtæki sem eru á
spena hjá Byggðastofnun. En
hverjir ráða ríkjum hjá Byggða-
stofnun? Tveir þingmenn Vestfjarða
eru í stjórn Byggðastofnunar en
þeir eru báðir úr sama byggðarlag-
inu. Væri kannski réttara að kalla
þá þingmenn Bolungarvíkur? Skatt-
borgarar þessa lands eiga rétt á að
vita hvernig vinnubrögð Byggða-
stofnunar eru. Fyrir utan þann fjár-
austur sem nefndur hefur verið er
rétt að nefna eitt dæmi. Byggða-
stofnun lánaði háa fjárhæð til þess
að kaupa og reka skip frá Rússlandi
með rússnesrki áhöfn. Það skip
liggur nú í reiðileysi í Reykjavík-
urhöfn með ónýta vél.“
Hagnaður í fyrra 23 millj. kr.
Á aðalfundinum kom fram að
hagnaður Hraðfrystihússins-Gunn-
varar nam 23 milljónum kr. á síð-
asta ári, fjármunamyndun frá
rekstri var alls 527 milljónir. Gat
Þorsteinn þess að þetta væri hæsta
hlutfall veltufjár frá rekstri hjá
þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem
birt hafa afkomu sína. Bókfært
gengistap nam 229 milljónum og
viðbótarkostnaður vegna olíuverðs-
hækkana var 75 milljónir.
Byggðastofnun
sögð skekkja
samkeppni
Greint frá hagnaði á aðalfundi
Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf.
LAUN kvenna hafa hækkað umtals-
vert meira en laun karla á undan-
förnum árum samkvæmt mælingum
kjararannsóknarnefndar. Þessi þró-
un er stöðug þar sem laun kvenna
hafa hækkað meira á hverjum ein-
asta ársfjórðungi frá fjórða ársfjórð-
ungi 1997 að einum undanteknum. Á
þessum þremur árum, frá fjórða árs-
fjórðungi 1997 til jafnlengdar árið
2000, hafa laun kvenna hækkað um
3% meira en laun karla.
Samanburður á launum einstakra
starfsstétta í nýbirtri könnun kjara-
rannsóknarnefndar og þeirri sem
gerð var fyrir fjórða ársfjórðung
1999 leiðir í ljós að meðallaunamun-
ur hjá verkafólki hefur minnkað um
3% eða úr 15% árið 1999 í 12% nú.
Hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslu-
fólki hefur meðal launamunur einnig
minnkað um 3%, eða úr 56% í 53% og
hjá skrifstofufólki hefur munurinn
minnkað um 4% eða úr 20% í 16%.
Vakin er athygli á þessu á vef
Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að
mat á launamun kynjanna á grund-
velli meðallauna stórra hópa, eins og
hér er gert, sé mjög næmt fyrir vægi
þeirra starfa sem karlar sinna ann-
ars vegar og konur hins vegar. Auk-
ist vægi hærra launaðra starfa meðal
kvenna mælist það sem hækkun á
meðallaunum og minna launabil milli
kynja, jafnvel þótt öll laun séu
óbreytt.
Laun
kvenna
hækka
meira
en karla
HANN er svo sannarlega kafloðinn
persneski kötturinn gyllti hann
Valentínó sem kattadómarinn
Stephe Bruin frá Hollandi skoðar
hér gaumgæfilega á alþjóðlegri
sýningu Kynjakatta, Kattaræktar-
félags Íslands, sem stendur yfir um
helgina. Á sýningunni verða til
sýnis kettir af öllum þeim teg-
undum sem ræktaðar eru hér á
landi en auk þess verða gælu-
dýraverslanir og heildsölur með
kynningu á hvers kyns vörum fyrir
ferfætlingana. Sýningin fer fram í
Íslenska kvikmyndaverinu í Fossa-
leyni 19–21 í Grafarvogi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kafloðinn kynjaköttur