Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Leiðbeinendastörf með hressu, ungu fólki Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörið fyrir þá sem kraftur er í og kjósa útiveru og skemmtilegan félagsskap. Væntanlegir leiðbeinendur sækja námskeið í upphafi ráðningartímans, t.d. í stjórnun, vinnu með unglingum, ýmsum öryggismálum og verklegum störfum. Athugið að margvísleg reynsla og þekking fæst með þessum störfum, sem nýtist fólki vel, þegar horft er til framtíðar. Frekari upplýsingar á skrifstofu og heimasíðu okkar: www.vinnuskoli.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Borgartúni 1 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is VEFNAÐUR hefur verið skil- greindur ansi þröngt á undanförnum áratugum eins og reyndar allir miðlar innan myndlistarinnar. Það er eins og menn hafi ekki áttað sig almennilega á þeim breytingum sem urðu á listinni upp úr 1960, þegar formalisminn varð að láta undan síga fyrir stöðugt djarf- ari tilraunastarfsemi. Á árunum 1965 til 1970 gjörbylti bandaríska listakon- an Eva Hesse öllum viðteknum skoð- unum manna um veflistina með því að tengja hana höggmyndalistinni svo órjúfanlegum böndum að erfitt er að sjá hvað er hvað, höggmynd eða text- íll. Inn í þessa gerjun blandaðist auð- vitað aldalöng kynjatogstreita þar sem karlmenn reyndu að varðveita hreinleik viðfangsefna sinna með því að hnýta í aðrar listgreinar en mál- ara- og höggmyndalist og kalla þær einberar hannyrðir. Eins og landið liggur í dag er munurinn á myndlist og myndlist – málverki og vefnaði – sáralítill á stundum enda er undir- staða hvorrar greinar fyrir sig ofinn strigi eða léreft. Var einhver stór- vægilegur grundvallarmunur á að- ferðum enska málarans Gary Hume og egypska vefarans Ghada Amer í Feneyjum í hittifyrra þótt málarinn notaði álplötur en vefarinn striga sem undirstöðu? Guðrún Gunnarsdóttir hefur verið manna ötulust að upp- hefja þann stimpil sem konur hafa verið brennimerktar með því að teygja veflistina út á ystu mörk þar sem teikning, höggmyndalist og þráðavinna sameinast í sérkennilega svífandi lágmyndadansi. Austurvegg- urinn í Ásmundarsal talar sínu máli. Þar hefur Guðrún losað sig undan skipulagðri hnýtingu, en bregður í staðinn á þann leik að nota mismun- andi þykkt og hnökur til að kalla fram veggjakrot sem er margbrotið að áherslum og eðli eins og besta teikn- ing. Þá sýnir hún einnig fínleg net sem hún hnýtir úr grönnum vír, gúmmí, pappírsþráðum og akrýl, svo verkin fylgja annað hvort tvívíðum gildum og minna sumpart á laust hnýttan fatnað, eða hanga í þéttari og þrívíddarkenndari dokkum eftir veggnum. Stundum er eins og Guð- rún sjáist ekki beint fyrir í sköpunar- gleði sinni og vilji takast á við allt í einu. En slík hvatvísi verður að teljast jákvæð innan um alla þá drepandi varúð sem gerir íslenska list oft svo yfirmáta hretlega og norræna – í nei- kvæðri merkingu þess orðs. Guðrún leyfir sér til að mynda ákveðið frelsi í gryfjunni sem heppnast sumpart eins og í málverkabendunni Óður til Hag- kaupssloppsins, en virkar ef til vill minna sannfærandi í syrpunni Ilmur. Þessi augljósa tilraunastarfsemi breytir því þó ekki að enn staðfestir Guðrún Gunnarsdóttir sig sem einn allrasnarpasti vefari okkar fyrr og síðar. Veggjakrot MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í , Á s m u n d a r s a l Til 1. apríl. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. VEFLIST, LÁGMYNDIR & MÁLVERK – GUÐRÚN GUNNARS- DÓTTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkum Guðrúnar Gunnarsdóttur. Halldór Björn Runólfsson TRÍÓIÐ Flís leikur á sunnudagstón- leikum veitingastaðarins Ozio kl. 21.30. Liðsmenn eru Davíð Þór Jóns- son píanó, Helgi Sv. Helgason, trommur og Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson, kontrabassi og bassa- klarinett. Tríóið leikur aðallega sína eigin tónlist. Miðaverð er 600 kr. Tríóið Flís leikur á Ozio SÝNINGU Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Sófamálverkinu, lýk- ur í dag sunnudag. Sýningarstjórar og höfundar sýningarinnar eru Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttir. Að sögn Önnu Jóa er í bígerð að kanna hvort „sófamálverkið“ njóti svipaðra vin- sælda meðal Vestur-Íslendinga í Kanada og í framhaldi af því setja upp „Sófamálverkssýningu“ í Kan- ada á næsta ári. Síðasti sýningardagur  KVENNA megin. Greinar í fem- ínískri heimspeki er eftir Sigríði Þorgeirsdóttur. Kvenna megin er safn greina sem höfundur hefur skrifað á undan- förnum árum um femíníska heim- speki. Hér er kynnt til leiks ung grein innan heimspekinnar sem hefur að markmiði að túlka heiminn á for- sendum beggja kynja. Femínísk heimspeki sprettur upp úr kvenfrels- ishreyfingum 20. aldar og leitast hún við að gera kynjamisrétti sýnilegt í því augnamiði að aflétta því báðum kynjum til góðs. Um leið leitast þessi heimspeki við að þróa hugsjón um mannlegri heim þar sem bæði kynin deila með sér ábyrgð og hafa jöfn tækifæri til frelsis. Í greinum sínum víkur höfundur að ýmsum þeim við- fangsefnum þar sem sjónarhorn kvenna- og kynjafræða varpa ljósi á kynbundna afstöðu hefðbundinna við- horfa. Fjallað er m.a. um hlut heimilis og fjölskyldu í stjórnspekilegri um- ræðu, mannskilning siðfræðinnar, tvíhyggju hins karllega og kvenlega í vestrænni menningu. Sigríður Þor- geirsdóttir hefur áður gefið út bók í Þýskalandi um heimspeki Nietzsches og verið meðritstjóri greinasafna um málefni fjölskyldunnar og heimspeki Simone de Beauvoir. Kvenna megin er áttunda ritið í rit- röðinni Íslenzk heimspeki – Philo- sophia Islandica, sem gefin er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi í því skyni að koma á framfæri íslenskum heimspekiritum, fornum sem nýjum. Ritið er 166 bls., prentað í Steinholti. Nýjar bækur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.