Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna ASÍ um velferðarkerfið Hvert viljum við stefna? Á MIÐVIKUDAGkl. 13 til 17 verðurhaldin ráðstefna Alþýðusambands Íslands um samspil almannatrygg- inga, lífeyris- og skattkerf- is. Ráðstefna ber yfir- skriftina: Hvert viljum við stefna og hún hefst á ávarpi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Einn fyrirlesara er Rannveig Sigurðardóttir hagfræð- ingur ASÍ. Hún var spurð hvað hún ætlaði að ræða um? „Ég ætla að fjalla um uppbyggingu bóta al- mannatrygginga kerfisins. Samspil bóta, tekna og skattkerfis. Ég ætla líka að reyna að velta fyrir mér hvernig tekjusamsetning ellilífeyrisþega er í dag.“ – Er þessum málum hagað á svipaðan hátt hér á landi og í Sví- þjóð og Bandaríkjunum, þar sem þú hefur stundað rannsóknir? „Okkar kerfi er hvorki líkt sænska velferðarkerfinu né því bandaríska. Það má kannski segja að við höfum sitt lítið af hvoru. Það litla velferðarkerfi sem er í Bandaríkjunum er hugsað til að tryggja þeim allra fátækustu lífs- viðurværi meðan hugmyndafræð- in á bak við sænska og raunar nor- ræna velferðarkerfið er þannig að það sé kerfi fyrir alla þegna þjóð- félagsins þegar þeir þurfa á því að halda, t.d. vegna atvinnuleysis, veikinda, fæðingarorlofs, náms og fl. Og gæðin séu þannig að þau séu fyrir alla, líka fyrir þá sem ella gætu keypt sér þjónustu. En þar er líka gengið út frá því að allir greiði til velferðarkerfisins sam- kvæmt tekjum.“ – Hvers vegna er efnt til þess- arar ráðstefnu í dag? „Það sem Alþýðusambandið hyggst gera og þetta er fyrsta skrefið í er að boða til þjóðarum- ræðu um framtíð velferðarkerfis- ins. Markmiðið er að ná þjóðarsátt um hvers konar velferðarkerfi við viljum hafa á Íslandi. Fyrsti þátt- ur velferðarkerfisins er það sem við ætlum að ræða í dag, þ.e. hlut- verk almannatryggingakerfisins í velferð landsmanna. Ástæðan fyr- ir því að við viljum nú taka upp þessa umræðu er að undanfarinn áratug hafa verið gerðar misstór- ar breytingar á velferðarkerfinu og oftast frekar tilviljunarkennd- ar, hugsaðar til að spara útgjöld til skamms tíma. Það hefur lítið verið hugsað um hvaða áhrif margar litlar breytingar geta haft á uppbyggingu velferðarkerfisins í heild. Við viljum þess vegna að það sé rætt og komist að niður- stöðu um hvernig velferðarkerfi við viljum búa við, þannig að þeg- ar illa árar sé ekki gripið til óhugs- aðra niðurskurðaraðgerða sem jafnvel geta leitt til þess að við sitjum uppi með eitthvert allt ann- að kerfi en við í upphafi lögðum af stað með og vildum hafa.“ – Hverjir tala auk þín á ráð- stefnunni? „Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands ætlar að velta upp spurningunni hvort líf- eyrissjóðskerfið hafi burði til að vera meg- instoð lífeyrisfram- færslu landsmanna. Stefán Ólafs- son prófessor við Háskóla Íslands ætlar að fjalla um íslenska vel- ferðarkerfið í fjölþjóðlegum sam- anburði. Yfirskrift míns fyrirlest- urs er: Fólk, framfærsla og fátæktargildrur. Loks höfum við svo boðið hingað Joakim Palme prófessor í félagsfræði. Hann ætl- ar að fjalla um mismunandi gerðir velferðarkerfa og hvernig þeim tekst að stuðla að tekjujöfnun og koma í veg fyrir fátæk. Hann nefnir fyrirlestur sinn: Hrói hött- ur, Matteus eða algjört jafnrétti. Velferðarkerfi 21. aldarinnar – viðfangsefni og möguleikar.“ – Hefur að þínu mati of lítið ver- ið rætt um velferðarkerfið sem kerfi? „Við teljum að umræðan um grundvallaruppbyggingu kerfis- ins hafi ekki verið nægileg né markviss hér á landi. Einstaka þættir kerfisins hafa komið til um- ræðu en oft mjög afmarkaðir þættir og umræðan þá sjaldnast náð lengra.“ – Er velferðarkerfið okkar búið fátæktargildrum? „Það sem verkalýðshreyfingin hefur gagnrýnt í samspili bóta og skattkerfis er fyrst og fremst það að mestu jaðaráhrif kerfisins koma niður á þeim tekjulægstu og t.d. barnafólki sem er að koma yfir sig þaki. En ekki eins og á Norð- urlöndum þar sem mestu jaðar- áhrifin lenda á þeim tekjuhæstu.“ – Hvert verður næsta skrefið í umræðunum um velferðarkerfið? „Á 39. þingi ASÍ var samþykkt að ræða um framtíð velferðarkerf- isins og sem fyrsta skref í þeirri umræðu var ákveðið að ræða um samspil lífeyriskerfis og skattkerfis. Alþýðu- sambandið hefur lagt mikla áherslu á að skoða kosti og galla fjölþrepa skattkerfis. Nú hefur verið skipuð nefnd ASÍ, fjármála- ráðuneytis og Þjóð- hagsstofnunar sem á að skoða það mál nánar. Þegar niðurstöður þeirrar nefndar liggja fyrir er ljóst að við getum haldið áfram umræðunni um samspil bóta og skattkerfis út frá því hvort fjöl- þrepa skattkerfi skili okkur mark- vissara tæki til tekjujöfnunar. Rannveig Sigurðardóttir  Rannveig Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1975 og hagfræðiprófi frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð 1980. Hún lauk mastersprófi í hagfræði frá sama skóla 1990. Hún var við nám, kennslu og rannsóknir í Svíþjóð og Bandaríkjunum en frá 1990 hefur hún búið á Íslandi, fyrst starfaði hún hjá Hagstofu Íslands, síðan hjá BSRB og er nú hagfræðingur ASÍ, for- stöðumaður kjara- og félags- málasviðs sambandsins. Rann- veig er gift Hermanni Þórissyni stærðfræðingi og eiga þau tvö börn. Viljum fá þjóðar- umræðu um framtíð velferðar- kerfisins Jú, jú, kona góð, það er vel hægt að þjóna tveimur herrum ef maður hefur réttu græjurnar. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf krefst þess að stjórnvöld hlutist til um að læknisskoðun starfsmanna fyrirtækja verði sem fyrst fram- kvæmd á þann hátt sem gildandi lög gera ráð fyrir og þess verði gætt að persónulegar upplýsingar úr slíkum skoðunum verði í höndum heilsu- gæslustöðva eða sjúkrahúsa en alls ekki hjá trúnaðarlæknum sem eru á launum hjá fyrirtækjum. Sigurður T. Sigurðsson, formaður verkalýðs- félagsins Hlífar, segir misbrest vera á þessu og vítir stjórnvöld fyrir sinnuleysi í þessu mikilsverða máli og krefst þess að þeir sem valdir eru til að stjórna landinu virði gildandi lög sem sett eru til að gæta heilsu og velferðar launafólks. Í 66. grein laga um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir m.a.: „Heilsuvernd starfs- manna skal falin þeirri heilsugæslu- stöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til, sbr. 19. gr. laga nr. 57/1978.“ Sigurður segir stjórnvöld hafa hundsað þessi lög allt frá því þau voru sett, Hlíf hafi fylgt málinu eftir sl. 15 ár með litlum sem engum árangri og lögin hafi ítrekað verið brotin af öllum ríkis- stjórnum sem setið hafi frá lagasetn- ingunni. „Í staðinn fyrir að veita þessa þjónustu á sjúkrahúsum eða heilsu- gæslustöðum hafa trúnaðarlæknar sumra atvinnurekenda séð um þetta og skikkað menn til að mæta til skoð- unar hjá sér, með hótunum um brott- rekstur eða lagaákvæði ef þeir kjósa að mæta ekki,“ segir Sigurður og segist vita dæmi þess að sami læknir sé heimilislæknir starfsmanns og trúnaðarlæknir fyrirtækisins sem sjúklingurinn vinnur hjá. Þar með sé kominn trúnaðarbrest- ur á milli læknis og sjúklings/laun- þega. Í sumum tilfellum hafi jafnvel gögn læknisins verið geymd inni á launadeild viðkomandi fyrirtækis. Þannig sé persónuvernd einstak- lingsins þverbrotin. Engin viðbrögð „Allt frá því að fyrrgreind lög voru sett hafa stjórnvöld virt þau að vett- ugi og látið það viðgangast að læknar sem eru launaðir starfsmenn fyrir- tækja framkvæmi skoðunina,“ segir m.a. í ályktun frá Hlíf sem send var öllum ráðuneytum og þingmönnum Alþingis. Sigurður sagði að engin viðbrögð hefðu borist við ályktuninni frekar en fyrri ár. Skoðun starfsfólks hjá trúnaðarlæknum fyrirtækja Trúnaðarbrestur milli lækna og sjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.