Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. LAUGARFERÐIR standa alltaf fyrir sínu hvort sem gengið er til laugar að vetri eða sumri. Bláa lónið í Svartsengi hefur lengi dregið að sér erlenda jafnt sem innlenda gesti sem leita sér hvíld- ar í heilsulauginni. Hvarvetna stíga síðan kröftugar gufurnar til himins, líkt og tröllslegir katlar væru settir á hlóðir. Líklega finnst mörgum tengsl lónsins við náttúruna veita því dulúðugan blæ sem veitir heilbrigt mótvægi við skipulagt tæknisamfélag nú- tímans. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Andstæður í Bláa lóninu AÐ undanförnu hafa farið fram við- ræður á milli eigenda Vátrygginga- félags Íslands hf., þ.e. svonefnds S-hóps og Landsbankans, sem hvor um sig á 50% í VÍS, um skráningu félagsins á Verðbréfaþingi Íslands og sölu ákveðins eignarhlutar á markaði. Enn hafa þessar viðræður ekki borið árangur, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Slíkar viðræður aðila hafa staðið með hléum, frá því að Landsbank- inn keypti 50% hlut í fyrirtækinu í ársbyrjun 1997, án þess að þær leiddu til niðurstöðu. Að því hafði verið stefnt að ná samkomulagi fyrir aðalfund VÍS sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag, hinn 29. marz, en síðastliðinn mánudag sigldu samningaviðræður í strand, að minnsta kosti um stundarsakir. Ágreiningur er um það milli eig- endanna með hvaða hætti skrá eigi félagið á Verðbréfaþingi Íslands. Þeir sem standa fyrir svonefndan S-hóp, þ.e. Olíufélagið hf, Samvinnu- tryggingar gt og Samvinnulífeyris- sjóðurinn vilja ekki setja nema 4% af 50% hlut sínum í VÍS á markað og fá þrjá af fimm stjórnarmönnum í sinn hlut, en Landsbankinn vill að S-hópurinn setji a.m.k. 8% á markað og er sjálfur reiðubúinn að selja tæp 13% af 50% eignarhlut sínum. Landsbankinn gerir kröfu um að bankinn fái tvo stjórnarmenn, S- hópurinn tvo og nýir eigendur einn. Í dag eru átta í stjórn VÍS, fjórir fulltrúar frá hvorum og telja fulltrú- ar beggja ákjósanlegt að fækka í stjórn, en ágreiningur er um skipt- inguna. Í hluthafasamkomulagi eigend- anna frá því í ársbyrjun 1997 er ákvæði um að aðilar séu samþykkir því að félagið verði skráð á markaði. Jafnframt er ákvæði um að aðilar skuli minnka sinn hlut til jafns. Engin tímamörk eru á hinn bóginn í þessu ákvæði og ekki er heldur get- ið um hversu mikinn hluta félagsins eigi að selja á markaði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur árangursleysi þess- ara viðræðna á milli eigendahóp- anna leitt til ákveðinna samstarfs- örðugleika. Þótt hlé hafi verið gert á viðræðum nú útiloka menn ekki að eigendur VÍS muni að lokum ná saman um skráningu og hve mikill hlutur verði seldur. Ágreiningur um skrán- ingu VÍS á markaði  Mikill/10–12 HÁSKÓLINN í Reykjavík er ekki að svo stöddu reiðubúinn að koma að rekstri Tækniskóla Íslands. Þetta kom fram á fundi forsvars- manna Háskólans í Reykjavík með Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra á föstudag. Björn sagði að á fundinum hefði komið fram að skólinn væri ekki að svo stöddu tilbúinn að koma að rekstri Tækniskólans þótt skólinn teldi verkefnið spennandi og mjög álitlegt. Skól- inn sé enn á mótunarstigi og þess vegna telji hann að ekki sé tíma- bært fyrir hann að taka að sér nýtt stórverkefni á borð við þetta rekstrarverkefni. Björn sagði að hins vegar hefði það líka komið fram á fundinum að sá aðili sem stæði að baki Háskól- ans í Reykjavík sýndi mikinn áhuga á að stofna til samstarfs við menntamálaráðuneytið vegna Tækniskóla Íslands og koma hugs- anlega að rekstri hans. Þetta væri ný hugmynd sem ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til, en hann hefði í framhaldinu haft samband við rektor Tækni- skólans og skýrt honum frá þess- ari niðurstöðu og þeir myndu ræða þetta nánar á næstu dögum. Háskólinn í Reykjavík Ekki tilbúinn að koma að rekstri Tækniskólans nú KVIKMYNDIN Kanadiana hefur verið frumsýnd í Winnipeg í Kanada en um er að ræða fyrstu leiknu myndina sem Jón Einarsson Gústafsson leikstýrir. Jón er jafnframt einn þriggja höfunda handrits og einn fjög- urra framleiðenda myndarinnar sem fékk meðal annars mjög góða dóma í útbreiddasta dag- blaði Manitoba-fylkis, Winnipeg Free Press. Áður hefur hann gert nokkr- ar heimildarmyndir og tónlist- armyndbönd auk þess sem hann hefur sett upp leiksýningar á Íslandi og í Kanada. The Watchmen, ein vinsæl- asta hljómsveit Kanada, á lag í myndinni auk þess sem for- sprakki hljómsveitarinnar er á meðal leikaranna en Jón gerði tónlistarmyndband fyrir hljóm- sveitina samhliða tökum. Bæði kvikmyndin og myndbandið hafa vakið athygli og fékk Kanadiana fimm tilnefningar til svonefndra Blizzard-verðlauna, sem Samtök kvikmynda- framleiðenda í Manitoba veita annað hvert ár. Tónlistarmyndbandið var einnig tilnefnt og var það út- nefnt besta myndbandið á hátíð- inni nú í mars. „Þetta er góð viðurkenning,“ segir Jón Ein- arsson Gústafsson. Fær hól fyrir fyrstu leiknu myndina  Umdeildur/B24 TIL átaka kom milli sambýlisfólks í heimahúsi í Árbænum í Reykjavík í fyrrinótt með þeim afleiðingum að kona stakk sambýlismann sinn tvisv- ar sinnum með hníf. Maðurinn hringdi sjálfur á lögreglu og hleypti inn lögreglumönnum sem kallaðir voru út um klukkan fjögur. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi og var til eftirlits á gjörgæsludeild í gær. Að sögn vakthafandi læknis var ekki þörf á að hann færi í aðgerð vegna sára sinna og er líðan hans eft- ir atvikum. Sambýliskona hans var vistuð í fangageymslum lögreglu í fyrrinótt og átti að yfirheyra hana í gær. Stunginn með hnífi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.