Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 41
Nýjar glæsiíbúðir með bílskýli á frábæru verði við
Básbryggju 1-3 og Naustabryggju 2-4
Sölusýning í dag, sunnudag, kl. 13 - 15
Síðumúla 27, sími 588 4477
Til sýnis og sölu í dag og næstu daga nýjar, glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir í viðhaldsfríu ál-
klæddu fjölbýli á góðum og veðursælum stað við Grafarvog í hinu stórskemmtilega Bryggj-
uhverfi. Hverri íbúð fylgir stæði í upphituðu bílskýli undir húsinu (innangengt í stigahús) eða inn-
byggður bílskúr. Húsið verður frágengið á afar vandaðan og viðhaldsfrían hátt, klætt að utan
með áli og einnig gluggar. Íbúðunum verður skilað fullbúnum án gólfefna með flísal. baði. Val-
möguleiki á innréttingum milli maghóní eða Alder + hugsanl. fleira ef pantað er tímanlega.
Þvottaherbergi í hverri íbúð. Lóð, stéttar og öll sameign verður frágengin. Bakatil verður fullbú-
in, frágengin glæsilegur skrúðgarður með stéttum, leiktækjum, trjágróðri, setbekkjum o.fl.
Glæsilegt fjölbýli með glæsilegum arkitektúr og fallegum kvistum.
Byggingaraðili og sölumenn Valhallar verða á
staðnum í dag milli kl. 13 og 15 með teikn-
ingasett og nánari upplýsingar.
Lítið við og kynnið ykkur einstakan valkost
á fasteignamarkaðnum í dag.
Verðdæmi:
Ein 2ja herb. 63 fm
+ bílskýli kr. 9,9 millj.
3ja herb. 88 fm
+ bílskýli kr. 12,3 millj.
4ra herb. 103 fm
+ bílskúr kr. 14,3 millj.
4ra herb. 114 fm
+ bílskýli kr. 14,7 millj.
5-6 herb. 122 fm
+ bílskýli kr. 16,3 millj.
6 herb. 166 fm
+ bílskýli kr. 17,9 millj.
ATH.: Seljandi tekur á sig
öll afföll af húsbréfum mið-
að við hámarkslán 7,7 millj.
Afhending mjög fljótlega,
þ.e. í apríl til júní 2001.
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099
Opin hús sunnud. 25. mars
ÁLFATÚN 19, 1. HÆÐ M. BÍLSKÚR
Glæsileg 4ra herbergja 116 fm íbúð á 1. hæð á þessum frábæra stað neðst í
Fossvogsdalnum. 3 svefnherbergi og mjög góð stofa með útskoti/blómaglugga
og útg. á sérsuðurverönd og þaðan í garð. Fallegt beykiparket á gólfum, beyki-
hurðir og innréttingar. Flísalagt baðherbergi með sturtu og baði. Falleg sameign.
Lóð gróin m/miklum gróðri og leiktækjum. Verð 15,2 millj. Áhv. 1,8 millj.
Oddný og Helgi sýna íbúðina frá kl. 14-17 í dag, sunnudag.
HAMRAHLÍÐ 21, 3. HÆÐ - NÝTT
Vorum að fá í einkas. fallega 3ja herb
íbúð á 3. hæð (efstu) í steinsteyptu fjöl-
býli sem nýlega hefur verið tekið í gegn.
Eikarparket á gólfum. Baðherbergi er
endurnýjað og flísalagt í hólf og gólf.
Glæsilegt útsýni til allra átta. Stutt í alla
þjónustu. Áhv. 3,4 millj. húsbréf. Verð
10,4 millj.
Björn og Helga taka á móti ykkur í dag milli kl. 15 og 17.
FLÚÐASEL 48 - RAÐHÚS
Vorum að fá í einkasölu fallegt 155 fm
milliraðhús ásamt 33 fm stæði í bílskýli.
Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í
gestarými og fjölskyldurými. Neðri hæð:
Gestawc, tvær stórar stofur, eldhús og
þvottahús. Efri hæð: Stórt baðherb.,
þrjú góð svefnherb., sjónvarpsherb.
(mögl. herb.) og geymsla. Eignin er öll
nýl. máluð og með nýl. gólfefnum. Gott
útsýni.
EIGNIN ER LAUS STRAX. Jóhanna sýnir eignina frá
kl. 14 – 17 í dag, sunnudag.
✝ Halldóra SalómeSigurðardóttir
fæddist 9. maí 1933 á
Ísafirði. Hún lést á
heimili sínu föstu-
daginn 16. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigurð-
ur Kristinn Ólafsson,
f. 11.11. 1881, d. 15.5.
1958, sjómaður og
beykir á Ísafirði, og
Jónína S. Guðlaugs-
dóttir, f. 6.10. 1896,
d. 17.12. 1964, hús-
móðir. Halldóra er
næstyngst í hópi sjö
systkina. Þau fimm sem fæddust
á undan Halldóru eru látin, þau
voru: Sigurlaugur, f. 1916, Magn-
ús, f. 1921, Sigríður, lést tólf ára,
Halldór, lést eins árs, og Gísli f.
1926, en hann dó af slysförum 23
ára gamall. Yngsti bróðir Hall-
dóru, Sigmar H. Sigurðsson, er
fæddur 1934 og lifir systur sína.
Hinn 3. ágúst 1952 eignaðist
Halldóra sitt fyrsta barn, soninn
Gísla S. Sigurðsson. Halldóra hóf
búskap árið 1955
með Sveinbirni
Hannessyni sem var
fæddur 30. nóv.
1921. Þau gengu í
hjónaband 30. nóv.
árið 1968. Svein-
björn var yfirverk-
stjóri hjá Reykjavík-
urborg. Þeim varð
þriggja barna auðið,
börn þeirra eru:
Sveinbjörn Svein-
björnsson, f. 31. des.
1958, kona hans er
Helena Bergmann
og eiga þau dótt-
urina Rebekku Salóme. Sigurður
Kristinn Sveinbjörnsson, f. 22.
ágúst 1960, og börn hans eru Ást-
valdur og Sonja. Yngstur er Ólaf-
ur Hannes Sveinbjörnsson, f. 5.
nóv. 1965, og dóttir hans er Birg-
itta Rós. Sveinbjörn Hannesson
lést 21. janúar 1998. Ævistarf
Halldóru var húsmóðurstarfið.
Útför Halldóru fór fram frá
Seljakirkju fimmtudaginn 22.
mars.
Á sofinn hvarm þinn
fellur hvít birta harms míns.
(Steinn Steinarr.)
Elskuleg vinkona er fallin frá.
Er ég ræddi við hana í síma á síð-
ustu mínútum lífs hennar tjáði hún
mér að sér liði ekki vel, að hún ætl-
aði að leggja sig og vita hvort óþæg-
indin myndu ekki líða hjá. En hún
vaknaði ekki aftur til þessa lífs.
Dóra var ákaflega lítillát kona og
er það ekki í hennar anda að halda
um hana lofræðu, en hún vann verk
sín vel, var húsmóðir upp á gamla
mátann, þ.e. heimilið, synir hennar
og eiginmaður voru henni eitt og
allt, þó vann hún utan heimilisins
öðru hvoru og veit ég að vinnuveit-
endur hennar báru henni vel sög-
una. Hún hlífði sér hvergi, þótt ekki
gengi hún alltaf heil til skógar.
Drengirnir hennar voru hennar
augasteinar. Hafa þeir allir hlotið
þann arf frá báðum foreldrum sín-
um, að þeir eru dugnaðarforkar,
ósérhlífnir, heiðarlegir og góðir
drengir. Allir eru þeir viðskipta-
fræðingar og einnig hafa þeir mikið
látið þátttöku og störf á sviði
íþróttamála til sín taka. Dóra missti
eiginmann sinn úr alzheimersjúk-
dómi fyrir þremur árum. Hún ann-
aðist hann heima í nokkur ár, áður
en hann fékk athvarf á hjúkrunar-
heimilinu í Árskógum, þar sem
hann lést.
Þessi ár, er hún annaðist mann
sinn, gengu mjög nærri heilsu
hennar, enda erfitt að hugsa um svo
veikan mann, ekki heilsuhraustari
en hún var.
Að eiginmanni sínum látnum bjó
hún í Dalseli 13. Þangað komu synir
hennar, tengdadóttirin Helena og
barnabörn Dóru oft í heimsókn,
einnig var Dóra vinamörg enda kát
og skemmtileg og hafði frá mörgu
að segja.
Dóra reyndist fjölskyldu okkar
frábærlega vel enda var hún mjög
trygglynd að eðlisfari.
Við þökkum Dóru allar þær ynd-
islegu samverustundir sem við átt-
um með henni.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín, Ragnhildur, Ingibjörg,
Þóra Björk og fjölskyldur.
HALLDÓRA SALÓME
SIGURÐARDÓTTIR
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina
annan hvern miðvikudag