Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Hraunteigur 9, 2.hæð Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa glæsilegu og mik- ið endurnýjuðu 6 herb. 142 fm hæð. Íbúðin skiptist m.a. í 4 svefn. 2 stórar stofur. Lofthæð ca 2,60. Nýtt eldhús, kirsu- berjaviður. Rúmgóðar nýjar suðursvalir. Sjón er sögu ríkari. Verð 17,9 millj. Sigurbjörn og Sigrún taka vel á móti ykkur. Básbryggja 15, 3.h.h. (Bryggjuhverfi) Í dag er til sýnis þessi stór- glæsilega 148 fm „penthouse“, endaíbúð sem er í 4ra íbúða stigahúsi í þessu eftirsótta hverfi. Stórar suðvestur svalir með útsýni inn í listigarðinn. Parket og flísar á gólfum. Sjón er sögu ríkari. Verð 18,9 millj Theódór býður ykkur vel- komin. Opið hús - Gautavík 33 Í dag milli kl. 14:00 og 16:00 mun vera opið hús að Gautavík 33 í Grafarvoginum. Um er að ræða stóra og rúmgóða 4ra herb. íbúð á 2. hæð (efstu) með sérinngangi í litlu 2ja hæða fjór- býli . Sérlega stór og rúmgóð stofa, eldhús með glæsilegum innréttingum og eldhústækjum, baðkar og sturtuklefi á baði, Mahony skápar og hurðir, sér þvottaherbergi í íbúð og opið upp í rjáfur (3-4 m.lofthæð) í stofu og í eldhúsi. V. 13,2 millj. Áhv. 7,2 millj. í veðdeild LÍ. Endilega kíkið við! Kjartan og Guðrún taka vel á móti ykkur. Veitingahús til sölu í miðbænum Höfum fengið til sölu vel þekkt veitingahús sem er staðsett í hjarta miðbæjarins. Gott tækifæri. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða í síma 533 6050. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 Goðheimar 12 Í sölu falleg og vel skipu- lögð 141 fm íbúð í fjórbýli með sérinn- gangi. Fjögur svefnherb. og tvær stofur. Rúmgott eldhús. Parket og flísar á gólfi. Suð-vestur svalir. Verð 16,9 millj. Áhv. 5,6 millj. Þau Jón og Jóhanna bjóða ykkur vel- komin til sín í dag á milli kl. 16-18. Kaplaskjólsvegur 37 Í sölu góð 3ja herb. íbúð + ris (þar gætu verið 2 herb. - tilvalið sem vinnuherb. eða fyrir ungling- inn), á 4.hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Park- et og dúkur á gólfum. Nýlega endurnýj. baðherb. Tengi fyir þvottavél á hæð. Suð- ursvalir. GOTT BRUNABÓTAMAT !! Verð 12,5 millj. Áhv. 4,7 millj. Þau Sveinn og Guðrún bjóða ykkur vel- komin til sín í dag á milli kl. 16-18. Laugarnesvegur 106 Í einkasölu falleg 68 fm íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli. Tvö svefnherb. og björt stofa. Parket á gólfum. Suðursvalir. Verð 9,3 millj. Áhv. 6,4 millj. Hún Vigdís býður ykkur velkomin til sín í dag á milli kl.16-18 Logafold 20 Í sölu falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (gengið upp nokkrar tröpp- ur) í litlu fjölbýli á útsýnisstað. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús í íbúð. Íbúðinni fylgir stæði í bílskýli. Þau Ólafur og Guðrún bjóða ykkur vel- komin til sín í dag á milli kl. 16-18. Jörfabakki 4 Í sölu góð 78 fm íbúð á 2. hæð í þessu fallega fjölbýli. Rúmgóð stofa með parketi á gólfi og tvö herb. Nýlega endurnýjað baðherb. Þvottahús í íbúð. Verð 10,4 millj. Áhv. ca 3 millj. Þau Óskar og Guðfinna bjóða ykkur vel- komin til sín í dag á milli kl. 16-18 Funalind 9 Kópavogi Í sölu glæsileg 151 fm penthouse íbúð á tveimur hæðum í þessu nýlega fjölbýli. Vandaðar innrétt- ingar. 4 svefnherb. og rúmgóð stofa. Tvennar svalir. Þvottahús í íbúð. Eign fyrir vandláta! Verð 18,4 millj. Áhv. 7,6 millj. Þau Arnar og Svava bjóða ykkur vel- komin til sín í dag á milli kl. 14-16. GISTIHEIMILI Gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu Í einkasölu 840 fm fullinnréttað gistiheimili í fullum rekstri. Nú er besti tíminn framund- an. Frábært tækifæri! Verð 84 m. Áhv. ca 55 m. OPIN HÚS SUNNUDAG BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra var í Ottawa, höfuðborg Kan- ada, dagana 19.–21. mars. Ráðherra var meðal 700 hundruð gesta á sýn- ingu Íslenska dansflokksins í National Arts Centre í Ottawa þriðjudagskvöldið 20. mars. Sýnd voru verkin NPK eftir Katr- ínu Hall, Maðurinn er alltaf einn eft- ir Ólöfu Ingólfsdóttur, Kraak een eftir Jo Strömgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Með sýningunni lauk dansflokkurinn sýningarferð sinni til Kanada en flokkurinn hélt alls sex sýningar á tímabilinu 13.–20. mars, þar af fimm í Harbourfront Centre í Toronto og hina síðustu í Ottawa. Menntamálaráðherra átti fund með Brian Tobin, iðnaðar- og rann- sóknarmálaráðherra Kanada á þriðjudag. Fjölluðu ráðherrarnir um sameiginleg viðfangsefni á sviði rannsókna og þróunar og ákváðu að fulltrúar þeirra myndu halda við- ræðum áfram um sérgreind við- fangsefni. Menntamálaráðherra hitti einnig Sheilu Copps, menningar- málaráðherra Kanada, og ræddu þau meðal annars leiðir til að tryggja rétt höfunda í hinum stafræna tölvu- heimi, en Kanadamenn fóru fyrir nokkrum árum þá leið að leggja höf- undargjald á óátekna geisladiska. Taldi menningarmálaráðherrann það hafa gefið góða raun og ekki valdið neinum deilum. Menntamála- ráðherra fór einnig í kanadíska þing- ið, hitti forseta öldungadeildar þess og þingmenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands til að kynna sér ár- angursríka stjórn fiskveiða, segir í frétt frá ráðuneytinu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra ásamt félögum úr Íslenska dansflokknum í hófi sem ráðherra hélt að lokinni sýningu flokksins í Ottawa. Ræddi við ráðherra um rannsóknir og höfundarrétt Björn Bjarnason ásamt Sheilu Copps, menningarmálaráðherra Kanada. Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðstaddur sýningu Íslenska dansflokksins í Kanada B&L, umboðsaðili Hyundai á Ís- landi, hefur undirritað samning við Norðurljós um kostun útsendinga frá HM 2001 í ralli á sjónvarpsstöð- inni Sýn. Mótið, sem hófst í Monte Carlo í janúar sl., fer fram í fimm heimsálfum og munu keppendur hafa lagt að baki samtals 1.600 kíló- metra þegar því lýkur í Bretlandi í nóvember nk. Heimsmeistaramótið fer fram í 14 umferðum og stendur hver þeirra í þrjá daga eða frá föstudegi til sunnu- dags. Samkvæmt samningi Hyundai á Íslandi og Sýnar hefst umfjöllun um hverja umferð á fimmtudags- kvöldum. Sjónvarpsstöðin mun síðan fjalla um helstu hápunkta hvers keppnisdags í sérstökum kvöldþætti föstudaga, laugardaga og sunnu- daga. Þá mun Hyundai á Íslandi kosta beina útsendingu frá lokaslag 14. og síðustu umferðar. Styrkir út- sendingar frá HM í rallakstri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.