Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓHÆTT er að segja aðáfangaskýrsla um vændiá Íslandi hafi vakið at-hygli. Fram til þessa hef- ur umræðan fremur mótast af get- gátum, fremur en ljósum stað- reyndum og traustum heimildum en skýrslan bætir úr þessu. Búast má við fleiri rannsóknum á þessu viðkvæma efni. Í könnuninni er leit- ast við að svara þeirri spurningu hvort vændi fyrirfinnist á Íslandi og ef svo er, í hvaða mynd það birt- ist. Beinist athyglin einkum að ungu fólki sem selur líkama sinn í þeim tilgangi að afla sér lífsviður- væris, það sem kallað hefur verið nauðarvændi. Einnig er í skýrsl- unni fjallað um vændi meðal full- orðinna einstaklinga svo sem tilvilj- anakennt vændi á götum úti og vændi í heimahúsum. Þá er sagt frá þeim sem skipuleggja sölu og kaup á vændi hvort heldur er í gegnum ákveðna staði svo sem heimahús eða nektardansstaði. Að lokum er greint frá barnavændi sem á sér stað á Íslandi, barnaníðingum og tengslum þeirra við dreifingu barnakláms. Ekki er í athuguninni leitast við að meta umfang vændis heldur skilja eðli þess og félagslegt samhengi. En hver er aðdragandinn að rannsókninni? „Eins og við vitum hefur umræða um vændi átt sér stað í þjóðfélaginu undanfarið ár. Í byrjun síðastliðins árs var á Alþingi mælst til þess að gerð yrði könnun á vændi á Íslandi. Dómsmálaráðherra tók það að sér að fara fram á slíka rannsókn og hafði hann samband við okkur hjá Rannsóknum og greiningu ehf.,“ Fyrirtækið er rannsóknarmiðstöð á sviði félagsvísinda, sem var stofnuð til að sinna rannsóknum á flestu því er varðar ungt fólk í síbreytilegu þjóðfélagi,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, starfsmaður Rann- sókna og greininga ehf. sem er einn af skýrsluhöfundum. „Við höfum verið að leggja fyrir kannanir í grunnskólum landsins á málefnum ungs fólks. Fyrir dómsmálaráðu- neytið höfum við gert athugun á vímuefnaneyslu ungs fólks og kann- að félagslegt umhverfi ofbeldis. Vændi, vímuefnaneysla og ofbeldi eru skyldir málaflokkar.“ Erfitt að ná til þeirra sem stunda vændi Var ekki erfitt að nálgast þær upplýsingar sem er að finna í skýrslunni þar eð þessi heimur er væntanlega afar lokaður og erfitt að fá aðgang að fólki sem stundað hefur vændi hér á landi vegna þess hve yfir því hvílir mikil launung? „Jú, það var mjög erfitt að ná til þeirra sem þekktu til eða höfðu stundað vændi. Við náðum til þeirra með svokallaðri snjóboltaaðferð þar sem einstaklingur sem talað er við, kemur rannsakendum í samband við annan einstakling sem þekkir til viðfangsefnisins og er tilbúinn að segja frá reynslu sinni. Með þess- um hætti er byggt upp traust milli rannsakenda og þátttakenda sem mjög erfitt er að mynda með öðrum leiðum, en þetta er mjög tímafrek aðferð. Þeir sem við ræddum við höfðu farið í meðferð og voru hættir neyslu vímuefna og hættir vændi. Rannsóknin byggist á opnum við- tölum sem er ein af þeim aðferðum sem falla undir eigindlegar rann- sóknaraðferðir og er talin vænleg til árangurs. Við ræddum einnig við sérfræð- inga. Þeir voru valdir með tilliti til sérfræðiþekkingar á vændi eða þeim félagslegu þáttum sem eru tengdir vændi, svo sem vímuefna- notkun og kynferðisofbeldi. Lögð var áhersla á að taka viðtöl við sér- fræðinga frá ólíkum stofnunum þjóðfélagsins til að fá sem breiðasta mynd af viðfangsefninu. Sérfræðingarnir voru spurðir hvort þeir hefðu orðið varir við vændi og þá í hvaða mynd. Það sem kom út úr þessum viðtölum var að nánast allir sem við töluðum við könnuðust við að hér viðgengist vændi og höfðu þeir orðið varir við það oftar en einu sinni í sínu starfi og gátu lýst því. Það sem kom okk- ur á óvart var að vændi hafði lítið komið til tals innan viðkomandi stofnananna og hafði verið skjalfest þar og því í raun ekki viðurkennt. Þeir sem við töluðum við fannst kominn tími til að umræða um vændi á Íslandi væri opnuð. Við rannsóknina nutu viðmæl- endur nafnleyndar. Samstarfið við dómsmálaráðuneytið hjálpaði okk- ur óneitanlega að nálgast fólkið og bindur það vonir við að frásögn þeirra verði til þess að opna um- ræður um þetta mál og fundin verði úrræði við hæfi.“ Urðuð þið varar við viðhorfs- breytingu til vændis hér á landi í athugun ykkar? Þykir það ef til vill ekki jafnmikil skömm og áður að tengjast vændi? „Við höfum engar haldbærar upplýsingar um viðhorfsbreytingar þar eð sá þáttur hefur ekki verið kannaður hér á landi. Þeir einstak- lingar sem við ræddum við og höfðu stundað vændi voru flestir mjög tregir til að tala um reynslu sína og þurftu langan umhugunarfrest áður en þeir ákváðu að opna sig. Ástæð- ur þess eru meðal annars fordómar sem þetta fólk mætir í þjóðfélaginu auk þess sem það er sársaukafullt að rifja upp liðna tíð. Það er mikil minnimáttarkennd tengd því að hafa stundað vændi.“ Þróunin að breytast Sagt hefur verið að vændi sé jafngamalt mannkyninu er hægt að rekja þróun vændis hér á landi? „Nei, það er mjög erfitt þar eða ekki hefur verið gerð athugun á því. Gera má ráð fyrir að vændi sem tengist fikniefnaneyslu hafi átt sér stað í lengri tíma hér á landi. Er- lendar rannsóknir sýna að þróunin í þessum efnum er að breytast. Vændishús eru til dæmis að hverfa erlendis og það sem er að koma í staðinn eru nektardansstaðir og nuddstofur. Þannig er vændið falið innan löglegrar starfsemi. Greina má svipaða þróun hér á landi hvað varðar nektardansstaðina. Auglýsingar þar sem boðið er upp á alls kyns kynlífsstarfsemi VÆNDI VARÐ- AR ALLA Morgunblaðið/Ásdís Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, starfsmaður Rannsókna og greininga ehf., og Hólmfríður Lydía Ellertsdóttir læknanemi. Þær stóðu að rannsókninni á vændi ásamt Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem stundar nú doktorsnám í félagsvísindum í Bandaríkjunum. Rannsókn á vændi sem birt var fyrir helgina staðfestir að vændi sem tengist fíkniefnaneyslu hafi átt sér stað í langan tíma hér á landi. Hildur Einarsdóttur ræðir við Bryndísi Björk Ásgeirsdótt- ur, sem gerði rannsóknina, um niðurstöður þeirra og nauðsyn þess að komið sé til móts við þá einstaklinga sem leiðst hafa út í vændi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.