Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 18
FORMÚLA-1 18 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA var eins og fæðing. Barn-ið er komið í heiminn og það grét fallega í dag, sagði Andre de Cortanze, tæknistjóri formúludeild- ar Toyota, eftir frumakstur fyrsta bíls sem Toyota smíðar vegna þátt- töku sinnar í Formúlu-1, en liðið mun mæta til leiks í fyrsta móti að ári. Markar afhjúpun rauðhvíta bílsins og frumaksturinn í Paul Ricard- brautinni við Miðjarðarhafsströnd Frakklands í fyrradag upphaf um- fangsmikilla prófana næstu 11 mán- uðina svo liðið megi koma sem best undirbúið til leiks. Toyota, þriðji stærsti bílafram- leiðandi heims, hefur skellt sér út í þann harða slag sem Formúla-1 er og ætlar sér stóran hlut. Hefur und- irbúningur að því staðið yfir í tæp tvö ár og á föstudag var fyrsti bíll liðsins afhjúpaður við athöfn í hinni sögu- frægu Paul Ricard-braut við Mið- jarðarhafsströnd Frakklands að við- stöddum rúmlega 300 fulltrúum fjölmiðla og fjölda annarra gesta. Forsvarsmenn liðsins og Toyota sögðust þar gera sér grein fyrir því hversu dýrkeypt það væri að mistak- ast í Formúlu-1 og virðast því hafa vandað vel til hlutanna. Hjá keppn- isdeildinni, sem risamannvirki hefur verið byggt yfir í Köln í Þýskalandi, starfa nú þegar um 550 manns af 27 þjóðernum og hafa 60% þeirra reynslu af störfum á vettvangi Formúlu-1. Þótt liðið byrji frá grunni hvað hönnun bíls og keppnis- liðs varðar eru þó engir nýgræðingar þar að störfum því kjarninn er mann- skapur sem vann að þróun keppn- isbíls sem vann heimsmeistaratitil í ralli og Le Mans-kappaksturinn. Til að einbeita sér að Formúlu-1 hætti Toyota hins vegar þátttöku í þessum tveimur greinum í hittiðfyrra. Með þátttökunni í Formúlu-1 er gamall draumur forsvarsmanna Toyota sagður rætast. Íþróttin sé æðsti mælikvarði á tæknilegt ágæti og því sé mikið í húfi að standa sig vel. Góður árangur mun ekki einung- is nýtast tæknideildum fyrirtækisins varðandi þróun og smíði fólksbíla heldur og gagnast í markaðssetn- ingu. Ekki síst í Evrópu sem verið hefur lokuð utanaðkomandi bíla- framleiðendum allt fram á síðustu ár. Toyota fer ekki mjög troðnar slóð- ir því það ætlar að smíða bæði bíl sinn og mótor hans sjálft. Af núver- andi keppnisliðum, og reyndar um langt árabil, er Ferrari hið eina sem gerir slíkt hið sama. Og frönsku bíla- verksmiðjurnar Renault bætast í hópinn á næsta ári en þær byrja þó ekki frá grunni heldur keyptu Ben- etton-liðið með húð og hári til að komast inn í íþróttina. Norðmaður- inn Ove Anderssen, yfirmaður keppnisdeildar Toyota, sagði að þetta væri hinn eðlilegi gangur mála hjá Toyota. „Ég veit ekki hvort þetta er fljótasta leiðin á toppinn en að okkar mati er þetta rétta leiðin. Þrautseigja, hollusta og ástríða allra starfsmanna mun ráða hvort árang- ur náist. Takist vel til geta starfs- menn fyrirtækisins glaðst en mistak- ist okkur höfum við ekki við aðra en okkur sjálfa að sakast, sagði hann. Ætla sér árangur skjótar en í CART Við athöfnina skein í gegn að Toy- ota ætlar sér stóra hluti í Formúlu-1. Þó vörðust forsvarsmenn Toyota að setja einhverja mælistiku á hvenær fyrsti mótssigur skyldi verða í höfn og hvenær ætlunin væri að liðið keppti um heimsmeistaratitla. „Liðið er ekki nógu hrokafullt til að lýsa því yfir hvenær það ætlar að vinna mót fyrsta sinni, sagði aðalökuþórinn Mika Salo. Akihiko Saito, forstjóri Toyota, sagði þó að liðið ætlaði sér árangur skjótar en í bandaríska CART-kappakstrinum. Þar hafa verksmiðjurnar lagt nokkrum keppnisliðum til mótora í bíla sína síðustu fimm árin með þeim árangri að þeir fimm mót í fyrra. Af orðum Saito verður því ráðið að ekki er ætl- unin að svo langur tími líði áður en Toyota vinnur sinn fyrsta sigur í Formúlu-1. Af hógværð sagði Andersson þó að fyrsta markmiðið væri að komast í gengum tímatökurnar í fyrsta mótinu, í mars á næsta ári. Jean Claude Martens, aðalhönnuður und- irvagns og yfirbyggingar, segir að í raun og veru sé bíllinn, sem afhjúp- aður var í fyrradag, að öllu leyti tilbúinn til keppni. Hann uppfylli all- ar kröfur um höggvarnir og nýjustu tæknireglur greinarinnar. Segir hann talsverðan sveigjanleika mögu- legan í hönnunarforsendum bílsins sem komi sér vel við þróun hans á næstu mánuðum. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að CocaCola-verksmiðjurnar verði einn aðalsamstarfsaðili Toyota en ekkert í þá veru var látið uppi við at- höfnina. Myndu verksmiðjulitir Toy- ota og gosdrykkjaframleiðandans þó fara vel saman. Einungis var upplýst hverjir helstu tæknilegu samstarfs- aðilar liðsins yrðu, en þar á meðal mun franski dekkjaframleiðandinn Michelin sjá því fyrir dekkjum á næstu árum, Exxon Mobil fyrir bensíni og smurolíum, Magneti Mar- elli fyrir rafeindastýrikerfum vegna mótors og franska veðurstofan fyrir veðurupplýsingum á mótum. Ljóst má vera að Toyota hefur varið gríðarlegum fjármunum í und- irbúning sinn en hafist var handa um hönnun bílsins fyrir tæpum tveimur árum og fyrsti V10-mótorinn var gangsettur í bekk í september í fyrra eftir umfangsmikið þróunarstarf. Kostnaðartölur vildu forsvarsmenn ekki nefna en til samanburðar er tal- ið að Ferrari verji í ár 284 milljónum dollara vegna þátttöku sinnar í Formúlu-1 og McLaren 274 en hjá ítalska liðinu starfar 681 maður en því enska 450. Salo ánægður Eftirvænting ríkti er Mika Salo skyldi frumaka bílnum. Á slaginu 13:40 að staðartíma, 12:40 að íslensk- um tíma, ók hann út úr hinni tækni- væddu bækistöð sem Toyota hefur sett upp við Paul Ricard-brautina og verður heimili annarrar tilrauna- sveitar liðsins næstu 11 mánuðina. Eftir samakstur í einn hring með Corolla-rallbíl og Le Mans GT-1 bíl tók Salo á sprett. Lagði Salo sex hringi að baki og að frumakstrinum loknum skein af hon- um ánægjan. Sagðist þó hafa haldið aftur af sér enda aldrei áður ekið hring í brautinni, svo og verið var- aður við því af Andre de Cortanze tæknistjóra að klessukeyra ekki frammi fyrir heimspressunni. Sömu- leiðis ekki vitað um brautarhita og virkni dekkja við aðstæður sem í brautinni voru. „Það þarf að smá- stilla eitt og annað til að bæta með- færileikann; gírskiptinguna, hæðina undir bílinn og dekkjahallann. Á því byrjum við á morgun, en aðalatriðið er að við erum komnir í gang. Fyrir aksturinn varaði Andre mig við því að klessukeyra en ég var búinn að gleyma varnaðarorðunum eftir tvo hringi. En ég vissi ekkert við hverju var að búast svo ég var svolítið óstyrkur, sagði Salo. „Ég er mjög ánægður það sem af er. Eftir þessu augnabliki hef ég lengi beðið. Nú getum við hafist handa af alvöru. Það er erfitt að segja til um hvar við munum standa þegar við hellum okkur í keppni en allur mannskapurinn mun gera sitt besta. Og sé útlitið eitthvað til að fara eftir þá verður hann hraðskreið- ur en byltingarkenndi búnaðurinn er falinn undir hinu fagra skinni. Það verður ekki bara mikilvægt fyrir Toyota að við verðum samkeppnis- færir, heldur Formúlu-1 líka. Íþrótt- in þarf á öðru stórliði að halda, von- andi verður það Toyota. Þess vegna réð ég mig til liðsins, sagði Salo. Þó svo vélarhljóðin þættu benda til þess að þak hefði verið sett á mögulegan snúningshraða að þessu sinni gaf Salo hressilega í eftir hin- um langa upphafs- og lokakafla brautarinnar, frammi fyrir gestum og mörg hundruð blaða- og sjón- varpsmönnum hvarvetna að úr heim- inum. Hægði þó á sér fyrir beygjur og skipti niður miklu fyrr en hann myndi gera í keppni. Salo sagði að bíllinn hefði haft til- hneigingu til að yfirstýra en ekki væri búið að setja í hann spólvörn. Svo sem greinilega mátti sjá er hann spólaði út úr annars gírs beygju og byrjaði sprettinn niður eftir upp- hafs- og lokakafla brautarinnar. Frumaksturinn vakti athygli við- staddra enda snurðulaus. Sem á ekki alltaf við er keppnislið í Formúlu-1 frumsýna nýja bíla sína, hvað þá þeg- ar nýtt lið mætir til leiks sem smíðað hefur bíl sinn frá grunni að mótor meðtöldum. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Mika Salo frumekur Toyotabílnum í Paul Ricard-brautinni í Frakklandi og fer hér yfir marklínuna á um 300 kílómetra hraða. Mikil eftirvænting ríkti við brautina er Salo hóf aksturinn. Þótti hann takast vel en aksturinn markar upphaf umfangsmikilla 11 mánaða bílprófana áður en Toyota hefur keppni í Formúlu-1 á næsta ári. Toyota hell- ir sér út í slaginn í Formúlu-1 AP Allan McNish og Mika Salo svipta hulunni af Toyotabílnum við athöfnina á Paul Ricard-brautinni. TOYOTA ætlar greinilega að und- irbúa sig sem best undir þátttöku í Formúlu-1 á næsta ári. Með frum- akstrinum í Paul Ricard-brautinni við smábæinn Le Castellet skammt frá Marseille hófst 11 mánaða törn þar sem hvergi verður slakað á. Tvær aksturstilraunasveitir verða að störfum. Annars vegar hefur Toyota komið sér upp full- kominni bækistöð við Paul Ricard- brautina og þar mun bíllinn verða þróaður, mótor, yfirbygging, loft- aflið o.s.frv. Aksturinn þar verður að mestu í höndum Mika Salo. Hins vegar verður önnur til- raunasveit að störfum með Allan McNish undir stýri og mun heim- sækja flestar brautirnar sem keppt er á í Formúlu-1. Þar gefst ekki að- eins tækifæri til að reyna bílinn á eiginlegum keppnisbrautum, heldur staðfestu forsvarsmenn Toyota á blaðamannafundinum í Paul Ricard, að liðið yrði í einhverjum brautanna um leið og núverandi keppnislið í Formúlu-1. Þar með fengist lítils- háttar samanburður og mælikvarði á hvar liðið stæði miðað við önnur. Mun þetta þó ekki eiga sér stað fyrr en á seinni hluta keppnistímabilsins, um og upp úr júlí. Á þeim tíma er bílþróun keppnisliðanna mjög langt komin og samanburðurinn því Toy- ota mikilsverður varðandi eigin þróun. Toyota hóf reyndar aksturspróf- anir þegar í fyrra og bar þá GT1- bíllinn úr Le Mans-kappakstrinum notaður til að prófa ýmsa íhluti og kerfi komandi keppnisbíls, m.a. vökvakerfin og bremsukerfin. Sagði McNish að með því hefði þegar ver- ið komið í veg fyrir ýmis vandamál sem ella hefði verið við að etja í ár. Tveir tilraunahópar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.